Alþýðublaðið - 25.06.1977, Page 4

Alþýðublaðið - 25.06.1977, Page 4
4 Laugardagur 25. júní 1977 SlaSid1' Dofri, gufubor ríkis og Reykjavíkurborgar: Hefur borað tæpa 139 km. Sl. fimmtudag lauk borun 39. holunnar, sem orkustofnun hef- ur boraö fyrir Hitaveitu Heykjavikur i Mosfellssveit. Mun ekki veröa boraö meira i Mosfellssveitaö sinni en taliö er aö hægt sé aö nýta mun meira heitt vatn á þessum slóöum, en til þess þarf aö sjálfsögöu fleiri boranir. Hefur árangur af þess- um borunum i Mosfellssveit boriö mjög góöan árangur, af þessum 39 holum hefur veriö hægt aö nýta allar nema eina. Jaröhitadeild Orkustofnunar hefur undanfarna þrjá áratugi annast jaröhitarannsóknir fyrir Hitaveitu Reykjavíkur á höfuö- borgarsvæöinu. Nýting heita vatnsins hófst i smáum stll en er nú um 420 MW. Til gamans má geta, aö Búrfellsvirkjun fram- leiöir nú um 210 Megavött og Sigölduvirkjun mun framleiöa 150. Tvö jarðhitasvæði Jaröhitasvæöunum, sem nú eru nýtt fyrir höfuöborgarsvæöiö, má skipta I tvennt. annars veg- ar eru jaröhitasvæöin I Mos- fellssveit. Innan bæjarmarka Reykjavikur og Seltjarnarness eru þrjú jaröhitasvæöi meö al- gjörlega aöskilin vatnskerfi. Þaö eru kennd viö Seltjarnar- nes, Laugarnes og Elliöaár. Aöur en boranir hófust var nokkur yfirborösjaröhiti á Laugarnessvæöinu, eöa um 10 1 s (sekúndulitrar) af 90 gr. C heitu vatni. A Elliöaársvæöinu voru aöeins nokkrar volgrur meö sáralitiö rennsli, en á Sel- tjarnarnesi var enginn yfir- borösjaröhiti. 1 Mosfellssveit eru þrjú þekkt jaröhitasvæöi. Aöur en boranir hófust var mikill yfirborösjarö- hiti á tveimur þeirra, Noröur- og Suöur Reykjasvæöunum, eöa um 120 1/s af 80 gr. C heitu vatni, en á þvi þriöja, I Helga- dal, var enginn yfirborösjarö- hiti. Vatnskerfi þessara jarö- hitasvæöa eru meira eöa minna tengd. Nýting og rannsókn á jarö- hitasvæöunum er nokkuö mis- gömul. Laugarnessvæöiö var fvrstnvtt til húshitunar 1930. Þá voru nokkur hús hituö upp frá grunnum holum viö Þvottalaug- arnar. Ariö 1943 tók til starfa hitaveita frá Suöur-Reykjum, en 1952 voru Noröur-Reykir einnig tengdir hitaveitukerfinu. Samfelldar boranir voru á þess- um svæöum frá 1933-1955 og voru alls boraöar 70 holur 100- 628 m djúpar meö viddum frá 11-15 cm. Sjálfrennsli var úr holunum, en rennsli þeirra auk- iö litilsháttar meö loftdælingu viö mesta álag. Rennsliö var um 340 1/s áriö 1970. Dofri keyptur til lands- ins. Næsta stóra átakiö I hita- veitumálum höfuöborgarsvæö- isins var 1958 þegar Gufubor rikis og Reykjavikurborgar (nú Dofri) byrjaöi aö bora djúpar holur á Laugarnessvæöinu. Fyrstu djúpu holurnar voru tengdar hitaveitukerfinu 1960. Fram til 1963 voru alls boraöar 22 holur meö Dofra á þessu svæöi, 800-2200 m djúpar og vidd þeirra flestra 22.2 cm. Dælt var úr þessumholum meö djúp- dælum og var upprunaleg vinnslugeta svæöisins um 330 1/s af 128 gr. C heitu vatni og þoldi svæöiö þessa vinnslu yfir köldustu mánuöina. Slöan hafa þrjár holur eyöilagst svo nú eru dæluafköstin 280 1/s af 128 gr. C heitu vatni, en afköstin má auka meö frekari borunum. Ariö 1968 hófust djúpboranir meö Dofraá Elliöaársvæöinu og voru alls boraöar þar 12 holur, 850-1646 m djúpar, þar af 11 fyr- ir Hitaveitu Reykjavikur og ein fyrir Kópavogskaupstaö. Fimm holur gáfu þaö mikiö vatns- magn aö settar voru I þær djúp- dælur. Dæluafköst svæöisins voruum 1601/saf 100gr. C heitu vatni áriö 1975, en eru nú um 145 1/s, þar sem ein vinnsluhola hefur eyöilagst. Ariö 1965 hófst nýr áfangi i jaröhitarannsóknum á höfuö- borgarsvæöinu með borum hita- stigulshola