Alþýðublaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 12
alþýðu
blaðið
Útfícfandi Alþýöuflokkurinn LAUGARDAGUR
Ritstjórn Aiþýöublaösins er aö Sföumúla 11, sfmi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö , -
Hverfisgötu 10, sfmi ltJ106 — Askriftarsimi 14900. 6. AGUSJ 1 977
_________________________________________________________________________________________________________________________y
KALKÚTFELUNGARNAR VIÐ KRÖFLU:
AGIZKANIR EN EKKI NEIN
STAÐFESTING
— enda Orkustofnun andvíg
endurvinnslu, segir ráðuneytis
stjóri iðnaðarráðuneytisins
,,Það eru ekki komn-
ar fram neinar stað-
festingar á þvi að það
sé um kalkútfellingar
að ræða i berginu við
Kröflu, heldur er hér
eingöngu um ágizkanir
Orkustofnunar að
ræða, sem settar eru
fram vegna þess að
þeir eru andvigir en-
durvinnslunni en vilja
þess i stað flytja sig á
nýtt borsvæði”, sagði
Páll Flygering ráðu-
neytisstjóri i samtali
við Alþýðublaðið i gær.
Svo sem kunnugt er, hefur
Jakob Björnsson orkumála-
stjóri sagt i viðtali við Alþýðu-
blaðiðað þaö væri viðhorf Orku-
stofnunar að leita beri betri
vinnslusvæðis við Kröflu sem
fyrst og jafnframt að þeir liti á
endurvinnslu borholanna við
Kröflu frekar sem þekkingar-
öflun en gufuöflun til fram-
búðar.
Er Páll Flygering var inntur
eftir þvi hvort viðhorf
ráðuneytisins til endurvinnsl-
unnar við Kröflu hefðu breytzt
sagði hann: Nei okkar viðhorf
hafa ekki breytzt.
Það þarf að rannsaka þetta
svæði miklu betur en gert hefur
verið til þessa og það, sem iðn-
aðarráöuneytið og Orkustofnun
greitiir á um er i stuttu máli, að
við viljum rannsaka svæðið til
hlýtar en Orkustofnunarmenn
vilja byrja að bora á öðru svæði,
án þess að vita nokkuð meira
um það svæði en svæðið, sem
unnið hefur verið á til þessa.”
—GEK.
Kópaskinn og
æðardúnn seljast
vel erlendis
Söluhorfur erlendis
f yrir vorkópaskinn eru nú
allgóðar skv. upplýsing-
um frá Agnari Tryggva-
syni f ramkv.stjóra, og er
gert ráð fyrir að Búvöru-
deild fái 6-7000 skinn til
sölumeðferðar í ár.
Þegar hefur verið
gengið frá sölu á 3500
skinnum, á svipuðu verði
og f ékkst á síðasta ári, og
eru ekki fyrirsjáanlegir
örðugleikar á, að selja
það magn, sem deildinni
berst. Koma skinnin eink-
um f rá bændum á Vestur-
og Suðurlandi, og eru að-
allega seld til Þýzkalands
og Danmerkur.
Þá hefur sala á æðardún aukizt
töluvert og á fyrri hluta þessa
árs hafa veriö flutt út 980 kg. af
hreinsuðum æöardún. A sama
tima i fyrra var útflutt magn 700
kg. Gott verð hefur fengizt fyrir
dúninn og er mikil eftirspurn
eftir honum erlendis.
Er allur dúnninn, sem Bú-
vörueild selur hreinsaður i dún-
hreinsunarstöð deildarinnar á
Kirkjusandi, og siöan er hann
einkum seldur til Þýzkalands.
— JSS
7,600 FLEIRI FERÐAMENN NU EN
Á SAMA TÍMA í FYRRA
Það sem af er árinu hafa
komið hingað til lands alls 79.020
ferðamenn. Á sama tima i fyrra
voru ferðamenn orðnir 71.398,
eöa rúmlega 7.600 færri, sam-
kvæmt skýrslu Crtlendingaeftir-
litsins.
Þeir sem hyggja á feröalög til
íslands, hafa þvi greinilega ekki
haft neinar afspurnir af veður-
farinu á voru ástkæra landi,
nema þá að þeimsé alveg sama.
Að minnsta kosti viröist þeim
fara si fjölgandi, sem lita vilja
landið okkar augum.
