Alþýðublaðið - 06.08.1977, Page 4
4 STJÖRNMÁL/ FRÉTTIR
Laugardagur 6. ágúst 1977 ibSaSiö1
alþýðu-
TDtgefauði: Alþýöuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson.
Aöselur ritstjórnar er i Slöumúla 11, simi 81866. ^uglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfísgötu 10 — simi 14906.
Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuöýog 60 krónur i lausasölu.
Stundum snúast sjálf-
sögð mannréttindi í rang-
hverfu sína. Það hefur
gerzt í mötuneytum þeim,
sem ríkið rekur víðar
fyrir starfsfólk sitt.
Það er alkunna að
sporna við þessu. Ríkis-
valdið á það jaf nvel til að
greiða starfsfólki auka-
lega fyrir nefndarstörf,
sem guð og menn vita að
unnin eru í venjulegum
vinnutima. Útkoman er
ekki. AAatur er niður-
greiddur og starfsfólk í
þessum mötuneytum fær
sin laun frá ríkinu. Sums
staðar er eftirlit með því
að einasta starfsfólk í
viðkomandi fyrirtækjum
um. Enda verða slíkir
matsölustaðir til, einn af
öðrum. Hin ríkisniður-
greiddu ríkismötuneyti
skapa samt óheiðarlega
samkeppnisaðstöðu.
Þessir matsölustaðir í
ríkisvaldið legði starfs-
mannafélögum í rikis-
stofnunum til að mynda
til húsnæði og jafnvel
tæki, en starfsmannafé-
lögin, ein að f leiri saman,
rækju síðan sjálf sín
möguneyti fyrir eigin
reikning. Ef fólkið vill fá
gott og mikið að borða, þá
er að ráða góðan kokk og
borga síðan heldur meira.
Hættum að niðurgreiða mötuneyti
í ríkisstofnunum
ríkisvaldið borgar iðu-
lega lægri laun en greidd
eru fyrir svipuð eða sam-
bærileg störf. Þetta
skapar eðlilega mikil
vandamál, og stundum
því nær óleysanleg.
Ríkisvaldið getur viljað
halda úti launajafnaðar-
stefnu en einkaf ramtakið
svarar með því að yfir-
bjóða hæfan starfskraft.
Og eðlilega leita einstakl-
ingar þangað sem þeir
fá kannske helmingi
hærri laun fyrir sam-
bærileg störf.
Ríksvaldið hefur
brugðið á ýmis ráð til að
óhreinleg og afbrigði-
legt launakerfi, þó svo
það verði líka að segjast
að slíkar gerðir ríkis-
valdsins séu ofur skiljan-
legar: Ef það gerði þetta
ekki myndi það missa
starfskraft, sem það ekki
vill missa.
Fríðindi til ríkisstarfs-
manna eru á margs konar
formi öðru en beinum
launagreiðslum. Ríkis-
fyrirtæki hafa, í afar
misjöfnum mæli þó, reist
mötuneyti fyrir starfs-
fólk sitt. Þetta er þó þjón-
usta sem einasta sumir
eru aðnjótandi. Aðrir
njóti þessara forréttinda,
annars staðar eru þetta
nánast opnir matsölu-
staðir.
Það þarf ekki að fara
mörgum orðum um þá
mismunun sem í þessu
felst. Upphaflega er
þetta að sjálfsögðu og
eðlilega hugsað sem upp-
bót á léleg laun — og
hefur efalítið verið sjálf-
sagt á sinni tíð.
En þjóðfélgið er að
breytast. Það færist í
vöxt að bæði hjón vinni
utan heimilis og samfara
slíkum breytingum er
aukin þörf á matsölustöð-
einkaeign, sem eru snar
þáttur nútímalegrar
menningar, eru ekki auð-
hringar. Þetta eru oftast
geðþekk smáfyrirtæki,
jafnvel í eigu fjölskyldu.
En eðlilega geta þeir ekki
keppt við ríkismötuneyti,
sem eru niðurgreidd af
skattfé.
Þess vegna væri það
bæði eðliHegra og hrein-
legra að ríkisvaldið hætti
að eyða stórfé í það að
niðurgreiða þessi mötu-
neyti, en greiddi starfs-
fólki sínu heldur hærri
laun. Hins vegar væri
miklu meira vit í þvi að
Þetta gerði það að
verkum að öll mismunun
væri úr sögunni. Ábyrgð
og ákvarðanir væru lagð-
ar á hendur viðkomandi
starfsfólks. Og litlir veit-
ingastaðir i einkaeign
kepptu á jaf nréttisgrund-
velli við mötuneyti
starfsfólks.
