Alþýðublaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 1
IÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER
219. TBLl— 1977 — 58. ÁRG.
Ef bladid berst ekki
kvartið til
Alþýðublaðsins f
síma (91) 14900
VIÐRÆÐUR LOKS AÐ
HEFJAST ÍALVÖRU
//Það er helzt að frétta í
dag/ að núna var verið að
ákveða það fyrirkomulag á
vinnubrögðum í viðræðum
deiluaðila, að setja sér-
stakar starfsnefndir til að
ræða ákveðna þætti mál-
anna og síðan munu eiga
sér stað viðræður tveggja
HúsvarðaverkfalBinu lokið;
Framhaldsskólarnir
hef ja kennslu í dag
„Þaö er nýjast hjá okkur, aft
verkfallsnefnd semþykkti i dag,
aö tilganginum meö verkfalli
húsvaröa i skólum hafi veriö
náö. Viö höfum vakiö þá athygli
á mikilvægi þessara manna
sem viö ætluöum og viijum nú
ekki valda þeim er hafa sýnt
okkur stuöning undanfariö
meiri vandkvæöum. Viö erum
þakklátir fyrir stuöning og
aöstoð, en viljum nú ekki lengur
koma i veg fyrir aö nemandur
geti notiö kennslu eöiilega,
þannig að menntaskólar,
fjölbrautaskólar, kennarahá-
skóli, tækniskóli og háskóli
hefja störf að fulli á morgun,
sagöi Páll Guömundsson, vara-
formaöur verkfallsnefndar
BSRB, á blaöamannafundi i
fær.
„Þessi deila, i sambandi viö
húsveröi skóla, er nokkuð sér-
stæö i kjaradeilunni, sagði Páll
ennfremur, þvi hún stóð fyrst og
fremst um það hvort hlutverk
húsvarða væri einungis að snúa
lykli, eða hvort það væri fleira
innifaliö i þvi. Það hefur komiö i
ljós, svo að enginn getur annað
en viðurkennt, að þeirra starf er
mun mikilvægara en einn lykil-
snúningur og að án þeirra geta
skólarnir ekki starfað”.
Aöspurður kvað Haraldur
Steinþórsson, framkvæmda-
stjóri BSRB, vonast til þess að
þessi ákvörðun myndi styrkja
stöðu bandalagsins i samning-
um þeim er væntanlegir eru.
Gróftverkfallsbrot yfirmanna f jármálaráðuneytis:
Ráðist á tvo verkfalls-
verði við Stjórnarráðið!
1 gærkvöldi barst blaöinu svohljóöandi samþykkt stjórnar BSRB,
vegna alvarlegra verkfallsbrota yfirmanna fjármálaráöuneytis. Réö-
ust þeir á verkfallsveröi með ofbeldi, og kvartaöi annar tveggja verk-
fallsvarða um eymsli ihandlegg eftir átökin. A eftir ályktuninni kemur
svo skýrsla verkfallsvarðanna af atburðunum viö mötuneyti Stjórnar-
ráðsins i Arnarhvoli i gær.
Stjórn B.S.R.B. hefur á fundi
sinum i dag fengið skýrslu um
gróft verkfallsbrot við matstofu
starfsmanna Stjórnarráðsins I
Arnarhvoli, þar sem fráfarandi
ráðuneytisstjóri i fjármála-
ráðuneytinu, deildarstjóri
launadeildar fjármálaráðu-
neytisins og launaskrárritari
réðust á verkfallsverði samtak-
anna með handafli.
Stjórn B.S.R.B. vitir slikt
lagabrot og ofbeldi af ráðu-
neytisstjóra og háttsettum
embættismönnum i launadeild
fjármálaráðuneytisins.
Alyktun þessi var samþykkt
samhljóða á fundi stjórnarinnar
sem haldinn var i hátiðasal
Háskóla íslands.