Flestir erlendir ferðamenn I
júlimánuði komu frá Bandarikj-
unum, alls 3.651, en Vestur-
Þjóðverjar, fylgdu fast á eftir
alls 3.635. Af Norðurlandabúum
komu flestir Danir 1917, 1515
Sviar komu, 1251 Norðmaöur en
ekki nema 258 Finnar.
Einnig má geta þess að 1
feröamaður kom frá Ghana i
júli, annar frá Indónesiu,
Jórdaniu, Tyrklandi, Sýrlandi
og einnig kom hingað einn
ferðamaður frá Grænhöfðaeyj-
um. 72 Japanir komu hingað i
júli og sex Kinverjar. — AB
RAFVIRKJAR:
Vilja 20-30% launahækkun
Ekki boðað til nýs samningafundar
Sem kunnugt er, hafa
rafvirkjar nú verið i
verkfalli i tæpan hálfan
mánuð, eða siðan
þriðjudaginn 26. júli.
Nokkrir samninga-
fundir hafa verið
haldnir og var sá
siðasti i fyrradag. Lauk
honum um kvöld-
matarleytið, án þess að
verulega miðaði i sam-
.komulagsátt. Ekki
hafði verið boðað til
annars fundar um
miðjan dag i gær,
Formaöur Félags islenzkra
rafvirkja, Magnús Geirsson,
sagði i viðtali við Alþýðublaðiö,
að hiö eina sem þokast heföi i
samkomulagsátt væri varðandi
öryggismálin og reglur i sam-
bandi við vinnu við háspennu-
linu. Engan veginn væri þó búið
að ganga frá þeim atriðum.
Rafvirkjar hefðu á undan-
förnum árum dregizt verulega
aftur úr, samanborið við aðrar
launastéttir. Þetta væru menn
sem ynnu að jafnaði fjarri
heimilum sinum, við erfiö og
frumstæð skilyrði, bæði er varð-
aði aðbúnað, öryggi á vinnu-
stað, laun og önnur kjör.
Þeir hefðu lágmarkskjör I
sambandi við greiðslur á slysa-
og veikindatilfellum. Þarna
væri farið fram á lagfæringar
og eins á launakjörum.
Sagði Magnús, að á sama
tima og aðrir, sem ynnu úti á
landsbyggðinni, svo sem fólk,
sem ynni viö virkjunar-
framkvæmdir, hefði fengið lag-
færingar, t.d. staðaruppbætur,
vegna fjarvistar frá heimilum,
hefðu rafvirkjar setið eftir.
Ekki væri hægt að segja, að eitt-
hvert eitt atriði, öðru fremur,
teföi fyrir samningum, þetta
virtist allt vera jafnerfitt, og
ekkert hefði þokast i samkomu-
lagsátt.
— Það sem við förum fram á,
er einfaldlega það, að þeir fái
kjör og laun, sambærileg þeim
sem rikið greiðir sinum starfs-
mönnum t.d. hjá rikisverk-
smiðjunum. Þarna eru fyrst og
fremst um kjaraatriði alls
konar og öryggisatriði, sem ber
á milli. Uppsagnarfresturinn er
þarna einnig stórt atriði, þvi
rafvirjar hafa lágmarks-
uppsagnarfrest, og lægstu
greiðslur i veikindum, sem
samið er um, sem sagt lág-
markskjör.
Ekki kvaöst Magnús hafa
nákvæipar tölur um, hversu
mikil sú launaaukning væri,
sem farið væri fram á. Raf-
virkjar óskuðu eftir að fá samn-
inga, sem værú svipaðir þeim
samningum, sem starfsmenn
rikisverksmiðja hefðu, en það
mætti gera ráð fyrir, að hún
væri á bilinu 20—30%. Viöræöur
væru hins vegar ekki komnar á
það stig, að farið væri að fjalla
um beinar tölur, og væri málið
raunar i sjálfheldu, eins og
komið væri, þar sem ekki hefði
verið boðað til nýs samninga-
fundar.
Þess má geta, að lægstu viku-
laun, sem rafvirkjar fá nú
greidd, nema kr. 23.286, en þau
hæstu kr. 26.850 eftir þriggja ára
starf. Er þarna miðað við menn,
sem ekki hafa sérstaka
viöbótarmenntun. Hæsta viku-
kaup þeirra, sem ekki fá
greiðslu fyrir stjórnum er kr.
28.796. Eftirvinnukaup byrjenda
erkr. 738.50 kr á timann, en hafi
menn tilskilda viðþótarmenntun
fá þeir kr. 930. á.timann.
i —JSS.