Alþýðublaðið - 04.05.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.05.1977, Blaðsíða 3
VETTVANGUR 3 alþýdur Maoid Miðvikudagur 4. mai 1977 Er á móti svona skæruhernaði — segir Margrét Pétursdóttir afgreiðslukona Hvað segir fólkið um yfirvinnubannið? Launþegar þurfa ekki að vænta stuðnings ríkisvaldsins _ $egir Magdalena Stefánsdóttir afgreiðslukona í Leðurvöruverzlun- fram einhverjar kjara- inni Laugaveg 58 hitt- um við fyrir Magða- lenu Stefánsdóttur af- greiðslukonu. Henni leizt vel á yfirvinnu- bannið og taldi það eina af fáum leiðum sem færar væru til að knýja bætur. — Að minu mati ætti Verzlunarmannafélagið að gripa til svipaðra aðgerða, þvi annað hvort er að standa saman eða ekki. Hvort Verzlunar- mannafélagið lætur til skarar skriða skal ósagt látið, sagði hún. En hefur Magðalena trú á að Magdalena Stefánsdóttir til verkfalla komi? — Ég vona bara i lengstu lög að ekki komi til verkfalla, sagði hún, en ef til Framhald á bls. 10. Hef fulla samúð með verkalýðsfélögunum Fylgja verður yfirvinnubanninu vel eftir - segir Asta Þorleifsdóttir, afgreiðslukona — segir Gestur Guðjónsson, kaupmaður í Dalveri Asta Þorleifsdóttir, afgreiðslukona f Sísí Ástu Þorleifsdóttur, afgreiðslukona i verzluninni Sisi, Laugaveg 58, finnst yfirvinnubann verka- lýðsfélaganna góð byr j- un, en yfirvinnubann- inu verði að fylgja kröftulega eftir. — Ég held að ef Verzlunar- mannafélagið ætlar sér að fylgja kröfum sinum eftir sé ekki um annað aö ræða en að fylgja með i þessu yfirvinnu- banni. sagði Asta. Aöspurö um hvort hún telji aö Verzlunar- mannafélagið muni setja á yfir- vinnubannsagöihún. — Ég verð aö hafa trú á minu félagi ogþess vegna held ég að þeir hljóti að gera það. En hvað um stuðning frá riiksvaldinu? — Miðað við orð þau sem Ólafur Jóhannesson hefur látið falla, veröum við að hafa einhverja von um að rikis- stjórnin komi til hjálpar i þess- ari vinnudeilu. sagði Asta. — Hitt er annað mál, hélt hún áfram, að það er min skoöun að hægt heföi verið að velja betri tima til verkfalla en nú. Með hliðsjón af þvi að nú eru ver- tiðarlok og sumar framundan með sumarleyfum starfsfólks, tel ég að það sé ekki eins knýj- andi fyrir atvinnurekenda að semja við starfsfólk sitt eins og ef valinn heföi veriö annar timi. — Vgna þessa, er ég smeyk um! að ef til verkfalla komi, verði þau bæði löng og ströng. —GEK — Þýðir nokkuð fyrir okkur verzlunarfólk að taka þótt I þessu, mér finnst yfirvinnubann ekki nógu jákvætt og er þess vegna á móti þvf að Verzlunar- mannafélagið lýsi yfir sliku banni, — sagði Margrét Péturs- dóttir, afgreiðslukona f verzlun- inni Hagkaup, er blaðamaður Alþýðublaðsins ræddi vð hana i gær. — Ég er á móti svona skæru- hernaöi, sagði Margrét, þvi annaðhvort er aö fara I verkföll eða ekki, alls ekki aö vera að fitla við svona hálfkák. Þó svo aö þaö liggi ljóst fyrir að verzl- unarfólk verði að fá kjarabætur eins og aörir, verðum viö að taka tillit til þess að taxti félags- v_—_ ins hefur lagast mikið á undan- förnum árum. Við verðum ennfremur að gæta að þvf að spenna bogann ekki það hátt i kaupkröfum okk- ar að allt saman hrynji. Þegar viö erum aö fara fram á kjarabætur veröum viö aö lita i öll horn og meöal annars verð- um við að hafa i huga hver kjör atvinnurekendanna