Alþýðublaðið - 27.07.1977, Blaðsíða 2
2 stjOrnmál/fréttib
Miðvikudagur 27. júií 1977.
alþýðu*
(Jtgefajdi: AlþýöuNokkurinn.
Reksíur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson.
Aðsetur ritstjórnar er i Síðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Aiþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906.
Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði^og 60 krónur í iausasölu.
Ef enginn hælir mérT þá....
„Ef enginn hælir mér,
þá verð ég að gera það
sjálf ur". Þetta hef ur ver-
ið stefið í leiðurum Þjóð-
viljans að undanförnu,
þegar Evrópukommún-
isminn hefur ekki verið
til umræðu. Það hefur
jafnframt einkennt skrif
Þjóðviljans síðustu
mánuði, að þar er varpað
fram f ullyrðingum, án
ábyrgðar. Blaðið hefur
réttilega gagnrýnt ýmis
tiltæki núverandi ríkis-
stjórnar, en án þess að
benda á leiðir til úrbóta.
Einmitt þetta hefur verið
áberandi þáttur í starfi
Alþýðubandalagsins á
undanförnum árum. Eða
minnist þess einhver, að
þingmenn flokksins hafi
á Alþingi komið fram
með tillögur, er stuðlað
gætu að lausn þess vanda,
sem þjóðin hefur átt við
að stríða.En tilyangurinn
helgar meðalið og rót-
leysi og stefnuleysi
f lokksins endurspeglast á
síðum Þjóðviljans, þar
sem margir, annars
ágætir menn, reyna að
finna einhverja fótfestu.
I Þjóðviljanum í gær
segir meðal annars, að
það muni koma í hlut
Alþýðubandalagsins að
vísa veginn út úr gjörn-
ingahríðum verð-
bólguþjóðf élagsins og
leiða baráttuna fyrir
ef nahagslegri endur-
reisn. — Er þá ekki rétt
að spyrja: Hvar eru
tilíögur Alþýðubanda-
lagsins, sem hin efna-
hagslega endurreisn
verður grundvölluð á?
Ekki hef ur bólað á slíkum
tillögum, nema blaðíð
flokki hina nýju atvinnu-
stefnu sína í hóp lausnar-
orðanna. Sú atvinnp-
stefna, sem Alþýðu-
bandalagið hefur boðað,
hefur fengið háðulega út-
reið meðal flokksmanna
sjálfra. Hún minnir á
heimabakaða köku, sem
gleymst hefur að setja
gerið í. Slíkar kökur
verða jafnan að klessu.
Það, sem eftir stendur,
eru glansmyndir af leið-
togum flokksins í rúllu-
kragapeysum, þar sem
þeir standa keikir í ýms-
um atvinnufyrirtækjum,
og brósa blítt. (slenzk at-
vinnustefna Alþýðu-
bandalagsins boðar ekk-
ert nýtt og eru undirtektir
við hana samkvæmt því.
Þjóðviljinn segir enn-
fremur í gær, að það sé
hlutverk Alþýðubanda-
lagsins að móta íslenzka
atvinnustefnu, sem feli í
sér andsvar við áætlunum
ríkisstjórnarinnar og er-
lendra auðhringa um
vaxandi ítök erlendrar
stóriðju. — Áður en
Alþýðubandalagið snýr
sér að þessu verkefni ætti
það að snúa sér að öðru
verðugra, þ,e, að bæta
þjóðinni það tjón, sem
hún verður fyrir vegna
Kröfluvirkjunar, þarsem
flokkurinn er samábyrg-
ur í einhverju mestu f jár-
málaævintýri, sem um
getur. — Alþýðubanda-
lagið ætti einnig að út-
skýra fyrir þjóðinni
hvernig það hugðist nýta
rafmagnið frá Sigöldu-
virkjun, sem reist var
vegna járnblendiverk-
smiðjunnar og f lokkurinn
vildi ganga af dauðri. Á
sama tíma og Alþýðu-
bandalagið talar um nýt-
ingu íslenzkra auðlinda,
virkjun vatnsorkunnar,
hefur það ekki á taktein-
um nein ráð um hvernig
nýta eigi alla orkuna.
