Alþýðublaðið - 27.07.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.07.1977, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 27. júlí 1977. mSSm*' Götumynd úr kínversku sveitarþorpi. Nemendur við innganginn i Sumarhöllina. Við sumarhöilina I útjaðri Peking. Við Ming-grafirnar. Frönsk námskona, kinverskur félagi, Tryggvi og þýzkur námsmaður. Albanskur námsmaður (t.v.) og nokkrir frá þriöja heiminum úti fyrir Sumarhöllinni. Sérstaklega erfitt að læra að skrifa málið Rætt við Tryggva Harðarson, sagnfræðinema við háskólann í Peking, - einn fjögurra íslenzkra námsmanna þar í landi Kina er eitt af þessum löndum, sem í hugum fólks hér noröur í Dumbshafi sveipast dulúðugum ævintýrablæ, leyndardómsfullt, forvitnilegt og óskiljanlegt vestræn- um þankagangi. Þeir eruenda ekki mjög margir islend- ingarnir sem dvalið hafa þar langdvölum, síðan íslenzkir kristinboðar létu af boðun sinni eftir valdatöku komm- únista undir forystu Maós formanns. Nokkrir hafa að vísu farið þar austur i hið óþekkta, en þá hefur yfirleitt verið um skyndiheimsóknir að ræða sem leitt hafa til meiri eða minni yf irborðsþekkingar á því sem þar hefur gerzt og er aö gerast. Nú hefur orðið breyting þar á. Fjórir íslenzkir náms- menn eru við nám í Kína og þrir af þeim eru nú heima i stuttu leyfi. Námsmennirnir eru Tryggvi Harðarson, sem lærir sögu við háskólann í Peking: Ragnar Baldurs- son, sem nemur heimspeki: Ásta Kristjánsdóttir, lærir sögu og Hjörleifur Sveinbjörnsson sem lærir bókmennt- ir, en hann er úti núna, meðan hin þrjú eru heima í sum- arleyfinu. A mánudaginn heimsótti blaðamaöur Tryggva, en hann dvelur á heimili foreldra sinna, Harðar Zophaniassonar skóla- stjóra og Asthildi ólafsdóttur. Við báðum hann að segja okkur fyrst, hvað hann væri að læra i Kina. ’— Ég er að læra sagnfræði og búinn að vera i Kina i tvo vetur. Fyrsti veturinnfórað visu alveg i að læra málið, talmál og rit- mál, en siðan tók fagið við jafn- framt áframhaldandi mála- námi. — Hvaö um að bianda saman námi og starfi, eins og manni- skilst aö Kinverjar iöki mikiö? — Akveðinn hlutinámsins fer i vinnu utan skólans. Siðasta vetur til dæmis, i janúar, var minn bekkur sendur i að vinna i verksmiðju i hálfan mánuð og svo aftur þegar fór að liða á vor- ið vorum við send aftur i hálfan mánuð að vinna á ökrunum i litlu sveitaþorpi. Verksmiðjan framleiðir járnbrautir og gerir við þær. — Eruð þið þá þátttakendur I framleiðslunni, eða eruð þið bara að horfa á verkalýðinn vinna? — Þetta er að miklu leyti kynningarstarfsemi, þannig að helmingur dagsins fer i fyrir- lestra og kynningar, en hinn helmingurinn fer i að vinna að framleiðslunni. Verksmiðjan hafði mikinn sögulegan bak- grunn og komið við sögu i bylt- ingarbaráttunni i Kina. Verið mikið um uppreisnir þar i kringum 1920. — Nú er kinverskt þjóöféiag ákaflega frábrugðið islenzku, en erskólinn uppbyggðursvipað og gerist á Vesturlöndum? — Ég er til dæmis með fjóra tima á viku i málinu, en það er aðallega heimavinna. Hittnám- ið byggist svo aðallega á fyrir- lestrum, og þar sem ég er aðal- lega i nútimasögu, eru það um sex timar á viku, en þess á milli eru umræður i smærri hópum, eins konar starfshópum. Ef maður er til dæmis búinn að fara i gegnum eitthvað ákveðið efni, er það siðan tekið fyrir og rætt gaumgæfilega i slikum smærri hópum. — Nútimasaga? Byggist hún þá ekki á söguskýringum Kin- verja? — Þetta er að sjálfsögðu söguskýring Kinverja, enda er það kinversk saga, sem við er- um með. Nútimasaga byrjar ár- ið 1840 samkvæmt kenningum Kinverjanna og nær fram að deginum i dag. Siðan skipta þeir henni i þrjá hluta. Fyrsta árið af þremur hjá mérer nútimasaga, svo kemur þessi gamla saga næsta ár, og svo skilst mér að þriðja árið sé meira veraldar- saga. — Hvernig finnst þér að vera þarna i Kina? — Kfnverjar eru mjög elsku- legt fólk, ákaflega vingjarnlegt og vill allt fyrir mann gera. Sér- staklega eru þeir vingjarnlegir gagnvart Utlendingum. Þeir eru

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.