Alþýðublaðið - 17.08.1977, Page 6

Alþýðublaðið - 17.08.1977, Page 6
6 Miðvikudagur 17. ágúst 1977 7 Miðvikudagur 17. ágúst 1977 Helgi ólafsson, sigurvegari I fyrsta útiskákmótinu, sem haldið hefur verið hér á landi og eitthvað kveð- ur að. Hér biða þeir Guðmundur Sigurjónsson og Leifur Jósteinsson eftir merki um það, að þeir geti hafið Guðlaug Þorsteinsdóttir og Jóhann örn Sigurjónsson. Guðlaug var eini kvenkeppandinn á þessu móti. skákina Guðmundur varð i öðru sæti á mótinu. Það er betra að leika ekki af sér. Ahorfendur voru nálægt og gátu gefið til kynna hvort þeim likaði leikurinn betur eða verr. Ahorfendur voru á öllum aldri og af öllum stærðum Ahorfendur höfðu I ýmiss horn að lita. Hver leikur hugsaður af mikilli nákvæmni. A mánudaginn var haldið útiskákmót á Lækjartorgi, eins og frá var skýrt í Alþýðu- blaðinu í gaer. Mótið var vel heppnað í alla staði og var aðstandendum þess, Skákfélaginu Mjölni, til mikils sóma. Fyrir utan það að vera nýstárlegt mót, þar sem teflt var utandyra, þá var þetta mjög sterkt mót, eitt það sterkasta, sem haldið hef- ur veriðá íslandi í mörg ár, án erlendrar þátt- töku. Þetta er fyrsta útiskákmótið, sem eitthvað hefur kveðið að á (slandi. Það var haldið í f járöf lunarskyni fyrir unglingastarf ið i félag- inu. Fjölmörg fyrirtæki styrktu Mjölni til að halda þetta mót, en hver maður keppti fyrir eitt fyrirtæki. Fyrirkomulagið var því eins konar firmakeppni. All glæsileg verðlaun voru í boði, alls að f járhæð um 200.000 krónur, fyrstu verðlaun 50.000 krónur. Til leiks mætti rjóminn af íslenzkum skák- mönnum, að Friðriki Olafssyni undanskild- um. Forráðamenn mótsins sögðu að það væri næstum óeðlilegt hve vel væri mætt í mótið, þetta sýndi það, að skákmenn vildu frekar tefla úti en innan dyra. Ungir og efnllegir. Augu manna beindust fyrst og fremst að þeim Guðmundi Sigurjónssyni og Helga Olafs- syni, einnig var Jón L. Árnason talinn sigur- stranglegur og fleiri komu til greina. Athygli vöktu einnig mjög ungir skákmenn, menn sem eiga framtíðina fyrir sér. Ahuginn á skákiþróttinni virðist sifellt aukast og er það vel. Skákin er af mörgum talin göfugasta í- þróttin sem hægt er að stunda enda þótt til séu þeir menn sem viðurkenna hana ekki einu sinni sem iþrótt. Skákáhuginn sést ekki sizt á því, hversu margir fylgdust með viðureign skákkapp- anna. Á Lækjartorgi var hvert stæði skipað og komust færri að en vildu. Gamla Persil klukk- an á Torginu var nú notuð sem stúkustæði og notfærðu þeir , sem lægri voru í loftinu sér upphækkunina. Guðmundur og Helgi jafnir. Þátttakendur i móti þessu voru alls 34 og voru tef Idar 9 umferðir eftir svissnesku kerf i. Er klukkan var orðin rúmlega sex, þá var ein- umferð eftir og voru þeir þá efstir og jafnir Guðmundur Sigurjónsson og Helgi Olafsson. Höfðu þeir báðir hlotið sjö vinninga, tapað einni skák hvor, Helgi fyrir Margeiri Péturs- syni og Guðmundur fyrir Helga. Síðustu skák- ina unnu þeir báðir og var því sezt niður til að reikna út, hvor væri hærri að stigum. Þegar upp var staðið f rá stigaútreikningum kom i Ijós, að þeir voru jafnháir. En þar sem Helgi hafði unnið Guðmund í innbyrðis skák þeirra taldist Helgi sigurvegari en þeir Guð- mundur skiptu síðan með sér f yrstu og öðrum verðlaunum, sem samtals voru 90.000 krón- ur.Helgi tefldi fyrir Þjóðviljann og Guðmund- ur fyrir Eggert Kristjánsson hf. Myndir og texti: — ATA Einbeiting áhorfendanna var ekki siöri en skákmannanna. Einn hinna ungu og efnilega skákmanna

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.