Alþýðublaðið - 13.10.1977, Síða 3

Alþýðublaðið - 13.10.1977, Síða 3
tt' Fimmtudagur 13. október 1977 3 Slegin skjaldborg um lágfótu! Hið íslenzka tófu- vinafélag stofnað! Stofnað hefur verið í Reykjavik Hið íslenzka tófuvinafélag (HIT)/ en heimili þess og varnarþing mun hins vegar vera á Akranesi og geta menn komizt í samband við fé- lagsskapinn gegnum póst- hólf 81 þar í bæ. Stjórn Tófuvinafélagsins skipa þeir Sigurður Hjartarson/ Akranesi, forseti, Þor- steinn Jónsson, Reykjavik, Grétar H. Jónsson, Reykjavík og Arni Hjart- arson, Tjörn í Svarfaðar- dal, en Arni er jafnframt útbreiðslustjóri félagsins og tengiliður tófuvina við bændur. t lögum eru markmið tófuvina rakin i ótal liðum: 1. að vinna markvisst að lit- breiðslu tófunnar um land allt 2. aö standa dyggan vörð um fornhelgan rétt tófunnar i land- inu 3. að skapa islenzka tófustofnin- um viðunandi lifsskilyrði, eink- um á vetrum, og skal unnið að þvi að afréttir verði eigi jafn samvizkusamlega smalaðar og verið hefur 4. að sporna gegn miskunnar- lausum ofsóknum á hendur tófustofninum islenzka 5. að beita sér fyrir að Alþingi Is- lendinga leiðiilög eftirfarandi: a. að islenzki tófustofninn verði alfriðaður b. að tófan fái sinn sess i nátt- úruverndarlögum c. að innflutningur á útlendum tófum verði bannaður d. að gömul verzlunarákvæði um útflutning á melrakka- belgjum verði numin úr gildi e. að embætti veiðistjóra verði lagt niður f. að áreitni snjósleðamanna við frjálsar tófur verði bönn- uð g. að þyrlur verði bannaðar I eftirleit h. að bannað verði að lifláta tófur nema i eftirfarandi undantekningartilfellum: 1. að tófa sé sannanlega stað- in að þvi að hafa drepið meira en nemi vikuforða Framhald á bls. 8 Tillaga á Þingi Landss. slökkvilidsmanna: Skóli fyrir slökkviliðsmenn 5. þing Landssambands Slökkviliðsmanna var haldið nýlega. Formaður sambandsins, Ármann Pétursson setti þingið en ávörp og erindi fluttu Gunnar Thoroddsen, félagsmálaráðherra, Guð- mundur Haraldsson, fyrr- verandi formaður LSS, Ás- geir ólafsson, formaður stjórnar Brunamálastofn- unar ríkisins og Rúnar Bj arnason, slökkviliðs- stjóri. Seinni þingdaginn skiluðu nefndir áliti. Þar kom m.a. fram, að laga yrði laun lausráðinna slökkviliðsmanna verulega og ýmsar aðrar breytingar væru nauðsynlegar, svo sem trygging- arbætur fyrir tjón á fatnaði, fleiri tima fyrir hvert útkall og fleira. öryggis- og heilbrigðisnefnd óskaði eftir þvi að Brunamála- stofnun rikisins gefi út reglugerð um það, hvað sé slökkviliðið og hvað sé lágmarks tækjabúnaður. Einnig var skorað á þá, er sjá um innkaup á útbúnaði fyrir- slökkvilið, að aðeins það bezta verði keypt hverju sinni. Miklar umræður urðu um ör- yggismál slökkviliðsmanna og skipuð var nefnd til að vinna að þvi i samráði við stjórnvöld að koma á skóla fyrir slökkviliðs- menn. Ármann Pétursson var endur- kjörinn formaður Landssam- bands slökkviliðsmanna en aðrir i stjórn eru nú: Gunnlaugur Búi Sveinsson, Halldór Vilhjálmsson, Egill Ölafsson, Þórður Kristjáns- son, Stefán Teitsson og Erlingur Gunnlaugsson. Þingforseti var Eggert Vigfús- son. Ósóttir vinningar í Iðnkynningarhappdrætti Barmmerki Iðnkynningar, sem dreift var til verzlun- ar- og iðnverkafólks í Reykjavík, voru númeruð og giltu sem happdrættis- miði. Dregið hefur verið i þessu happdrætti og komu vinningar upp á eftirfar- andi númer: Happdrætti verzlunarfóiks 1. 3241 Mokkakápa/frakki frá'' Gráfeldi hf. 2. 3535 Stockholm sjónvarpsstóll frá Módel húsgögn 3. 2648 5 manna tjald meö himni frá Belgjagerðinni Happdrætti iðnverkafólks 1. 1194 Mokkakápa/frakki frá Gráfeldi hf. 2. 553 Stockholm sjónvarpsstóll frá Módel húsgögn 3. 2303 5 manna tjald með himni frá Belgjagerðinni Nokkrir vinningar hafa veriö sóttir, en þeir, sem hafa barm- merki með einhverjum af ofan- töldum númerum, eru beðnir um að hafa samband við Iðnkynningu i Reykjavik, Hallveigarstig 1, simi 2 44 73, fyrir 20. október n.k.. Alls var 6000 barmmerkjum dreift i Reykjavik og verðmæti vinninga um kr. 450.000.