Alþýðublaðið - 16.07.1977, Page 2
2 STJORNMAL/ frettir
Laugardagur 16. júlí 1977
TÖígefauði: Alþýöuflokkurinn.
Rekslur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson.
Aösetur ritstjórnar er I Slöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Aiþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906.
Askrtftarslmi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasölu.
Bróðurkærleikur á bláþræði
Bragi Sigurjónsson rit-
ar leiðara í síðasta tölu-
blað Alþýðumannsins á
Akureyri. Þar fjallar
hann um Vistheimilið Sól-
borg á Akureyri, sem
um langt skeið hefur ver-
ið rekin sem sjálfseignar-
stofnun. Afkoma þess
hef ur grundvallastálágum
daggjöldum, fjárfram-
lögum velviljaðra ein-
staklinga og félaga og
áhugasömu starfsfólki.
Sólborg er árangur fé-
lagsstarfs foreldra
þroskaheftra barna, sem
ekki gátu beðið þess að
stjórnvöld samfélagsins
öðluðust þann félags-
þroska að telja það sjálf-
sagt að f jölskylda þjóðar-
innar ábyrgðist fram-
færslu og aðstoð við þá,
sem ekki hlutu þær gjafir
i vöggu að mega sjá um
sig sjálfir.
Bragi segir það óvíst
með öllu hvort þessi vísir
hefði dafnað, ef hann
hefði ekki gróið í skjóli
velviljaðra hópa, sem
saf nað haf a fé og látið af
eigin hendi rakna til að
byggja upp farsælt starf.
— En stofnun sem þessi
þarf á brattann að sækja.
Jafnvel bæjarfélagið
hefur tekjur af henni.
Vistheimilið þarf að
greiða Akureyrarbæ
hærri upphæð í fasteigna-
gjöld en það hlýtur i styrk
frá bænum.
Og fræðslukerfið veitir
hinum 60 einstaklingum,
sem þar dvelja, af rausn
sinni heilar fjórar
kennarastöður: þroska-
heftum einstaklingum,
sem þurfa á meiri leið-
sögn að halda en aðrir.
Það má segja, að bróður-
kærleikur samfélagsins
hangi á bláþræði.
Þessar hugleiðingar
Braga Sigurjónssonar
eiga við um öll slík heim-
ili hér á landi. Otrúlegt
sinnuleysi hefur ríkt um
hag þessara stofnana.
Það, sem er þó lakara, er,
að til eru hópar manna,
sem ekki aðeins vilja
halda óbreyttu ástandi,
heldur jafnvel að draga
úr stuðningi við heilbrigð-
ismál.
Þannig gerir Bragi Sig-
urjónsson að umræðuefni
ný baráttumál, sem
Sjálfstæðismenn hafa
eignast, sem muni þjappa
þeim saman. Hann segir:
,,Ríkisbáknið er þeim
þyrnir í augum. Þeir vilja
skerá niður. Einn tals-
manna flokksins lýsti því
yfir nýleg í sjónvarpi, að
f lokkurinn teldi það tíma-
bært að skera niður
framlög til heilbrigðis-
mála. Hann taldi til að
mynda það væri orðið
tímabært að fara að láta
sjúklinga á sjúkrahúsum
borga f yrir sinn eigin mat
en hætta matargjöfum til
þeirra.
Sagan af Sólborgu er
aðvörun. Hún bendir okk-
ur á að það er margt í
húfi — og hvað stuðning-
ur við tiltekna stjórn-
málaf lokka kann að hafa
i för með sér. Það að
veita stjórnmálaf lokki
atkvæði sitt á kjördegi er
ekki aðeins að sýna for-
eildrum eða venslafólki
og flokki þess tryggð.
Slíkt má gera á annan
hátt. Með atkvæði sínu
veitir hver kjósandi lífs-
viðhorfi sínu afl sitt og
tekur þátt í baráttu. Þetta
verður yngra fólk einkum
að gera sér Ijóst. Það
verður að gera sér grein
fyrir því að pólitísk þátt-
taka er barátta fyrir
samfélagsmynd. Ekki
pabbapólitík. —AG
Ný bráðabirgðarlög:
Utflutningsgjald á kolmunna
og spærlingi fellt niður
Gefin hafa veriö út ný bráöa-
birgðalög um niðurfellingu á út-
flutningsgjöldum sem lögð eru á
kolmunna og spærlingsafurðir,
skv. lögum nr. 5. 13. feb. 1976 um
útflutningsgjald af sjávarafurð-
um. Bráðabirgðalög þessi eru
sett til að hvetja menn til veiða
á þessum tegundum i þvi skyni
að draga úr sókn i þorskstofn-
inn.
Bráöabirgöalög þessi eru svo-
hljóðandi:
l.gr.
