Alþýðublaðið - 16.07.1977, Side 8
Laugardagur 16. júli 1977
H
Sveinn Snorrason, hæstaréttarlögmaður:
Brýn þörf rannsóknar á
stjórn veiðimála hér á landi
— og afskiptum veiðimálayfirvalda af málefnum Skúla í Laxalóni
Að undanförnu hefur
orðið allmikil opinber
umræða um rannsókn-
ir, sem farið hafa fram
á heilbrigði eldisfisks i
fiskeldisstöðinni að
Laxalóni i Reykjavik.
Umræða þessi hefur
fyrst og fremst spunn-
ist vegna tilkynninga
fisksjúkdómanefndar
og yfirdýralæknis em-
bættisins og andsvara
Skúla Pálssonar. Um-
ræður þessar hafa hins
vegar ekki gefið rétta
mynd af þvi vanda-
máli, sem hér er við að
etja, og þykir mér þvi
óhjákvæmilegt að gera
þvi nokkra grein á op-
inberum vettvangi og i
þvi samhengi, að menn
fái skilið vandamálið,
og geti myndað sér
hlutlæga og sjálfstæða
afstöðu til lausnar
þess.
Upphaf málsins
Þaö er upphaf mals þessa, aö
vorið 1976 tók Skúli Pálsson meö
sér nokkur sýni af laxaseiöum
úr eldistööinni, til Veteriner-
instituttetf Osló, til rannsóknar,
en meira en venjulegur seiöa-
dauöi hafði oröiö i nokkrum eld-
isker jum þar í stööinni, án þess
þó, aö hann næöi þvi marki, sem
viöa annars staðar er taliö eöli-
legt. Vildi hann kanna orsakir
þessa. Dr. Tore Hastein, sem
tók sýnin til rannsóknar, ritaöi
Skúla bréf 9. júni 1976, og taldi
þá,aö sennilega gætidauöi seiö-
anna stafaö af þvi, aö þeim hef ði
veriö gefiö of gamalt fóöur, en I
öllu tilfelli væri ekki ástæöa til
annarra aögeröa en aö breyta
um fóöur. Skúli sá aö bragöi er
hann kom heim, aö fiskinum
haföi veriö gefiö fóöur, sem
geymt haföi veriö of lengi og
þegar eftir, aö hann hafði skipt
um fóöur hvarf seiöadauðinn,
Síöan hefur ekki verið um neinn
óeölilegan seiöadauöa aö ræöa
i eldisstöö Skúla Pálssonar.
Sumarið 1976 ráöstafaöi Skúli
siöan eldisfiski úr stöö sinni,
enda var ekki aö sjá, aö neinn
krankleiki væri i fiski þar.
22. september 1976 ritaöi Tore
Hastein Skúla enn bréf, og kem-
ur þar fram, aö eftir aö hann rit-
aöi bréfiö 9. júni 1976, hefur
hann haldið áfram rannsóknum
sinum og viö þær fundiö ein-
kenni, sem bentu til þess, aö
mögulegt væri, aö nýmaveiki
heföi veriö I seiöunum. Hins
vegar tekur hann fram, aö viö
gerlafræðilegar rannsóknir hafi
þeim hins vegar ekki tekizt að
sanna tilvist bakteriunnar, en
tekur jafnframt fram, aö erfitt
séaö ræktaþær, þess vegna hafi
lika oröiö aö lita til annarra á-
stæðna og visar i þvi sambandi
til bréfsins frá 9. júni.
Fisksjúkdómanefnd
tekur sýni
1 bréfi sinu til yfirdýralæknis,
Páls A. Pálssonar, 11. janúar
1977 segir dr. Hastein, aö Sjúk-
dómsgreiningin á sýnunum úr
Laxalóni hafi veriö gerlanýrna-
veiki, en þó hafi ekki veriö unnt
aö einangra neina gerla i sam-
bandi viö þetta tilfelli. Hinn 18.
janúar 1977 lít yfirdýralæknir
taka sýni úr eldisfiski i
eldisstöðinni aö Laxalóni og
fundust þá engin einkenni, er
bentu til nýrnaveiki eöa annars
sjúkdóms.
Hinn 6. april og 22. april sl.