á Seltjarnarnesi og siöan djúpborun þar. Ariö 1966 var stofnuð samvinnunefnd um jaröhitarannsóknir á höfuö- borgarsvæöinu af Reykjavikur- borg, Seltjarnarneshreppi, Kópavogskaupstaö, Garöa- hreppi, Bessastaöahreppi og Hafnarfjaröarbæ. A árunum 1965-1968 voru boraöar ein 200 m djúp og átta 100 m djúpar rann- sóknarholur, til mælinga á hita- stigi. Auk þessara hola haföi Hitaveita Reykjavikur boraö 41 grunna holu (200-750 m) innan borgarmarkanna fram til 1964. Þó flestar þessár holur séu bor- aöar á Laugarnesjaröhitasvæö- inu og til vatnsvinnslu, eins og áöur hefur veriö lýst, hafa margar holur veriö boraöar fjarri yfirborösjaröhita og þess vegna hefur veriö hægt aö nota stóran hluta þessara hola sem hitastigulsholur. Hitastigull berggrunnsins innan byggöar- marka þeirra bæjarfélaga, sem stóöu aö samvinnunefndinni, er þvi nokkuö vel þekktur. A grundvelli rannsóknanna voru boraöar 4 djúpar holur (850-2025 m djúpar) á Seltjarnarnesi, tvær meö Noröurlandsbor og tvær meö Dofra. Núverandi dæluafköst á svæöinu er 60 1/s af 100 gr. C heitu vatni. Hita- veita Seltjarnarness tók til starfa 1972. Boraðar 39 holur i Mos- fellssveit. A árunum 1958 og 1963 voru boraöar tvær holur meö Dofra á Suöur-Reykjum. Ariö 1970 var byrjaö á ný aö bora meö Dofra þar og hafa þær borfram- kvæmdir veriö nær samfelldar siöan. Nú hafa veriö boraöar 39 holur meö Dofra i Mosfellssveit, á Noröur-Reykjum og I Helga- dal. Þessar holur eru 800-2045 m djúpar og holuvlddir 22-32 cm. Af 39 holum hafa allar nema ein veriö þaö vatnsgæfar, aö hag- kvæmteraödælaúr þeim. Hægt er aö dæla úr hverri vinnsluholu 23-100 1/s af 63-100 gr. C heitu vatni. Sumar holurnar mundu þola stærri dælur en 100 1/s. Samtals er hægt aö dæla úr Suö- ur-Reykjasvæöinu um 1000 1/s af 83 gr. C heitu vatni. Frá Noröur-Reykja- og Helgadals- svæöunum er hægt aö dæla 1000- 1200 1/s af 94 gr. C heitu vatni. Eins og sést af þessu yfirliti yfir boranir vegna hitaveitu- framkvæmda á höfuöborgar- svæöinu var fyrstboraö þar sem jaröhitivar á yfirboröi. En jafn- fram athugunum á yfirborðs- ummerkjum jaröhita hafa um langt skeiö veriö geröar marg- vlslegar jaröfæröilegar og jarö- eölisfræöilegar athuganir á jaröhitasvæöunum. Frá 1970 hefur staöiö yfir heildarrann- sókn á jarðhitamöguleikum á svæöinu frá Esju og Skálafelli I noröri og Bláfjöllum og Straumsvlk I suðri. Grundvöll- urinn aö þessari heildarkönnun er nákvæm jaröfræöikortlagn- ing og rannsókn á jarösögu svæöisins. Slöan er beitt raf- leiönimælingum, þyngdarmæl- ingu, flugsegulmælingum og jarösveiflumælingum til aö af- marka hugsanleg vinnslusvæöi. Eina svæöiö, sem boraö hefur veriö I á grundvelli þessara at- hugana, er i Helgadal I Mos- fellssveit, en þar var fyrsta djúpa holan boruö 1973. Nú hafa veriö boraöar sjö 1300-2000 m. djúpar holur á Helgadalssvæö- inu og hafa þær allar reynst mjög vatnsgæfar. Yfirborösrannsóknir og grunnar hitastigulsboranir benda til aö enn séu stór svæði I nágrenni Reykjavlkur, sem vinna megi heitt vatn úr. Stærstu svæöin eru á Alftanesi og I Mosfellssveit á milli Alfs- ness og Korpúlfsstaöa. Um vinnslueiginleika þessara svæöa er litiö hægt aö segj a fyrr en boraöar hafa verið I þau djúpar rannsóknarholur. Eins benda athuganir til aö fá megi mun meira vatn innan borgar- marka Reykjavlkur en nú er gert meö þvi aö bora dýpra en hingaö til. Úrkomuvatn. A blaöamannafundi, sem for- ráöamenn Orkustofnunar efndu til, kom meöal annars fram sú spurning, hvort veriö væri aö dæla heita vatninu úr einhverj- um brunni, sem fyrr eöa slöar