Alþýðublaðið - 20.07.1977, Blaðsíða 1
Ástand loðnunnar virðist gott
— segir Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd
„ Loðnuveiðarnar eru
rétt að siga af stað ef
svo má að orði komast,
alls eru nú niu skip á
veiðum eða á leið á
veiðar,” sagði Andrés
Finnbogason hjá loðnu-
nefnd i samtali við Al-
þýðublaðið i gær.
Þrjú skip hafa þegar komih
meö afla að landi en þaö eru
Súlan, Gullberg og Huginn sem
samtals hafa landaö um 1700
tonnum af loönu. Þennan afla
fengu skipin út af Vestfjöröum
um 50 milur noröur af Straum-
nesi. Súlan og Gullberg lönduðu
á Bolungarvik en Huginn á
Siglufiröi.
Astand loönunnar mun vera all
gottef marka másýni sem tekin
voru úr aila Súlunnar, en þar
kom i ljós aö fitumagn var aö
meöaltali 14.3% og áta fremur
litil.
Samkvæmt upplýsingum
Andrésar Finnbogasonar viröist
loönan hegöa sér nokkuö öðru
visi á sumrin en veturna. Sagöi
Andrés aö sér virtust sumar
loðnuveiöarnar minna meira á
sildveiöar þaö er aö kasta þarf
oft sökum þess hve litið fengist i
hverju kasti miöaö viö þaö sem
menn ættu aö venjast á vetrar-
vertiöinni. Þá gengi loðnan áft-
ur á móti i stórum breiöum og
kæmi þá oft fyrir aö menn
fengju fullfermi i einu kasti.
— GEK
Að undanförau hefur
verið unnið að þvi að
reisa vita i Surtsey.
Það hefur verið gert á
þann hátt, að um borð
i varðskipi hefur
steypan verið hrærð
og hún siðan flutt með
þyrlu að grunni vit-
ans.
Þetta verður
syðsti og jafnframt
hæsti viti á landinu,
en hann stendur i 150
metra hæð.
Nú er búið að steypa
vitann og aðeins eftir
að slá utan af honum
og setja ljósker á
hann.
Á þessari
mynd, sem Ingó tók,
má sjá þyrluna fara
með eina steyputunn-
una og neðst til vinstri
á myndinni er steypu-
hrærivélin og sandurinn er i kassa 1 blaðinu á morgun smiðinni og verða þá
sementspokar, en hægra megin. segir nánar frá vita- birtar fleiri myndir.
MIÐVIKUDAGUR 20. JULI
siminn er
■
íslenzka útflutningsmiðstöðin:
Góðar horf ur með sölu
á heilfrystum kolmunna
„Það má segja að
nokkuð bjart sé fram-
undan i þeim samn-
ingum sem við höfum
unnið að varðandi
sölu á frystum kol-
munna. Við höfum nú
i höndunum pöntun,
sem hljóðar upp á 500
tonn, og hér gæti verið
um að ræða markað
sem tæki við þúsund-
um tonna” sagði
Óttar Yngvarsson hjá
íslenzku útflutnings-
miðstöðinni i viðtali
við Alþýðublaðið i
-gær.
Aö sögn Ottars hefur hingaö
til reynst erfitt aö selja kol-
munna vegna erfiöleika við
vinnslu, þar sem ekki er auö-
veltaö flaka svo lltinn fisk, en
þeir samningar sem hér um
ræöir gera einungis ráö fyrir
þvi aö fiskurinn sé hausaöur,
slægöur og siöan heilfrystur.
Islenzka Útflutningsmiö-
stöðin hefur nú beint þeirri
fyrirspurn til frystihúsa viöa
um land hvort þau sjái sér
fært aö vinna kolmunna upp i
þessa samninga.
,,Ég get ekki sagt þér ná-
kvæmlega hvaða verö fæst
fyrir þennan kolmunna”,
sagöi Óttar, ,,en þaö er ótrú-
lega hátt. Þetta ætti aö koma
bæöi frystihúsaeigendum og
sjómönnum til góöa. Ég er
ekki frá þvi að slá mætti á að
sjómenn gætu fengiö 50%
hærra verö fyrir kolmunna til
frystingar upp i þessa
samninga en nú fæst fyrir
hann til bræöslu”.
Svo sem kunnugt er af frétt-
um hefur nú mikið magn kol-
munna fundizt á miöunum
fyrir austan land og veröur þvi
mjög áhugavert að fylgjast
með framvindu þessa máls.
SMIÐA VITA I SURTSEY