Alþýðublaðið - 02.10.1977, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 02.10.1977, Qupperneq 4
Sunnudagur 2. október 1977 21£&" Framhaldssaga Ást og of læti eftir: Ernst Klein Þýdandi: Ingibjörg Jónsdóttir - ________________i nokkurskonar samkomulag úr þvi. Burnham lávarður og Grace létu færa sér morgunverðinn sinn upp I Gloriu herbergi. — Ef læknarnir leyfa þaö, ættir þú að fara sem fyrst til Burnham Tover, sagði lávarðurinn. Veðrið er yndislegt —og dreng- urinn þinn gæti komið þangað — við yrðum alveg út af fyrir okkur, gæti liðið ágætlega. Það var barið aö dyrum. Þjónn kom inn með nafnspjald manns, er óskaði að tala við lafði Grace. — Tala við mig? sagði hún. Og þegar Grace las nafnið á spjaldinu, varð henni ekki um sel, — Þetta var sir Walter Ryce.sem kominn var. — Sir Walter, sagði hún og reyndi árangurslaust að iáta, sem ekkert væri um að vera. — Hvað getur hann viljað mér? — Ryce — lof mér að sjá. — Vera má að hann hafi fréttir að færa af Harold, sagði Burnham lávarðuránægjulega. —Hann var enn ekki búinn að missa aila von. Systurnar litu hver til annarar. Hingað til hafði þeim tekist að leyna föður sinn því, að Neville lávarður væri komin til Englands aftur. Eins og gefur aö skilja hafði faöir þeirra enga hugmynd um það heldur, að tengdasonur hans væri í gæsluvarðhaldi — það var þvi einu að þakka, aö sir Wcdter hafði látiö það fara svona leynt. Gloria leit enn á ný til systur sinnar og Grace stóð upp. — Bíddu við, kallaðifaðirhenn- ar. — Eg veit vel hvað sir Walter ætlar að tala um við þig. — Ég minnist þess nú allt i einu að hann er i leynilögreglunni — hvers vegna eruð þiö svona forviða. Vissuð þið það ekki? Mér er sagt að hann sé einn af okkar dugleg- ustu uppljóstrunarmönnum. Afburðarmaöur á sinu sviði. — Og börnin min, nú ætla ég að segja ykkur hvers vegna hann er hingað kominn. — Ég frétti þaö i klúbbnum i fyrradag, að Las Valdas heföi fundist myrtur i her- bergi sinu i London, en ég vildi ekki minnast á það til að gera ekki Gloriu ónæði með þvi. Þaö var heppni að Grace var á bak við föður sinn, þegar hann sagði þetta. Hún þrýsti annarri hendinni að brjósti sér — en studdi hinni fast á bakið á stóln- um, sem lávarðurinn sat á. Bollinn, sem Gloria bar að munni sér, titraði aðeins. Það var aðeins sýnilegt — en hef ði þó sést ef vel heföi verið að gáð. — Las Valdas myrtur. Hvað er að heyra þetta? sagði hún hægt, og mátti heyra saknaðarkeim i röddinni. Sjálf undraðist hún stórlega hversu stillt hún var, og hversu góða leikarahæfileika hún hafði. Systir hennar virtist ætla að hniga niður, og aðeins með Itr- ustu áreynslu tókst henni að standa upprétt. Skelfingin skein út úr augum hennar. — Já, þessu er þannig varið, sagði lávarðurinn.-----------Það var sama kvöldið og hann fór frá okkur til London. Það var álit manna i klúbbnum aö þetta væri harmleikur. Mér leist alltaf svo á hann, sem hann væri óbilbjarn glæframaður. Ég sagði þér þaö strax, Grace, þegr þú kynntir okkur. — Satt er það. — Þú hefir alltaf verið góður mannþekkjari. — Grace gat aö eins stunið þessum orðum upp. Lávarðurinn stóð upp —• Gottog vel,— Ég skal taka á móti Ryce. Hann mun hafa tekið að sér eftirgrennslanirnar. Af þvi að greifinn sálugi var einn af stjórnmálamönnum iands sins. Nú ætlar sir Walter vafalaust að spyrja okkur i þaula. Gloria var ekki sein að lita yfir atburðina, og sjá hver hætta lá fólginn i þeim. — Hvorki faöir hennar, sem enga hugmynd hafði um hvað gerst hafði, né hin