myndi tæmast. Þvl var svaraö þannig til, aö lltil hætta væri á þvl. Taliö er, aö þetta heita vatn sé úrkomu- vatn, sem fellur einhvers staör á hálendinu. Vatniö fellur I ein- hverjar sprungur og rennur svo skáhallt niöur. Hitastig vatnsins hækkar eftir þvi sem þaö kemur neöar I jarölögin. Meðaltals- hitastigull vatns mun vera I kringum 30 gráöur á kllómetra, en sökum þess hvaö tsland er vikt eldfjallasvæöi er hitastig- ullinn mun hærri eða um 60 gráöur á kllómetra. Hæsti hita- stigullinn, sem mælst hefur á landinuerhins vegar 165 gráöur á kilómetra (áKjalarnesi). Vatnsgæfustu svæöin eru yfir- leitt móbergssvæöi i jöörum gamalla háhitasvæöa. Aö lokum og til gamans má geta þess, aö i þau 19 ár sem Dofri hefur veriö á landinu, hef- ur hann boraö 102 holur, sam- tals tæpa 139 kilómetra. Dýpsta holan er 2199 metrar og er þaö hola 4 I Reykjavik og var hún boruö áriö 1959. -ATA KRAUS Ný veidarfærafram- leiðsla á Akureyri Eins og Alþýöublaöiö skýröi frá á dögunum, hefur fyrirtækið Plasteinangrun hf á Akureyri yfirtekiö framleiöslu norska fyrirtækisins PANCO A/S, en netahringir og trollkúlur frá þessu fyrirtæki hafa árum sam- an veriö seldar hér og er þvi þekkt vara á íslandi. Neta- hringir þessir og trollkúlur eru framleiddar meö svokallaðri þrýstisprautuaöf erð og þykir sú aöferð gefa góöa raun viö vandasama framleiðslu eins og þá sem hérum ræöir. Fyrirhug- aö er aö hefja siöar framleiðslu á trollkúlum sem þola eiga þrýsting á alit aö 1100 metra dýpi. A myndinni hampa þeir Ole Pedersen forstjóri PANCO A/S og Jón Sigurösson verkfræðing- ur Plasteinangrunar samkonar netahringjum og þeim sem framleiddir verða á Akureyri. Mun framieiöslan væntanlega hefjast i ágúst næstkomandi. FÍRBflFflHS mm OLDUGOTU 3' J; SÍMAR 11798t)G 19533. Laugardagur 25. júní. 1. Kl. 13.00 Gönguferð i Blikdal, sem er I vesturhllðum Esju. Létt ganga. Fararstjóri: Einar Halldórsson. Verð kr. 1000 gr. v/bilinn. 2. Kl. 21.00 Miönæturflug til Grimseyjar. Eyjan skoðuö undir leiösögn heimamanna. Farar- stjóri: Haukur Bjarnason. Far- miöar á skrifstofunni. Æskulýðsstarfsemi Garðabæjar kynnt Æskulýösnefnd Garöabæjar hefur gefiö út lítiö rit um æsku- lýös- og tómstundastarf I Garöabæ. Segir I formála hans, eftir Bergþór Úlfarsson for- mann æskulýösnefndar, aö meö bæklingnum sé leitast viö aö kynna almenningi þaö félags- starf, sem börnum og ungling- um er gefin kostur á i bænum, einnig aö hann megi veröa hvatning til þeirra, sem enn standa utan æskulýösstarfsem- innar aö taka þátt I henni. 1 for- málanum segir enn fremur: „Þegar rætt er og ritaö um eiröarleysi æskunnar ábyrgöar- leysi hennar og ótamiö háttalag er mörgum gjarnt aö llta æsk- una sjálfa sem vandamáliö án þess þó aöleita eftir rótum þess sem liggur I hinum öru þjóö- félagsbreytingum er oröiö hafa slöustu ár. Vlst getur þjóöin stært sig af fleiri möguleikum i námi og starfi en nokkru sinni fyrr, aldrei hafa fjárráö og frelsi æskunnar veriö meiri, en þar I felast einnig vaxtarsprotar þeirra vandamála sem viö er aö glíma, þvl veröur I rlkari mæli aö skapa hverjum einstaklingi þann vettvang er veitir honum útrás fyrir óbeislaöa orku sina og áhugasviö á þann veg er ger- ir hann aö betri og hamingju- samari borgara.” Eftirtalin félagasamtök eru kynnt I bæklingnum: K.F.U.M. og K., Nemendafélag Garöa- skóla, Hjálparsveit skáta, U.M.F. Stjarnan, Siglinga- klúbburinn Vogur, Skátafélagiö Vlfill einnig „opiö hús”, leik- vellir, sundlaugin, Iþróttanám- skeiö og vinnuskóli Garöabæjar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.