Alþýðublaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 2
2 alþýöu- Laugardagur 8. október 1977 Wadid Sovézkir kvikmyndadagar í Laugarásbíói: Þrjár myndir sýndar Sígaunamynd, September og Prinsessan á bauninni 1 tilefni 60 ára afmælis rúss- nesku byltingarinnar og sta6- festingu nýrrar stjórnarskrár Sovétrikjanna, veröa haldnir hér i Reykjavik „Sovézkir kvik- myndadagar” 13. til 17. þessa mánaðar. Sýndar verða þrjár myndir, „Sigaunarnir hverfa Ut i bláinn”, „Se:p,tember” og „Prinsessan á bauninni”. Myndirnar verða sýndar i Laugarásbiói. „Slgaunarnir hverfa út i blá- inn” (Tabor uhodit v nebo) er byggð á nokkrum æskuverkum Maxims Gorkis er segja frá sl- gaunaflokki á siðari hluta 19. aldar. Stjórnandi myndarinnar er ljóðskáldið og leikritahöfund- urinn Emil Lotianu frá sovét- iýðveldinu Móldavfu. 1 þessari mynd leggur hann höfuðáherzlu á þá mótsögn sem felst I litrík- um ytri umbúnaði sigaunabúð- anna og vonleysi ibúanna, sem allsstaðar eru hundeltir og fyr- irlitnir. Sigaunar og líf þeirra hafa komið mjög við sögu rúss- neskra lista öldum saman, og hér er þessi hefð færð i nýjan búning: kvikmyndalistarinnar. Leikararnir sem fram koma i myndinni eru margir starfandi við eina atvinnuleikhús sigauna i heimi: Romen-leikhUsið i Moskvu. I þessari kvikmynd fara sam- an litrikar sigaunastemningar i tón og dansi og sálfræðileg frá- sögn á nútimavisu. „Sigaunarn- ir hverfa út i bláinn” hlaut „Stóru gullskelina” á alþjóð- legu kvikmyndahátiðinni I San Sebastian á Spáni s.l. sumar. Efni myndarinnar „Septem- ber” er afar einfalt. Armenski bóndinn Levon Pogosian kemur i heimsókn til Moskvu i þvi skyniað fylgja dóttursyni sinum i skólann 1. september. Hann dvelst aðeins nokkra daga I Moskvu, en á þessum stutta tima tekst honum að komast i kynni við margt fólk I fjölbýlis- húsinu þar sem dóttir hans býr ásamt eiginmanni og syni. Lev- on er afskaplega opinskár og einlægur maður. Hann á i eng- um vandræðum með að komast isamband við annað fólk. Hann vill öllum gott gera. „September” er framleidd i Mosfilm-kvikmyndaverinu, og stjórnandi hennar er Armeni'u- maðurinn Edmond Keosaian. „Prinsessan á bauninni” er ævintýramynd, byggð á sam- nefndu ævintýri H.C. Ander- sens. Leikstjóri er Boris Ryt- sarjef, og margir leikaranna eru frægir langt út fyrir landa- mæri Sovétrikjanna. Má þar nefna Innokenti Smoktunofski (hann lék Hamlet i hinni við- frægu sovésku kvikmynd), Alicia Freindlich, Alexander Kaliagin og Igor Kvasha. Tón- listin er eftir Vivaldi. Leik- mynd, búningar og kvikmynda- taka er allt meö miklum ágæt- um, enda hefur myndin fengið þá dóma að hún væri „töfrandi falleg, og um leiö spennandi”. „Prinsessaná bauninni” er fjöl- skyldumynd, sem fullorðnir hafa ekki siður ánægju af en börnin. A blaðamannafundi með sovézka viðskiptafulltrúanum hér á landi á föstudaginn, kom fram, aðl Sovétríkjunum eru nú starfandi 39 kvikmyndaver sem munu framleiða að minnsta kosti 140 leiknar myndir i fullri lengd, tugi styttri kvikmynda, yfir 1200 heimildarmyndir og fræðslumyndir og milli 1100 og 1200 fréttamyndir. Um það bil 100 kvikmyndir veröa fram- leiddar fyrir sjónvarp á árinu i landinu. Einnig kom fram að áhugi er mikill á kvikmyndum I Sovét- rikjunum. Þannig fer hver Ibúi að meðaltali 18-19 sinnum I kvikmyndahús á ári. Otflutn- ingurkvikmynda