Flokkurinn segir eitt í
dag og annað á morcjun,
og aðeins það, sem hann
telur að þjóðinni þyki
I júft að heyra. Hann berst
gegn mengun frá álveri
og járnblendiverksmiðju,
þar sem útlendingar eiga
hlut að máli, en lætur
mengunina liggja á milli
hluta, ef hún kemur frá
íslenzkum verksmiðjum,
samanber Áburðarverk-
smiðjuna og Sements-
verksmiðjuna. Þetta er
hin „réttsýna" og
„ábyrga" stefna Alþýðu-
bandalagsins.
Staðreyndin er sú, að
mörgum mætum mannin-
um í Alþýðubandalaginu
er farið að ofbjóða sýnd-
armennskan, og þar eru
verkalýðsleiðtogar
flokksins í forystu. —
Þeir vita sem er, að í
stjórnmálum er tiltölu-
lega auðvelt að blekkja:
mun auðveldara en að
standa fast við ábyrga
stefnu. Þeir vita, að
Alþýðubandalagið er að
verða, og hefur kannski
alltaf verið, hugmynda-
fræðilegt leiktæki fárra
manna, sem enn þann
dag í dag hafa ekki fund-
ið grundvöll til að standa
á. Þeir vita, að eitt mesta
ólán vinstri hreyfingar á
íslandi, sannra lýðræðis-
sinnaðra sósíalista, hefur
verið ráðsmennska og
óbilgirni fárra manna,
sem hvað eftir annað
hafa steypt þessari
hreyfingu í ógæfu.
Alþýðuf lokknum er
fullljóst, að næstu kosn-
ingar munu að verulegu
leyti snúast um það hvort
kjósendur vilja að jafn-
aðarstefnan verði hin
lýðræðislega umbóta-
stefna, sem hverju þjóð-
félagi er lífsnauðsyn, eða
hvort óábyrg hentistefna
Alþýðubandalagsins
verður ofan á. Þetta
verða allir að gera sér
Ijóst, sem nú fyigjast með
leit Alþýðubandalagsina
að uppruna sínum í
Evrópukommúnisman-
um.
Málgagrt sósíalisma,j
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis.
Hlutverk
Alþýöu-
banaalagsins
Siðustu vikur og mánuði hafa andstæð-
urnar i islenskum stjómmálum skrepst til
muna. Málgögn rikisstjórnarinnar gera
nú dag eftir dag harða hrið að Alþýðu-
bandalaginu og sýna þannig rettilega að
valkostir þjóðarinnar felast annars vegar
i áframhaldandi forystu núverandi ráða-
afla og hins vegar i eflingu Alþýðubanda-
lagsins sem þess baráttutækis, sem
almenningur i landinu beitir i sókn gegn
innri vandamál, veita Al|
það hlutverk að mynda
andsvar sem dugir: Að ltj
brýtur gróðaöflin á bak
vegs hagsmuni hins alml
Þótt styrkur AlþýðuJ
verkalýðshreyfingunni o|
þess á siðasta þingi AIJ:
og i nýgerðum kjarasarrjf
án slikrar kjölfestu yrði
tiðarsigra i baráttu laum
viljinn og málgögn Alþ^
viða um land séu ein!
stjórnarandstöðunnar á
umræðuvettvangi; þótt sl
og almenn starfsemi hafj
undaförnum árur
Innlend mengun
Alþýðublaðið hefur að
undanförnu gagnrýnt
harðlega sinnuleysi yfir-
valda vegna hins ógeð-
fellda reyks, sem stöðugt
stígur upp af Aburðar-
verksmiðjunni í Gufu-
nesi. Það er því gleðief ni,
að Umhverf ismálaráð
Reykjavíkurborgar skuli
nú hafa látið þetta mál til
sin taka.
Ráðið telur núverandi
ástand við verksmiðjuna
óviðunandi, bæði vegna
svonefndrar sjónmeng-
unar og með tilliti til
heilsufars borgarbúa,
þar eð köfnunarefniství-
oxíð geti borizt í of miklu
magni til borgarinnar.
Við mælingar hefur kom-
ið i Ijós, að við sérstök
skilyrði geti þetta efni
verið sex sinnum meira
en Bandaríkjamenn
leyfa, og það geti valdið
öndunars j úkdómum.
Samkvæmt þessu hlýt-
ur að mega vænta, að
gripið verði til einhverra
ráða til að stemma stigu
við menguninni frá
Áburðarverksmiðunni.
