Alþýðublaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 2
2 STJðRNMAL/FRETTIR
Laugardagur 30. júlí 1977. AlaöfeT
alþýðu-
"Útgefaudi: Alþýðuflokkurinn.
Reksíur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson.
Aðsetur ritstjórnar er i Sfðumúla 11, simi 81866. ^Vugiýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — sími 14906.
Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu^
Nauðsyn eflingar Al-
þýðusambands íslands
í öllum kjarasamning-
um er mikið kvartað und-
an því, að fyrirkomulag
samningsgerðar sé þungt
í vöfum, þar komi alltof
margir við sögu og málin
flækt óþarflega mikið.
Andstæðingar Alþýðu-
sambands íslands bera
því á brýn, að það hafi
sópað til sín alltof miklu
valdi, því sé miðstýrt af
örfáum mönnum.
Nú stendur þjóðin
frammi fyrir þvi, að fá-
mennir hópar starfs-
manna í einstökum
greinum, geti lam-
að mikilvæga at-
vinnuvegi og þjónustu.
Þar er verkfallsréttinum
beitt til að knýja fram
kröfur um kjarabætur.
Engum verður álasað
f yrir að beita þessu vopni
i nauðvörn. Hins vegar er
þetta vopn svo öflugt, að
það leggur þær skyldur á
herðar þeim, sem því
beita, að það sé gert af
fullri skynsemi og að
yfirveguðu ráði.
Þvi miður voru ekki all-
ir launþegar með í því
heildarsamkomulagi,
sem Alþýðusamband ís-
lands og vinnuveitendur
gerðu á dögunum. Nokkr-
ir hópar semja sérstak-
lega. Þeir menn, sem
hafa heildarsamninga-
gerðina á hornum sér af
ýmsum ástæðum, geta nú
hugleitt hvernig ástatt
væri í þjóðfélaginu, ef Al-
þýðusambandið færi ekki
með umboð fyrir jafn-
stóran hóp og raun ber
vitni.
Ef semja þyrfti sér-
staklega við hvern hóp
launþega yrði fyrirkomu-
lag heildarkjarasamn-
inganna hreinn barna-
leikur miðað við það
ástand, sem skapast
myndi. Það, sem nú er að
gerast hjá fámennum
hópum, er heyja kjara-
baráttu, er skólabókar-
dæmi um nauðsyn þess
að efla og styrkja Al-
þýðusamband íslands.
Verkalýðshreyf ingin er
eitt öf lugasta umbótaaf lið
i þjóðfélaginu, og styrkur
hennar er jafnframt
styrkur þjóðfélagsins í
heild.
Því fleiri, sem Alþýðu-
samband Islands semur
fyrir í heildarkjarasamn-
ingum, því meiri trygg-
ingu fær þjóðin fyrir friði
á vinnumarkaði. Þetta
þyrftu allir að gera sér
Ijóst. Þeir launþegar,
sem semja utan ramma
ASI, þyrftu nauðsynlega
að taka tillit til ályktunar
sambandsins um að allir
samningar utan heiidar-
samkomulagsins verði
gerðir á grundvelli þess.
Eitt mikilvægasta verk-
efni íslenzkra launþega
er að hafa samræmi í
kröfugerðinni og stuðla
að framgangi jafnlauna-
stefnunnar. Allt, sem
dregur úr gildi hennar,
skekkir þann ramma, er
mótaður hefur verið og
stuðlar að auknu misrétti
í launamálum.
Þessi orð eru rituð til að
benda á nauðsyn þess, að
hver einasti launþegi sé
vakandi í þvi mikilvæga
starfi að efla samtök sín.
Styrkur hvers launþega í
kjarabaráttu verður
ávallt í réttu hlutfalli við
afl heildarsamtakanna.
Hið sama gildir um þjóð-
félagið.
