Alþýðublaðið - 07.10.1977, Qupperneq 8
8
Föstudagur 7. október 1977 ':
Óðaverðbólga 2
við fyrirtæki i löndum sem búa
við litla eða enga verðbólgu.
En framlenging aðlögunar að
EFTA verður að ná jafnt til
allra. Þar má ekki refsa þeim
sem betur hafa staðið sig í sam-:
keppninni.
Aðgerðir til eflingar atvinnu-
lifsins og þar með iðnaðarins
geta þvi aðeins náð tilgangi sin-
um aö þegar sé gripið til rót-
tækra aðgerða til þess að draga
úr verðbólgunni. Meö áfram-
haldandi óðaverðbólgu er úti-
lokað að byggja upp traustan
iðnað. Afkoma þorra iðnaðar
hefur ekki verið þannig, að hafst
hafi i við verðbólgunni. Vegna
skattalaga sem taka mið af
stöðugu verðlagi er iðnaðinum
gert ómögulegt að viðhalda eig-
in fjármagni, hvað þá að treysta
hann betur eins og eðlilegt og
sjálfsagt ætti að vera.
A verðbólgunni verður að
vinna bue.
A flestum sviðum iðnaðar
hafa oröið framfarir þrátt fyrir
erfiðar aðstæður, i þvi sam-
bandi vildi ég mega nefna fata-
gerð úr uil. Þar hafa dugmiklir
og hugkvæmir sölumenn, hug-
myndarikir hönnuðir og út-
sjónasamir framleiðendur unn-
ið stórvirki við að gera verðlitla
ull að verðmætri útflutnings-
vöru. Slikur árangur næst ekki
með neinni miðstýringu heldur
þar sem hæfileikar einstakl-
ingsins fá að njóta sin. A öðrum
sviðum hafa framfarir þvi mið-
ur ekki orðið eins nauðsynlegar
ogæskilegthefði verið t.d. þarf i
véla- og málmiðnaði að gera
stór átak til þess að bæta fyrir
það sem misgert hefur verið
gagnvart þeirri iðngrein. Hann
þarf að gera svo öflugan og
þróttmikinn að hann geti hann-
að ný tæki og endurbætt og við-
haldið þvi sem i gangi er til þess
að islensk framleiðsla geti stað-
ið i fremstu röð hver á sinu
sviði.
Við sem i iðnaði erum megum
ekki einskorða okkur við að
gera kröfur til annarra. Við
verðum aö gera kröfur og það
meiri kröfur til okkar sjálfra.
Þvi aðeins getum við vænst
skilnings og trausts þjóðar og
ráðamanna að við sýnum það i
verki að við séum traustsins
verðir.
Það er von min að sú kynning
á islenskum iðnaði og iðnaðar-
vörum sem staðið hefur nú i eitt
ár, megi bera þann árangur
sem að var stefnt. Næsta skrefið
ætti svo að vera iðnkynning inn-
ávið þ.e. að iðnaðarmenn og
iðnrekendur reyni að læra hver
af öðrum og hvetja hvern annan
til dáða.
■. I,
UTIVISTARFERÐiP'
Föstud: 7/10, kl. 20
Kjölur, Beinahóll, Grettishellir,
Hveravellir. Fararstj.: Hall-
grimur Jónasson og Kristján M.
Baldursson. Gist i húsi. Upplýs-
ingar og farseðlar á skrifstofunni
Lækjargötu 6, si 14606. Útivist.
Brúókaup
Þann 2. september 1977 voru gefin
saman i hjónaband Þórkatla
Aðalsteinsdóttir og Atli Rúnar
Halldórsson.
Neyðarsímar
Slökkvilið
Slökkvilið og sjúkrabilar
i Reykjavik— simi 11100
i Kópavogi — Simi 11100
i Hafnarfirði — Slökkviliðið simi
51100 — Sjúkrabfll simi 51100
Lögreglan
Lögreglan i Rvik — simi 11166
Lögreglan í Kópavogi — simi
41200
Lögreglan i Hafnarfirði — simi
51166
Hitaveitubilanir simi 25520 (utan
vinnutima simi 27311)
Vatnsveitubilanir simi 85477
Simabiianir simi 05
Rafmagn. 1 Reykjavik og Kópa-
vogi i sima 18230. í Hafnarfirði i
sima 51336.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: simi 81200
Sjúkrabifreið: Reykjavik og
Kópavogur, simi 11100, Hafnar-
fjörður simi 51100.
Reykjavík — Kópavogur
Dagvakt: Kl. 08.00-17.00. Mánud.
föstud. ef ekki næst I heimilis-
lækni, simi 11510.
Læknar
Tannlæknavakt I Heilsuverndar-
stööinni.
Slysadeild Borgarspitalans. Simi
81200. Sirninn er opinn allan
sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
varsla, simi 21230.