Frásögn verkfalls-
varöa BSRB í gær:
Strax i upphafi verkfalls opin-
berra starfsmanna reis ágrein-
ingur um starfrækslu mötu-
neytis Stjórnarráðsins i Arnar-
hvoli. Ágreiningurinn var milli
fjármálaráðuneytisins og verk-
fallsnefndar Félags starfs-
manna Stjórnarráðsins. Félagið
taldi að þar sem forstöðukona
mötuneytisins tekur laun sam-
kvæmt samningi B.S.R.B., þá
bæri að loka mötuneytinu.
Verkfallsnefnd haföi fyrir dag-
inn i' dag gert tvær tilraunir til
að loka mötuneytinu. Eftir aö
sýnt var aö þvi var enn haldið
opnu, ákvað verkfallsnefndin að
gera enn eina tilraun i dag til að
hindra þetta verkfallsbrot.
Tveir úr verkfallsnefnd hófu
verkfallsvörzlu i anddyri mötu-
neytisins klukkan 11:30. Laust
fyrir klukkan 12 komu tveir
starfsmenn fjármálaráðuneytis
að dyrum mötuneytisins og
kröfðust þess að verkfalls-
verðirnir vikju frá dyrunum.
Verkfallsverðir áréttuðu þann
skilning félagsins að hér væri
verið að fremja verkfallsbrot og
óskuðu eftir þvi aö enginn færi
inn i mötuneytið. Starfsmenn
fjármálaráðuneytis töldu að
verkfallsverðir hefðu enga
heimild til að stöðva inngöngu
þeirra f mötuneytið og stjökuðu
við verkfallsvörðum. Upphófust
þá nokkrar stympingar sem
enduðu með þvi, aö starfsmenn
fjármálaráðuneytis sögðust
ætla að sækja liðsauka.
Næst gerist það að formaður
samninganefndar rikisins kom
á vettvang ásamt lögfræðingi
fjármálaráðuneytis. Lýstu þeir
þvi yfir að verkfallsverðir hefðu
ekki heimild til að hindra starf-
semi mötuneytisins og fóru sið-
an i burtu.
Meðan á þessu stóð hafði
safnazt saman nokkur hópur
manna fyrir framan dyr mötu-
neytisins og beið fólkið átekta.
Að stundu liðinni kom fráfar-
andi ráðuneytisstjóri fjármála-
ráðuneytis á vettvang ásamt
áðurgreindum tveimur starfs-
mönnum. Fráfarandi ráðu-
neytisstjóri áréttaði þann skiln
ing ráðuneytisins að verkfalls-
verðirnir hefðu ekki heimild til
að loka mötuneytinu og bað þá
að hafa sig á brott.
Verkfallsverðir höfðu sett
bekk fyrir dyrnar og sátu á hon-
um, en tóku hann frá að beiðni
fráfarandi ráðuneytisstjóra.
Siðan tóku verkfallsverðir sér
stöðu i dyrum mötuneytisins.
Nokkur orðaskipti áttu sér stað
Framhald á bls. 10
fulltrúa BSRB við ráð-
herrana tvo/ um málin
almennt. Þetta þýðir
nánast það, að nú erum við
loks að setjast hér i alvöru
til þess að gera tilraun til
samninga, sagði Haraldur
Steinþórsson, fram-
kvæmdastjóri Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja,
á blaðamannafundi í gær.
Fulltrúar BSRB, sem ræða
munu við ráðherrana, eru
Haraldur og svo Kristján Thor-
lacius, formaður bandalagsins,
en ráðherrarnir eru, sem kunnugt
er, þeir Matthias Mathiesen, fjár-
málaráðherra, og Halldór E.
Sigurðsson.
Ekki mun ljóst hversu margar
vinnunefndirnar verða, en þetta
fyrirkomulag, eða öllu heldur að
það er tekið upp, gæti bent til þess
að nú færi að styttast i deilunni.
