Alþýðublaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 12
Nýr samningur vid fiskimjölsverksmidjur í Eyjum: Þar skulu vera sauna böð fyrir starfsfólk! Verkalýðsfélag Vest- mannaeyja og atvinnu- rekendur i Eyjum náðu á miðvikudags- kvöld samkomulagi i kjaradeilu sem þessir aðilar hafa átt i, og var þar með aflétt lönd- unarbanni, sem var i gildi i Vestmannaeyj- um.Samningarnir, sem gerðir voru fjalla um löndun úr togskipum, vinnu i fiskimjölsverk- smiðjum og bónus i fiskvinnu. Samningurinn um löndunina er aö mestu endurný jun á göml- um samningi sem var fallinn lir gildi, en hins vegar náöist fram leiörétting á einstökum ákvæö- um í bónussamningum i fisk- vinnu. Til dæmis náöist fram 10% hækkun kaups fyrir vinnu i frystitækjum. Lengstan tima tók aö ná sam- komulagi viö fiskimjölsverk- smiöjurnar, en Jón Kjartans- son, lormaöur verkalýösfélags- ins, sagöi viö Alþýöublaöiö i gær aö menn væru almennt mjög ánægöir meö þetta samkomu- lag. Einkum eru þaö viss ákvæöi varöandi aöbúnaö og hollustuhætti á vinnustaö sem menn eru ánægöir meö. I samn- ingnum er kveöiö á um aö i fiskimjölsverksmiöjum skuli vera gufu- og saunaböö fyrir starfsfólk, einnig læstir skápar. Þá segir, aö þar sem unniö sé aö staöaldri I miklum hávaöa (85 decibel og þar yfir) eöa i mikl- um hita, skuli verkafólk hafa aögang aö herbergi/skýli sem sé nægilegahljóöeinangraö, loft- ræst og upphitaö. Mikili hávaði i vinnslu- stöðvum Jón Kjartansson fór i nokkur fiskiöjuver i Eyjum fyrir nokkru, ásamt starfsmanni öryggiseftirlits rikisins, og mældu þeir hávaöa á vinnu- stöövunum. — tJtkoman úr þessari mæl- ingarferö var i stuttu máli skuggaleg, sagöi Jón i gær, og þvi lögöum viö mikla áherzlu á þaö i samningunum aö ein- hverjar ráöstafaniryröu geröar til aö vernda starfsfólkiö fyrir hávaöanum. En ég tek þó fram Jón Kjartansson aö mjög algengt er aö fólk hér noti heyrnarhlifar viö störf sin. — Getur þú nefnt einhverjar tölur um hávaöa i frystihúsun- um? — Já, mestihávaöinn sem viö mældum var 104 decibel i véla- sal einum, en i frystihúsunum er hávaöi viöast ofan hættumarka. Hávaöii frystitækjum mældist á bilinu 92-100 decibel, á einum staö og á bilinu 84-104 á öörum staö. Hann er þvi mjög breyti- legur. Algengur hávaöi i flök- unarvélum er 94-96 decibel, hann fór aö visu upp f 98 á einum staö. — Hafa einhverjar ráöstafan- ir verið geröar til aö „þagga niöur” i þessum vinnsluvélum? — Ég get nefnt eitt frystihús þar sem viö komum, en þar haföi veriö reistur tvöfaldur hljóöeinangrunarveggur i kring um flökunar- og roöflettivélarn- ar, til aö minnka hávaöann i vinnslusalnum. Viö mældum hávaöa hvoru megin viö skil- vegginn og kom i ljós aö innan viö hann mældist hann 94 deci- bel á móti 72 úti i salnum. Þessi atvinnurekandi hefur þarna sýnt lofsvertframtak tilaö bæta hollustuhættina. Þannig þyrfti aö gera viöar. —ARH Hin gamla hefd enn ríkjandi: Karlmaður fyrirvinna en kona húsmóðir — segir í nidurstödum könnunar Kvennaársnefndar Þrátt fyrir þá baráttu fyrir jafnrétti kynjanna, sem hefur átt sér staö undanfarin ár, viröist sú gamla hefö enn rikj- andi að karlmaöurinn sé fyrir- vinna heimilisins og konan fyrst og fremst húsmóöir, skv. könn- un sem Kvennaársnefnd geröi á siöasta ári á stööu og störfum kvenna í islenzku þjóöfélagi. Könnun þessi náöi til 387 giftra kvenna á aldrinum 25-55 ára i Reykjavlk, á Patreksfiröi, Húsavik og til bændakvenna viös vegar um landiö. Alls bárust svör frá 73% þeirra. 1 niöurstööum kom m.a. fram greinilegur munur á menntun karla og kvenna annars vegar og menntun kynslóöa hins vegar. Konur höföu oft valiö stutt, bóklegt nám svo sem húsmæöraskólanám. Mennirnir höföu aftur gefiö sér meiri tima til skólagöngu. 45% þátttakenda unnu ein- göngu innan heimilis, en rúm 55% störfuöu aö einhverju leyti utan heimilis, eöa voru nem- endur. 