Alþýðublaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 2
2 STJÚRNMÁL/ FRÉTTIR Miðvikudagur 8. júní 1977 ^faéfsJ1 Ctgcfa.idi: Alþýðúflokkurínn. Reksiur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. _ „ . Aðsetur ritstjórnar er i Slðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftorsími 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuð^og 60 krónjr i lausasölm Engin pólitísk hrossakaup Fulltrúar Alþýðu- flokksins og Kjördæmis- ráðs Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna á Vestfjörðum áttu fyrir skömmu viðræður í Hnífsdal, þar sem Sam- tökin höfðu óskað eftir að kanna, hvort Alþýðu- flokkurinn væri reiðubú- inn til samstarfs við þau fyrir næstu alþingiskosn- ingar. Fundur þessi og eftirleikur hans hafa vakið mikla athygli um allt land. Svo er að sjá, að full- trúar Samtakanna á Vestfjörðum hafi komið fram sem stjórnmála- flokkur og óskað eftir samningum um fram- boðssæti, eins og oft hafa tíðkast fyrr á árum í ís- lenzkri flokkapólitík. Fulltrúar Alþýðu- flokksins gerðu hins veg- ar grein fyrir því, að samkvæmt lögum flokks- ins sé skylt að viðhafa op- ið, f rjálst próf kjör um val á f rambjóðendum f lokks- ins í ölium kjördæmum við alþingiskosningar. Reglur um prófkjörið eru á þá lund, að allir geta boðið sig fram, sem eru kjörgengir og fá 25 flokksbundna alþýðu- flokksmenn til að mæla með sér, en 50 í Reykja- vík og á Reykjanesi. Þá geta allir kosið í próf kjör- inu, sem eru 18 ára að aldri og ekki félags- bundnir í öðrum stjórn- málaflokkum. Þessar reglur geta ekki frjálsari verið og þykir meira að segja mörgum, að Al- þýðuflokkurinn taki all- mikla áhættu með því að ganga svona langt í frjálslyndisátt. Formaður Alþýðu- flokksins, Benedikt Gröndal, sem tók þátt í viðræðunum í Hnífsdal, hefur lýst yfir, að Al- þýðuf lokkurinn muni samkvæmt lögum sínum standa á eigin fótum og bjóða fram í öllum kjör- dæmum við næstu alþing- iskosningar, en flokkur- inn rétti fram hendi og bjóði öllum fylgismönn- um jafnaðarstefnu þátt- töku í frjálsu, opnu próf- kjöri, ef þeir vilja sam- starf og samfylkingu lýð- ræðissinnaðra vinstri- manna í einum flokki. Um hrossakaup upp á gamla mátann er ekki að ræða. Viðræðunefnd frjáls- lyndra á Hnífsdalsfund- inum lýsti yfir, að henni bæri skylda til að leggja niðurstöður fyrir fund i kjördæmisráði flokks- ins á Vestf jörðum, og er það lýðræðisleg og eðlileg afstaða. Þess vegna hef- ur það vakið nokkra at- hygli, að forustumaður frjálslyndra þar vestra Karvel Pálmason al- þingismaður, hef ur þegar gefið yfirlýsingar í fjöl- miðlum, þar sem hann virðist hafna tilboði Al- þýðuf lokksins — eða fer mjög neikvæðum orðum um það, að ekki sé meira sagt. I Alþýðuflokknum fer nú fram margvíslegur undirbúningur að próf- kjörum, sem helzt er bú- izt við að fari f ram næsta haust, verði ekki efnt til haustkosninga í skyndi. Komið hefur i Ijós, að í öðrum stjórnmálaf lokk- um, sem viðhafa prófkjör í einstökum kjördæmum er áhugi á því kosninga- kerfi sem Alþýðuflokkur- inn hef ur ákveðið að nota, enda skiptir miklu hvern- ig prófkjör er fram- kvæmt. Prófkjör Alþýðuf lokks- ins byggist á bjartsýni og víðsýni. Flokkurinn treystir fólki, sem áhuga hefur á heiðarlegum og lýðræðislegum stjórn- málum, til að hagnýta kjörið og gera það að virku tæki til að auka á- hrif almennings á val kjósenda. Prófkjör má auðvitað misnota, eins og önnur kerfi til vals kjós- enda, en treysta verður hinu góða frekar en hinu illa í þessum efnum. Próf kjörið fer fram opin- berlega, og ætti það að draga