Alþýðublaðið - 18.09.1977, Síða 1

Alþýðublaðið - 18.09.1977, Síða 1
alþýóii" SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 193. TBL. — 1977 — 58. ÁRG. Bros í umferðinni Mynd: Axel Ammendrup Ráðstefna mormóna Kirkja Jesú Krists af siöari- daga heilögum, ööitu nafni nefnd Mormónakirkjan, heldur ráB- stefnu i fundarsal Lagadeildar Háskóla Islands að Lögbergi, sunnudaginn 18. september kl. 10.00 f.h. ödlungur Joseph B. Wirthlin, einn af ráðamönnum kirkjunnar, verður viðstaddur ásamt eigin- konu sinni. Einnig Roger L. Hansen forseti og hans kona, en hann er forseti trúboðsstöðvar- innar i Kaupmannahöfn, Dan- mörk. Munu þeir báöir flytja ræður á ráðstefnunni. Ræður verða fluttar eða túlkaðar á islenzku og er ráðstefnan opin öll- um sem á vilja hlýða. Meðlimir kirkjunnar á Islandi- eru nú 55 og þar að auki eru um 75 bandariskir meðlimir á Kefla- vikurflugvelli. Kirkjan hefur ný- lega samþykkt byggingu kapellu á Islandi og er vonast eftir að framkvæmdir geti hafizt fljót- lega. Meðlimir Mormónakirkj- unnar um allan heim eru nú 4.000.000 (fjórar milljónir) og 25.000 ungir menn þjóna sem trú- boðar i 2 ár, á sinn eigin kostnað. 14 þeirra eru hér á íslandi. Mánudags- myndin í Háskólabíói: Eggiö er laust Myndin „Eggið er laust”, sem Haskólabió sýnir næstu mánu- daga, hefur fengið ágæta dóma hjá flestum gagnrýnendum, sem telja hana gott dæmi um ógöngur þær, sem mörg iðnaðar þjóöfélög hafa lent i á siðustu áratugum. Þessi mynd fjallar i stuttu máli um iðnaðarþjóðfélag nútimans, sem margir telja vitskert i hag- vaxtarviðleitni sinni (þótt fæstir vilji þó afþakka hagvöxt og þau gæði sem honum fylgja), og leitar lokstil náttúrunnar á ný. Myndin hefur fengið þá einkunn, að hún sé „harðsoðinn gamanleikur”, og má það vel til sanns vegar færa, þvi að aðalpersóna myndarinnar hefur erft leynilega uppskrift á aðferð til að breyta nýjum hænu- eggjum i plastefni með alveg sér- stökum einkennum. Max von Sydow, einn bezti leik- ari Svia núna, leikur stórbónda og iðjuhöld, sem hefur erft þetta mikla leyndarmál. Úr efni þvl, sem kallað er „ovoiit”, er tæki, sem heitir hjá framleiðanda „Nixitch” og er ætlað bæði körl- um og konum, þegar á þau sækir kláði aftan til i líkamanum. Sydow beitir alla kúgun, bæði fjölskyldu og starfslið, og sonur- inn ákveður loks að skjóta harð- stjórann, en sá góði maður hefur átt von á sliku, svo aö hann hefur aflað sér skothelds vestis. Hyggst karlinn siðan drekkja syni sínum i mýrarfeni. Það tekst þó ekki, þvi að sonurinn getur haldið and- litinu upp úr i hálft ár, uns vindur ber hann að landi. Verður þá að kenna honum að tala á ný. En á meðan ungi maðurinn hef- ur verið i pyttinum, hefur upp- reisn veriö gerð á Skáni, svo að framleiðslan á kláðabætinum hefurstöövast og hungursneið er i landi. Kemur manninum þá I hug, að bezt sé að snúa öllu viö og breyta „Nixich” á ný i gómsæt , nærandi egg.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.