Alþýðublaðið - 07.10.1977, Side 12
Ilalþýöu-
Iblaóið
C'tgefandi Alþýöuflokkurinn FÖSTUDAGUR
Ritstjórn Alþýöublaösins er aö Síöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö
Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsimi 14900. 7. OKTOBER 1977
________________________________________________________________________________________________________________________J
Haustsýning FÍM ad
Kjarvalsstödum
— Guðmundur Benediktsson, myndhöggvari,
sérstakur gestur sýningarinnar
BSRB skipu-
leggur vídtæka
verkfallsvörzlu
Sameiginlegur fund-
ur stjórnar, samninga-
nefndar og verkfalls-
nefndar BSRB ákveður
aiKskipuleggja viðtæka
verkfallsvörzlu bæði á
vegum bandalagsins
svo og einstakra
bandalagsf éla ga,
Skipulag og yfirstjórn
verði nánar ákvarðað
af verkfallsnefnd
BSRB.
Hlutverk verkfallsvörzlunnar
veröi að koma i veg fyrir verk-
fallsbrot bæði af hálfu viðsemj-
enda bandalagsins og annarra
og að fylgjast með þvi að hvergi
sé farið út fyrir löglegar
ákvaröanir kjaradeilunefndar
eða undanþáguheimildir verk-
fallsnefndar.
Samkvæmt lögum á kjara-
deilunefnd að tryggja ,,aö hald-
ið verði uppi nauösynlegri
öryggisvörzlu og heilsugæzlu”.
Hún skal ákveöa „hvaða ein-
stakir menn skuli vinna I verk-
falli”.
1 greinargerö með lagafrv. er
þetta verksvið þ-engt ennþá
meira, því að þar er einungis
miðað við ,,að öryggi og heilsu
fólksverði ekki stefnt I hættu”.
BSRB telur allar undanþágur
umfram þetta tilheyra samtök-
unum en vill leggja áherzlu á,
að góð samvinna takist milli
BSRB og kjaradeilunefndar um
lausn þessara mála og um
mörkin i verkaskiptingunni
þeirra á milli.
Allar beiðnir um undanþágur
þurfa aö berast skrifstofu BSRB
skriflega, og munu þær af-
greiddar á vegum verkfalls-
nefndar bandalagsins að feng-
inni umsögn bandalagsfélag-
anna.
Þórshöf n á Langanesi:
Mikid byggt
Á morgun laugardag
verður opnuð á Kjarvals-
stöðum Haustsýning
Félags íslenzkra mynd-
iistarmanna. Sýningin er
mjög fjölbreytt og eru
sýnd 123 myndlistaverk
eftir fjörtíu og einn lista-
mann. Af þeim eru tuttugu
og tveir félagar í Félagi fs-
lenzkra myndlistarmanna
en nitján utanfélagsmenn
og sýna nokkrir þeirra nú í
fyrsta sinn á Haustsýning-
unni. Mikið ber á litlum
myndum sem fróðlegt er
að bera við stærri verkin.
A sýningunni eru myndvefnað-
ur, keramik, glermyndir, grafik
af ýmsu tagi, kritarmyndir, oliu-
verk, vatnslitamyndir, mynd-
verk gerö með blandaöri tækni,
höggmyndir eöa skúlptúrverk
auk annars konar hráefnis.
Sérstakur gestur sýningarinnar
verður Guðmundur Benediktsson
myndhöggvari, og sýnir hann 11
verk gerð á árunum ’76 og '77*
verkin eru öll úr eir og aö sögn
Guðmundar hefur hann eingöngu
unnið verk sin úr eir siðastliðin
fimm ár. Guðmundur fæddist I
Reykjavik árið 1920. Um þritugt
gerðist hann nemandi Asmundar
Sveinssonar i Myndlistarskólan-
um, sem nú er til húsa viö Freyju-
götu (Asmundarsal). Guðmundur
gerðist félagi i Félagi islenzkra
myndlistarmanna árið 1957 eða
fyrir réttum tuttugu árum. Hann
hefur alla tið unniö fyrir félag
sitt, en auk þess starfað að sýn-
ingarhaldi hjá Listaráði Kjar-
valsstaða. Guðmundur hefur tek-
iö þátt i fjölda myndlistarsýninga
bæði hér heima og erlendis.
Haustsýning FIM 1977 stendur
frá 8.-23. október að Kjarvals-
stöðum. Hún er opin virka daga
frá kl. 16.00-22.00 nema laugar-
daga og sunnudaga frá kl. 14.00-
22.00. Verð aðgöngumiða er kr.
400.
—KIE
— Hér er mikið byggt
oghefur verið svo i sum-
ar, sagði Bjarni Aðal-
geirsson við Alþýðu-
blaðið i gær. — Bæði eru
einstaklingar að byggja,
og einnig hefur sveitar-
félagið verið að byggja
þrjár leiguibúðir, auk
þess sem verið er að
byggja viðbótarhúsnæði
við skólann. Þá hefur
verið hafizt handa um
byggingu fyrsta áfanga
húss fyrir aldraða á
Þórshöfn.
Bjarni sagði, að leiguibúðimar
væru 100 fermetrar aö stærð, rað-
hús. Viðbótin við skólann ætti hins
vegar i framtiðinni að verða eld-
hús og bókasafn, en yrði fyrst i
stað notað til að fullnægja þörf
skólans fyrir aukið kennslurými.
