Alþýðublaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 10
Föstudagur 1. Sólborg Heildartilboð óskast i að fullgera hjúkrunardeild — Hús 1 — fyrir Vistheim- ilið Sólborg á Akureyri. Byggingin er nú fokheld. Skila skal byggingunni tilbúinni til innflutninga. Verkinu skal vera lokið 1. nóv. 1978. ÍJtboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavik gegn 20.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 19. iúli 1977, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Lausar kennarastöður á Sauðárkróki Kennarastaða við Barnaskólann. Upplýsingar gefur skólastjórinn, Björn Björnsson, simi 5254. Kennarastaða við Gagnfræðaskólann. Kennslugreinar þýska og islenzka. Upplýsingar gefur skólastjórinn, Friðrik Margeirsson simi 5219 Umsóknir sendist til formanns skólanefndar, Guðjóns Ingimundarsonar, sem einnig gefur upplýsingar, simar 5173 eða 5226 Kennarar — Fóstrur Laus til umsóknar er kennarastaða við forskóladeild (6 ára) Hafnarskóla, Höfn Hornafirði. Nánari upplýsingar veita skólastjóri i sima (97)81-48 og formaður skólanefnd- ar i sima (97) 81-90. Skólanefnd. Sjúkrahúsdúfa er hér búin undir fiugtak frá sjúkrahúsinu Greenbank i Plymouth i Englandi. Heiibrigöisyfirvöld I borginni áætla aö nota bréfdúfur i framtiöinni til aö flytja alls kyns sýni til rannsóknar i aöalrannsóknarstofu borgarinnar. Tilraunir meö dúfuflutningana hafa gengiö vei og er allt útlit fyrir aö þetta íyrir- komulag veröi tekiö upp á 12 sjúkrahúsum. Audlindir 2 framtiö með þvf aö útsvina landiö i mengun og eitri. í fjölmörgum borgum og þéttbýlisstööum út i löndum er fólkiö aö kafna i óþverra. Ar og vötn jafnvel heil höf eru aö deyja vegna mengun- ar. Alveriö i Straumsvík var slys, stórt slys, bygging þess rétt viö mesta þéttbýli landsins furöuleg. Þar aö auki liggurfyrir,óhrekjan- leg3.aðálverið er þaö eina iheim- inum, sem engan hreinsiútbúnaö hefur haftí öllþessi 10 ár sem þaö hefur starfaö. Fyrirhuguö Grundartangaverksmiöja er hroöaleg mistök, sá veldur mestu sem upphafinu veldur, en þaö áttu kommúnistar, aldrei geta þeir logiö sig frá þvi. Svona hlutir mega ekki endur- taka sig. Hollenzka konungsfjöl- skyldan er rikasta fólk Evrópu, samt þáöi drottningarmaöur mútur frá amerisku auöfélagi, ráöherrar i Japan, á Italiu og valdamenn um allar jaröir jafa oröiö uppvisir aö mútuþægni og auöfélögum bæöi I Ameriku og annars staöar. Þaö a- fyllsta ástæöa til aö tortryggja þá menn sem berjast fyrir þvi aö koma auölindum Islands i hendur er- lendra auöfélaga hvort heldur er i stærri eöa minni stil. Hallur Stleinsson” Björgun 2 hefur kostaö fyrirtækiö samtals um 2445 milljónir króna. Fram til dagsins i dag hefur tap Philips félagsins vegna Bravo oliuborpallsins numiö 25185 milljónum króna og enn hefur framleiöslan ekki hafizt á ný þannig aö þessi tala á eftir aö veröa enn hærri. Philips samsteypan hefur lát- iö i þaö skina aö mannleg mis- tök hafi olliö slysinu i Noröursjó og nú er beöiö meö nokkrum spenningi eftir þvi hvort skýrsla norsku rannsóknarnefndarinn- ar staöfestir þetta. Gamla hefð 12 Helztu niöurstöður voru þær, aö um 65% töldu konur og karla jafnhæfa til barnauppeldis og yfir 80% töldu aö piltar og stúlkur ættu aö hljóta sams- konar uppeldi. Um 38% töldu æskilegt aö giftar konur færu út á vinnumarkaöinn, en um 43% töldu alla vinnu óæskilega. Þá kom glögglega i ljós, aö starfsþjálfun i einhverri mynd er talin mjög æskileg og töldu um 70% kvennanna aö fleiri giftar konur ynnu utan heimilis, ef þær fengju starfsþjálfun. Einkum voru þaö eldri aldurs- flokkarnir, sem mæltu meö slikri þjálfun. Barnagæzla var talinstór þáttur i möguleikum kvenna til aö komast út i atvinnulifiö, og rúmlega 43% kvennanna töldu aö kynsystur þeirra vildu taka á sig fjárhagsábyrgð til jafns viö karla. 