Útflutningsgjöld af kolmunna-
og spærlingsafurðum, sam-
kvæmt lögum nr. 5 13. febrúar
1976, eru felld niður frá gildis-
töku laga til ársloka 1977.
2. gr.
Sjávarútvegsráðherra getur
sett nánari reglur um fram-
kvæmd laga þessara.
3. gr.
Lög þessi öölast þegar gildi.
Gjört
Kristján Eldjárn
Matthias Bjarnason.
Á blaðamannafundi i gær lét
sjávarútvegsráöherra þess get-
iö að menn vonuöu aö takast
mundi að auka sókn i aðra fisk-
stofna en þorskinn og heföi
ráðuneytið þvi látið fara fram
umfangsmiklar tilraunir með
veiðar og vinnslu á nýjum fisk-
tegundum.
Svo sem getið var um i
Alþýðublaðinu i gær eru það til-
tölulega fá islenzk skip, sem
stundað geta kolmunnaveiöar
með viðunandi árangri, með
þeirri tækni sem nú er viðhöfð.
Ráðherra gat þess á fundinum
að þaö væri mjög líklegt að tveir
vestmannaeyja bátar muni láta
úr höfn bráðlega með nýtt troll,
sem er i eigu ráðuneytisins.
betta er hiö svokallaða tveggja
báta troll. Ef tilraunir meö þaö
gefast vel má búast viö þvi að
nokkur fjöldi skipa fari á þessar
veiðar.
Ráðherra sagði að útflutn-
ingsgjaldið hefði numið um 6%
af heildarverði kolmunna og
spærlingsafurðanna, og við
niöurfellingu gjaldanna kæmi
um það bil 1 króna og 10 aurar
til skiptanna milli útgerðar-
manna og sjómanna fyrir hvert
kiló.
Reglugerð sjávarútvegs-
ráðuneytis — framhald af
blaðsíðu eitt
nýju reglur muni ná jafnt til
útlendinga sem íslendinga.
Hann sagði, að þar eö hlut-
fall þorskafla í heildarafla
Norðmanna og Þjóðverja hafi
undanfariö ekki náö 10% muni
þessar reglur ekki ná til
þeirra. Hins vegar hafa bæði
Belgar og Færeyingar veitt
þorsk sem er meir en 10% af
heildarafla þeirra og verður
viðkomandi ráðamönnum
kynnt efni hinnar nýju reglu- ,
gerðar.
Aðspurður kvaö ráðherra að
eftirlit meö veiðum útlendinga
i Islenzku fiskveiöiland-
helginni verði hið sama og
hingaö til. Þær tölur, sem
hingað berast um afla hinna
erlendu skipa eru að sögn ráð-
herra fengnar hjá stofnunum
samsvarandi Fiskifélagi
Islands og sagöi ráöherra
enga ástæðu til aö draga upp-
lýsingar þessara stofnana i
efa.
Möguleika til að fylgjast
meö veiðum Islenzkra skipa
taldi ráðherrann nokkuð góða.
Landhelgisgæzlan hefur nú
betri tækifæri en lengi áöur til
að fylgjast með innlendum
fiskiskipum. Þá eru nú 7 veiði-
eftirlitsmenn starfandi og hef-
ur verið fjölgaö um 2 frá þvi I
fyrra. Þá eru skip Hafrann-
sóknarstofnunar á miðunum
einnig tiltæk til eftirlits svo og
skip sem ráðuneytiö hefur á
leigu. Ekki var á ráðherra að
skilja að ætlunin væri að auka
við það lið sem nú er tiltækt til
eftirlits, I tilefni af nýju reglu-
geröinni.
Sjávarútvegsráöherra sagði
að aðilum I sjávarútvegi hefur
verið kynntar tillögur ráöu-
neytisins og hefði þeim verið
gefinn kostur á aö gera at-
hugasemdir um framkvæmd
nýju reglnanna. Sumar þess-
ara athugasemda voru teknar
inn I reglugeröina. ,,Að sjálf-
sögðu rikti lltil gleði meðal út-
vegsmanna og sjómanna”,
sagði ráðherrann. „Þetta er
fyrst og fremst skerðing á
kjörum þeirra, en skilningur
þeirra á þessum ráðstöfunum
er mikill og hefur aukizt”.
A fundinum var sjávarút-
vegsráðherra inntur eftir þvi
hvort hann teldi að hin nýja
reglugerö gangi lengra eða
skemmra en reglur Hafrann-
sóknarstofnunar, sem ráð-
herrann felldi úr gildi fyrir
skömmu, svo sem frægt er
oröiö. „Ég tel að ef þær reglur
hefðu komið til framkvæmda
hefði það þýtt að þurft hefði að
leggja öllum togaraflotanum”
svaraði Matthias Bjarnason.
