Alþýðublaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 3
bia&ið1' Lau9arda9ur 30. júlí 1977.
3
TAKA ÞÁTT í UÓÐASÖNGKEPPNI
í BRETLANDI í SEPTEIHBER
— halda tónleika í Norræna húsinu á þriðjudag
Simon Vaughan
Næsta þriðjudag
klukkan 9, halda
Sigriður E. Magnús-
dóttir, Simon Vaughan
og Jónas
Ingimundarson
tónleika i Norræna
húsinu. Á efnisskrá eru
söngljóð eftir Schubert,
Brahms og Hugo Wolf.
Þau Sigriður og Simon eru
fljótlega á förum til Englands
þar sem þau munu taka þátt í
ljóðasöngskeppni í september.
Voru þau valin ásamt fjörutiu
öörum, til þátttöku i keppninni,
en mikill fjöldi fólks sótti um
alls staðar að úr heiminum.
Jónas Ingimundarson og Sig-
riður Ella stunduðu nám i
Vinarborg, en hafa undanfarin
ár ferðast um og haldið tón-
leika, og eru tónleikarnir á
þriðjudaginn 35. tónleikar
þeirra.
Sigriður Ella
Simon Vaughan starfar i
London og hefur hann á þessu
ári hlotið mikið lof blaðagagn-
rýnenda i Bretlandi fyrir túlkun
sina á þremur aðalhlutverkum i
óperum, þar á meðal, Papegeno
i Töfraflautunni og Adolfo i
Alfon og Estrellu. Simon vann
fyrir nokkrum árum minn-
inga r verðla un Richards
Tauber.
—AB
5% skyldusparnaður
Skírteini fyrir
1975 innleys-
anleg í febrúar
Arið 1975 voru sett lög um
skyldusparnað hér á landi,
sem kváöu á um að af tekjum
manna yfir ákveðnu hámarki
skyldi rikiö taka i sina vörzlu
5%. "'Þessir peningar áttu svo
að veröa innleysanlegirhinn 1.
febrúar árið 1978. Þau tekju-
mörk sem miðað var við voru
Í275 þúsund hjá einstakling-
um, en krónur 1595 hjá sam-
býlisfólki eða hjónum. Þaö
sem fór yfir þessi tekjumörk
féll undir lögin um 5% spari-
skylduna. Þá var I lögunum
ákvæði þess efnis aö fyrir
hvert barn á framfæri fram-
teljandi skyldi tekjumarkið
hækka um 96 þúsund krónur.
Skyldusparnaður þessi var
verðtryggður.
Það sem inn kom i skyldu-
sparnað þennan fyrir árið 1975
voru um þaö bil 238 milljónir
króna.ímeö leiöréttingum
vegna skattabreytingaj.
Ariö 1976 voru lög þessi
endurnýjuö og þá komu i kass-
ann samtals rúmlega 337 mill-
jónir króna (með leiðréttingu
vegna skattabreytinga)
1 viötali sem blaðið átti við
Arna Kolbeinsson hjá fjár-
málaráðuneytinu kom fram
að i fyrra heföu verið gefin út
skirteini fyrir það, sem tekið
var i umræddan skyldu-
sparnaö 1975. Arni sagði að
stór hluti þessara skirteina
lægju enn inni. Fólk hefði ekki
hirt um að nálgast þau þrátt
fyrir itrekaðar auglýsingar.
Það kæmi hins vegar ekki aö
sök og breytti litlu fyrir við-
komandi. Nú er um þaö bil að
ljúka frágangi á skirteinum
fyriráriö 1976 og að sögn Arna
er von á þeim til afgreiðslu i
endaöan ágústmánuö.
Sem fyrr segir eru skirteinin
fyrir árið 1975 innleysanleg 1.
febrúar næstkomandi og er
þar sem fyrr segir um að ræöa
fjárhæð aö upphæö rúmlega
238 milljónir króna sem nú er
Framhald á bls. io.
Nýtt lágmarksverð á fiskbeinum og slógi
Yfirnefnd Verðlags-
ráðs sjávarútvegsins
hefur ákveðið eftir-
farandi lágmarksverð
á fiskbeinum, fiskslógi
og heilum fiski til mjöl-
vinnslufrá 1. júli til 31.
desember 1977.
a) Þegar selt er frá fiskvinnslu-
stöðvum til fiskimjölsverk-
smiðja:
Fiskbein og heill fiskur, sem
ekki er sérstaklega verðlagður,
hvertkg.............. kr. 7.30
Steinbitsbein og heill
steinbiturhvertkg....... 4.75
Karfabein og heill
karfi, hvertkg.......... 10.1
Fiskslóg.hvertkg........ 3.30
b) Þegar heill fiskur er seldur
beint frá fiskiskipum til fiski-
mjölsverksmiðja:
Fiskur, sem ekki er sérstaklega
verölagður, hvertkg. .. kr.6.65
Karfi,hvertkg ............ 9.20
Steinbftur, hvertkg....... 4.30
Verðið er miðað við, að selj-
endur skili framangreindu hrá-
efni i verksmiðjuþró.
Karfabeinum skal haldið
aðskildum.
Verðiö er uppsegjanlegt frá
og með 15. ágúst og siðan með
viku fyrirvara.
Veröið var ákveðið af odda-
manni og fulltrúum seljenda
gegn atkvæðum fulltrúa
kaupenda i nefndinni. 1
nefndinni áttu sæti: Ólafur
Daviðsson, sem var oddamaöur
nefndarinnar, Helgi Þórarins-
son og Ingimar Einarsson af
hálfu seljenda og Jónas Jónsson
og Jón Reynir Magnússon af
hálfu kaupenda.
Esso-nesti — Borgarnesi
Feréamenn!
Kaupfélag Borgfirðinga rekur Esso-nesti i Borg-
arnesi:
Heitir smáréttir, mjólk, brauð, álegg, gosdrykk-
ir, sælgæti o.fl.
Ennfremur hjólbarðaþjónusta og smurstöð.
Veitingahús að Vegamótum
Snæfellsnesi:
Heimabakað brauð, kökur, gosdrykkir, sælgæti.
Bensin, oliur og gasáfyllingar.
Veiðileyfi i Hraunsfjarðarvatni, Selvallavatni og
Baulárvalla vatni.
Verzlanir: Hellissandi, Ólafsvík og Akranesi
kaupfélag Borgfirðinga
B0RGARNESI