—ÁG.
r
Attræð á morgun
Guðmunda Kristjánsdóttir
Þvergötu 3, ísafirði
Sunnudaginn 31. þessa
mánaðar á Guðmunda
Kristjánsdóttir, Þvergötu 3,
tsafirði, áttræðisafmæli. Guð-
munda er borinn og barnfæddur
Isfirðingur og hefur búið þar
alla tíð frá fæðingu. Eins og
önnur börn af alþýöuheimilum,
á þeim dögum erGuðmunda var
að alast upp hóf hún snemma
störf. Aðeins fjórtán ára gömul
var hún farin að vaska fisk til
jafns við fullorðnar konur og
ekki hafði hún stundað þau störf
lengi þegar hún var þar komin i
fremstu röö. Guðmunda reynd-
ist strax á unglingsárunum af-
burðardugleg til allra verka og
var auk þess heilsuhraust með
afbrigðum þannig aö við fisk-
vinnu gekk hún ekki siður að
verki en fullhraustir karlmenn.
f fiskþvottinum mun Guðmunda
hafa náð þeim árangri aö ná
mestum afköstum, sem þekkt-
ust yfir landið allt og var auk
þess sérstaklega velvirk þannig
að ekki komu afköstin niður á
vinnubrögöunum. Var Guð-
munda þvi eðlilega i miklum
metum sem starfsmanneskja og
auk þess vel látin af starfsfélög-
um, enda bæði skapgóð að eðlis-
fari og létt i lund.
Guðmunda man vel þessa
gömlu daga og kann frá þvi að
segja, hvernig tsafjarðarkaup-
staður byggöist upp, og rekja
hvemig starfshættir breyttust
með breyttum timum, enda var
hún þar sjálf þátttakandi. Ný-
verið heyröi ég hana segja frá
þessum timum eina kvöldstund
og hafði mikla ánægju af —
einkum og sér i lagi þó að kynn-
ast viðhorfum Guðmundu, þeim
dugnaði og kjarki sem hún býr
yfir og þvi heilbrigða og einlæga
viðhorfi, sem hún hefur til lifs-
ins og þeirra viöburöa, sem þar
verða. Um dugnaö Guömundu
og hlýja lund vissi ég fyrir, en
hennar innri mann hafði ég ekki
séð fyrr en þarna. Mörg
manneskjan, sem átt hefur auö-
veldari ævi en Guömunda og
notið meira þessa heims gæöa
má öfunda Guömundu fyrir
margt heilbrigt, gott og stórt i
skapgerð hennar og viðhorf til
mannlifsins.
Þrátt fyrir mikla vinnu og oft
erfið ævikjör ber Guðmunda
Kristjánsdóttir þess engin
merki. Attræð er hún enn i fullu
fjöri. Dökkt og þykkt hárið er
enn bæði inikiö og sítt og rétt að-
eins tekið aö grána. Heilsufariö
erenn meðbezta mótiaðþvi séð
verður, en Guðmunda hefur
reyndar aldrei verið kvartsár.
Og þótt ótrúlegt mætti virðast
um konu, sem náö hefur svo há-
um aldri, þá stundar hún enn
sina föstu vinnu og sér prýðilega
fyrir sér sjálf. Og vinnan, sem
Guðmunda hefur stundað und-
anfarin ár og stundar enn, er
engin léttavinna heldur með
erfiðustu verkum,. Hún skúrar
gólf f ýmsum stofnunum á Isa-
firði og hefur stundað þá erfiðu
vinnu sem fullt starf um mörg
undanfarin ár. Það er fyrst nú
nýverið, sem hún hefur létt af
sér hluta af starfinu — að sjálfr-
ar hennar sögn ekki vegna þess,
að hún fyndi sig ekki manneskju
fyrir meiru, heldur fremur
vegna hins að hún hefur látið
undan þrábeiðni vina og vanda-
manna um að fara sér heldur
hægar. Sjálf segist Guðmunda
ekki finna verulega fyrir ellina.
Út á vinnuna hafi hún ekkertað
setja — og þó. Ef hægt væri og
tækifæri gæfist til vildi hún
gjarna skipta og fara að vaska
fisk upp á akkorð eins og áður
fyrr!
— Ef ég mætti óska mér ein-
hvers, þá myndi ég óska mér
þess, sagði Guðmunda og hló.
Slikur vikingur er þessi nú átt-
ræða kona. Þannig er lunderni
hennar. Svona myndi hún fara
að ef hún ætti sér ósk. Það er ég
alveg sannfærður um að er satt.