AAeð þessu skapaðist
virkt neytendaeftirlit.
Neytendaeftirlit í smá-
rekstri af þessu tagi
getur í senn verið lýð-
ræðislegt og til hagsbóta
fyrir alla þá, sem hlut
eiga að máli.
—VG
í HRINGIÐUNNI Eyjólfur Sigurðsson skrifar
INTERNATIONAL BLUES
OG KÚGflÐIR SKAKMENN
^--- -----------------
Fyrir skömmu siðan hlustaði
ég á þann ágæta útvarpsmann
og rithöfund Jökul Jakobsson, I
þætti i útvarpinu er var tekinn
upp i Kaupmannahöfn.
Þáttur þessi var fjörlegur og
gæddur þessari frábæru frá-
sagnarlist Jökuls að hlustanda
finnst hann vera þátttakandi i
frásögnum hans. Hluti þáttarins
var viðtal við unga menn er
dvelja i Danmörku og stunda
það aö reyna að lifa á popp-
músik. Það er aö segja að þeir
kallast á nútima unglingamáli
popparar.
Þessir ágætu ungu menn eru
sem sagt að reyna fyrir sér á er-
lendum vettvangi með þvi að
spila poppmúsik fyrir Dani.
Ekkert er um það að segja
nema gott eitt og væri vonandi
að þeir næðu þeim árangri sem
þeir stefna að.
I þættinum var kynnt nýtt lag
sem þeir hafa komið saman og
er væntanlegt á plötu og ber
titilinn International Blues.
Þegar annar þeirra félaga var
spurður að þvi hvort þetta lag
væri samið af einhverju tilefni,
þá svaraði þessi ungi maöur, að
lagið túlkaði mötmæli þeirra
gegn þessum venjulega manni
sem færi alltaf á sama tima I
vinnuna á morgnana og gerði á
hverjum degi sama hlutinn. Það
erað segja að þeir eru öánægðir
með það að fólk skuli fara á
sama tima til vinnu, á hverjum
degi, vinna sama starfið að
staðaldri og hafa yfirleitt hlut-
ina I föstum skorðum.
Þetta er ekki I fyrsta sinn,
sem ungt fólk lætur fara frá sér
jafn fáránlegar yfirlýsingar um
þetta sem við teljum vera reglu-
semi og háttvisi. En i flestum
tilfellum er hér um að ræða
þekkingarleysi.
Það þykir stundum fint að
vera ööruvisi og þar meö jafn-
vel átrúnaðargoð unglinga.
Ég minntist á þekkingarleysi
hér að framan og það held ég sé
allalvarlegt mál. Það er nefni-
lega staðreynd að margir ung-
lingar hafa ekki hugmynd um
hvað þarf til þess að þetta litla
samfélag hér norður á hjara
veraldar haldi áfram aö vera
frjálst og fullvalda riki.
t svo fámennu samfélagi eins
og við búum I er hver einstak-
lingur svo dýrmætur, að þaö má
raunverulega enginn bregðast
ef við ætlum að halda þessari
þjóð saman.
Þessvegna mega vormenn Is-
lands unga fólkið sizt af öllu
bregðajt. Það hefur alla tið ver-
iö hornsteinn þessarar þjóðar,
að fólk er almennt duglegt og
ósérhlifið og hefur rækt hin
margvislegu störf sem vinna
þarf með samvizkusemi.
Ég held að það sé hvorki snjallt
né sniöugt að ungir popparar
semji gagnrýnissöngva á þá,
sem halda hér uppi samfélagi
með því aö stunda störf sln af
einurð og samviskusemi.
Um kúgaða skákmenn.
Eins og flestum er nú kunn-
ugt, þá fara fram nú tvö einvigi i
skák. Þessi einvígi eru háð til
þess að fá úr þvl skorið hver á
að fá þann rétt að skora á
heimsmeistarann i skák, Rúss-
ann Karpov, i einvlgi um heims-
meistaratitilinn I skák.
Þessi einvigi og reyndar öll
meiriháttar skákmót I veröld-
inni vekja mikla eftirtekt hér á
Islandi. Flestir Islendingar er
áhugasamir um skákiþróttina
og ýmsir landar okkar hafa gert
garðinn frægan með mjög góðri
frammistööu á alþjóðamótum
og eru þekktir meðal skák-
manna og skákáhugamanna um
allan heim.
