Alþýðublaðið - 04.05.1977, Blaðsíða 2
■2 STJÚRNMÁL/FRÉTTIR
Miðvikudagur 4. maí 1977
iSSSr
blaöid
’Otgefa.idi: Alþýöuflokkurinn.
Reksiur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Árni Gunnarsson.
Aösetur ritstjórnar er i Síðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906.
Askriftðrsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasölu.
ER RÍKISSTJÓRNIN KLOFIN í
AFSTÖÐUNNITIL KJARAMALANNA?
Það er athyglisvert að
bera saman leiðara Tím-
ans og Morgunblaðsins í
gærmorgun, sem báðir
fjalla um yfirvinnubann
Alþýðusambandsins.
Tónninn í þeim er eins
ólíkur og f ramast er unnt.
Tíminn tekur f remur vel í
þessa aðferð verka-
lýðshreyf ingarinnar, en
Morgunblaðið finnur á
henni ýmsa annmarka.
Þannig segir Tíminn til
dæmis, að hátíðahöldin
fyrsta maí hafi yf irleitt
farið vel fram og vafa-
laust styrkt aðalkröfurn-
ar, sem séu hækkun
lægstu launa og öruggari
dýrtíðarbætur. Tilraunir
til að beina athygli að
öðrum málum hafi ekki
tekizt. Athygli hafi vakið
að verkalýðshreyf ingin
haf i fyrst um sinn gripið
til eftirvinnubanns í stað
verkfalla. Segir Tíminn,
að með þessu sé kröfun-
um f ylgt eftir, en þó gef-
inn aukinn tími til samn-
inga, án þess að verk-
fallsréttinum sé beitt.
Morgunblaðið segir á
hinn bóginn, að yfir-
vinnubannið hafi tekið
ómakið af atvinnurek-
endum, sem hafi gert
itrekaðar tilraunir til að
lækka kostnað við yfir-
vinnu. Vinnuveitendur,
sem þannig sé háttað hjá,
séu ekki óánægðir með
þetta yf irvinnubann, sem
muni spara þeim mikla
fjármuni. Morgunblaðið
segir, að þegar á heildina
sé litið sé ekki ólíklegt, að
yfirvinnubann sé vopn í
hendi verkaIýðs-
hreyf ingarinnar, sem að
sumu leyti hitti þá með-
limi hennar verst, sem
sízt skyldi.
Þannig virðast blöðin
tvö endurspegla ummæli
foringja sinna, en Al-
þýðublaðið hefur bent á
það, að Ölafur Jóhannes-
son, viðskiptaráðherra,
hefur eindregið tekið
undir kröfur verkalýðs-
hreyfingarinnar um 100
þúsund króna lágmarks-
laun með verðlagsupp-
bótum frá því í haust.
Hins vegar hefur Geir
Hallgrímsson, forsætis-
ráðherra, talað um 4 til
6% hækkun.
f þessu máli virðast
forystumenn stjórnar-
flokkanna ekki vera sam-
mála. Alþýðublaðið vill
þóekki gera þvi skóna, að
Geir Hallgrimsson hafi
ekki fullan hug á því að
kjaradeilan verði leyst.
Hann hefur hins vegar
forðast að segja hug sinn
allan, aðeins að það væri
nauðsynlegt að hækka
laun hinna lægstlaunuðu.
En forsætisráðherra get-
ur ekki vikið sér undan
því að taka afstöðu til
kröfu verkalýðs-
hreyf ingarinnar um
kjarabætur. Viðskipta-
ráðherra hef ur raunveru-
lega tekið af skarið með
afstöðu sinni til kjara-
málanna, a.m.k. í orði, og
verður það að teljast æði
óvenjulegt.
Hvort sem ríkisstjórn-
inni líkar það betur eða
verr verður hún að móta
pólitíska afstöðu til
margra þeirra þátta sem
nú eru til umræðu í kjara-
málunum. Það myndi
skapa mjög alvarlegt
ástand, ef í Ijós kæmi að
rikisstjórnin væri klofin í
afstöðu sinni til kjara-
deilunnar. Ráðherra
Framsóknar hefur lýst
ákveðinni afstöðu, sem
mjög er í anda kröf ugerð-
ar ASf. Það hafa ráðherr-
ar Sjálfstæðisf lokksins
hins vegar ekki gert, og
það mál þarfnast skýr-
inga.
—AG—
Leynilega
atkvæða-
greiðslu um
járnblendj-
verksmiðjuna
— segja íbúar
sunnan
Skarðsheiðar
i
Almennur fundur sem
haldinn var með ibúum i
sveitunum sunnan
Skarðsheiðar, 1. mai
skorar á rikisstjórnina
að hlutast til um, að
fram fari almenn leyni-
leg atkvæðagreiðsla
meðal fólks i nágranna-
sveitum fyrirhugaðrar
járnblendiverksmiðju á
Grundartanga, til að
kanna afstöðu þess til
ver ksmið junnar.
Skorar fundurinn jafnframt á
rikisstjórnina aö fresta afgreiöslu
málsins á Alþingi þar til slik at-
kvæðagreiösla hefur farið fram.
Fundurinn visar i þvi efni til um-
mæla iönaðarráöherra, á Alþingi
10. febrúar sl. þess efnis, að ekki
verði byggöar hliðstæöar verk-
smiðjur „gegn vilja heima-
manna”
Fundurinn telur ástæöu til aö
endurskoða og endurmeta afstööu
til reksturs og byggingar verk-
smiöjunnar og bendir i þvi sam-
bandi á eftirfarandi:
Arðsemisreikninga Þjóðhags-
stofnunar sem nýlega voru birtar
almenningi.
Breyttarog auknar kröfur Heil-
brigðiseftirlits rikisins um meng-
unarvarnir og umhverfisvernd.
Skýrslu Heilbrigöiseftirlits
rikisins um mengun frá Álverinu i
Straumsvik.
Þá átelur fundurinn þau vinnu-
brögö aö samningar skuli hafa
verið gerðir, verk boðin út og
framkvæmdir hafnar viö verk-
smiöjuna, áöur en Alþingi hefur
tekið ákvöröun um máliö. Slik
vinnubrögð eru ólýöræöisleg og
ekki tii að auka viröingu Alþingis
meöal kjósenda.
-AB
Auújí'jsenciar I
AUGLÝSINGASIMI
BLAÐSINS ER
14906
Höfðingleg bókagjöf
til Borgarbókasafnsins
— frá Sambandslýðveldinu Vestur-þýzkalandi
Um þaö bil helmingur bókanna
eru skáldrit, en einnig eru þarna■
bækur um bókmenntir, listir og
sagnfræði, svo og ævisögur og
feröabækur.
Meöal höfunda má nefna Thom-
as Mann, Bertholt Brecht, Max
Hinn 20.aprils.l. afhenti sendi-
herra Sambandslýösveldisins
Þýzkalands, herra Raimund
Herzt, Borgarbókasafni
Reykjavikur bókagjöf frá Sam-
bandslýðveldinu Þýzkalandi.
Hér er um höföinglega gjöf aö
ræða, eða alls 250 bækur.
Frisch, Gunter Grass og Her-
mann Hasse.
Bækurnar veröa til útláns i
aðalsafni Borgarbókasafns'
Reykjavikur, Þingholtsstræti 29
A.