Alþýðublaðið - 27.07.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.07.1977, Blaðsíða 1
■hiBHí'v- * m f í I fefta. > ';/a ga MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLI 1977 "S ■• W g 1 I VITUM EKKI HVAÐ VIÐ EIGUM AÐ HREINSA segir framkvæmdastjóri Áburdarverksmidjunnar Eins og margoft hefur verið bent á, stafar mikil mengun frá Áburðarverk- smiðjunni i Gufunesi. Er það ekki sizt greinilegt á góðviðris- dögum þegar gulan reyk leggur upp frá verksmiðjunni og breiðist út yfir höfuð- borgina og næsta nágrenni hennar. Alþýðublaöiö hafði fyrir nokkru samband við fram- kvæmdastjóra Aburöarverk- smiðjunnar og innti hann eftir þvi hvað liði uppsetningum á hreinsitækjum við verk- smiðjuna. Hjálmar Finnsson fram- kvæmdastjóri sagði uppsetningu hreinsitækja ekkert hafa verið á dagskrá hjá verksmiðjunni að undan- fwnu. — Við vitum ekkert hvað það er sem við eigum að hreinsa. Það er ekki til neinn staðall yfir verksmiðjur eins og þessa hérna, sagði hann. Sagði Hilmar frekari’ ákvarðanir byggjast á aðgerðum Heilbrigðiseftir- litsins, sem hefði algerlega með þetta aö gera. —aB HAVFRUGIN frá Færeyjum — elzta skip á fslandsmidum: Vel yfir nírætt og enn í fullu f jöri! Fyrr I þessum mánuði, nánar tiltekið 9. jdli, fóru skipverjar af varðskipinu Ægi um borð i tvo færeyska báta sem voru að veiðum út af suð-vestanverðu landinu. Var aflasamsetningin um borð könnuð, svo og afla- magn. Báðir eru bátar þessir um margt f o r v i t n i 1 e g ir . HAVFRUGIN FD 74 er hvorki meira né minna en 93 ára gam- alt skip, smiðað 1884 og 97 tonn að stærð. Er þetta án efa elzta skipiö sem stundar veiðar viö Island. Skipið er systurskip SIGURFARA.sem Akurnesing- ar fengu frá Færeyjum. Sigur- fari var áöur hérá íslandiog hét þá Kcflavik. Ekki virtist varöskipsmönn- um að frændur vorir kipptu sér ’upp við það þó fleyta þeirra sé komin all nokkuö til ára sinna, en stunduöu handfæraveiðar af miklum móð. Svo virtist sem þeir kæmust fyllilega af án sjálfvirkra rafmagnsrúlla, þvi þeir notuðu eingöngu handvirk- ar færarúllur af einföldustu gerð! Sýndust þeir allir una glaðir við sitt, enda Færeyingar þekktir fyrir nýtni og nægju- semi. Hitt skipið, HAGALEITI FD 840, er á hinn bóginn svo til al- veg nýtt, eittaf átta skipum sem Pólverjar hafa smíðað fyrir Færeyinga. Var það i sinni þriðju veiðiferð á Islandsmiö- um. Það má þvi með sanni segja að þau séu timanna tákn, hvort á sinn hátt, færeysku skipin, sem Ægismenn heimsóttu-' á dögunum. Þorskveiðibannid: Eftirlit á sjó og landi — nær allir togararnir hafa til- kynnt um hvenær þeir stödva ,,Viö vitum ekki annaö en að þetta gangi vel”, sagði Þórður Asgeirsson hjá Sjávarútvegs- ráðuneytinu er Alþýðublaðið hafði samband við hann til að inna hann frétta af þorskveiöi- banninu sem gekk I gildi i gær. „Langflestir togararnir hafa tilkynnt hvenær þeir ætla að hætta þorskveiðum, en eins og kunnugt er geta þeir valið um hvort þeir vilja stoppa vik- una 26. júli - 1. ágúst, eða 2. ágúst — 9. ágúst auk þess er þeim gert að stöðva þorsk- veiðar eigi skemur en 23 daga i viðbót á timabilinu fram aö 15. sept. Fæstir höfðu ákveðið hvenær þeir ætluðu að taka 23 dags stoppið, en þeir hafa frest fram til 15. ágúst að ákveða það.” önnur skip leggja öll niður þorskveiðar þessa viku. Þórður sagði aö það væri ferskfiskdeild Framleiðslueft- irlits sjávarafurða, sem hefði með höndum eftirlit með afla þeirra skipa sem héldu sig aö öðrum veiðum á banntimabil- inu. Samkvæmt reglugerð ráöuneytisins mega þau skip ekki koma með meiri þorsk að landi, en sem nemur 10% af heildarafla. Þá kvað Þórður hugsanlegt að starfsmenn landhelgisgæzlunnar færu um borð i skipin og könnuðu afla þeirra, og einnig myndi land- helgisgæzlan fylgjast með þvi á hvaða veiðislóðum skipin héldu sig. En eftirlitið mun fyrst og fremst fara fram I landi að sögn Þórðar, og eins og fyrr er getið verða það starfsmenn framleiðslueftirlitsins, sem bera hitann og þungann af þvi starfi. ES Koparsaltið á Bakkafirði: Verið að rann- saka hvar or- sakir skemmd- anna liggja Ekki hafa komið fram teljandi skemmdir á fiski á fleiri stöðum en Bakkafirði, af þeim stöðum sem kopar- menguöu saltbirgðirnar voru sendar til, eftir þvi sem Alþýðublaðið fregnaði i gær. Þó var eitthvað af fiski á Nes- kaupstað tekinn að gulna, og er nU unnið að þvi að þvo hann og salta aftur. — Þess háttar skemmdir koma fram á lengri tima, og þvi er ógerlegt að segja til um hvort, og þá hversu miklar skemmdir hafa orðiö á fisk- inum, sagði Pétur Björnsson hjá Heildverzlun Guðbjörns Guðjónssonar, sem er inn- flytjandi saltsins. Verið er að rannsaka hvar orsakir skemmdanna liggja, en að sögn Péturs, er við svona flutninga ábyrgst að saltið sé algerlega koparlaust frá framleiðanda og skipin Ut- búin sérstaklega til aö koma i veg fyrir að kopar komist i það. —AB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.