„Þetta er þannig til komið,
sagði Haraldur ennfremur i gær,
að á sáttafundinum i gær lenti
vinnan á okkur i BSRB. Við
höfðum áður tekið fram að ýmis
atriði önnur en launastigann og
endurskoðunarréttinn yrði að
ræða, til dæmis ýmis atriði sátta-
tillögunnar, svo og hvað i hana
kynni að hafa vantað.
Eðlilega vorum við spurðir að
þvi hvað okkur þætti vanta og
settum við þá fram efnisatriði,
eða lagfæringar, i tólf punktum,
sem meðal annars fela i sér
hækkun vaktaálags, hækkun yfir-
vinnuálags og fleira.
Við höfum i sjálfu sér ekki orðið
varir við nein viðbrögð frá rikinu,
önnur en þau að aðilar eru nú
sáttir um að setjast niður og
reyna að finna leið til samninga.
Þvi voru þessi vinnubrögð
ákveðin.
Sveitar-
félögin
f lest að
semja
„Ég hygg að nú sé verift aft
ljúka við gerft samninga i
flestum þeim sveitarfélögum,
sem ekki hafa þegar samift og
mér vitanlega hafa staftiö
fundir i dag, efta munu standa
I kvöld, i Mosfellshreppi,
Iiafnarfirði og á Akureyri, þar
sem nýir samningar verfta
bornir undir atkvæfti félags-
manna, sagfti Haraldur
Steinþórsson, framkvæmda-
stjóri BSRB á blaöamanna-
fundi I gær.
„Þá veit ég aðeins um tvö
bæjarfélög, sem ekki hafa
samið, sagði Haraldur enn-
fremur, það er Isafjörður,
sem ég hef ekki haft fregnir af
nýverið, en málin þar stóðu þó
nokkuð vel slðast er ég vissi,
svo og Kópavogur, þar sem
allt stendur fast.
Svo eru eftir samningar
Hjúkrunarfélags Islands við
Reykjavikurborg og
Akureyrarbæ, en félagið gerir
sérsamninga við þessi tvö
bæjarfélög. Siðast þegar ég
vissi höfðu, engar viðræður átt
sér stað”.
Fatlaðir
á þing-
pöllum
— Sjá baksíðu
VILJA LOGBANN A
VERKFALLSVÖRZLU
Bandalagi starfsmanna rikis
og bæja barst i gær tilkynning,
þess efnis, aft sjávarútvegs-
ráftuneytift heffti farift þess á
leit, aft lögbann veröi lagt vift
þvi aft verkfallsverftir banda-
lagsins stöftvi hafrannsóknar-
skipift Arna Friðriksson I höfn.
Arni Friðriksson átti fyrir
fáeinum dögum að leggja út til
sildarleitar, en verkfallsverðir
BSRB hafa komið i veg fyrir að
skipið kæmist úr Reykjavikur-
höfn.
Nú vill ráðuneytið koma
skipinu af stað og hefur þvi farið
þess á leit að verkfallsverðir
verði fjarlægðir meft lögbanni.
Bragi vann á
Norðurlandi
Talningu í prófkjöri
Alþýðuflokks í Norður-
landskjördæmi eystra
lauk á Akureyri i gær-
kvöldi. Úrslit urðu þau að
Bragi Sigurjónsson/
bankastjóri/ sigraði og
hlaut alls 1092 atkvæði.
Árni Gunnarsson/ rit-
stjóri/ hlaut808 og Bárður
Halldórsson, mennta-
skólakennari, hlaut 222
atkvæði. 5 seðlar voru
auðir og ógildir. Alls kusu
2122 i prófkjörinu, þar af
liðlega 1600 á Akureyri.
Þess má að lokum geta,
að prófkjörið er bindandi
hvað varðar skipan efsta
sætis framboðslista
Alþýðuflokksins í
Norðurlandskjördæmi
eystra og mun því Bragi
Sigurjónsson skipa það.