Alþýðublaðið - 09.06.1977, Page 2

Alþýðublaðið - 09.06.1977, Page 2
2 STJORNMAL/ FRÉTTIR Fimmtudagur 9. júní 1977 alþýöu- TDÍgefaudi: AÍþýðuflokkurinn. Reksiur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — sími 14906. Askriftgrsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuð^og 60 krónur i lausasölu. Það er ekkert um að semja! Fulltrúar frá Efna- hagsbandalaginu eru komnir hingað til lands til að ræða fiskveiðimál og fleira við islenzka ráða- menn. Þeir hafa sjálfir óskað eftir þessum við- ræðum. Það er því ástæða til að ítreka enn einu sinni, að (slendingar hafa ekki um neitt að semja við Efnahagsbandalagið. Þótt fulltrúum Efna- hagsbandalagsins sé sýnd sú kurteisi að ræða við þá er rétt að minnast þess, að því fer fjarri, að bandalagið hafi sýnt íslendingum nokkra kurt- Aldraðir í nú- tímaþjóðfélagi Sem betur fer hefur þeirri stefnu jafnaðar- manna vaxið fylgi á undanförnum árum, að þjóðfélaginu beri að að- stoða og sjá farborða þeim einstaklingum, sem af ýmsum ástæðum standa höllum fæti í lífs- baráttunni. Og sem betur fer eru þeir fáir, sem líða beinan skort hér á landi. En það er ýmislegt f leira, sem þarf að koma inn í lífsmyndina en fæði, klæði og húsnæði svo að tilveran verði bærileg. — Það skal tekið f ram, að á því er ávallt nokkur hætta, að einhverjir ein- staklingar misnoti opin- bera samhjálp, en slíkt er trúlega í smáum stfl. Vaknað hefur áhugi á því, að gera margskonar fjárhagslegar og félags- legar ráðstafanir til að- stoðar við þá aldurs- flokka, sem ýmist eru að búa sig undir lífsstarfið eða eru að Ijúka því. Mál- efni unga fólksins eru oft i sviðsljósinu, en einnig er á dagskrá áhugi og nýr skilningurá vandamálum aldraðra þótt minna hafi á því borið. En hvað þarf að gera svo aldraðir geti lifað hamingjusömu lifi? I nágrannalöndum okk- ar rita sérfræðingar bæklinga um það hvers vænta megi, þegar aldur- inn færist yfir. Þetta er ekki gert hér á landi. — Ýmsir kvillar hrjá fólk, sem nær háum aldri. Nefna má minnkandi andlega afkastagetu, minnkandi aðlögunar- hæf ileika, daprari sjón og heyrn og f leira. Því hef ur verið haldið fram, að elli- sljóleiki staf i oft af því, að hinir öldruðu telji sig ekki hafa neitt að lifa fyrir, þá skorti áhugamál og/eða hafi ekkert að starfa. Margt fólk, sem er að komast á lífeyrisaldur og verður að hætta vinnu snögglega, hefur beinlín- is misst heilsuna vegna aðgerðarleysis. Slíkt er harmleikur fyrir þann, sem í hlut á, og mikið tjón fyrir þjóðfélagið í heild. Vinnumiðlun aldraðra, til dæmis vinna hluta úr degi, er því veigamikill þáttur í málefnum þessa fólks. Gildi hollrar fæðu hef- ur mikið að segja. Matur má ekki vera of einhæf- ur, eins og oft gerist hjá einbúum. Holl og fjöl- breytt fæða bætir heils- una. Þá er almennur þrifnaður mikilvægt atr- iði og má í því sambandi nefna tannhirðingu og fleira. f framhaldi af þessu er óhætt að full- yrða, að lækniseftirliti er mjög ábótavant hér á landi. í þjóðfélagi nútímans hafa fjárráð mikla þýð- ingu. Ungt og miðaldra fólk gerir sig ekki ánægt með nauðþurftatekjur og ekki er heldur hægt að ætlast til þess af lífeyris- þegum. Því miður er ótrúlega margt fullorðið fólk, sem hefur svo lítil auraráð að það hefur tæpast í sig og á. Þetta er blettur á þjóðfélaginu. Húsnæðismálin eru einn stærsti og þýðinga- mesti þátturinn í vel- f erðarmálum aldraðra. Á Islandi hafa þessi mál nokkra sérstöðu, þar sem flestir búa í eigin hús- næði. En fullorðin hjón, sem búa i eigin íbúð, e.t.v. alltof stórri, eiga oftast í miklum erfiðleik- um með að viðhalda eign- inni. Þetta veldur eigend- um og þjóðfélaginu miklu tjóni. Einhver kann að segja, að hjónin ættu þá að selja og fá sér minni íbúð. Það er hins vegar ekki auðvelt í fram- kvæmd. Hér