istöðulausa Grace, máttu ná tali af sir Walter, sem vafalaust gat vafið þeim um fingur sér. Hún varð að tala við hann sjálf. — Hún varð sjálf. — — Pabbi,mig langar til þess að biðja þig bónar, sagði hdn bros- andi. — Komdu með sir Walter hingað upp. Þótt mér félli aldrei velvið Las Valdas, þá langar mig til þess að heyra allt um mál þetta,sem unnter að fá að vita. — Ég er búin að liggja svo lengi, án þess að sjá eða heyra nokkurn hlut —. — En þú getur alls ekki —. — Ég er búin að sýna þér það pabbi, að mér er hið ómögulegt. — Anna mín, vilt þU fara niður og biðja sir Walter að biða svo sem einn stundarfjórðung. — Við ætl- um að taka á móti honum i saln- um minum. — Pabbi, þú veröur að standa i allri auðmýkt fyrir dyrum úti, til þess að vera við höndina, — ef ég þarf stuðnings við. — Og þú, Grace verður að hjálpa mér i — fötin. — Hér dugðu engin mótmæli. — Allt varð að vera eins og Gloria vildi. Grace hvislaöi að systur sinni um leið og hún hjálpaði henni til þess að klæða sig: — Hvernig á ég að þakka þér — hvernig á ég að iauna þér allt það, — er þU gerir fyrir mig? — — Vert þú ekki með neina vit- leysu, sagði Gloria. — Það sem við höfum byrjaö, verðum við að ljúka við. — Ég á, eins og þú veist, engin föt hérna og verður þú þvi aö lána mér föt af þér — en gerðu svo vel að lána mér eitthvað enskt — ekki mariskt hýalin. Sir Walter kom á móti henni með stóran rósavönd I hendi. Ekki einn einasti dráttur í ung- legu andliti hans bar þess vott að hann væri forviöa yfir því, að sjá Gloriu á fótum. — Ég hefi þegar gerst svo djarfur að hringja hingað nokkr- um sinnum, til þessað vita hvern- ig hertogafrúnni liði, tók hann til máls, um leiö og hann rétti Gloriu blómvöndinn. — Þakka yðurfyrir, sir Walter, sagði Gloria og andaði með velþóknun að sér blómailmnum. Þvi miður hefi ég ekki heyrt það nefnt á nafn, — siminn var alltaf — hUn leit til systur sinnar. — Já.svaraði Grace, það dundi á okkur sannarlegt haglél af fyrirspurnum. Aldrei datt mér i hug að samkvæmisfólkið hérna i London, ætti i fórum sina svona mikla meðaumkun meö meðbræðrum sfnum. — Ætli það sé nú ekki nokkuð undir þvi komið hver meðbróðirinn er, sagði hinn kurteisi sir Walter oe brosti viö. Hann leit af einni systurinni á aðra, Grace leit undan, en Gíoria horfði fast á móti og brosti eigi siður vingjarnlega en hann. 1 raun og veru var það allt of óvarlegt af mér að fara svona fljóttá fætur.sagði hún: — en mig langar svo til þess að heyra hvaö skeði i London. — Kæri sir Walter, þér eruð vafalaust fullur af fréttum,—blessaðir,leysið þér frá skjóðunni. Hvað var nú þetta? — Hvað var hún nú að fara? Hann kunni ekki við sig. Hann vissi ekki hvað hann átti að segja viö þessa brosandi hertogafrú. Hann hafði ekki búist við að finna hana svona. — Ó, svaraði hann. — Það er svo sem nóg af fréttum að moða úr. —Hvað óskar hertogafrúin að heyra um, — um pólitik — iþróttir — eða til dæmis eitthvað úr sam- kvæmislifinu? — Eigiðþérviðslúðursögur? — Nei, reyniö ekki aö mæla á móti, sir Walter. —■ Pabbi sagði mér nýlega að þér væruð einn af hiniiin slyngustu mönnum I leyni- starfsemi stjórnarinnar — en þegar kona er annars vegar, getið þér ekki sýnt annað en þér eruð. — Það var ekkert annaö en slúðursögur, sem þér áttuð við áðan. — Já, eða nei. — — Ég viðurkenni yfirsjón mfna og bið afsökunar. Fyrirgefningu skuluð þér fá, þó með þvi skilyrði — að þér segið okkur eitthvað reglulega skemmtilegt. — Vitið þér, sir Walter, hvað það var, sem pabbi