verulega úr göllum þess. Alþýðuf lokkurinn starfar fyrir opnum tjöldum. Hann er nú að efla til muna allt félags- og fræðslustarf sitt, en með því eflist lýðræðið í flokknum. —ó— Mesta hlutdrægnisbrot í sögu Ríkisútvarpsins Fyrir nokkrum vikum benti Alþýðublaðið á það í ritstjórnargrein, að lestur á endurminningum Jóns Rafnssonar sem ,,kvöld- sögu" í Ríkisútvarpinu væri gróft brot á kjarna útvarpslaganna, sem er ákvæðið um óhlutdrægni stofnunarinnar. í þessum endurminningum ræðst höfundur, sem var yfir- lýstur kommúnisti, á Al- þýðuflokkinn og nafn- greinda forustumenn hans af pólitísku' miskunnarleysi, sem tíðkast í hita baráttunnar, en á auðvitað ekki heima í Ríkisútvarpinu. Lestur þessarar „kvöldsögu" heldur áfram viku eftir viku. Fleiri og fleiri alþýðu- flokksmenn, sumir látnir en aðrir aldraðir menn, verða fyrir pólitískum árásum í þessum lestrum án þess að þeir eigi þess kost að verja hendur sín- ar. Blekkingum um flokk og menn er hellt yfir nýja kynslóð hlustenda sem ekki þekkir til að- stæðna og ef til vill treystir stofnun eins og Ríkisútvarpinu. Þær „afsakanir" voru bornar fram í biöðum, að Alþýðusamband islands hefði óskað eftir lestri þessarar sögu. Enda þótt svo væri, þá er ekki hlut- verk Alþýðusambandsins eða annarra samtaka að gæta óhlutdrægni í dag- skrá útvarpsins. Það er verkefni útvarpsráðs og því verkefni hefur ráðið brugðizt á hrikalegan hátt. Þetta er tvímæla- laust mesta hlutdrægnis- brot í sögu Rikisútvarps- ins, ekki framiðaf einum fyrirlesara, heldur fyrir- fram undirbúið og sam- þykkt af útvarpsráði. Ætlar ráðið að láta við svo búið sitja og gera ekki neitt? Ætlar það að láta fjölda einstaklinga, að ekki sé mii*nzt á heilan stjórnmálaf lokk, sitja undir slíkri svívirðu án þess að ráðið hafi mann- dóm í sér til að segja eitt orð? Er ekki vottur af siðferðis- eða réttlætis- kennd í ráðinu? —B.Gr.— ÚR YMSUM ÁTTUM Núna i þessum mánuöi stend- uryfir útbreiðsluherferð hjá Al- þýðublaðinu. Markmiðið er 250 nýir áskrifendur i júni. Að visu má segja að ekki hafi vel tekizt til um timasetningu herferðar- innar, þvi ekkert dagblaðanna hefur orðið jafn illilega úti i yf- irvinnubanninu og Alþýðublað- ið. Helgarblöðin hafa dottið nið- ur og auk þess hefur orðið að skera stærð blaðsins niöur i 12 siður hvað eftir annað. Þátt fyrir þessa erfiðleika hefur áskriftasöfnunin borið árangur, þvi daglega berast á- skrif tarbeiðnir hvarvetna að af landinu. Eftir að Reykjaprent tók við rekstri Alþýðublaðsins um sið- ustu áramót bar allmikið á þvi að flokksbundnir Alþýðuflokks- menn segðu upp blaðinu. Astæð- an fyrir þvi mun fyrst og fremst hafa verið sú, að menn óttuðust að stjómendur Visis og Reykja- prents mundu reyna að hafa á- hrif á stefnu og stjórnmálaskrif blaösins. Nú hefur komið i ljós að þessi * ótti hefur reynzt ástæðulaus, með öllu. Samskipti blaðstjórn- arinnar og Reykjaprents hefur verið með slikum ágætum, að ekki verður á betra kosið. Hinsvegar hefur stjórn Reykjaprents lagt áherzlu á aukna hagræðingu, sem miðaði að þvi að blaðið gæti staðið f jár- hagslega undir eigin rekstri. Slika bjartsýni hafa forsvars- menn Alþýðublaðsins ekki leyft sér að láta uppi árum saman, enda hefur Alþýðuflokkurinn orðið að standa undir halla- rekstri blaðsins allt fram til sið- ustu áramóta, er Reykjaprent tók við rekstrinum. Eins og áður segir hafa Al- þýðuflokksmenn um alltland nú tekið höndum saman við að út- breiða blaðið, og sýna þar með i verki að þeir kunna að meta drengilega og kraftmikla sam- starfsaðila. Alþýðuflokksmenn