Eiginmaður Guðmundu, Her-
mann, dó um jólaleytið fyrir
u.þ.b. 10 árum, en siðustu árin
var hann sjúklingur og hjúkraði
Guðmunda honum heima auk
þess að vinna fyrir heimilinu.
Og það var á þessum árum og
við þessar aðstæður, sem hún
gekkst fyrir þvi, aö þau hjónin
keyptu sér litla timburhúsið,
sem hún býr nú i.
Börn þeirra Hermanns og
Guðmundu voru 5, en tvö þeirra
dóu. Hin eru Guðmundur Her-
mannsson, aöstoöaryfirlög-
regluþjónn i Reykjavik, Asa
húsmóðir i Reykjavik og Ingi-
björg, sem býr ásamt manni
sinum i Ameriku. Þá á Guð-
munda mörg barnabörn og
barnabarnabörn munu vera
orðin fjögur.
A áttræðisafmæli Guðmundu
Kristjánsdóttur sendi ég henni
einlægar hamingjuóskir og árna
henni alls hins bezta á komandi
timum. Eg þakka henni góða og
ánægjulega viðkynningu og
vona, að ég eigi oft eftir aö sjá
hana i mörg ár enn með jafn
góöa heilsu og jafn glaöa lund og
hún hefur átt að fagna þau ár,
sem ég hef haft af henni kynni.
Sighvatur Björgvinsson
Blaðamenn
samþykkja
Nýgerðir kjarasamningar
milli Blaðamannafélags Islands
og blaðaútgefenda var sam-
þykktur með 35 atkvæðum gegn
6 á almennum félagsfundi i
blaðamannafélagi íslands I gær.
Svo sem skýrt hefur verið frá I
Alþýðublaðinu hljóðar
samningurinn upp á að allt
kaup hækki um 20,95% frá og
með 1. júli s.l. en siðan komi til
þrjár áfangahækkanir á
samningstimanum sem er til 1.
des. 1978, upp á samtals ll,6%#
Gert er ráð fyrir að fyrsta
áfangahækkunin taki gildi þann
1. des. n.k. en sú sfðasta 1.
september 1978.
Þá er i samningunum gert ráð
fyrir að skipuö verði 10 manna
nefnd, sem taki til starfa að lok-
inni undirskrift væntanlegs
kjarasamnings rikisins og
BSRB og skal nefndin endur-
skoða samninginn til samræmis
við kjör fréttamanna rfkisút-
varpsins. Skal nefndin hafa
lokið störfum eigi siðar en 20.
jan. 1978. Komist nefndin ekki
að samkomulagi fyrir þann
tima er hvorum aðila um sig
heimilt að segja samningnum
upp með viku fyrirvara.
kemur í
heimsókn
Dagana 1.-5. ágúst næst
komandi kemur irska birgða-
skipið „L.E. SETANA” i
heimsókn til Reykjavikur og
mun almenningi gefast kostur
á að kynna sér skipið dagana
3. og 4. ágúst þar sem það mun
liggja við Ingólfsgarð.
Setana er tæpir 78 metrar að
lengd og er ganghraði þess
11,5 hnútar og er 63 manna
áhöfn á skipinu.
Flutningar 12
Minka- og laxaveiði
1 sumar hefur orðið vart
mikils minks i Breiðdalnum, og
sagði Guðjón honum hafa
fjölgað mjög mikið. Vildi hann
gizka á að búið væri að drepa á
milli lOog 20minka núi vor.
Laxaveiði hefur verið með
eindæmum góð i Breiðdalsá i
sumar, og nefndi Guðjón sem
dæmi aö einn hefði veitt 8 laxa,
sem þætti mjög gott I ám þar
austanlands. —AB
I-lcarsur
Lagerstærðir miðað við múrop:,,
Hæð: 210 sm x breidd: 24Ö sm *
210 - x - 270 sm f
- I
Aðrar stærðir. smlSaðar eftir beiðni.
GLUGGAS MIÐJAN
Siðumúla 20 — Simi_38220 __^
HORHID
Skrifið eða'ttringið
í síma 818fólr'..
Au&lýsencW I
AUGLySINGASIMI
BLAÐSINS ER
14906