22% voru þessu atriöi mótfallnar, og stafaöi þaö aö þvL aö þær töldu sjálfar, af van- máttakennd, og gamalíi hefö. —JSS Áfengid 5 jafnvel þó þú takir aöeins einn sopa. Áhrif á lifrina. Þaö liffæri, sem fær mest að starfa, eftir aö þú hefur fengiö þér sopa, er lifrin. Hún berst. haröri baráttu fyrir aö eyöa áfenginu úr likamanum. En þeirri baráttu likur ekki fyrr en degi eftir aö áfengiö hefur veriö drukkiö. Litum aöeins á, hve langan tima sjússinn þarf til aö komast I gegnum likamann. Gerum ráö fyrir aö um einn sjúss sé aö ræða, og aö þú sért um 70 kiló á þyngd. Mest er áfengismagnið I blóö- inu um klukkustund eftir neyzlu. Siöan tekur þaö aö minnka. Þremur timum siöar hefur sjússinn ekki lengur merkjanleg áhrif, þótt þau séu enn til staðar i likamanum. Þaö er einmitt lifrin sem þarna hef- ur verið aö verki. Auk þess fer örlitiö magn út úr Hkamanum meö svita, viö út- öndun o.fl. En fyrst og fremst er það ofangreint liffæri, sem sér um aö áfengismagnið hverfi úr blóöinu og þaö er ekki nokkur leið aö hafa áhrif á þessa starf- semi, hversu mjög sem menn vildu hagnýta sér áhrifin betur. Hvað þá, ef það væri meira? Já, eins og þú sérö, gerist heilmargt i likama þinum, þeg- ar þú hefur tekið einn sopa af áfengi. Þó hefur aöeins verið fjallaö um þá þætti sem mest áberandi eru. Ef þú drekkur meira, þá auk- astþessi umbrot aö sama skapi. Eins koma til sögunnar nýir þættir likamsstarfseminnar, sumir hver jir einkar óæskilegir. Sé áfengis neytt samfellt i lang- an tima, eykst erfiði lifrarinnar mjög, þvihún hefur ekki undan aö hreinsa likamann. Þá kemur til sögunnar sjúkdómur, sem nefnist „fituiifur”, og gerir hann liffæriö óstarfhæft. Portúgal 6 sé. Eanes viröist skilja að ekki er um neinn annan möguleika aö ræöa en minnihlutastjórn Sósialistaf lokksins. Sósialistar vilja ekki i stjórn með kommúnistum Staöan i þinginu er þannig, aö saman heföu sósialistar og kommúnistar hreinan meiri- hluta. En sósialistar vilja ekki fyrir nokkurn mun fá kommún- istaflokkinn meö I stjórnarsam- starfiö. Þetta er afleiöing grundvallarágreinings sem kom upp milli flokkanna fyrstu tvö árin eftir byltinguna. Sósial- istar kæra sig heldur ekki um stuöning hægriflokkanna tveggja, PSD og CDS og saman hafa þeir flokkar ekki á að skipa hreinum meirihluta. Hingað til hefur stjórn Portú- gals hlotiö stuðning úr ólikum áttum, til dæmis má nefna aö efnahagsmálaprógramm rikis- stjórnarinnar flaut i gegn um þingiö á atkvæöum CDS. Innri erfiðleikar Sósialistaflokksins Sósialistaflokkurinn er nú stærsti flokkur Portúgals. Viö siðustu jsngkosningar fékk flokkurinn 35% greiddra at- kvæöa. En ýmis innri vandamál hafa háö flokknum og má þar til nefna úrsögn landbúnaöarráð- herrans Lopes Cardoso sem meðal annar taldi aö vinstri sinnar væru orönir of áhrifa- miklir innan flokksins. Cardoso reynir nú aö stofna sinn eigin flokk, en viröist ekki ætla aö hafa erindi sem erfiði. A hinn bóginn hefur stööug gagnrýni Sa Carneiros for- manns PSD og krafa hans um aÖ sösialistar gangi til stjórnar- samstarfs með flokki hans, en þeirri kröfu var algjörlega hafnað, styrkt mjög samstööu flokksmanna sósialistaflokks- ins. Ekki búizt við nýjum kosningum. Sa Carneiro og DS leiðtoginn Freitas Amaral vilja báöir aö efnt veröi til nýrra kosninga og þeir hafa hreyft þessu við for- setann. En þaö er engin vissa fyrir þvi aö nýjar kosningar myndu verða til þess aö auð- veldara reyndist aö mynda meirihlutastjórn I landinu og þvi bendir fátt til aö efnt veröi til kosninga fyrr en kjörtimabil núverandi rikisstjórnar rennur út i april árið 1980. En ekki skyldi maöur fullyröa neitt, þvi efnahagsmálin gætu sett stórt strik i reikninginn. __________________ES Rítstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 — Sími 81866 ] Lagerstaerðir miðað við. múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 24Ó sm i 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir .smíÖaðar eftir beiðni. GLUGQAS MIÐJAN Síðumúla 12 - Sími 38220 V ,.3v • • _ - -- 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.