sjá siður ensvo hag i þvi að láta Reykja- prent standa undir taprekstri Alþýðublaðsins. Þvertá móti er það öllum Alþýþuflokksmönn- um fagnaðarefni aö tekizt hefur samvinna við rekstraraðila, sem kunna vel tii verka ogvirða i einu og öllu óskoraðan rétt Al- þýðuflokksins og ritsjóra Al- þýðublaðsins. Rétt er að undirstrika, að At- þýðublaðið er ekki, hefur aldrei verið og mun aldrei verða hlut- laust dagblað svo lengi sem Al- þýðuflokkurinn gefur það út. Al- þýðublaðið er fyrst og fremst málgagn Alþýðuflokksins og jafnaðarstefnunnar á Islandi, og með það i huga er vissulega ástæða til að hvetja alla stuðn- ingsmenn flokksins og fylgjend- ur jafnaðarstefnu að gerast á- skrifendur blaðsins og vinna um leiö aðþvi að Alþýðublaðið verði áhrifameira og sterkara en nokkru sinni fyrr. — BJ ión Skúlason fékk ekki sjónvarpstæki frá Ríkisútvarpinu Alþýðublaðið greindi fyrir nokkru frá athugasemdum endurskoðunarmanna rikis- reiknings 1975, og svari Rikisút- varpsins, þar sem meðal annars kom fram, að Jón Skúlason, póst- og simamálastjóri, hefði fengið sjónvarpstæki endur- gjaldslaust frá Rikisútvarpinu, ásamt með fleiri mönnum. Jón Skúlason mótmælti þessu og kom fram, að hann hefði fengið sjónvarpstæki að gjöf frá fjölskyldu sinni. Siðan kom athugasemd frá endur- skoðunarmönnum, æði undar- leg. Þá hefur Jóni Skúlasyni nú borizt yfirlýsing frá Rikisút- varpinu, þar sem fram kemur, að Jón hefur ekkert tæki fengið frá Rikisútvarpinu. 1 rikisreikn- ingnum er þvi ranglega farið með. Jón Skúlason hefur aldrei notið þeirra hlunninda, sem þar eru talin upp. Nú skal skrá gönguferðir Útivist hefur gefið út skemmtileg fjalla- og göngu- kort, þar sem þátttakendur i ferðum félagsins geta fært inn ýmsar upplýsingar um ferðalög sin. Þessi útgáfa stefnir að þvi að örva almenning til útivistar og gönguferða. Göngukortið er miðað við einsdagsferðir, hálfsdagsferðir og kvöldferðir. Þátttakandi skráir nafn sitt og heimilisfang, færirinn dagsetningu og ferð og fararstjóri kvittar siðan fyrir. Þeir, sem slfk kort bera, fá fritt i tiundu hverja ferð. 1 f jallakortið er fært á svipað- an hátt, þ.e. dagsetning og ferð- ir á fjöll og hæðir, sem eru yfir 500metrar. Þar er einnig greind hæð fjallsins og fararstjóri kvittar. A baksiðu kortanna er mynd af trimmkarlinum og setn- ingarnar: „Trimm er fyrir alla” „Gönguferð er gott trimm”. BSRB rekur orlofsheimili að Staðarfelli í Dölum í sumar Eins og Alþýðublaðið greindi frá i gær, var Húsmæðraskólinn að Staðarfelli i Dölum ekki starfræktur siðastliðinn vetur, vegna skorts á nemendum. Þvi hefur verið ákveðið, að reka þar skólastofnun fyrir þroskahefta framvegis. Þá hefur skólahúsnæðinu á staðnum einnig verið ráðstafað í sumar, þvi bandalag starfs- manna rikis og bæja hefur tekið það á leigu. Er ætlunin, að reka þar orlofsheimili á vegum BSRB á tímabilinu 24. júni til 2. setpember. Verða leigðar ibúðir og tveggja manna herbergi og miðað við vikudvöl. Er um að ræða 4 ibúðir með eldhúsi, svo og ellefu 2ja manna herbergi með aðgangi að sameiginlegu eldhúsi, setustofu og borðstofu. Auk þess er svefnpokapláss fáanlegt, fyrir þá sem þess óska. Þörfin fyrir orlofsdvalarstaði á viðráðanlegu verði er nú orðið mjög mikil, að þvi er segir i fréttfrá BSRB, og þess vegna er nú leitazt við að halda orlofs- heimili á fleiri stöðum en að Munaðarnesi. Þvi er þessi til- raun gerð nú i sumar, og mun skrifstofa BSRB annast útleigu til félagsmanna og veita allar nánari upplýsingar. —JSS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.