Alþýðublaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 11.10.1977, Blaðsíða 12
alþýðu- blaðiö (Jtgefandi Alþýöuflokkurinn ÞRIÐJUDAGUR Ritstjórn Alþýöublaðsins er að Sfðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að ---------- - Hverfisgötu 10, sími 14906 — Askriftarslmi 14900. 1 1. OKTÓBER 1977 Verkfall Verkfall Bandalags starfsmanna rikis og bæja hófst á miðnætti siðastliðna nótt, eftir að slitnað hafði upp úr samningaviðræðum milli bandalagsins og rikisins. Verkfall þetta nær til allra starfs- manna rikisins, sem eru rúmlega átta þúsund og sex hundruð að tölu, ut- an þeirra sem sam- kvæmt lögum eiga ekki verkfallsrétt, svo og þeirra sem kjaradeilu- nefnd hefur úrskurðað að skuli sinna störfum sinum áfram. Hafa nöfn þeirra, sem kjaradeilu- nefnd ákvað að yrðu að starfa til öryggis og heilsugæzlu væri gætt, verið birt i Lögbirting- arblaðinu. Þar sem samningar náðust i gærkvöld milli starfsmanna Reykja- vikurborgar og Reykja- vikur, nær verkfallið ekki til þeirra. Enn fremur hafa starfs- mannafélög nokkurra annarra sveitarfélaga náð samningum við sina viðsemjendur, en þegar blaðið fór i prentun i gærkveldi höfðu félags- fundir ekki alls staðar fjallað um samningana, þannig að ekki reyndist unnt að skýra nákvæm- lega frá þvi hverjir eru i verkfalli i dag og hverjir ekki. Ljóst er þó að hópur- inn er all nokkru minni en ætlað var fyrir fáein- um dögum að yrði. Gátum ekki gef- ið meir eftir — segir Kristján Thorlacius, form. BSRB — Það er ljóst, að til verkfalls er nú að draga og það hefst á miðnætti i nótt, sagði Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna rikis og bæja, i viðtali við Alþýðublaðið i gær- kvöldi, þegar hann var staddur á fundi samn- inganefndar bandalags- ins i hátiðarsal Háskóla Islands. — Það slitnaði upp úr samningaviðræðunum i nótt er leið, sagði Krist- ján ennfremur, þegar fram kom lokatilboð frá rikinu, en það lokatilboð felur aðeins i sér 2—3% hækkun á ársgrundvelli, frá þvi sáttatilboði sem fellt var með áttatiu af hundraði atkvæða i alls- herjaratkvæðagreiðslu BSRB fyrir skömmu. Við höfum gert okkar ýtrasta til aö ná samkomulagi og höfum fært okkur niður um allt að 10—12% á meðan rikið þokar sér aðeins upp um 2—3%. Það vantar þarna á að gengið sé nóg til móts við kröfur okkar um hækkun lægstu launanna og nægilega samræmingu I mið- flokkunum. Einnig vantar á að okkur sé veittur endurskoðunar- réttur, ef visitalan verður tekin úrsambandi, eða kaupmáttur rýrist verulega. Loks hefur þvi algerlega verið hafnað að ræða um önnur efnisat- riði, sem fólust í sáttatilboði þvi sem báðir aðilar höfðu þó sam- þykkt sem vinnugrundvöll. Það sem boöiðer teljum við alis ekki fullnægjandi og höfum ekki getað teygt okkur lengra í átt að samkomulagi, en nú þegar er orð- ið. Við teljum að þátttakan I alls- herjaratkvæðagreiðslunni um sáttatillöguna og úrslit hennar feli i sér skýr fyrirmælí til samn- inganefndar bandalagsins, um að ná beri allnokkuö fram fyrir til- boðið . Varðandi samninga þá sem i kvöld voru undirritaðir milli Reykjavikurborgar og starfs- manna hennar, vil ég segja, að ég harma það mjög. Ég harma mjög þau vinnubrögð formanns eins aðildarfélaga okkar, að taka þátt i þvi að fella lokatilboð rlkisins til BSRB slðastliðna nótt, en ganga siðan til samkomulags fáeinum klukkustundum siðar. Svo vil ég aðeins segja að lok- um, sagði Kristján, að vonandi verður þetta verkfall, sem nú er skolliðá, sem stytzt. Það riður á að samstaöa haldist meðal okkar og þeim mun meiri eining sem rikir, þeim mun styttra verður verkfallið. Ekkert gerðist á BSRB-fundnum I gær. Fjármálaráöherra haföi þvi nægan tima til að spjalla við samþingmann sinn Gylfa Þ. Gisla- son, þegar þeir hitt'ust á háskólagöngum. Fella borgar- starfsmenn samninginn? Á samningafundi með fulltrúum Reykjavíkur- borgar og starfsmanna borgarinnar í gær tókst samkomulag, sem í gær- kvöld var lagt f yrir félags- fund í Starfsmannafélagi Reykjavíkur. Samkomulag þetta var, eftir því sem næst varð komizt í gærkvöldi, byggt að mestu á sáttatillögu þeirri er fulltrúar ríkisins lögðu fram á fundi með fulltrúum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja aðfaranótt mánudags. Sem kunnugt er höfnuðu samningamenn BSRB þessari tillögu sem óhæfri, þar á meðal fulltrúar Starfsmannafélags Reykjavíkur. Samkomulag SR við Reykjavíkurborg mun ná nokkru lengra í ýmsum atriðum en lokatillaga rík- isins gerði. í gærkvöld var haldinn félagsfundur í SR í Súlnasal Hótel Sögu. Var þar margt manna samankomið, enda er um að ræða fjölmenn- asta félagið innan BSRB. Allnokkur hiti var á fundinum og voru margir sem tóku til máls, er mæltu eindregið gegn samþykkt samkomulags samninga- nefndanna. Helztu rök fyrir fellingu samkomulagsins voru þau að það næði alls ekki nógu langt til móts við kröfur þær er gerðar voru af BSRB og svo hitt að ekki væri rétt að kljúfa SR frá heildinni innan BSRB, þeg- ar verkfall væri að skella á. Væri samstaðan meir áríðandi en það sem næðist með þessum samningi. Þegar Alþýðublaðið fór í prentun i gær, stóð f undur- inn enn, en kjósa átti um samninginn samkvæmt kjörskrá, svo ekki liggur fyrir fyrr en í dag hvort hann var felldur eða sam- þykktur. Uppi i hátiðarsal sátu þeir þreyttir af strangri baráttu. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, og Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri þess.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.