ættu sveitar- félögin að hjálpa, til dæmis með aðstoð við viðhald. Tvær stefnur hafa ver- ið ríkjandi um smíði ibúða fyrir aldraða. I fyrsta lagi eru reist fjöl- eisi á síðustu árum. Úr aðalstöðvum þess í Brussel hefur fátt annað rekið á strendur þessa lands en hótanir um við- skiptaþvinganir, ef íslendingar geri ekki það sem bandalagið vill. Það er miklu fórnandi svo að þessi samtök eigi ekkert inni hjá íslendingum. Þau hafa sýnt þjóðinni yfir- gang og dónaskap, eins og bezt kom í Ijós í síðustu landhelgisdeilu. Það er rétt eins og bandalagið viðurkenni ekki, að ísland er frjálst og fullvalda ríki. —AG býlishús, sem aðeins eru ætluð öldruðum. í öðru lagi eru öldruðum ætlað- ar ibúðir i fjölbýlishús- um, sem annars eru reist fyrir fólk á svokölluðum vinnualdri. Báðar leiðir hafa kosti og galla, en víða erlendis er þess gætt að ungir og aldnir búi saman í f jölbýlishúsum. Samgangur við annað fólk og sameiginleg áhugamál eru ómetanleg fyrir aldraða, ekki sízt þá, sem misst hafa maka sinn. Einmanaleiki og einangrun fylgir oft há- um aldri. Vegna þess hafa ýmis líknarfélög og ungt fólk skipulagt heim- sóknir til aldraðra og þannig skapast kynni og vináttubönd, báðum til ánægju og gleði. Við, sem njótum þess að búa hér á Islandi, sem teljast verður velferðar- ríki, eigum að gera þess- um málum full skil. Það er ekki viðunandi, að málefni aldraðra séu vanrækt og standi langt að baki þróun í nágranna- löndum. ÖE— Leiðrétting: Nemendur Stýri- mannaskóians í 2. og 3. stigi voru alls 93 — en ekki átta Einhver misskilningur virðist hafa slæðst inn i frétt um upp- sögn Stýrimannaskólans, sem birtist I blaðinu 7. júní sfðastlið- inn. Þar segir að 8 nemendur hafi lokiö prófi I 2. og 3. stigi. Þetta er alrangt, þvi alls luku 66 nemendur prófi 2. stigs frá skól- anum þetta árið og 27, luku 3. sigi. Þeir nemendur sem luku bæöi 1. og 2. stigi á þessum vetri voru hins vegar aðeins 8. Tvær stúlkur luku 1. stigs prófi önnur i Reykjavik og hin á t Isafirði. Blaðið biður viökomandi vel- virðingar á þessum mistökum. — AB Úldungadeild MH slitið: Yngra fólki fjölgar sífellt í deildinni öldungadeild Menntaskólans viö Hamrahlið var slitiö 27. mai siðastliðinn. Tæplega 600 höfðu skráð sig til náms á siöastliönu hausti, 420 gengu til prófs I lok vorannar. Ljósteraðfólkiiyngri aldurs- flokkum er aö fjölga. Fjölmenn- asti hópurinn nú var á aldrinum 21-30ára enlágmarksaldurer 21 til inngöngu I deildina. Aðsókn virðist sizt vera i rénun. Fleiri kennarar kenndu nú I öldungadeild en áður eða 38 af 42 sem kenndu i deildinni nú á vorönn. Útskrifaðir voru 41 stúdent, 32 konur og 19 karlar. Er það stærsti hópur öldunga sem út- skrifaður hefur verið i einu. Alls hafa 174 stúdentar, 122 konur og 52 karlar brautskráðst úr deild- inni frá upphafi en fyrstu stúd- entarnir voru útskrifaðir vorið 1974. Aö þessu sinni skiptast stúd- entar þannig eftir sviöum: Fé- lagssvið 26, Fornmálasviö 1, náttúrusvið 12, eðlissvið 1, ný- málasvið 12. Einn nemandi Birgitte Spur Ólafsson, lauk námi á tveimur sviðum, fornmála- og nýmála- sviði. Bókaverðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur f ein- stökum greinu. Beztum árangri á stúdentsprófi náði Ragnheiöur Ragnarsdóttir á félagssviöi. Þegar eru skráðir á 6. hundrað nemendur á næstu önn. — AB Skrifstofustarf Skrifstofa Selfosshrepps óskar að ráða nú þegar starfskraft til heildagsstarfa. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg, einnig þjálfun í meðferð bókhaldsvéla. Umsóknir og upplýsingar um fyrri störf berist undirrituðum eigi siðar en 15. júni n.k. Nánari upplýsingar veita undirritaður eða skrifstofustjóri i sima 99-1187. Sveitarstjóri Selfosshrepps.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.