Þá hlýtur næsta verkefni
að vera að snúa sér að
Sementsverksmiðjunni.
—ÁG—
EIN-
DÁLKURINN
Morgunblaöiö hefur siBustu
vikur birt marga leiðara um
„góða” stjórn Reykjavíkur, þar
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
farið með völd svo lengi sem elztu
menn muna. Tilgangurinn er
auðvitað sá, aö gefa linuna fyrir
næstu kosningar. Allt er gott, sem
borgarstjórnarihaldið gerir.
En nú ættu menn aö fhuga og
geyma í minni boðun borgar-
stjóra á niðurskurði fram-
kvæmda Reykjavikurborgar. Það
skortir f jármagn, segir hann. Og
auðvitað er það rétt. Ekki er
nema gott eitt um það aö segja,
að draga úr framkvæmdum,
þegar kreppir að. En hefði ekki
verið hægt að spara ýmislegt i
borgarbákninu til að koma i veg
fyrir samdrátt i framkvæmdum.
Og takið eftir: Þaö mun ekki
skorta fé og fögur loforð fyrir
næstu kosningar, þegar allar
vélar og tæki eru látin hamast
siðustu vikurnar fyrir kosninga-
dag, og allt er lagfært, sem setið
hefur á hakanum.
Kenningin um nauðsyn þess, að
skipta um menn i ábyrgðar-
stöðum, er enn i fullu gildi. Þótt
Sjálfstæöisflokkurinn hefði
stjórnað Reykjavikurborg án
minnstu skakkafalla, væri fylli-
lega réttlætanlegt að skipta um i
fjölmörgum embættum innan
borgarapparatsins, þótt ekki væri
til annars en að koma i veg fyrir
spillingu. Miklu frekar er þessi
breyting nauösynleg, þegar höfð
eru i huga öll þau axarsköft, sem
borgarstjórnarmeirihlutinn hefur
gert.
Þaö vita allir, sem vilja vita, að
borgarstjórinn i Reykjavik, hefur
alla þræði báknsins i hendi sér.
Formenn allra ráöa
R ey k j a vik urborga r , sem
auðvitað eru Sjálfstæðismenn,
taka enga mikilvæga ákvörðun án
þess að bera hana undir borgar-
stjóra fyrst. — Menn skyldu þvi
aðgæta, að vald borgarstjóra er
jafnvelmeira en vald ráðherra. í
borgarstjórnarkosningum er ekki
verið að kjósa fulltrúa litils
bæjarfélags, heldur fulltrúa i
voldugu samfélagi, sem spannar
um það bilhelming fbúa landsins.
Það er fyllilega timabært aö
gera breytingar breytinganna
vegna, og heimila öðrum en Sjálf-
stæðismönnum að kikja I fylgsni
þeirra manna, sem setið hafa við
völd alltof lengi.
— 000 —
„Ofsalega er hann Jónas klár,
hann er svo kaldur og skemmti-
lega orðljótur”. Þessa setningu
má stundum heyra, þegar fólk
ræðir leiðara Jónasar Kristjáns-
sonar á Dagblaðinu. — Rétt er og
satt, að orðljótur getur Jónas
verið og undarleg mörg tiltæki
hans.
Hins vegar jaðra leiðarar hans
stundum við það, að geta kallast
leikaraskapur. Þó verður að taka
Jónas alvarlega, þvi enginn frýr
honum vits, þótt stundum renni
mikil vitleysa úr penna hans. Þó
er það alvarlegast, að maðurinn
er verulega ofstækisfullur og
stundum bólar á kenningum, sem
vel hefðu átt heima i þúsundára-
riki Hitlers. Af þvi taginu er
leiðarinn i gær, þegar Jónas fer
aö tala um nauðsyn þjóðfélagsins
fyrir fleiri snillinga. Hann segir,
að þjóðfélagið hvili á herðum ör-
fárra manna, sem hafi snilligáfu i
meira eða minna mæli. Hann
segir, að þjóðfélagi Islendinga sé
stjórnað af meöalmönnum fyrir
meðalmenn. Hann lýkur
leiðaranum á þvi að segja, að
íslendingar þurfi ekki fleiri
miðlungsmenn, heidur snillinga.
Erum við á Alþýðublaðinu einir
um að telja,aðþetta beri nokkurn
keim af skoðunum nazista? Ef
það er rétt ætti Jónas að hætta!