voru enn tekin sýni úr eldisstöö
Skúla Pálssonar og fundust i
þeim einkenni, sem fisksjúk-
dómanefnd telur ótvirætt benda
til nýrnaveiki á háu stigi. 1 bréfi
fisksjúkdómanefndar 20. april
1977 lagöi nefndin til viö land-
búnaöarráöuney tiö, aö þaö
bannaði umsvifalaust allan
flutning á fiski og hrognum úr
eldisstöðinni. Þá segir nefndin i
þessu bréfi, aö hún hafi gert
ráðstafanir til þess aö kanna
frekari útbreiöslu sjúkdómsins
meöal fisktegunda i stööinni
með tilliti til þess, hvort eyða
þyrfti öllum fiski, sem þar er og
yröi ráöuneytinu tilkynnt um
niðurstööu, svo fljótt sem unnt
væri og þá geröar tillögur um
frekari varnargeröir gegn út-
breiöslu þessa sjúkdóms. 1 bréfi
frá dr. Richards viö háskólann i
Steriing dags. 28. april 1977,
segir doktorinn, aö honum hafi
skilizt, aö fisksjúkdámanefnd
eöa tilraunastöö háskólans hafi
sannreynt, aö um nýrnasjúk-
dóm væri aö ræöa. Erindi þessi
voru send mér I lok april-
mánaöar. 2. mai ritaöi ég land-
búnaöarráöuneytinu i tilefni af
bréfi fisksjúkdómanefndar til
ráðuneytisins og þar segir svo
m.a.: „fig tel höfuönauösyn á
þvi, aö fisksjúkdómanefnd hraöi
sem mest rannsóknum sinum á
heilbrigöi fiskstofnanna, svo aö
staðreynt veröi sem fyrst:
1) Hvort um nýrnasjúkdóm,
Bacterial Kidney Disease, er aö
ræöa, en af fyrrgreindum
bréfum má ráöa, að einkenni
hafi fundizt f fiski sem bentu til
þess. Munu þau einktenni hafa
sézt viö krufningu á fiskinum og
sjúkdómsgreiningin aö þvi er
viröist staöfest með vefjarann-
sókn og gerlalitun. Hins vegar
var þaö ekki ráöiö af fyrr-
greindum bréfum, aö bakterio-
logiskar rannsóknir heföu veriö
framkvæmdar, þannig aö
óyggjandi væri, aö um sjúkdóm
þennan væri aö ræöa.
2) Ef um slikan sjúkdóm er aö
ræöa er nauösynlegt aö rann-
saka hver sé uppruni hans og
leita skýringa á þvi meö
hverjum hætti hann kynni aö
hafa borizt til stöövarinnar.
3) Mikilvægt er aö fyrir liggi
sem fyrst meö hverjum hætti
fisksjúkdómanefnd telur
vænlegast aö byggja fyrir út-
breiðslu sjúkdómsins og lækna
hann meö þeim hætti aö af
hljdtist sem minnst tjón fyrir
umbj. minn. Af þvitilefni vekég
athygli á fyrirliggjandi
skoöunum fræöimanna um aö
unnt sé aö lækna sjúkdóminn
meö lyfjagjöf I fóöri þ.e meö
erythromycin og sulphona-
midis.
4) Samkvæmt þeim rann-
sóknum, sem þegar hafa fariö
fram fundust ekki nein sjúk-
dómseinkenni I regnboga-
silungi, sem er i stööinni. Mikill
hluti af regnbogasilungnum er
algjörlega einangraöur frá
öörum fiski, þannig aö hann fær
vatn úr sérstökum leiðslum,
sem ekki hafa verið notaöar viö
eldi annarra fiska, þótt nokkur
hluti hans hafi fengiö vatn, sem
áöur haföi veriö nýtt viö eldi
annarra fisktegunda. Ef um
sjúkdóm er aö ræöa svo sem
bréfin gera ráö fyrir og reikna
veröur meö, nema annaö komi i
ljós viö grekari rannsóknir, er
aö sjálfsögöu nauösynlegt aö
flytja regnbogasilunginn á þann
staö, sem minni hætta er talin á,
aö hann geti fengiö sjúkdóminn
og er þá eftir atvikum hægt aö
halda honum einangruöum þar,
svo sem veriö hefur undanfarin
27 ár, til þess aö tryggja áfram-
haldandi heilbrigöi i þeim fisk-
stofni. Er aö sjálfsögöu óskaö
samráös viö hiö háa ráðuneyti
og fisksjúkdámanefnd um þær
ráöstafanir, en þrátt fyrir þaö
og meö visan til umsagnar Guö-
mundar Péturssonar, sem sæti
á I fisksjúkdómanefnd i tima-
ritinu Frey i april 1977: ,,A
Islandi eru aöstæöur til grein-
ingar fisksjúkdóma næsta bág-
bornar. Ekki hefur enn fengizt
fjárveiting til stööu fisksjúk-
dómaíræöings I tilraunastöö
háskóians i meinafræöi aö
Keldum þó er gert ráö fyrir
slikri stööu I lögum um lax- og
silungsveiöi, sem sett voru
1970”, þá þykir mér nauð
syn til þess viö ákvaröanir og
leiöbeiningar i þessu máli, að
fengnir veröi erlendir viöur-
kenndir sérfræöingar á þessu
sviöiö til ráöuneytis. Leyfi ég
mér I þvi sambandi aö benda á
Tore Hastein viö Veteriner-
instituttet i Oslo og Frank
Bregnballe viö dönsku rlkistil-
raunastööina i fiskeldi i Bröns i
Danmörku. Æskilegast væri, aö
báöir þessir menn yröu til-
kvaddir samtimis.” fl þessu
sambandilýsti SkúliPalsson, aö
hann myndi hlita niöurstööum
og ráöum slikra sérfræöinga.
Sama veiki og i Elliða
árstöðinni 1968?