Það sem gerir þessi einvigi
sérstaklega áhugaverö er að i
öðru einviginu teflir vinur okkar
Spasský, ég segi vinur okkar
vegna þess að ég held að allir ís-
lendingar hafi eignast hlut i
honuni þegar hánn "stóð i hinu
margfræga heimsmeistaraein-
vígi viö þann. vægast sagt,
undarlega mann Fisher, hér á
tslandi. Hins vegar er einvlgi
Rússans Polugajevskys og
landlausa Rússans Kortsnoj.
Það einvigi hefur mikla sér-
stöðu vegna þess að annarsveg-
ar er maður sem fórnaöi öllu til
þess að losna undan þeirri kúg-
un sem hann varð aö þola i
heimalandi sinu Rússlandi, og
hins vegar fyrrverandi vinur
hans Polugajevský, sem er kúg-
aður til að sina þessum vini sin-
um fjandskap við taflborðiö, af
þvi að hann reis upp gegn kúg-
uninni, sem milljónir manna
búa viö I heimalandi hans.
Það lýsir bezt ástandinu viö
þetta skákborö, að það varð aö
hafa samband við Moskvu til
þess að fá úr þvi skorið hvort
Polugajevsky mátti taka I hend-
ina á vini sínum Kortsnoj þegar
þeir settust að fyrstu skákinni.
Enda hefur það komiö fram i
taflmennsku Polugajevskys að
hann er niðurbrotinn maöur, og
getur ekki einbeitt sér I skák-
inni, með allan þann þunga á
herðum sér, sem yfirvöld I
Rússlandi hafa á hann lagt, en
það er að vinna Kortsnoj hvað
sem það kostar, þannig að hann
storki ekki fyrrverandi kúgur-
um sínum með þvi eð öðlast
þann rétt að fá að skora á
heimsmeistarann Karpov og
vekja þannig athygli á þvi aftur
og aftur að hann reis upp gegn
kúguninni.
A sama tíma og þessir skák-
menn eru leiksoppar yfirvalda I
Kreml, þá var haldinn fundur
hjá Alþjóðaskáksambandinu
FIDE i Lucern I Sviss. Rúss-
neska skáksambandið hafði
óskað eftir þvi að þar yrði bor-
inn upp tillaga þeirra um að
vikja Suður-Afriku úr Alþjóöa-
skáksambandinu vegna þeirrar
stefnu, sem Suður-Afrikustjórn
hefur I kynþáttamálum.
Það er einmitt þessi tvöfeldni
valdhafanna i Kreml, sem ein-
kennir rússneska áróðursað-
ferðir. Annars vegar aö hefna
sin á þeim er ekki geta sætt við
sig kúgunina i Rússlandi og
fórna sér fyrir frelsið og hins
vegarað setja á svið mannúðar-
sjónarmiðmeð þvi að hafa sam-
úð með mannréttindabaráttu
blökkumanna I Suður-Afriku.
Það er makalaust hvað marg-
ir falla fyrir þessari tvöfeldni
og hvað Rússum verður mikið
ágengt með þessum aðferðum.
Við skulum til dæmis minnast
þess að hér á landi eru starfandi
samtök margra hópa sem hafa
það að markmiði að berjast
gegn kúgun i einstökum heims-
hlutum eða löndum og kenna sig
gjarnan við þau lönd.
I sjálfu sér ekki nema sjálf-
sagt að berjast gegn kúgun og
óréttlæti hvar sem er i heimin-
um, en þvi skildi ekki hafa verið
stofnuð samtök á Islandi sem
hafa það á stefnuskrá sinni aö
berjast gegn kúgun valdhaf-
anna i Kreml. Hvernig væri að
þeir hinir sömu Alþýðubanda-
lagsmenn sem hafa sýnt hinum
og þessum frelsishreyfingum
svo mikinn skilning, og sem
sannalega er oft þörf fyrir,
tækju sig til og stofnuðu til sam-
taka eða nefndar eins og til
dæmis Palestínunefndarinnar
sem þeir hafa stofnað til stuðn-
ings frelsishreyfingum
Palestinumanna, og þessi nýja
nefnd hefði það að aðalmark-
miði að kynna fyrir tslending-
um hvernig fólk er kúgaö I Ráö-
stjórnarrikjunum og þeirra
lepprlkjum.
Það skyldi nú ekki vera að I
augum þessara frelsisbaráttu-
manna sé ekki sama kúgun og
kúgun.
Við skulum vona að Kortsnoj
geti aftur og aftur með góðum
árangri við skákborðið minnt
heiminn á það, að hann fórnaöi
öllu fyrir frelsið.