Alþýðublaðið - 09.06.1977, Síða 7

Alþýðublaðið - 09.06.1977, Síða 7
Fimmtudagur 9. júní 1977 ÚTLÚND 7 NOREGUR JOHAN THORUD: „Noregur er á sínum gamla, góða stað” Nokkur orð um utanríkismál norska ríkisins Þaö væri fullkomin ofrausn aö halda þvi fram aö þaö veki áberandi athygli þjóöarinnar, þó utanrikisráöherrann Knud Frydenlund, gefi eins konar yfirlit um norsk utanrikismál á hálfs árs fresti! Af viöbrögöum mætti marka, aö almenningur sé einkar áhugalitill um utanrikismál, sem væri þó rangt mat. Hitt er meir, aö skýrslur utanrikisráö- herrans eru yfirleitt ekki hlaön- ar neinu sprengiefni og stundum ef til vill full fágaöar! Þar veröa þvi kunnugir oft aö lesa á milli linanna eöa geta I eyöurn- ar. Þetta stafar vitanlega af þvi, aö skýrslurnar fara viöa um lönd og þess veröur aö gæta, aö tala varlega, svo aö grannarnir, sem um kann aö vera fjallaö, styggist ekki. Niöurstööur ráö- herrans, sem yfirleitt eru á einn veg, aö norsk utanrikismála- stefna sé fastmótuö og litt breytileg frá einum tima til annars, og þaö er auö- vitaö einkar róandi fyrir lands- lýöinn, svona álika og aö vita spariaurana sfna i rfkisbankan- um! Eins konar klisjur Þaö er annars athyglisvert, aö stjórnmáiamenn gripa oft til klisjukenndrar framsetningar á þvi sem þeir vilja segja. Minna má á, aö Lars Korvald lagöi á þaö þunga áherzlu aö viö yröum aö sætta okkur viö aö Noregur væri smáriki, sem ráöi ekki miklu um gang heimsmálanna! Sviplik voru þau orö Fryden- lunds: „Noregur er á sinum gamla staö!” Báöar þessar yfirlýsingar eru auövitaö hárréttar, og ef þær eru skildar samkvæmt öörum lögmálum en beinni oröanna hljóöan, kann aö liggja i þeim nokkuö glögg mynd aö utan- rikismálastefnu Norömanna. Vitanlega er þaö takmörkum háö, hvaö smáriki getur gert sig mikiö gildandi á heimsmæli- kvaröa. Og i annan staö iiggur þaö á boröinu, hvaö varöar sambúö viö næstu granna, þarf aö gæta hófsemi án þess aö láta hlut sinn, svo aö sambúöin veröi mannsæmandi. Heræfingar f Noregi Frydenlund varöi talsveröum tima I aö ræöa mál, sem valdiö hefur nokkru fjaörafoki I austantjaldslöndunum, heræf- ingar Atlanzhafsbandalagsins I Noregi meö þátttöku Vestur- Þjóöverja. Hann benti á, að hér væri alls ekki um að ræöa neinar breytingar á grundvallarregl- um I norskum utanrikis- og varnarmálum. Noregur væri I Nató og hér væri aðeins um aö ræða samræmingu á varnar- samstarfi tveggja jafnrétthárra aöila. Hvaö þvi viövéki, aö böl- sótast væri yfir samningum viö Vestur >■ Þjóðverja, væri þess skemmst aö minnast, aö Sovét- menn heföu sjálfir gengiö til samninga viö þá, aö þvi viö- bættu, aö Vestur-Þjóðverjar heföu átt einn stærsta þáttinn i milligöngu milli Sovétmanna og annarra Nató rikja! Enda þótt vestur-þýzki her- málaráöherrann heföi lagt leiö sina aö austurlandamærum Noregs á Finnmörk, gæti naum- ast stafaö af þvi hernaöarleg hætta fyrir Rússa! Hér væri, sem oftar, full ástæöa til aö forðast alla móöur- sýki. Vissulega heföu oröið ýmisskonar smáárekstrar milli Noregs og Sovétrikjanna. En báöir aöilar heföu komið sér saman um aö leysa vandann meö samningum. Þetta myndi eflaust taka sinn tfma og frá Noregs hálfu væri hér engin breyting á. Bravo slysið Frydenlund ræddi nokkuö oliuslysiö i Noröursjó, og um leiö og hann lét I ljós ánægju sina yfir, aö ekki hefði þó verr til tekizt, benti hann á, aö sam- vinna Noröursjávarrikjanna væri lýsandi dæmi um hversu margslungiö þaö samstarf væri og yröi aö vera ef óhöpp bæri aö höndum. Þetta snerti framleiðslu- möguleika, öryggi gegn mengun og hreinsun mengunarvaldsins viö minnstu hugsanlegu mögu- leika um alvarleg eftirköst. Afstaðan til Spánar Utanrikisráöherrann dvaldi nokkuö viö átölur einstakra flokka i Noregi, vegna þess, að sendinefnd embættismanna fór til Madrid, til viöræðna viö Spánarstjórn. Hér væri aöeins um aö ræöa eölileg viöbrögö viö þeim um- skiptum, sem orðiö heföu á stjórnarfari á Spáni. Aö sjálf- sögöu væri alls engin trygging fyrir þvi, aö framhald yröi á viöieitni Spánverja, til þess aö slást i hóp lýöræðisrlkja Vestur- landa. A hinn bóginn væri siöur en svo ástæöa til aö fullyröa aö hér væri um aö ræöa þýöingarlitla vindbólu, sem hjaðnaði innan tiöar. Skynsamlegt mat á hlutunum yröi aö vera leiðarljós Norömanna i þessu sem ööru. FÆREYJAFRÉTTIR: 20 milljónir til endurskipu- lagningar hafnar í Þórshöfn Endurskipulagning á hafnarmannvirkjum í Þórshöfn. Áætlað að verja til þess 20 millj- ónum á þessu ári. Sósialurinn frá 21. mai skýrir frá þvi aö viöamikil endurskipu- lagning sé nú gerö og fyrirhuguö á hafnarmannvirkjum Þórs- hafnarbúa. Höfnin, sem á sinum tima þótti vel viö vöxt, er nú oröin mikils til of lítil og þröng fyrir skipaflotann, sem þarf aö athafna sig þar. Eitt erfiöasta úrlausnarefniö er þó hversu þröngir vegirnir eru, sem liggja Horft yfir höfnina I Þórshöfn Víöa er þröngt f umferöinni aö og frá hafnarmann- virkjunum. Þeir voru gerðir og skipulagöir á þeim tima, sem bilar voru næsta sjaldséöir og ætlaöir öörum og umfangsminni farartæk jum. Hér viö bætist, aö eftir aö Færeyingar keyptu Smyril hefur umferöin stórvaxiö á aöalferöamanna timanum. Farmskipakomur hafa einnig aukizt og Þórshöfn i rikara mæli oröiö umskipunarhöfn fyrir eyj- arnar. Þórshafnarbær lét á sinum tima reisa vörugeymsluhús á hafnarsvæöinu, sem enn geta vel dugaö um hriö. En þaö er þó háö þvi, aö ýmis verzlunarfyrir- tæki, sem hafa þessi hús á leigu og hafa haft um langa hriö, viki. Leigumálar eru aö renna út bráðlega. Þá er einnig fyrir- hugaö aö færa oliugeyma, sem taldir eru þrengja aö og auk þess geti stafaö af þeim eld- hætta. Hyggja Þórshafnarbúar gott til þessara umbóta, segir Sósial- urinn. V 4

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.