6% bændakvenna stund- uöu aöra atvinnu en bústörf utan heimilis, en 61% kvenn- anna i þéttbúli unnu utan heim ilis. Mun algengara var, aö konur ynnu hluta úr degi en heilan vinnudag, en nær allir makarnir voru I fullu starfi eöa meir en þaö. Mikill launamismunur Mikill munur reyndist vera á störfum útivinnandi kvenna og karla. Langstærstur hluti kvennanna var i ófaglæröum störfum eöa 43% og i verzlunar, skrifstofu- og kennarastörfum, 45%. Karlarnir voru aftur i ábyrgöarstörfum eöa iðn- greinum. Einnig reyndist vera mikill munur á vinnutima karla og kvenna. Konurnar miöuöu vinnutima sinn I flestum til- fellum viö aö geta einnig sinnt heimilinu, og var meðalvinnu- timi þeirra utan heimilis 30,6 klst. á viku. Karlamir unnu aftur aö meöaltali 52,9 klst. á viku. Bændur og bændakonur áttu yfirleitt töluvert lengri vinnudag. Laun karla og kvenna reyndust ekki vera sambærileg, þvi meðallaun kvenna á þétt- býlisstööunum voru 57.000 kr. á mánuöi en karla 126.000 kr. Mismunur launa hverja unna klukkustund var kr. 131 Flestar voru konurnar ánægöar meö starf sitt utan heimilis, og kváöust flestar vinna úti vegna tekna og / eöa félagsskapar. Hin hefðbundnu kvennastörf, svo sem matarinnkaup, uppvask, matargerö o.fl. voru nær eingöngu i verkahring kvennanna I úrtakinu, en um- önnun barna virtist aftur oröiö meira starf beggja foreldra. Eftir þvi sem konurnar unnu meira utan heimilis, virtust þær fremur láta fjármálin til sln taka. Langflestar sögöust verja tómstundum sinum til handa vinnu eöa lestrar, en litu ekki á þann tima sem þær eyddu i fjöl- miðla sem tónstundir. Hiutfalls- lega horföu konurnar 6-11 stundir i viku á sjónvarp, hlustuöu á útvarp innan viö 6 stundir og eyddu innan viö 3 stundum i lestur dagblaöa. Um 42% tóku þátt I félagsstarfsemi af einhverju tagi. Auk ofangreindra atriöa, var leitaö eftir viöhorfum þátttak- enda til ýmissra jafnréttismála. Framhald á bls. 10 Landsleikurinn Ísland-Noregur ísland vann 2:1 Landslið Norðmanna og Islendinga í knatt- spyrnu háðu í gærkvöldi landsleik á Laugardals- velli í Reykjavík. Leikn- um lauk með sigri íslendinga, sem skoruðu tvö mörk, gegn einu marki Norðmanna. Ingi Björn Albertsson skoraði fyrra mark íslands á 35. mínútu fyrri hálfleiks, eftir mistök norska markmannsins. Fimm minútum síðar skoraði Teitur Þórðarson annað mark. Aðdragandi þess marks var sá, að Ingi Björn reyndi markskot, norski markmaðurinn varði, missti boltann frá sér og Teitur náði honum og negldi í netið. Norðmenn náðu ekki að laga stöðuna fyrr en á 35. mínútu síðari hálfleiks, þegar Odd Iversen, fyrir- liði norska liðsins, skor- aði gullfallegt mark, beint úr aukaspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki, þrátt fyrir það að norsku leikmennirnir sýndu virðingarverða tilburði til að pota boltanum í mark andstæðingsins. Leikurinn í gærkvöldi var fremur harður og lá oft við slagsmálum á vellinum og raunar urðu lítilsháttar handalögmál milli leikmanna. Áhorf- endur voru fjölmargir, eða r.álægt 8.600, enda veður þokkalegt í borg- inni á meðan á leiknum stóð. Axel FOSTUDAGUR 1977 alþýðu blaöið Tekiö eftir: í Visi i gær I smáauglýsingum undir dálknum einkamál: Sá sem á valtara með vibrator er beöinn aö hringaj i sima !!!!!. Ekki vitum viö hvers vegna þetta flokkast undir einkamál, nema viökom- andi hafi ekkert á móti þvi aö valtarinn hafi börn á framfæri sinu, og vilji eiga hann aö félaga á ferðalög- um. o Séö: 1 Dagblaðinu i gær nokkrar fyrirsagnir, sem hljóta aö vekja athygli: „Skildi eftir sig sæöi er hann lézt: Kona ófrisk 17 mánuöum eftir lát manns sins”. Þar fyrir neöan: „Jesús var ekki ódauöleg- ur”, „Borgarnes: Hérna stóla allir á kallinn hann Halldór E.” og „Snæfells- jökuller ein af útsýnisperl- um höfuöborgarinnar”. o Tekið eftir: 1 siðasta Lög- birtingarblaði, aö auglýst eru skiptalok i átta þrota- búum. I flestum þeirra fundust engar eignir. Þá kemur fram, aö gjald- þrotameöferð á búi San- skips h.f. hafi lokið nýlega. Allar lýstar kröfur hafi veriö afturkallaöar og búiö afhent stjórn félagsins aö nýju. O Tekiö eftir:Einnigi siöasta lögbirtingarblaöi, aö þar auglýsir borgarfógetaem- bættiö i Reykjavik nauö- ungaruppboö á 97 húseign- | um vegna ýmissa skulda. I Yfirleitt eru upphæöir skulda 50 til 300 þúsund krónur, en nokkrir láta þó bjóöa upp fyrir 14 og 15 þúsund krónur. o Séö: Einnig i siðasta Lög- birtingarblaði, aö amk. fjögur fyrirtæki I Reykja- vik eru úrskuröuö gjald- þrota. Þetta eru óvenjulega mörg fyrirtæki og segja þessar auglýsingar kannski einhverja sögu um þrengingarnar á lausafjár- markaðnum, svoog skipta- lokin og nauöungaruppboö- in, sem getiö er um hér aö framan. Fyrirtækin, sem iýst eru gjaldþrota, eru þessi: Sóirún hf., Glugga- val hf., Rafvélar hf. og Reiknivélin h.f.. öll hafa þessi fyrirtæki starfaö i Reykjavik.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.