Kvöld- og næturvakt: kl. 17.00-
08.00 mánudag-fimmtud. Simi
21230. A laugardögum og helgi-
dögum eru læknastofur lokaöar
en læknir er til viðtals á göngu-
deild Landspitalans, simi 21230.
Upplýsingar um lækna- og lyf ja-
búöaþjónustu eru gefnar I sim-
svara 18888.
Hafnarfjörður
Upplýsingar um afgreiöslu i apó-
tekinu er i sima 51600.
Hafnarfjöröur — Garöahreppur
Nætur- og helgidagagæsla:
Upplýsingar á Slökkvistööinni
simi 51100.
Kópavogs Apótekopiööll kvöld til
kl. 7, nema laugardaga kl. 9-12 og
sunnudaga lokað.
i Hafnarfirði — Slökkvilið simi
51100 — Sjúkrabfll simi 51100
51166, slökkviliðið simi 51100.
Sjúkrabifreið simi 51100.
Tekið við tilkynningum um
bilanir á veitukerfum borgar-
innar og i öðrum tilfellum sem
borgarbúar telja sig þurfa aö fá
aðstoð borgarstofnana.
Ýmislegt
MiR-salurinn Laugav. 178
Kvikmyndin „Lenin i Póllandi”
verður sýnd á laugardag kl. 14. —
Aðgangur ókeypis og öllum heim-
ill. — MIR.
Borðtennisklúbburinn
ÖRNINN
Æfingar hefjast mánudaginn 10.
okt. Æfingatimari Laugardalshöll
frá kl. 18, mánudaga, miðviku-
daga og fimmtudaga.
Skráning mánudaginn 10. okt. og
fimmtudaginn 13. okt. frá kl. 18 i
Laugardalshöll (uppi).
Æfingagjöld kr. 5.500,- greiðast
við skráningu.
Stjórnin.
Hvitabandskonur
verða með basar á Hallveigar-
stöðum laugardaginn 8. okt. kl.
2.00. A boðstólum verður úrval af
handunnum munum, kökum og
notuðum barnafötum, sem verið
hafa mjög vinsæl. Þeim konum
sem vilja gefa á basarinn er bent
á að koma munum til stjórnar-
innar eða að Hallveigarstöðum
f.h. sama dag.
Prófkjör Alþýðuflokksins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra um skipan efsta sætis á fram-
boðslista til alþingiskosninga, fer fram dag-
ana 15. og 16. október n.k.
I efsta sæti listans, sem um er kosið, hafa
borist þrjú framboð:
Arni Gunnarsson, Reykjavík.
Bárður Halldórsson,Akureyri.
Bragi Sigurjónsson, Akureyri.
Kosningin fer fram á þeim tímum og
stöðum, sem að neðan greinir:
Akureyri: Alþýðuhúsinu kl. 14-19 báða dag-
ana.
Dalvík: Timi og staður auglýst síðar.
Grenivík: Barnaskólanum kl. 14-17 sunnudag
16. okt.
Hrísey: Staður augl. síðar. Kosið kl. 14-17.
sunnud. 16 okt.
Húsavík: Félagsheimilinu kl. 14-19 báða dag-
ana.
Ölafsf jörður: Verkalýðshúsinu kl. 14-19 báða
daqana.
Kosið verður ennfremur hjá eftirtöldum
trúnaðarmönnum yfirkjörstjórnar kl. 14-17
sunnudaginn 16. október.
Grímsey: Sigurjón Jóhannsson kennari.
Hauganes: Árni Ólason, Klapparstíg 14
Raufarhöfn: Karl Ágústsson framkvæmdar-
stj •
Reykjahlíð: ísak Sigurðsson, Helluhrauni í.
Þórshöfn: Pálmi Ólason skólastjóri.
Utankjörstaðakosning fer fram bréf lega 8.-
14. október: Kjörseðlar fást hjá formönnum
kjörstjórna:
Akureyri: Snælaugur Stefánsson,Víðilundi 8c
sími 11153
Húsavík: Guðmundur Hákonarson.Sólvöllum
7, sími 41136
Ólafsf jörður: Sigurður Jóhannsson,Ólafsvegi
43,sími 62260
Skrifstofa Alþýðuf lokksins, Reykjavík, sími
29244.
Allir 18 ára og eldri sem lögheimili eiga í
kjördæminu og ekki eru f lokksbundnir í öðrum
stjórnmálaf lokkum hafa þátttökurétt í próf-
kjörinu.
Fh. yfirkjörstjórnar Alþýðuf lokksins í
Norðurlandsk jördæmi eystra.