Aöspurður sagði hann að regl-
ur þessar væru nú i athugun i
ráðuneytinu. Þær heföu borizt
þangaö I tillöguformi svo sem
vera ætti. Um það hvort þau
orö hans aö reglurnar þýddu
lok togaraútgerðar mætti ekki
túlka þannig að hann væri
þeim andvlgur sagöi ráðherr-
ann. „Ég vil ekki taka þátt I
aðgeröum sem stefna atvinnu
, landsmanna i voða”. Þó kvað
ráöherra það ekki afráöiö
hvort reglum þessum yröi
hafnað.
ES
10 þekktir
atvinnu-
golfmenn
keppa um helgina
A sunnudag og mánudag verður
háö á Grafarholtsvelli Golfklúbbs
Reykjavikur, fyrsta atvinnu-
mannakeppni I golfi, sem haldin
er hér á landi. Til hennar er boöiö
10 beztu golfatvinnumönnum
Skotlands, sem S.P.G.A. (skozka
atvi nn um a nnagolfsa mba ndiö)
hefur valið. Aö heimsókn skozku
golfatvinnumannanna standa
fyrirtækin Flugleiðir h/f, Is-
lenzka útflutingsmiðstööin h/f og
Tak h/f i samráði við Golfsam-
band tslands og Golfklúbb
Reykjavikur. 1 hópi þeirra Skota,
er hingaö koma, eru margir
þekktir kylfingar og má eins bú-
ast viö að um helgina verði leikiö
nálægt fyrri vallarmetum I
Grafarholti, ef ekki betur.
Fyrirkomulag keppninn-
ar
Vikingakeppnin fer fram I
tvennu lagi. A sunnudag kl. 14.00
hefst svokölluð „pró-am” keppni,
þar sem atvinnumenn og áhuga-
menn leika i blönduðum hóp.
Leiknar verða átján holur og leik-
ur hver atvinnumaður f liöi meö
þrem islenzkum kylfingum.
Ahugamennimir leika meö for-
|jöf og gildir á hverri holu bezti
árangur þeirra fjögurra kylfinga,
er leika saman. 1 þessari keppni
er Islenzkum kylfingum meö for-
gjöf 20 og lægri heimil þátttaka.
Heildarverðlaun atvinnumanna
eru kr. 220.000 eða 645 pund.
Sföari hluti keppninnar fer
fram mánudaginn 18/7, og leika
þá atvinnumennirnir 36 holu
höggleik, ásamt sjö Islenzkum
landsliðsmönnum. Rástlmar I
fyrri umferð verða kl. 11-12, en I
siðari umferð kl. 16-17. tJrslita-
umferðin mun þannig standa yfir
frá kl. 16-20 á mánudagskvöld.
Heildarverðlaun atvinnumann-
anna I slöari hluta keppninnar eru
um kr. 300.000 eða 855 pund.
Til leiöbeiningar fyrir áhorf-
endur er rétt að geta þess, að á
sunnudag veröur keppt kl. 14-19
og úrslitaumferðin á mánudag fer
fram milli kl. 16 og 20.
Þátttakendur
Eftirfarandi skozkir kylfingar
taka þátt I keppninni:
Ronnie Shade.38 ára. 4 sinnum
I landsliði Bretlands I keppni við
USA (Walker Cup). 4 sinnum I
skozka landsliöinu I Eisenhower
keppninni. 3 sinnum I Heims-
bikarkeppninni fyrir Skotland (2
menn frá hverju landi).
David Huish.Vel þekktur af is-
lenzkum kylfingum frá heim-
sóknum margra hópa kylfinga
undanfarin ár til North Berwick,
þar sem Huish er atvinnumaöur.
I Heimsbikarkeppninni fyrir
Skotland 1973. Sigurvegari I Nort-
hern Open 1973.
Willie J. Milne.26 ára. 1 lands-
liði Bretlands I keppni viö USA
1973. Sigurvegari I Northem Open
1974 og 1975, ogLusaka Open 1974.
Gordon Kinnoch. Þekktur at-
vinnumaður frá Rosemont Golf
Club i Miö-Skotlandi, sem er einn
vinsælasti og glæsilegasti golf-
völlur I Skotlandi.
Bob Jamieson. 30 ára. t 9
manna atvinnumannaliöi Bret-
lands gegn USA 1975-1976. Vallar-
methafi sem áhugamaður á
Rosemont Golf Club á 65 högg-
um.
Alistair Thomson, Jim Hamilton,
John Chillas, Jim Farmer og Iain
Collins.allt ungir menn um tvlt-
ugt. Upprennandi kylfingar, sem
hafa undanfarin 2-3 ár verið i
fremstu röð atvinnumanna og við
sigur I fjölmörgum stórmótum i
Skotlandi.