Byggð verða þrjú fjögurra
ibúða hús á Þórshöfn fyrir aldr-
aða. Hver Ibúð verður 45fermetr-
ar og sameiginleg aðstaða fyrir
ibúana að koma saman. HUsin
verða á mörkum lóðar heilsu-
gæzlustöðvarinnar og eru byggð
sameiginlega af þrem hreppum,
Þórshafnar-, Svalbarðs- og
Sauðaneshrepps.
— hm.
Guömundur Benediktsson viö eitt verka sinna á sýningunni. AB
mynd —KIE
2411 útlendingar
búsettir á íslandi
Um síöustu áramót voru
búsettir hér á landi tvö
þúsund f jögur hundruð og
ellefu útlendingar, það er
aðilar með ríkisborgara-
rétt í öðru iandi, en ekki ís-
lenzkan. Þar með voru
ekki taldir starfsmenn er-
lendra sendiráða.
Fjölmennastir voru Danir, þvi
þeir voru þá 789, þar með taldir
Færeyingar, sem hér búa, en þeir
eru að jafnaði nokkuð margir.
Næst þeim koma Bandarikja-
menn (423) en þar eru talin nokk-
uö mörg börn, sem eru af islensku
móðerni, en bandarisku faðerni.
Norðmenn voru hér 227, Bretar
223 og V-Þjóðverjar 212.
Alls voru þessir útlendingar frá
fimmtiu og einu landi, sumir
langt að komnir, þvi þrjátiu og
sjö voru ástralskir, j“inn kin-
verskur, einn Malaysiubúi, tvær
konur frá Tanzaniu og einn frá
Perú, svo eitthvað sé talið.
Að sögn útlendingaeftirlitsins
eru tölur þessar þó mjög óáreið-
anlegar, þvi hreyfingar á þessum
útlendingum eru miklar.
— hv
Enginn skipapóstur
til Bandaríkjanna
Vegna verkfalls hafnar-
verkamanna í Bandaríkj-
unum hefur afgreiðsla á
skipspósti nú verið felld
niður um óákveðinn tíma,
að því er segir í tilkynningu
frá bandarísku póststjórn-
inni.
Skipapóstur verður því
ekki sendur héðan til
Bandaríkjanna meðan
verkfallið stendur yfir, en
f lugpóstssendingar verða
með eðlilegum hætti.
Rætt við sveitarstjórann á Þingeyri:
„Vid blædum fyrir hið
einhæfa atvinnulif”
— Hér hefur verið
ágætt atvinnuástand að
undanförnu og ekki
fyrirsjáanlegt annað en
það haldist áfram,
nema eitthvað sérstakt
komi til, sagði Jónas
Ólafsson, sveitarstjóri
á Þingeyri, i samtali
við blaðið i gær.
Talsvert hefur verið
um aðkomufólk i vinnu
á Þingeyri i sumar,
bæði i fiskvinnu og
byggingarvinnu, og
vantar alltaf fólk til
starfa þar. 1 togari er á
Þingeyri og nokkrir
smærri bátar og hefur
afli þeirra verið ágæt-
ur.
Sveitarfélagiö hefur staöið að
byggingu þriggja leiguíbúöa á
þessu ári og eru þær nú að
mestu tilbúnar. Fáein Ibúðar-
hús önnur eru i smiöum. Þá er
verið að reisa nýtt skólahús á
Þingeyri, en af öðrum opinber-
um framkvæmdum nefndi
sveitarstjórinn „þetta venju-
lega sem allir eru að fást við”,
þ.e. gatna- og holræsagerö.
Einnig standa yfir hafnarfram-
kvæmdir á staðnum og hefur
verið geröur nýr viðlegukantur.
Nokkur steypuvinna er enn eftir
við höfnina, en einnig þarf aö
dýpka höfnina meðfram nýja
viölegukantinum. Heildarkostn-
aöur viö hafnarframkvæmdirn-
ar er talinn nema 104 milljónum
krdna. Jónas Ólafsson kvaö hin
bættu hafnarskilyrði, sem skap-
ast á Þingeyri vegna þessa,
vera vel þegna, en ekki bjóst
hann við aö fjölgaði i flota Þing-
eyringa á næstunni I framhaldi
af þvi. Heimamenn myndu ekki
ráöa við að vinna meiri afla, en
nú þegar bærist á land, nema
þvi aðeins að bæta við fólki.
,,Okkur vantar alltaf
fólk”
— Hingað vantar alltaf fólk i
vinnu, sagði Jónas. Viö höfum
fengið meira en nóg af þeim
áróöri sem haldið er fram viöa
um þessar mundir, að við úti á
landi lifum I vellystingum á
kostnað „þéttbýlisins fyrir
sunnan”. Við lifum mannsæm-
andi lifi hérna og hér eru yfir-
leitt þokkalegar tekjur. Þénust-
an á skuttogaranum er vissu-
lega ágæt, en ekki er hægt að al-
hæfa allt út frá henni. En þegar
kemurað félagslegu hliöinni, þá
stöndum við langt að baki t.d.
Reykjavikursvæðinu og þvi er
alltof oft gleymt, af einhver jum
orsökum.
— íbúum hérna fjölgar mjög
hægt og má ef til vill segja að
gæti þar vissrar stöðnunar. Al-
varlegast er aö við missum allt-
af unga fólkið frá okkur. Við
blæðum fyrir hið einhæfa at-
vinnulif sem er hér, eins og svo
viða I hliðstæðum plássum,
sagði sveitarstjórinn á Þingeyri
að lokum. — ARH