Alþýðublaðið - 17.08.1977, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 17.08.1977, Qupperneq 9
Miðvikudagur 17. ágúst 1977 ...TILKVÖLDS 9 SEK EÐA SAKLAUS? eftir: D.Y.Cameron — Hvernig leit hún út? — Vel, nema... — Nema, hvað? spurði hann hörkulega. — Að hún lenti i slysi, sagði Corinne og fór undan i flæmingi. — Já. það... ég skil, hvað þér eigið við. Hann ræskti sig. — Hvernig er minnið? — Hún er ekki búin að fá það aftur. — Hvað sagði hún um mig. Corinne þagði. — Ekkert! — Ekkert? Hvað eigið þér við? Eitthvað hefur hún þó sagt? Corinne hrepti saman varirnar. Hún var að segja satt, þvi að Katy hafði ekkertsagt, hún hafði bara veinað. — Hún er ekki búin að fá minn- ið alveg. — Almáttugur! Hún áleit, að hún hefði kannski látið um of bera á persónulegri óvild. — Bara rólegur, sagði hún bli'ðlega. — Þetta er aðeins tima- spursmál. — Fékk hún bréfið mitt? Hún er ekki búin að svara þvi. Var hann að segja, að hann hefði skrifað áður... nú mundi hún aftureftir öskunni i arninum, eða hafði hann skrifaö henni á spitalann? Svo tók Jack Millar aftur til máls: — Ég skal ganga úr skugga um þetta sjálfur! Maður verður að gera allt sjálfur! Ég er búinn hérna og kem á morgun eða hinn. Corinne varð döpur, þó að hann væri að koma. — Heyrið mig, Corinne... Hann mundi, þá, hvað hún hét. — Ég veit ekki, hvernig ég á að orða þetta... Corinne stirnaði upp, en neyddi sjálfa sig til að tala með eðlilegum rómi: — Hvað var það? — Nú, ja, elskan hún Katy hef- ur fyrr hagað sér eins og flón. Ég á við... — Hvað eru þér að reyna að segja? Varir Corinne voru skrælþurrar. - — Þér vitið, hvað stúlkur eru eyðslusamar nú til dags... þær elska fötogallt, sem fallegter, og peningarnir eru ekki óendanleg- ir... Corinne skildi, hvað hann átti við. — Ég er viss um, að þér þurf- ið ekkert að óttast, sagði hún. Jæja... ég kem þá á mor.eun eða iiinn. Ég ætla að búa heima nja henni. Hvar næ ég i lykilinn? — Þér getið ekki búið þar, sagði Corinne ákveðin. — Rannsóknarstöðin á húsið og það fylgir með stöðunni. Corinne var ekki viss um, að hún færi rétt með, en engu að siður hélt hún áfram : — Það er hvorki hægt að leigja það né lána öðrum... ekki einu sinniyður. En hótel Festhers er opið allt árið. — Þá... það! Hann virtist óánægður, en sagði þó fátt. — Ég efast um, að ég komist fyrr en annað kvöld, svo... ég bið að heilsa Katy. Ég læt yður vita, þegar ég er kominn. * Corinne var hálfringluð, þegar hún lagði á. Var eitthvert sannleikskorn i ásökunum Jacks Millars um eyðslusemi Katyar? Hazel Gray hafði sagt, að Katy væri örlát, og Madge Polsack hafði sagt það sama viðvikjandi fatagjöfum. Það virtist enginn þekkja Katy vel, og enginn vissi neitt um fortið hennar. Hún var eitthvað svo ung og saklaus... Corinne neyddi sjálfa sig til aö horfast i augu við þá staðreynd, að nú benti ýmislegt til þess, að Katy væri ekki saklaust fórnar- lamb... 8. kafli. Daginn eftir hringdi Harold til að spyrja, hvort Corinne mætti vera að þvi að tala við hann seinna um daginn. — Eiginlega ekki! sagði hún afsakandi. — Ég lofaði að fara með Margaret frænku tii Kynance Grove, og ég ætlaði að lita inn á St. Lukes fyrst... — Ég ska! aka yður... Það gladdi Corinne að heyra þetta, og nú ákváðu þau, að Harold sækti þær eftir hádegis- matinn. Þau óku til St. Lukes, en Corinne og Harold fengu leyfi til að tala i tiu minútur við Katy. — Henni liður mun betur, var sagt við þau, þó að Corinne kæmist fljótlega að þvi, að Katy vissi ekki eða mundi ekki, hvað hafði orsakað áfallið, sem hún varð fyrir. — Góðan daginn! Hvernig ifður þér? spurði Corinne og tók um hönd Katyar. — Vel, sagði Katy og brosti til hennar. Svo leit hún á Harold. — Ég sé yður stundum i búðinni. sagói hún og það birti yfir andliti hennar. — Rétt er nú það, sagði hann lágt, svo lágt, að engu likara var en hann teldi allt annað en hvisl valda henni óþægindum. Corinne sá að hann virti krisantemómurnar i glugganum fyrir sér með augnaráði blómaáalans og bjóst við þvi að hann væri aö dæma þær eftir því. — Ég kann vel við mig i búðinni yðar, sagði Katy. — Ég tala oft við móður yðar. — Já, hún þekkir yður! Harold ók Corinne og frænku Útvarp Miövikudagur 17. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustu- gr, dagbl.) 9.00 og 10.00 Morg- unbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Sigrún Sig- urðardóttir les söguna „Komdu aftur, Jenný litla” eftir Marga- retu Strömstedt (2). