Alþýðublaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 19. október 1977 jblaSfA1 Neytendasamtökin vara við litsjónvarpsauglýsingu: „Frjálsleg medferd þýzkrar neytenda- könnunar” Neytendasamtökin hafa sent fra sér tilkynningu, þar sem fólk er eindregið varað við auglýsingu, sem einn inn- flytjandi litsjónvarpstækja hefur birt f dagblöðum að undanförnu. Þar fer innflytj- andinn afar frjálslega með fyrir litilvægt atriði, en minus fyrir stórvægilegt atriði. Sé þetta aðferð sem þýzka blaðið sjálft treysti sér ekki til að nota! Þá er og bent á, að könnun blaðsins nái einungis til ákveðinna tegundur sjón- varpstækja, þ.e. þeirra, sem Frá talningu atkvæða á sunnudagskvöld. Þórhallur stendur upp við vegg og fylgist með talningunni með krosslagðar hendur. Þórhallur Halldórsson formaður SR. Fólkið valdi rétt þrátt fyrir gegndarlausan áródur ýmissa afla — Fyrst og fremst tel ég þessi úrslit mikinn fé- lagslegan sigur fólksins í Starfsmannafélagi Reykjavíkur/ sem óbeygt af gegndarlausum áróðri ýmissa af la athugaði náið upplýsingar um samning- inn, hlustaði á ýtarlegar skýringar á honum og gerði síðan upp hug sinn við kjörborðið-. Þannig kemst formaður Starfsmannafélags Reykjavikuij Þórhallur Halldórsson,aö orði i bréfi sem hann hefur s,ent til fjölmiðla. Segir formaður auk heldur, að félagar i SR viti, að takmark sé fyrir þvi hversu langt sé hægt að ganga með verkfallsvopn i hönd, þannig að þjóðfélagið lamist. Á hinn bóginn sé það skoðun hans, að á undanförnum árum hafi oft verið verulega hallað á opinbera starfsmenn i launa- kjörum og vilji sé fyrir þvi að leiðrétta það misrétti. Borgaryfirvöld verði að gera sér það ljóst, að engin von sé til að þeim haldist á hæfum og góð- um starfskröftum, nema þeim séu tryggð viðhlitandi laun. .jgs SELTJARNARNESI TAFLFÉLAG Á Haustið 1976 var stofnaður skákklúbbur i Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi fyrir nemendur skólans. Þótti starf hans gefa mjög góða raun. Á vegum klúbbs- ins var haldið uppi skákkennslu fyrri hluta vetrar og sá Ingi R. Jóhannsson um hana, en seinni hluta vetrar voru haldnar skák- æfingarog siðan skákmót skólans með þátttöku 17 nemenda. Að mótinu loknu fóru fimm efstu menn mótsins i heimsókn i Reyk- holtsskóla i Borgarfirði og kepptu við nemendur þar. 1 vor sem leið fór fram á vegum klúbbsins svo- Aðgöngumiðar sem kosta kr. 1000 verða seldir við innganginn. Sinfónían með hljómleika í Garðabæ Sinfóniuhljómsveit ís- lands heldur tónleika n.k. föstudagskvöld kl. 20.30 i iþróttahúsinu i Garðabæ. Stjórnandi er Páll P Pálssonen einsöngvarar eru Siegelinde Kahmann og Kristinn Hallsson. Einleikari er Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari. Efnisskráin er mjög fjölbreytt að vanda, en hún er hin sama og hljómsveitin var með i „Hringferð 77”. Er þar eingöngu um að ræða létt klassiska tónlist. nefnd Bæjarstjórnarkeppni, þ.e. keppni milli bæjarstjórnar Sel- tjarnarness og sjö efstu manna I skákmóti skólans. Vann lið skól- ans þessa keppni með yfirburð- um. S.l. vor kom til tals að stofna taflfélag á Seltjarnarnesi undir nafninu Taflfélag Seltjarnarness. 