Alþýðublaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 4
4 ■n Þriðjudagur 11. október 1977 biaöiA Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Kekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 818G6. Augiýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð 1500 krónur á mánuði og 80 krónúr i lausasölu. Getur þú lifað af 54 þús. kr. á mánudi? bandi er rétt að minna þingmenn og þjóð á frumvarp það, sem Guðmundur H. Garðars- son lagði fram á Alþingi 1976 um Lífeyrissjóð íslands, sem yrði sameiginlegur trygginga- sjóður allra landsmanna. Þarna er á ferðinni eitt merkasta mál á þessu sviði, og ætti að vera auðvelt fyrir þingmenn allra flokka að sam- þykkja það, verði það tekið upp á næsta þingi. Á föstudaginn ritaði 82 ára gamall maður grein í Alþýðublaðið, þar sem hann f jallaði um afkomu aldraðra í þjóðfélaginu og ýmsar blekkingar, sem hafðar hafa verið frammi til að fela sann- leikann. Þannig getur hann um grein í Morgun- blaðinu fyrir skömmu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu, að aldr- aðir fengju um 80 þúsund krónur á mánuði í eftir- laun, ellilífeyri og tekju- tryggingu. Það gleymdist hins vegar að geta þess, að stórir hópar aldraðra fá engin eftirlaun. Þannig hafði þessi aldraði maður í byrjun þessa árs 22 þúsund krónur í ellilífeyri og 13 þúsund krónur í tekju- tryggingu, eða samtals 35 þúsund krónur á mánuði. í ágúst síðastliðnum hafði þessi upphæð nækkað í 54 þúsund krónur. Hann býr í íbúð, sem á hvíla lán frá Reykjavíkurborg og Húsnæðismálastjórn. Af báðum þessum lánum verður hann að greiða. Hann þarf einnig að greiða f asteignag jöld, hita, rafmagn og síma. Þessi aldraði maður segir, að enginn megi taka orð sín sem svo, að þetta dæmi sé einstakt í sinni röð. Margir búi við svipaðar aðstæður og haldi, að svona verði þetta að vera. Auðvitað er fjöldi aldraðs fólks, sem einnig hefur betri aðstæður en þessi maður. En þeir eru alltof margir, sem svipað er ástatt um. Og hver treystir sér til að lifa af 50 þúsund krónum á mánuði? — í þessu sam- Misnotkun almannatrygg inga verður að stöðva Þótt Alþýðuflokkurinn hafi flokka mest barist fyrir tryggingamálum hér á landi, gera þing- menn hans sér Ijóst, að tryggingakerf ið er vand- meðfarið. Hættan á mis- notkun þess er mikil, og hér á landi hef ur talsvert orðið vart við þá óheilla- þróun. Koma verður í veg fyrir það, að kynsióð fram af kynslóð lifi á tryggingakerf inu með því að misnota það. Til er fólk, sem lærir á kerfið og allar smugur þess, notar það út í yztu æsar og lifir góðu lífi. Á sama tíma eru hópar manna, sem af stolti eða van- þekkingu, fá ekki það sem þeim ber. Þróun tryggingamála í hinum norrænu löndunum hefur farið út í öfgar. Þetta á til dæmis við um atvinnuleysistryggingar. Dæmi eru til þess frá Danmörku, þar sem atvinnuleysi er nú mikið, að menn fái hærri bætur en nam launum þeirra. Fái þeir ekki vinnu í þeirri grein, sem þeir hafa menntun til að stunda, er þeim ekki skylt að taka þá vinnu sem fæst, sé hún utan þeirra sérstaka sviðs. Slíkt gengur ekki. Trygginga- málin eru vandmeðfarin og misnotkun almanna- trygginga veikir hið mikilvæga hlutverk þeirra í þjóðfélaginu. ----ÁG Fjórar nýjar bækur frá Iðunni Atómstödin í skólaútgáfu Iðunn hefur sent á markaðinn Atómstöðina eftir Halldör Lax- ness i flokknum Islenzk úrvals- rit i skólaútgáfum, en ritin i þeim flokki eru nú orðin 11 tals- ins. Það var Njörður P. Njarðvik, sem annaðist þessa skólaútgáfu Atómstöðvarinnar, og ritar hann allýtarlegan formála fyrir bókinni. Þessi nýja útgáfa er 220 bls. að stærð, og á kápu bókarinnar eru myndir úr leikritsgerð sög- unnar. Græna blómið Græna blómið nefnist ævin- týri i máli og myndum eftir Róbert Guillemette. Róbert þessier frá Normandi, og skaut honum hér upp fyrir sjö árum. Hafði hann þá fengið þá hugmynd að læra islenzku i Háskóla Islands, auk þess sem hann vann við hin fjöibreytileg- ustu störf. Sfðast en ekk'i sfzf hefur hann málað og teiknaö, þvi myndlistin er það sem hann lifir fyrir og vill lifa á. Ævintýrið er jafnt við hæfi barna og fullorðinna, fágað listaverk. Þýðendur bókarinnar eru Arnlin Óladóttir og Magnús Rafnsson. Tvær Barba- papabækur Tvær nýjar bækur um kynja- kallinn Barbapapa eru nú komnar á markaðinn. Heita þær Skólinn hans Barbapapa og Barbapapa bókin 1977. Eru þetta 6. og 7. bókin sem koma út á islenzku. Barbapapabókin 1977 er sú stærsta sem út hefur komið, en hún er 61 bls. Efni hennar er mjög fjölbreytt s.s. iþróttaget- raunir, kökuuppskriftir o.fl. Skólinn hans Barbapapa segir aftur frá nýstárlegum skóla, sem fjölskyldan setur á lagg- irnar. Þuriður Baxter hefur þýtt allar bækurnar, sem eru prent- aðar og bundnar i Hollandi. —JSS Bæjarleiðir i nýtt húsnæði Starfsemi Bæjarleiða hf. hefur nú verið flutt i nýtt húsnæði. Er húsið 120 fermetrar að stærð á þrem hæðum, eða sam- tals360 ferm. Tvær efstu hæðirnar eru leigðar út en þjónustustarfsemi Bæjarleiða erá jarðhæð. Enn fremur er fyrir- hugað að reisa 20 fermetra, tveggja hæða tengibyggingu, sem verður milli nýja hússins og 160 fermetra tveggja hæða bygg- ingar. Verður öll byggingin þannig samtals 720 fermetrar að stærð, þegar framkvæmdum er að fullu lokið. Byggingarkostnaður við þann áfanga, sem nú hefur verið tekinn til notkunar, er um 20 milljónir króna. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —Vélarlok — Geymslulok á Woikswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.