-. Getraunaspá Alþýdubladsins: Stefnum að 9 réttum Kr. 100 Eftir viku hlé tökum við aftur til við getraunaspána. Eftir stöðuga framför i nokkrar vikur kom afturkippur fyrir hálfum mánuði og við fengum ekki nema 6 rétta. Þetta hafði þau áhrif á umsjónarmann get- raunaþáttarins, að hann hafði helzt uppgjöf i huga en nú hefur hann ákveðið að halda áfram og stefnir að vinningi innan tveggja vikna. Takmark okkar að þessu sinni er 9 réttir. © Tho Football Loaauo Lelkir 15. október 1977 Arsonal - O.P.R. Aston Villa - Norwioh Chelsea - Middlesbro Derby - W.B.A. . Everton - Bristol City Ipswich - P.irmingham Leeds - Liverpool ... Leicestor - Coventry Man. Ulci. - Newcasttd Nott'm For. - Man. City Wolves - Wes'. Ham . . . Hull - Blackpool ....... r7W X 2 m a Arsenal-QRP Arsenal er nú statt um miðbik deildarinnar með 10 stig. Liðinu hefur ekki gengið eins vel og menn áhtu von á. Reyndar hafa liðsmenn verið óheppnir, eins og t.d. á laugardaginn. Þá léku þeir gegn Manchester City i Manchester og hófu leikinn á þvi að skora sjálfsmark og töpuðu leiknum með einu marki gegn tveimur. QPR er neðarlega i 1. deildinni um þessar mundir og á Highbury eiga þeir ekki að geta náð stigi af Arsenal. Heimasig- ur. Aston Villa-Norwich. Villa hefur heldur ekki gengið vel i haust, liðið hefur þegar tap- að þremur heimaleikjum, en á heimavélli hefur liðið nánast ver- ið ósigrandi til þessa. Samt spáum viö þvi, að Villa takist að klekkja á Norwich, sem skyndilega er komið i toppbaráttuna. Heimasigur. ' Chelsea-Middlesbro. Við höfum þá trú, að Chelsea takizt að koma sér af mesta hættusvæðinu á laugardaginn með þvi að vinna Middlesbro. Chelsea-liðið ieikur þokkalega knattspyrnu þó liðinu hafi ekki tekizt að hala inn mörg stig. Heimasigur. Derby-WBA. Derby hefur tekið fjörkipp undanfarnar vikur komist þar með af botninum og er nú um miðbik deildarinnar. Þeir ættu þvi að standa nokkuð i WBA, liðinu, sem komið hefur undirrituðum mest á óvart allra liða i haust Jafntefli, en útisigur til vara (Fyrsti tvöfaldi leikurinn). Everton-Bristol City. Lið Everton hefur farið hamförum á knattspyrnuvellinum undanfarnar vikur og tætt i sig andstæðingana, þannig að vart hefur staðið steinn yfir steini. Bristol City verður þeim tæpast þrándur i götu á laugardaginn. Ipswich-Birmingham. Þetta verður örugglega tvisýnn leikur. Birmingham hefur náð ser nokkuð á strik og fengið fimm stig i þrem siðustu leikjum. Þó er liklegt, að Ipswich nái að knýja fram sigur á heimavelli sin- um. Leeds-Liverpool. Liverpool er i toppbaráttunni og má ekki við þvi að missa stig. Það verður erfitt á laugardaginn þvi Leedsliðið er ekkert til að hlæja að. Við spáum þvi aö Liverpool takizt að knýja fram sigur á elleftu stundu. Leicester-Coventry. Leicester liðið er algerlega heillum horfið og tapar hverjum leiknum á gætur öðrum enda er liðið nánast lélegt. Útisigur. Manchester United-Newcastle. Það sama má segja um Newcastle. Liöið situr eitt og yfirgefiö á botninum með aðeins tvö stig eftir 10 leiki. Heimasigur. Nottingham Forest-Manchester City. Þetta er greinilega leikur vikunnar, tvö efstu liðin leiða saman hesta sina. Forest hefur gengið vel á heimavelli sinum, unnið fjóra leiki gert eitt jafntefli og engum tapað. Við spáum þvi heimasigri, en jafntefli til vara (Annar tvöfaldi leikurinn). Wolves-West Ham. Liö West Ham hefur verið ótrúlega óheppið i haust og er það aðalástæða þess, að liðið er enn á botninum. Við trúum þvi, að nú taki gæfuhjólið að snúast liðinu i vil. Þeir vinna þvi Úlfana á laugardaginn en til vara spáum við jafntefli (Þriðji tvöfaldi leik- urinn). Hull-Blackpool. Blackpool er mun betra lið en Hull og ætti þvi að vinna, en oft hefur heimavöllur komið Hull til góða. Spáin er þvi útisigur en jafntefli til vara (Fjórði og siðasti tvöfaldi leikurinn). —ATA

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.