3. mai sl. hélt fisksjúkdóma-
nefnd fund meö blaöamönnum
og fulltrúum f jölmiöla, þar sem
I ljós voru látnar upplýsingar
um fund fisksjúkdómanefnd-
arinnar og sagöi m.a. i fréttatil-
kynningu sjónvarps um þetta
efni, aö um væri aö ræöa nýrna- •
sjúkdónj hafi þetta verið
margrannsakaö hér á landi og
erlendur sérfræöingur hefur
einnig staöfest þennan úrskurö.
I þessari merkilegu frétt segir
einnig, aö hér sé um aö ræöa
smitandinýrnasjúkdóm, sem þó
þekkist aöeins i fiskeldis-
stöövum. Hafi sjúkdómur þessi
m.a. komiö upp i fiskeldis-
stööinni viö Elliðaár 1968, en þá
hafi öllum hrognum og seiöum
veriö fargaö, stööin sótt-
hreinsuö og siöan hafizt handa
um ræktun aö nýju og hefur ekki
boriö á sjúkdómnum siðan. Aö
sjálfsögöu var Skúla Pálssyni
eöa undirrituöum ekki gefinn
kostur á aö vera viöstaddir
blaöamannafund þennan. Hér
má skjóta þvi inn, aö fróðlegt
væri i þessu sambandi aö sjá
gögn um rannsókn sjúkdómsins
i Elliöaánum 1968, en þá er
upplýst að um 40% af stofninum
i Elliöaárstöðinni muni hafa
drepizt á tveimur vikum. Jafn-
framtværi fróölegt aö fá
upplýsingar um þaö, hvaö heil-
brigöisyfirvöld höföu gert til
þess aö kanna uppruna sjúk-
dómsins I Elliöaárstööinni á
sinum tima, ef þaö hefur veriö
staöfest, aö um nýrnaveiki hafi
veriö að ræöa, þvi aö fræöimenn
eru almennt á einu máli um þaö,
aö nýrnaveiki geti ekki borizt i
eldisstöðvar, nema frá uppruna
sinum i náttúrunni og þar sem
um þaö sé aö ræöa, aö sýktur
fiskur eða hrogn séu beinlínis
flutt á milli eldisstööva. Er hér
meö skoraö á yfirdýralækni og
fisksjúkdómanefnd aö birta
rannsóknir sinar og niöurstööur
um þetta efni.
Ariö eftir seiöadauöann i
Elliöaárstööinni eöa áriö 1969
gætti óeölilega mikils seiöa-
dauöa I eldisstööinni I Kolla-
firöi, sem var nokkuö feimnis-
mál á sinum tima, en Skúli
Pálsson óskaöi eftir þvi hinn 9.
maf sl. aö fá upplýsingar frá
fisksjúkdómanefnd um þaö,
hvort sjúkdómar hafi átt þar
sök á, og þá hvaöa sjúkdómar,
hvaöa aögeröum hafi veriöbeitt
og hver árangur hafi orðið. Hér
væri eðlilegt aö bæta
viö, hvaðan ætla mætti, aö sjúk-
dómurinn heföi þá komizt i
stööina. Vart veröur þvi trúaö,
aö mistök i eldi eöa hiröu undir
stjórn sjálfs veiöimálastjóra
hafi valdið seiöadauöanum, en
æskilegt væri, aö almenningur,
sem borgar reksturskostnaöinn
I Kollafiröi, fengi upplýsingar
um þetta atriöi.
Dauðinn bezta
lækningin?
Nú má ætla I framhaldi af
bréfi fisksjúkdómanefnd-
arinnar til ráöuneytisins frá 20.
april, aö hún heföi aldeilis látiö
hendur standa fram úr ermum
og fylgzt rækilega meö þróun
mála I Laxalóni og jafnvel
brugöiö á þaö ráö aö fá hingaö
erlenda sérfræöinga til rann-
sóknar og ráöuneytis, en sú
hefur ekki orðiö raunin á. Fisk-
sjúkdómanefnd eöa fulltrúar
hennar, hafa ekki komiö I eldis-
stöðina aö Laxalóni slöan 22.
aprll sl., þegar frá er talin för
Guömundar Georgssonar og
Brynjólfs Sandholt hinn 3. mai
sl., en þá eingöngu til þess aö
kynna sér vatnsrennsli i
stööinni og gera rissmynd af .
11. mai sl. sendi fisksjúkdóma-
nefnd frá sér greinargerð og til-
lögur vegna nýrnaveiki i fisk-
eldisstööinni aö Laxalóni. Var
aö sjálfsögöu haldinn blaöa-
mannafundur til þess aö kynna
skýrslu þessa, auk þess sem
veiöimálastofnunin hefur dreift
henni fjölritaöri yfir iands-
byggöina. Gerist ekki þörf aö
rekja efni hennar, enda hefur
hún birzt i fjölmiðlum. En þar
teljur fisksjúkdómanefnd, aö
öruggasta leiöin, til þess aö út-
rýma smitsjúkdómum þessum
úr eldisstööinni, sé aö eyöa þar
öllum fiski og hrognum og sótt-
hreinsa stööina. Bendir hún á,
að meö þessum hætti hafi tekizt