Alþýðublaðið - 20.07.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.07.1977, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 20. júlí 1977 sssr ULFAR BRAGASON: NVkomin er út i Noregi bókin „Sagadebatt” I samantekt Else Mundal. Þessi bók er safn rit- smiöa um fornsögurnar meö athugasemdum útgefandans. í formála segir Else Mundal, aö þaö sé ætlunin meö bókinni aö gefa yfirlit yfir umræöur um sögurnar meö þvl aö velja aö sumu ieyti I safniö ritsmiö, sem ollu þáttaskilum og höföu mikiö gildi fyrir seinni tima umfjöll- un, og aö ööru leyti taka meö ritgeröir.sem voru fjölræddar á sinum tima, án þess aö taka til- littil varanlegs gildis þeirra. Aö visu hefur eölileg stærö bókar- innar ráöiö nokkuö, hversu mikiö er endurprentaö og hvaö. Þessir textar spanna timabiliö frá fyrstu áratugum siöustu aldar til okkar daga, þó svo, aö engin ritsmiö er eftir þá fræöi- menn, sem nú taka mestan þátt I umræöum um fomsögurnar. En bókin sýnir, hvaöa vanda- mál i sambandi viö sögurnar hafa oröiö heföbundin umfjöll- unarefni, hefð sem nútima- fræöimenn veröa að taka al- stööu til. Þessi efni eru umfram annaö uppruni sagnaritunar- innar.sjálftundriö, hvers vegna svo einstæö verk i heimsbók- menntunum voru skrifuö noröur hér, og hvað sé sagnfræöi og hvaö skáldskapur i sögunum. Nú eiga þær greinar og brot úr stærriritum, sem endurprentaö er I bókinni, heima i aldalangri umfjöllun og byggja á eöa svara þvi, sem áöur hefur veriö sagt. Þess vegna gerir Else Mundal grein fyrir i athuga- semdum sfnum, hvernig um- ræöurnar hafi þróast allt frá lokum sextándu aldar. Hún segir, einnig í formálanum, aÖ hún hafi I þessari framsetningu á efninu reynt að gera jafnt at hvoru;segja hlutlægt frá staö- reyndum og meta sjálf, af þeim sökum sé bókin aö vissu marki þáttur I umræöunni, sem hún á lika aö lýsa. Hér aö framan hefur veriö notaö oröiö „fornsögur” um umfjöllunarefniö i „Sagade- bett”. Nú er þetta orö ekki aöeins notaö um tslendingasög- urnar, heldur allar sögurnar, lika fornaldarsögur, konunga- sögurnar o.s.frv. Vissulega eru skilin milli þessara greina forn- sagna oft aðferbafræbilegs eölis, enda ekki alltaf svo mikill munur á efni þeirra og efnis- meöferö. Margir fræöimann- anna, sem eiga greinar I bók- inni, f jalla um sögurnar vítt og breitt. En mestar deilur hafa risið um upphaf og eöli tslend- ingasagnanna og raunar er mest um þær rætt i bókinni. Þaö ermatsatriði, á hvað skal leggja áherzlu i yfirliti yfir um- ræöur um fornsögurnar og hvaöa texta skuli velja i slikt safn. En beinir dómar um rann- sóknir á sögunum á allra siöustu áratugum og um hugmyndirum og rannsóknarleiöir viðvlkjandi þeim hljóta helzt aö vera um- ræðuverðir i sambandi við þessa bók ElseMundal, ekki sizt af þvi, aö fræðimaðurinn setur skilin milli höfuökenninganna og rannsóknarstefnanna annars staöar en vani hefur veriö. Og fyrir tslendinga hljóta dómar hennar um skrif Islenzkra norrænufræöinga aö vera for- vitnilegust. Talað er um tvær aöalkenn- ingar um uppruna Islendinga- sagna, sagnfestukenninguna og bókfestukenninguna. Táknar skiptingin andstæðar skoöanir um eöli munnmæla, sem eiga aö hafa gengið, áður en sögurnar voru skrifaðar og þátt þeirra i sögunum. Fylgjendur