hélt, þegar þér gerðuð boð fyrir okkur áðan? — Nei. — Að þér kæmuð áreiðanlega vegna morðsins á veslings Las Valdas. Það var vissulega ekki gott að koma sir Walter úr jafnvægi, en i þetta sinn var ekki langt frá þvi að hann missti af sér einglirnuna. — Hann tók hana úr augna- krókunum — og fægði hana vand- lega, til þess aö fá tima til aö hugsa sig um. Skárri var þaö nú kjarkurinn i fnínni. Hæ. — Annað hvort var þetta kjarkur eða örvænting — það sæist á sinum tlma hvort væri. — Já, einmitt það, svaraði hann, þegar jafnvægið og ein- glirnan var komið i lag. — Nei, það var ekki það mál, sem orsakaöi það, að ég kom hingað i dag, þólt ég hins íiegsr neiti þvi ekki að mér hafi verið falið að rannsaka það. Ég ætlaði aöeins, eins og ég sagði, að vita hvernig hertogafrúnni liði. — En úr þvi að þér minnist á mál þetta, þá þætti mér mjög vænt um að mega spyrja nokkurra spurninga — það er að segja, — ef ég ekki þreyti hertogafrúna með þvf? — Nei, alls ekki. Það er þvert á mótij við munum senni lega þreyta yður með forvitni okkar. Ryce tók nú að spyrja f þaula ýmsum þýðingarlausum spurningum, um Les Valdas, dvöl hans á Burnham Tower. Hve lengi hann hafði dvalið þar, hvort hann hefði dansað vel — leikið vel á hljóðfæri o.s.frv. Allt voru þetta hættulausar spurningarog Gloria lét Grace og föður sinn ein um að svara þeim. — Pabbi sagði okkur að i klúbbnum hans hefðu menn getið sér þess til að Las Valdas hefði verið myrtur vegna afbrýðis- semi, sagði Gloria loksins. Það getur vel verið að svo hafi verið, hertogafrú. En ef ég má segja eins og mér finnst, þá er það á þá leið, að mál þetta geti verið flóknara, en i fyrstu virðist. Hugsið yður. Daginn eftir morðið var ráðist á bilstjóra greifans. Arásarmennirnirleituðu á honum á götunni og brutust sfðan inn i ibúð hans. En engu var þó stolið. Alls engu. Liklega hafa þeir verið að leita að einhverju. — 'Þeir hafa ekkert fundið á bilstjóranum,' og þvf brotist inn i Ibúð greifans. Gloria var hin rólegasta. — Þetta er sannarlega athyglisvert, — sagði hún og þefaði af rósunum. — Auðvitað hafið þið vörð i húsinu? Sir Walter varö allurað eyrum. Hér var slóðin að opnast. — Nu var um að gera að missa hana ekki. Hann yppti kæruleysislega öxlum. — Ti* hvers ættum við aö vera að þvi? Viö erum búnir að leita i öllu húsinu, hátt og lágt — og við Helgar krossgáta Lausn í næsta helgarblaði 5; (0 Xs - VJN c. N \ < X h k> C ta N 0: * s. N 0 tn 3 C 5> k> c k> i> C % ■n S' h *> i> 3 S *> 4> * a> tb i; o c O; * ca O’ íð s O < Si s S i> GN h o "•X 5; * "0 i> *> i> X)- íð k> c s VTi 3 i> *> 0 < C8 GN ta O' 3 S k> O; k> s. 0' 3 * i w X *3 4 3 0 3 i> r- N C; C c; ta b> S i VA VA ^> t> •'-» s> c t> H LT> 0 s i> s 3 c. S3 3> 0 í Ct s» h* i> >3 i>' 5 ’fíufíR fíHálST i/ VERSN/ VÖKVl kL/ETDI st- SP/Rei þfífím fíR. 'fíL/T BfíRÐ/ V/N/tfí Kúfífí TEKlfí / r|p u iÉr '&ámm V/ÉL- 'DRUt/J -r- fíot) m’fí/fy EFNfíSr fíEDNfí JiESTfí fíF FJfíLL/ S'flR iTn-L! upp n VfíNp LfíNfífí ko.r r rofísK. HL'E fííT, MfíÐuR éRUNfí 2, E//V 5 EnD. HVfít) S KÓU E/HS um T/ lE/NS 5 pyfíN r/ RosTuR ripfl HR NÚUE GLJÚFuR SUNNU 2>fíáS mfíViHN U N í TRB /V/VUR 5Ýnis- HoRn/í) DUN'DftR 'OL/K/K V HÓPuR HEMDfí áRftma 'a raifH/ VONp HREKK yz. 'Ol'/K/R ÚTT. *' MEE) TElu oD > : fljót OHR/ESI /v'/SXfí1 s ró/tfí Tur/NAX OpETT '/u'fíT l FoRsr SK. ST LE/ÐJ 5 ONUR ~r~ U SifímHL LfíU&L VELLU GUNáfí KRAFTq kf)R/_ FoRjy\ l ► ’ fiV' H/EFÐ/ Lausn á krossgátu. síðustu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.