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atr- iða. Kirkjutónlist kl. 10.25 Martin Gunther Förstermann leikur á orgel Fantasiu og fúgu i g-moll eftir Johann Sebastian Bach og Fantasiu og fúgu um nafnið BACH eftir Max Reger. Morguntónleikar kl. 11.00: Benny Goodman og félagar hans úr Columbia sinfóniu- hljómsveitinni leika Klarin- ettukonsert eftir Aaron Cop- land: höfundurinn stj./Fil- harmoniusveitin i Los Angeles leikur „Petrushka”, ballett- svitu eftir Igor Stravinsky: Zubin Metha stj. 12.00 Dagskráin, Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar. Við vinnuna: Tón- leikar. 14.30 Miðdegissagan: „Föndrar- arnir” eftir Leif Panduro. örn Ólafsson les þýðingu sina (8). 15.00 Miðdegistónleikar. David Rubinstein leikur Pianósónötu i F-dúr op. 12eftir Jean Sibelius. Csilla Szabó og Tátrai kvartett- inn leika Kvintett fyrir pianó og strengjakvartett eftir Béla Bartók. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir) 16.20 Popphorn. Halldór Gunn- arsson kynnir. 17.30 Litli barnatiminn Finnborg Scheving sér um timann. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Viðsjá. Umsjónarmenn: Ólafur Jónsson og Silja Aðal- steinsdóttir. 20.00 Sunnukórinn á isafirði syngur lög eftir Islenzka og er- lenda höfunda. Sigriður Ragn- arsdóttir leikur á pianó, Jónas Tómasson leikur á altflautu. Hjálmar Helgi Ragnarsson stjórnar. 20.20 Sumarvaka. a. óvenjulega kaupstaðarferð. Sólmundur Sigurösson segir frá. b. Kvæði eftir Sigurð Einarsson Baldur Pálmason les. c. A jökulgöngu. Þorsteinn frá Hamri les frá- sögu eftir Hlöðver Sigurðsson. d. Lög eftir isienzk tónskáld. Pétur Þorvaldsson leikur á selló og Ólafur Vignir Alberts- son á pianó. 21.15 Reykjavikúrleikar i frjáls- um iþróttum. Hermann Gunn- arsson lýsir. 21.30 Otvarpssagan: „Ditta mannsbarn” eftir Martin Andersen-Nexö Þýðandinn, Einar Bragi les (21). 22.00 Fréttir. 22.15 Kvöldsagan: „Sagan af San Michele” eftir Axel Munthe Þórarinn Guðnason les (30). 22.40 Nútimatónlist. Þorkell Sig- urbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp Miðvikudagur 17. ágúsl 1977 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Nýjasta tækni og visindi Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 20.55 Onedin-skipafélagið (L) Breskur myndaflokkur. 9. þátt- ur. Iiættuspil. Efni áttunda þáttar: James og Róbert fara til Falmouth að kaupa dráttar- bát. Elisabet er þar ásamt Harvey skipstjóra, og hafa þau gert tilboð i bát. Baines siglir „Charlotte Rhodes” áleiðis til Southampton með dýrmætan varning, en skonnortan strand- ar á gömlu skipsflaki. Dráttar- báturinn, sem Ellsabet hefur nú eignast, kemur á vettvang, en Baines hafnar björgun. Elísabet fer I fússi, en Baines og skipshöfn hans tekst að koma skonnortunni á flot eftir langa mæðu. Þýðandi óskar Ingimarsson. 21.45 Aðalstræti Leitast er við að lýsa svipmóti Aðalstrætis og sýna þær breytingar, sem þar urðu, meðan Reykjavik óx úr litlu þorpi i höfuðborg. Texti Árni óla. Umsjón Andrés Indriðason. Aður á dagskrá 9. október 1970. 22.05 Gltartónlist (L) 22.30 Dagskrárlok Hættuspil í Onedin Níundi þátturinn um Onedin er á dagskránni í kvöld. Þessi þáttur nefnist Hættu- spil. I síðasta þætti fylgdumst við með ferð James og Róberts til Falmouth, þar sem þeir ætluðu að festa kaup á dráttarbát. En þegar þangað kemur eru Elísabet og Harvey skipstjóri þar fyrir og hafa þegar gert svo hátt tilboð í bátinn að James ræður engan veginn við þaðað yfirbjóða. Málin eru rædd fram og aftur, mest yfir glasi, og er Róbert loks orðinn svo drukkinn, að hann gerir og segir hverja vitleys- una á fætur annarri. (Það myndi að minnsta kosti elsku konunni hans finnast.) En á meðan skipaeigendur óskapast ílandi, siglir Baines ,,Charlotte Rhodes" í strand á leiðinni til Southampton. Þegar Baines er að huga að björgun kemur Elisabetá strandstaðinn á nýja dráttarbátnum sinum, og býður Baines björgun en fyrir soddan of f jár að Baines finnst hann ekki geta þegið það án vitundar James. Þegar allt er að keyra um koll, skipið hálfsokkið og Baines er um það bil að gefast upp fyrir Elisabetu, kemst hann að því hvað veidur strandinu, og sendir niður kaf- ara tilað leysa skipið. Elísabet fer íburtu í fússi, eins og hennar er vani, en Baines og áhöfn hans tekst að koma skipi sínu á flot eftir þó nokkuð erfiði. Ég elska þig. Ég elskaþig. Ég elska þig Ég elska þig, Ég elska þig.. Hvað heitir Þetta |ag? Ég elska þig.... Ég elska þig.... Ég elska þig... Ég elska þig.... Ég elskaþig...... Ég elska þig... i ^Égelskaþig..^ Ég elskaþig.. 7/iU

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.