1 haust varaftur bryddað upp á þessu og var þess farið á leit við Æskulýðsráð Seltjarnarness að það styrkti slikt félag fjárhags- lega, t.d. með þvi að greiða skák- kennara laun og með þvi að standa fyrir fjölteflum. Var þess- ari ósk tekið mjög vel. Hefur þvi verið ákveðið að efna til fundar til undirbúnings stofn- unar taflfélags á Seltjarnarnesi. Er þessi fundur fyrirhugaður laugardaginn 22. október kl. 14.00 i Valhúsaskóla. Eru allir skák- áhugamenn á Nesinu hvattir til að koma á fundinn. Sportver opnar Þessa töflu birtir ísl. innflytjandinn f auglýsingum sinum „hagræðir” sfðan niðurstöðununum sinni tegund f hag. og niðurstöður þýzka neytenda- blaðsins TEST úr prófun sjón- varpstækja af þeirri gerð sem auglýst er. Aðferðin sem þýzka blaðið notar er sú, að gefa hinum ýmsu tækniatrið- um tækjanna ýmist plús eða minus, en innflytjandinn setur síðan saman einfalt reiknings- dæmi til að „sanna gæði” tækja sinna. Leggur hann saman plúsana sem tækin fá, en dregur mínusana frá. Þar með fær hann út, þokkalega einkunn fyrir merkið sitt. Neytendasamtökin segja, að þessi aðferð sé mjög villandi, þar sem tækin geti fengið plús ætlað er að standa á borði og hafa ákveðna skermastærð. Nái hún ekki til annarra gerða sömu tegundar. Neytendasamtökin benda á, að þýzku neytendasamtökin séu i alþjóðlegum samtökum neytenda (IOCU) og eitt af inntökuskilyrðum þeirra sé, að aðildarfélögin leyfi engum að hagnast á upplýsingum þeirra eða ráðleggingum. Auk þess er bent á, að slikar kann- anir séu fyrst og fremst gerðar til að auðvelda fólki að taka ákvarðanir, en ekki til þess að taka ákvarðanir fyrir fólk. —ARH GLÆSILEGA FATAVERZLUN Nýlega var opnuð ný herrafata- verzlun aðSkúlagötu 26 I Reykja- vik. Sportver h.f. rekur þessa verzlun og mun þetta vera stærsta herrafataverzlun lands- ins. i þessu nýja og glæsilega hús- næði veröur verzlun með herra- föt, tizkuverzlun fyrir ungt fólk, verzlun með skyrtur, peysur, bindi, sokka og fleira. Málsauma- þjónusta og breytingar á fötum geröar á staðnum, en það sparar verulegan vininn. tima fyrir viðskipta- í húsnæðinu verður ný verzlun undir heitinu Herrahúsið, ný verzlun undirheitinu Ádam og ný þjónustumiðstöð fyrirtækisins sem áður hefur verið i verksmiðj- unni. Nú eru 13 ár siðan fyrirtækiö Sportver framleiddi fyrstu karl- mannafötin. Siðan hefur fram- leiðslan aukizt ört og nú er svo komið, að Sportverer einn stærsti framleiðandi á karlmannafötum á Islandi, meðum 25% af islenzka markaðnum af karlmannafötum, að innflutningi meðtöldum. Heildarvelta Sportvers og dóttur- fyrirtækja verður um 700 milljón- iráþessuári.þarafnemurvelta i verksmiðju um 260 milljónum og hefur tvöfaldazt á einu ari. Starfsfólk er nú um 80. 60 i verk- smiðju og 20 i verzlunum. Stór hluti af vörunum, sem seldar eru i hinni nýju verzlun er framleiðsla Sportvers eða önnur innlend framleiðsla. Framkvæmdastjóri Sportvers er Björn Guðmundsson og verzlunarstjóri i hinu nýja verzlunarhúsnæðiverður Guðgeir Þórarinsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.