sagn- festukenningar ætla, aö sög- umar hafi þróast i munnlegri geymd, uns þær voru skrifaðar niöur. Þvi tala þeir um skrifara sögu framur en höfund. Á móti halda bókfestumenn þvi fram, aö sögurnar séu höfundaverk. Hann hafi haft sagnir, visur og skrifaöar frásagnir aö efniviöi og gert heild úr þvi. Sögurnar beri þvi persónuleika og áhuga hans vitni. Hér er þó gert mikið úr muninum milli stefnanna, þvi aö satt bezt aö segja töluöu fylgismenn þeirra hverrar fyrir sig gjarnan ekki um sama hlut, eins og Else sýnir fram á. Þaö sem vakir fyrir sagnfestumönn- um er aö skýra upphaf ritunar tslendingasagna, forsendur þess, en ekki þróun sagnarit- unar sem bókmennta. Þetta sést af bók Norömannsins Knut Lie- stöls, „Upphavet til den ræöa, er þaö fremur hitt.aö rannsóknirnar beinast ekki aö þvisama og þvi eru aöferöirnar ólikar. Þriöja kenningin og yngri hinum er svokölluö uppspuna- kenning, sem gerir ekki ráö fyrir munnmælum aö baki sög- unum. Aö öðrum þræöi er unnt aö lita á þessa stefnu sem eðli- legt framhald bókfestukenning- sem geri ráö fyrir munnmælum aö baki sagnanna, og hins vegar þeirra, sem fylgi uppspuna- kenningunni. 1 athugasemdum sinum sýnir Else Mundal, hvernig bókfestu- menn hafi búiö sér til hugmynd- ir um sagnfestukenninguna. Þessar hugmyndir koma til dæmis fram i fyrirlestri Siguröar Nordals um sann- fræöi sagnanna, sem er tek- e fl fi N A b 1 N fi O H u 11 n V Um safnritið „Sagad UTrfATII tlCA n^ll 1 n u ebatt” í riH «il uigdiu tisc mu nuai islendske ættesaga”, sem þýdd hefur veriö á islenzku. A hinn bóginn hafa bókfestumenn reynt aö gera grein fyrir sjálfu höfundarverkinu og þá ekki sfzt meö dæmum úr hinum yngri og listrænni sögum. Og þótt um vissan skoöanaágreining sé aö arinnar, enda hafa bókfestu- menn ætlaö, aö því yngri sem sögurnar séu, þvi meiri höfund- skapur séu þær. Else Mundal telur þó aö aöalskoðanaágrein- ingurinn nú um upphaf tslend- ingasagna sé milliannars vegar sagnfestu- og bókfestumanna, inn i safniö („The historical Elimentin the Icelandic Family Sagas”). Þar segir Nordal, að sagnfestustefnan byggi á kenn- ingu um munnlegar sögur, aö þær hafi orðið til stuttu eftir aö þeir atburöir gerðust, er þær segja frá. Siðan hafi þær varö- „ rttó V'^1 Wííftt 4*. n.viv |á ftur" S itfí&ar bxm. Qetrp fcsmo hrajmf fhriti W. T * ,* mec fvaj; tetijt ecfotn^ií \{m£tx»}vb&\c, afet** . cr cc mjcrat íetrti tilf yJf \\ 3?W , bmi5 j jmr imonM l \)&\ CiA mjnotmna jstflb, úm? xvexm *>íe<nnt brröö. vaA Up. valbrmT £ ztr nmr tar l| jzrmaH. ? ttj tnsftv $ . atjaa twna* _ ía* nelM nwltngMn*V * ftfefntöim ^ y q. n fcýfto. ctfec \yttr bm* wúorœjppnu oncjo ittic .. Miatm mru lW « ft&njaku / btvþt: ImiTfit. tnh ÁmZtx&' rnm rnipn bUn ghZx'j - rtQa «*. «4r ftí tJ’y . pv wr----- r„ . C. fvraar awermotn ftíiirw rtm Unt femta mpv wtt i >-ctr. aWtt ff W rtfta ? i rvrot. ‘ " tea i tifta tíkfteme- rrp. TKjn- Kc,TrtTV “ UAm. U205. aSo*ta fXtnfta ytft****^ < V ■.. “** ‘ n ■ veitzt i munnlegri geymd næstum oröréttar ættliö fram af ættliö, unz þær voru skráöar niöur rétt eins og æföir þjóð- sagnasafnarar geri. Eins heldur hann þvi fram, aö þaö fylgi r.auösynlega þessari skoöun, aö sögurnar séu sagnfræöilega áreiðanlegar. Af hálfu