Þorvaldur Jónsson form.
f WokKsstartfid j
Simi
flokks-
skrifstof-
unnar
i Reykjavik
er 2-92-44
Auglýsing um prófkjör i Vesturlandskjör-
dæmi
Alþýðuflokkurinn efnir til prófkjörs I Vesturlandskjör-
dæmi um val frambjóðanda á lista fiokksins við næstu Al-
þingiskosningar og mun prófkjörið fara fram i síðari hluta
nóvember n.k.
Kjósa ber i prófkjörinu um tvö efstu sæti á væntanlegum
framboðslista Alþýöuflokksins.
Kjörgengi hafa allir þeir sem kjörgengi hafa til Alþingis
og hafa meðmæli minnst 25 flokksbundinna og atkvæðis-
bærra Alþýðufiokksmanna i kjördæminu.
Tillögur um framboð skulu sendast formanni yfirkjör-
stjórnar Braga Nielssyni, lækni, BorgarnesLog verða þær
að hafa borist honum eða verið póstlagðar til hans fyrir 29.
október n.k. og veitir hann jafnframt allar nánari upplýs-
ingar.
F.h. kjördæmisráðs Alþýöuflokksins i Vesturlandskjör-
dæmi,
Bragi Nielsson, læknir,
Borgarnesi
Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi.
Prófkjör um skipan 2ja efstu sæta á lista
Alþýðuf lokksins i Reykjaneskjördæmi í næstu
alþingiskosningum fer fram laugardaginn 8.
okt. og supnudaginn 9. okt. n.k. Á laugardegin-
um verður kjörfundur frá kl. 14 til 20, en á
súnnudeginum frá kl. 14 til 22.
Frambjóðendur eru þessir, sem gefa kost á
sér i neðangreind sæti:
Hilmar Jónsson, Hátúni 27, Keflavik, i 1. og 2. sæti.
Gunnlaugur Stefánsson, Austurgötu 29, Hafnarfirði, i 2.
sæti.
Jón Ármann Héðinsson, Kópavogsbraut 102, Kópavogi, I
1. sæti.
Karl Steinar Guðnason, Heiðarbrún 8, Keflavik, 11 og 2.
sæti.
Kjartan Jóhannsson, Jófriðarstaðavegi 11, Hafnarfirði,
i 1. og 2. sæti.
Ölafur Björnsson, Drangavöllum 4, Keflavik, i 1. og 2.
sæti.
örn Eiðsson, Hörgslundi 8, Garðabæ, i 2. sæti.
Kjörstaðir verða eftirgreindir og er formaður undirkjör-
stjórnar á hverjum stað tilgreindur með kjörstaðnum:
Brúarland, Mosfellssveit: Kjörstaður fyrir ibúa Kjósar-
sýslu, utan kaupstaða. Form. Kristján Þorgeirsáon.
Hamraborg 1, Kópavogi: Form. Steingrimur
Steingrimsson.
Melabraut 67, Seltjarnarnesi. Form. Guðmundur
Illugason.
Gamli gagnfræðaskólinn við Lyngás, Garðabæ. Form.
Rósa Oddsdóttir.
Alþýðuhúsið, Hafnarfirði. Form. Sigþór Jóhannesson.
Glaðheimar, Vatnsleysustrandarhreppi. Form. Simon
Kristjánsson.
Stapi, Njarðvikum. Stapi er jafnframt kjörstaður fyrir
ibúa Hafna hrepps. Formaður Guðjón Helgason
Tjarnarlundur, Keflávik. Formaöur Guðleifur Sigur-
jónsson. Tjarnarlundur er jafnframt kjörstaður fyrir
ibúa Gerðahrepps.
Leikvallahúsið, Sandgerði. Form. ólafur Gunnlaugs-
son. Vikurbraut 21, Grindavik. Formaður Svavar
Arnason.
Atkvæðisrétt hafa allir ibúar Reykjaneskjör-
dæmis 18 ára og eldri, sem ekki eru flokks-
bundnir í öðrum stjórnmálaf lokkum.
Kjósendum ber að kjósa á kjörstað í því
sveitarfélagi, sem þeir eru búsettir, sbr. þó
undantekningar um íbúa þeirra sveitarfélaga,
þar sem ekki er opinn kjörstaður, sbr. hér að
ofan. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla er
óheimil
Hverjum kjósanda ber að kjósa frambjóðend-
ur í bæði sætin. Óheimilt er að kjósa sama
frambjóðanda í bæði sætin. Ekki má kjósa
aðra en þá, sem í framboði eru.
Niðurstöður prófkjörsins eru bindandi um
skipan 2ja efstu sæta listans, ef f rambjóðandi
i hvort sæti fær a.m.k. 1/5 hluta þeirra at-
kvæða, sem framboðslisti Alþýðuflokksins í
kjördæminu, hiaut í síðustu alþingiskosning-
um' Reykjaneskjördæmi, 26. sept. 1977,
Kjörstjórnin.