Alþýðublaðið - 07.10.1977, Síða 5
Sia&iA1 Föstudagur 7. október 1977
5
SKOÐUN
Sæmundur G. Lárusson skrifar:
Ekki veröur annað sagt, en aö
sú upptalning, sem kemur fram
i Morgunblaöinu föstudaginn 1.
júli sl. sé býsna furöuleg. Þar
kemur m.a. fram, aðskv. lögum
um eftirlaun aldraöra beri þeim
i fyrsta lagi 23.000 krónur, 30.497
kr. i ellilifeyri og loks kr. 25.555 i
tekjutryggingu. Samtals gerir
þetta þvi kr. 79.852.
Til samanburöar viö þessa
upptalningu Morgunblaösins
ætla ég til gamans aö skýra frá
þeim bótum sem ég hef fengið
frá Tryggingastofnun rikisins
frá siðustu áramótum. Ég er á
83. aldursári, og þær upphæöir,
lifa af þeim? Og við erum tvö,
sem eigum að láta okkur nægja
þetta, að viðbættri hækkuninni
sem varö í ágúst sl. en þá er
upphæðin orðin kr. 54.201. Þetta
er sannleikur, sagður og sýnd-
ur.
Viö búum i ibúö frá Reykja-
víkurborg, og fylgir henni 50 ára
lán. Þá hvilir einnig á henni
Húsnæðismálastjórnarlán. Af
báöum þessum lánum veröur
vitanlega aö greiöa, auk fast-
eignagjalds og fleiri liöa, sem
ekki er hægt að ganga fram hjá,
svo sem sima og rafmagns, sem
að farþegaflutninga og þar meö
fengum við viöbót viö þaö sem
aö ofan er taliö og gátum fram-
fleytt okkur. Ég læt ótaliö þaö
sem ég fékk frá Tryggingum
rikisins á siðasta ári, þvi þaö
voru ekki nema smámunir, og
þvi fylgdi engin tekjutrygging.
Mér hafði veriö neitaö um
hana, þegar ég sótti um, strax
og ég veiktist. En svo i ágúst-
mánuði var mér send tekju-
trygging, án þess þó aö ég
endurnýjaðifyrri umsókn mina.
Þá hefur liklega verið fariö aö
Það er víða
pottur brotinn
sem mér er ætlaö aö framfleyta
mér á, eru: janúar 1977« ellUIf-
eyrir kr. 22.147, tekjutrygging
kr. 13.626. Febrúar: kr. 22.147 i
ellilifeyri, 13.626 i tekjutrygg-
ingu. Marz: ellilifeyrir kr.
23.919 og tekjutrygging kr.
15.181. April: ellilifeyrir kr.
23.919 og tekjutrygging 15.181.
Mai ellilifeyrir kr. 23.919 og
tekjutrygging kr. 15.181. Júni:
ellilifeyrir kr. 23.191 og tekju-
trygging kr. 15.181. Júli: ellilif-
eyrir kr. 30.497 og tekjutrygging
kr. 23.704.
Þannig litur „sannleikur”
Morgunblaösins út. Hiö eina
sem rétt er i dæminu, er upphæö
ellilifeyrisins. Ég læt mér ekki
til hugar koma, annaö en þessir
menn viti betur, þó þeir birti
þessar tölur til að blekkja les-
endur blaösins. Þaö eru tugir og
hundruð fólks á öllum aldri sem
njóta ekki lifeyristekna, en svo
aftur þeir, sem hafa veriö
starfsmenn hjá hinu opinbera
og hjá þeim félögum sem hafa
stofnað lifeyrissjóði fyrir löngu,
fá allverulegar upphæöir.
En myndi nú ekki ráöamönn-
um þjóöarinnar finnast þær
upphæðir, sem ég hef hér ab
framantalið, heldur lágar til að
hvort um sig hljóta aö teljast
nauösynlegt þegar aldraö fólk á
i hlut.
En þaö má enginn taka þessi
orð min svo, að ég standi I þeirri
meiningu, aö þetta dæmi sé ein-
stakt i sinni röð. Ég veit um
marga, sem búa við svipaðar
ástæður og við, og halda aö
svona veröi þetta aö vera. Þaö
sé ekki hægt að lagfæra.
Min skoðun er hins vegar sú,
aö heföi frumvarp Guömundar
H. Garðarssonar verið sam-
þykkt, nytu allir landsmenn
lifeyris. Rikið heföi einnig hagn-
azt á þessu fyrirkomulagi auk
þesssem þaö tryggöi jafnari af-
komu aldraðra. Þarna hefði
með öörum orðum verið tryggö-
ar úrbætur og réttlæti.
Það sem hefur bjargað
okkur.
Þaö sem hefur bjargað okkur,
siðan ég missti heilsuna, og
varð aö hætta að vinna fyrir
nokkrum árum, þá 77 ára gam-
all, er velvilji og hjálpsemi
samstarfsmanna minna og
vina.
Ég var aðstoðaður við aö
kaupa bifreið, til aö geta stund-
gruna, aö ég hefði ekki úr of
miklu að spila.
Meö þessu er þó ekki öll sagan
sögö, þvi tvö sl. ár hef ég þurft
aö standa i stappi við skatta-
yfirvöld. Þannig varð ég aö
kæra þrivegis til rikisskatta-
nefndar á siðasta ári, og loks
þegar hún haföi komizt að réttri
niðurstöðu, sem aö minu viti var
sanngjörn, var mér gert að
greiða þriðjung upphaflegrar
álagningar.