sagn- festumanna er hér aöeins um möguleika aö ræöa. Inntak kenningar þeirra er aöeins, aö aöalheimild skrifaörar sögu sé munnleg saga um sama efni og súskrifaða. Til allrar hamingju hafa bókfestumenn ekki eytt miklu púöri á þetta tilbúna skot- mark. Islenzkir fræöimenn hafa veriö helztir þeirra, sem fylgt hafa bókfestustefnunni, og vilj- að kalla hana rannsóknaraö- ferð.BjörnM. Ólsen varþeirrar skoöunar, aö tslendingasög- urnar væru fyrst og fremst skáldskapur, sem ætti aö dæma sem slikan, ekki sem sagnfræði- legar heimildir. Og hér á landi hafa honum yngri fræöimenn lagt á það áherzlu, eins og kemur fram i riti Sigurðar Nor- dal, „Sagalitteraturen” („Um islenzkar fornsögur”), aö skoöa beri hverja sögu fyrir sig sem bókmenntaverk, heimildir þess og tengsl við önnur rit og sér- kenni, sem rekja megi til höf- undar. ElseMundal bendir þó á, að lengi hafi þurft aö biöa eftir þessu bókmenntalegu mati eöa rýni af þeirra hálfu. I rauninni voru islenzkir fræöimenn mjög bundnir af hefðbundinni texta- fræði i allri rannsókn sinni á sögunum. Þaö er allmennt viöurkennt, aö fornsögurnar hafi mest- megnis veriö skrifaöar á 13. öld. Og meö þeirri áherzlu, sem bók- festumenn leggja á, aö hver saga sé ein heild og skrifuö af einum höfundi, hefur fylgt áhugi á 13. öldinni, þvi umhverfi, sem höfundarnir liföu i, og hvernig þaö endurspeglast i sögunum. Þegarumer aöræöa bókmennt- ir frá svo löngu liðinni tiö og ólikum tima, er þetta eölilegt, þótt ekki kæmi annaö til. Þá hefur athyglin beinst aö heim- ildum, sem höfundurinn gæti hafa notað og stuözt viö, inn- lendum og erlendum og hugsan- legum áhrifum á verk hans. En sérstakur hefur veriö sá áhugi á, hverjir hinir ónafngreindu höfundarhafiveriö. Mikilliorku og miklu viti hefur veriö eytt i þessa leit, en árangurinn hefur ekki veriö eftir þvf. Vafalaust er þaö rétt, sem Else Mundal telur liklegt, aö svokölluö ævisöguleg rannsóknaraöferö, sem gengur út frá, aö nauðsynlegt sé aö vita sem mest um höfundinn til aö skýra verk hans, hafi aukið þennan áhuga. En eins og hún sýnir, vantar forsendur fyrir slikri rannsókn, þegar verkin hafa geymst i afritum og fáir nafngreindir sagnaritarar eru þekktir frá 13. öld. Þvi aöeins, aö vitað sé nokkuö um líf höf- undarins, getur þaö skipt áframhaldandi rannsókn verks- ins máli, hver hann er. Hér erum viö reyndar komin aö þvf, hvernig nýjar leiðir i rannsókn bókmennta hafa orkað á sagnaranns<fenirnar. Sjálfsagt hafa þau sjónarmið átt auöveldar uppdráttar, eftir aö bókfestustefnan varö mestu ráðandi. t bók Else Mundal, „Sagade- batt”, er safnað saman mörgum forvitnilegum greinum, hvort sem þær hafa nú aöeins fræöi- sögulegt gildi eöa flytja enn gjaldgengar skoöanir. Eg ætla mér ekki þá dul aö dæma um, hvernig val hennar hafi tekizt, en framsetning hennar á efninu er ljós og ætti aö veröa hverjum þeim, sem vill kynnast rann- sóknarsögu fornsagnanna, til glöggvunar. En um leið og ég játa, aö þvi nær sem dregur liö- andi stund, þvi vandasamara veröa aö fá fulla yfirsýn aö gefa hlutlægt yfirlit yfir umræöu um efni, sem tekur hug manns, verö ég aö segja, aö mér finnst bók- inn hafa mátt vera fyllri I lokin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.