frá landinu fer vaxandi með hverju árinu sem liður,ogsama má segjaum irm- flutning mynda frá öðrum lönd- um. Þannig eru nú seldar Ur landi um 300 kvikmyndir á ári, en 120-130 erlendar kvikmyndir fluttar til landsins til sýninga. Helztu lönd sem myndir eru m.a. keyptar frá eru Japan, Indland, Bretland, Bandarikin. Auk þess fer sifellt vaxandi September. Armenski bóndinn Levon Pogosian (annar frá vinstri) ræðir við Ibúa fjölbýlishússins I Moskvu. samvinna sovézkra kvikmynda- gerðarmanna við starfsbræður sina i öörum löndum og má nefna myndir eins og „Trúnað- artraust (Sovétrikin-Finnland), „Biáfugl” (Sov.-Bandarikin), „Undir steinhimni” (Sov.-Nor- egur), „Litli bróðir” (Sov.- Búlgarfa), „Rikki-Tikki-Tavi” (Sov.-Indland), svo eitthvað sé nefnt. Sovézki verzlunarfulltrúlinn var aö því spurður á fundinum, hvort möguleiki væri á að Rúss- ar sendu hingað til lands kvik- myndir frá Olympfuleikunum I Moskvu, endurgjaldslaust. Hann kvað það harla hæpið. Ot- flutningur kvikmynda væru við- skiptamál, bissniss, og þvi vart von til þess að kvikmyndir um Olympiuleikana kæmu hingað til lands öðru visi en að þær Atriöi úr kvikmyndinni Slgaunarnir hverfa út I bláinn. Luyku (Grigory Grigoriu) rekur rýting sinn á kaf I Rödu (Svetlana Toma). Að baki þeirra tekur Danilo viðbragð og eftir andartak hefur hann ráðið Luyku bana. væru keyptar hingað eða leigð- ar. Hins vegarkynni að koma til greina, að sendiráðið fengi kvikmyndir frá einstökum atr- iðum leikanna og byði þá iþróttaáhugamönnum til kvik- myndasýninga I sendiráöinu. — hm Tæknifræðingar Selfosshreppur óskar að ráða tæknifræð- ing nú þegar eða eftir nánara samkomu- lagi. Umsóknir ásamt meðmælum og upplýs- ingum um fyrri störf, sendist undirrituð- um fyrir 14. október n.k. Sveitastjóri Seifosshrepps. Loftpressur — sprengingar Loftpressur i múrbrot, fleygun og spreng- ingar. Gerum föst tilboð. Vélaleiga Simonar Simonarsonar. Kriuhólum 6. Simi 74422. Smíðum Neon- og plastljósaskilti. Einnig ýmiss konar hluti úr Acrfl plasti. Neonþjónustan hf. Smiðjuvegi 7, sími 4 37 77 Leið tólf — Hlemmur-Fell: Fyrsta bók ungs rit- höfundar Tuttugu og þriggja ára Reykvikingur, Haf- liði Vilhelmsson, hefur sent frá sér sina fyrstu bók á vegum bókaútgáf- unnar Arnar og Örlygs. Hér er um að ræða sam- timasögu úr Reykjavik og ber hún nafnið Leið tólf — Hlemmur-Fell. Utgefandi segir i fréttatilkynningu að þessi fyrsta bók höfund- ar sé skrifuð af mikilli þekkingu á lífi og kjör- um unga fólksins, og sé ef til vill ,,sá samtiðar- spegill islenzkur þar sem margir myndu þekkja sjálfa sig og sina, bæði táningar og for- Hafliöi Vilhelmsson eldrar, ef þeir bara litu i spegilinn með opnum augum”. A kápu bókarinnar er mynd af höfundi i skjóli „hins fagra og limrika trés á horni Suðurgötu og Vonarstrætis”. Ekki verður út- gefanda lýsingarorða vant þegar hann lýsir höfundi á bókarkápu, en þar segir, að „hinn ungi höf- undur sé jafnefnilegur og sá ungi sproti var á sinum tima sem hið mikla tré er af sprottið. Það sé undir hans eigin upplagi og við- tökum og aðhlynningu almenn- ings komið, hvort þessi ungi sproti á íslenzkum skáldmeiöi nái sambærilegum þroska á sfna visu”. Bókin er um tvij hundruð blaö- siður og fæst bæði innbundin og i kiljuformi. — hm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.