Þetta sýnir, svo ekki verður
um villzt, hvernig vinnubrögð
viökomandimanna eru og hvers
er að vænta frá þeirri hliöinni.
Samhliba þessu litla dæmi vil
ég benda á, að þaö tekur á taug-
arnar,aðþurfa að standa isliku
þrasi og hafa jafnframt öll skjöl
i lagi. Ég er ekki aö fara fram á
að öldruðu fólki sé hlift eitthvað
sérstaklega, en réttlætiö verður
að ráða.
Lækkun landbúnaðar-
vöru.
Það þóttihelduren ekki betur
gert af rikisstjórnini, þegar hún
lækkaði dilkakjötiö og mjólkina,
til þess að greiöa fyrir samning-
um. Og það heföi vissulega ver-
ið vel gert, ef böggull heföi ekki
fylgt skammrifi.
Ég var satt að segja stein-
hissa, að viösemjendur skyldu
ekki skilja þennan fláttskap
ráðamanna, eða að athuga hvaö
byggi á bak við þetta — og láta
þá siðan hækka mjólkurvörur,
svo sem skyr, ost og rjóma.
Siðan hælast þeir auðvit-
að um og segja að þess-
ar vörur hafi ekki verið
niðurgreiddar. Þessar að-
farir fundust mörgum lúa-
legar, svo ekki verði meira
sagt, og ekki aö undra. Maður
fer jafnvel, að halda, að það sé
nærsanni, sem Jónas Kristjáns-
son ritstjóri Dagblaðsins hefur
sagt um innflutning land-
búnaðarafuröa, að ef þær væru
fluttar inn frá Danmörku, yrði
verðið mörgum sinnum lægra,
þrátt fyrir allan þann kostnað
sem þvi fylgdi.
En hér hafa orðið skelfileg
mistök, sem rekja má aftur til
löngu liðinna tima. Það hljóta
allir að sjá, að offramleiðsla á
búvörum, eins og t.d. dilka-
kjöti, kann ekki góðri lukku að
stýra. Og það er ekkert til að
hrópa húrra fyrir, að verða að
senda þessar vöru i stórum stil
til hinna Norðurlandanna og
gefa þar meö henni, rétt eins og
gert var við sveitarómagana i
gamla daga. Þetta er þó staö-
reynd sem enginn getur á móti
mælt.
Ég var bóndi i ölafsdal i Döl-
um vestur, þegar þessi uppfind-
ing kom fyrst til framkvæmda,
og ég verð að segja að ég var litt
hrifinn af henni. Mér þótti ég
hafa nægilega mikið fyrir mig
og mina og f annst ég þess vegna
ekki þurfa neina meðgjöf meö
þeim kílóum dilkakjöts sem ég
framleiddi. Og þaö hefur einnig
komið fram, sem löngu varö séð
fyrir, að þetta fyrirkomulag
skapar mikið misræmi. Það
gefur nefnilega auga leið, að
stórbóndinn, sem átti fjölda
fjár, fékk i uppbætur tugi eöa
hundruö þvísunda, meðan fátæki
bóndinn fékk sama og ekki neitt
fyrir þau fáu lömb sem hann
átti.
Þaö hljóta þvi allir að sjá, að
þetta eru hin verstu og vitlaus-
ustu mistök, sem gerð hafa ver-
ið. Þau eru búin að kosta þjóð-
ina mikið og eiga eftir aö kosta
enn meir, nema til komi hreinn
uppskuröur, þar sem mein-
semdin verði numin burt.
Gróði oliufélaganna.
Þvi verður ekki neitað, að
þegar ég las um hinn mikla
gróða öem oliufélögin gáfu upp
á siöasta ári, þá flögraði að
mér, hvort ekki myndi nú
möguleiki á þvi, að lækka aðeins
benzin og oliur, og þar með
stuðla að lækkun á kostnaði
bænda við landbúnaöinn. Þvi
þar sem vélakostur er orðinn
jafn mikill og hér á landi, hljóta
benzin og oliur að vera allhár
liður.
Þessi ráöstöfun hefði getað
komiö bændum verulega til
góða við búreksturinn og máske
snUið dæminu alveg við.
Vist er, að framhald i sömu
áttog verið hefur, getur ekki átt
sér stað öllu lengur, þvi þótt
fólkið i' þéttbýlinu hafi fengið
kauphækkanir, hafa skattar
einnig hækkað svo mikiö, að það
má margur draga viö sig. Þetta
kemur vitanlega niður á land-
búnaðarvörunum, og kæmi mér
ekki á óvart þóttflytja yrði Ut
mörgum sinnum meira magn en
i fyrra. Ég vil einnig benda á,
að þeir samningar sem geröir
voru i vor við vinnuveitendur,
eruþess:eðlis,aðþeim má segja
upp, verði þessum stöðugu
verðhækkunum ekki stillt i hóf.
Og hvað tekur þá við? Verkföll,
eins og það sem nú er liklega i
aðsigi hjá starfsmönnum rikis
og bæja.
Það ersattað segja furöulegt,
að rikisstjórn sem hefur staðið
svo að segja i stöðugum samn-
ingum við alla þjóðfélagshópa,
skuli geta setiðáfram, þar sem
hún viröist alls ekki geta ráöið
við þjóðfélagsvandann.
Sæmundur G. Lárusson.
SJAIST
nieð
endurskini
Ymsar stœrðir snjóhjólbarða fyrirliggjandi
— Hagstœð verð —
Affelgum
Neglum
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN
Sími 21245.,
iLaugavegi 172
L,augavegi 1 70—1 72 — Sími 21 240