eru. Ég sjálf efast til dæmis um það aö kaupmenn standi betur að vigi nú en fyrir ári siðan. Mér er kunnugt um að sumir kaup- menn hafa ekki getað borgaö starfsfólki sinu kaupið og þurft að fara i banka til aö slá vixla fyrir þvi. Ég vil að það ríki skilningur á sjónarmiðum at- vinnurekendanna og mér finnst verkalýðsfélögin æsa fólkiö of mikið, ég kann betur við ró og spekt. Nei, drengir minir við getum ekki alltaf heimtað og heimtað I svona spili dugir ekki annað en að atvinnurekendur komi til móts við fólkiö og fólkiö við þá. 1 framhaldi af þessu var Margrét spurð hvort hún sætti sig þá við þau 4-6% almennu kauphækkun sem atvinnurek- endur hafa boðið i yfirstandandi samningaviðræðum. Nei, sliku boði á náttúrulega ekki aö anza, þvi það er alveg út I hött. Aö minu mati væru 20-25% nær lagi. —GEK Margrét Pétursdóttir, afgreiðslukona i Hagkaup. (Ab-mynd:-ATA) — Mér finnst þetta alveg sjálf- sagður hlutur hjá verkalýðs- félögunum og hef ekkert við hann að athuga, þetta er það sem koma skal, sagði Gestur Guðjónsson, kaupmaður i verzluninni Dalver. er blaðamaður Alþýðublaðs- ins innti hann álits á yfirvinnu- banni verkalýðsfélaganna. Jafnframt taldi Gestur sjálf- sagt að Verzlunarmannafélagið gripi til sömu aðgerða og reynd- ar hefðu þau átt að gera það strax og sýna þannig samstöðu og samleið sina með hinum verkalýðsfélögunum. — Það er ljóst að þetta verður til að þrýsta á um samninga, en hvort það dugir til er önnur saga. Það hljómar ef til vill undarlega aö ég sem kaupmaður skuli hafa þessa afstöðu, en ég hef fulla samúö meö kröfum verkalýðs- félaganna. Þvi er einfaldlega ekki hægt að neita að -kjör launafólks eru ekki nógu góð, sagði Gestur Aðspurður kvaðst Gestur ekki eiga von á löngum verkföllum, fólki væri það almennt ljóst að ekki ynnist mikið með of löng- um verkföllum. Þá taldi hann úrelt að slást of mikið um krón- urnar, nær væri að einbeita sér aö fá leiöréttingar á ýms- um öðrum þáttum svo sem skattamálum, sem þyrfti nauö- synlega að endurskoða. —GEK Nei má ég þá heldur biðja um verkfall segir Þórður Jónsson — Yfirvinnubannið er bara kák, má ég þá heldur biðja um verkfall sagði Þórður Jónsson starfsmaöur i Hagkaup I stuttu spjalli við blaðamann Alþýðu- blaðsins. — Ég vona bara i lengstu lög að ekki komi til verkfalla, þvi ef til þeirra kem- urannað borð, veröa þau löng, 5 vikur spái ég. — Þess vegna held ég að samningsaðilar ættu aö taka ræðu Sverris Hermannssonar til rækilegrar athugunar og reyna nú einu sinni að semja án þess að til vinnustöðvunar komi. — Annars er það staðreynd sem enginn hefur þorað að tjá sig um hingað til að það þarf aö skipta um stjórnir i flestum ef ekki öllum verkalýðsfélögunum og koma frá gömlu skörfunum. Hvaða erindi eiga til dæmis al- þingismenn i stjórnir einstakra verkalýðsfélaga, mér er spum? Nákvæmlega ekkert erindi. Á þessu þyrfti að verða breyting þvi i stjórnum verkalýösfélag- anna eiga auðvitaö að sitja full- trúar verkafólksins sjálfs. Annað mál er þaö að verk- smiðju- verzlunar- og verkafólk Þórður Jónsson almennt á aö minu mati enga samleið meö iðnaðarmönnum innan ASI, vegna þess hve kjör og allar aöstæður þessara tveggja hópa eru ólikar. —GEK Gestur Guöjónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.