Alþýðublaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 7
JsísÍíé" Miðvikudagur 19. október 1977 7 Skoðun Sighvatur Björgvinsson skrifar ———--■ ...... ■■ ■ ■ ' ' ......' Þingmenn Alþýðuflokksins i neðri deild hafa endurflutt til- lögur sinar frá i fyrra um lög- bindingu fyrsta áfanga i átt til atvinnulýðræðis á íslandi. Nokkrar minni háttar breyt- ingar hafa verið gerðar á mál- inu og flutningi þess — m.a. sii, að i fyrra var um að ræða eitt frumvarp i mörgum köflum, sem hver um sig var sjálfstæð breyting á öðrum lögum eða ný lagasetning, en nú eru tillögurn- ar fluttar sem fjögur sjálfstæð frumvörp. Frumvörpin eru flutt i tengslum hvert við annað, en engu að siður er um sjálfstæð mál að ræða þannig að unnt er að samþykkja eitt eða fleiri frumvarpanna án tillits til þess, hvort hin hljóta samþykki. Starfsmenn hlutafélaga fá stjórnarsæti Viðamestu breytingarnar, sem gera á i átt til atvinnulýð- ræðis, felast i tveimur frum- vörpunum af fjórum. Annað þeirra er um breytingu á hluta- félagalögunum og fær starfs- mönnum hlutafélaga rétt til þess að kjósa úr sinum hópi full- trúa i stjórn þeirra. Hitt frv. er um nýja lagasetningu — lög um samstarfsnefndir starfsmanna og stjórnenda fyrirtækja — og er þvi ætlað að taka til fyrir- tækja og stofnana, sem rekin eru af einstaklingum, sam- eignarfélögum, riki eða sveitar- félögum. Samkvæmt breytingum þeim, sem þingmenn Alþýðuflokksins leggja til að gerðar verði á hlutafélagalögunum, mun al- gerlega nýr kafli bætast inn i lögin. Sá kafli fengi skv. frv. heitið: Um aðild starfsmanna að stjórn hlutafélaga. Samkvæmt þeim kafla öðlast starfsmenn hlutafélags, sem hefur 40 starfsmenn eða fleiri i þjónustu sinni er skila hálfs dags vinnu eða meira, rétt til þess að kjósa úr sinum hópi sem næst 1/3 hluta stjórnarmanna hlutafélagsins, en þó aldrei færri en tvo. Er fulltrúum starfsmanna ætlað að sitja i stjórn viðkomandi hlutafélags með öllum sömu réttindum og aðrirstjórnarmenn þess hafa en þeim viðbótarskyldum að hafa regluleg samráð við starfsmenn um málefni félagsins. Hétt til þess að greiða atkvæði i kosn- ingum um fulltrúa starfsfólks hafa skv. frv. allir starfsmenn viðkomandi hlutafélags, sem unniö hafa samfellt starf hjá félaginu i minnst 3 mánuði áður en kosning fer fram og er kosningaréttur þannig t.d. ekki takmarkaður við neinn ákveð- inn lágmarksaldur. Kjörgengi starfsmanna til stjórnarsetu er hins vegar takmarkaðra en kosningarétturinn. Þannig verður starfsmaður að hafa unnið samfellt i eitt ár hjá fyrir- tækinu til þess að geta gefið kost á sér til stjórnarsetu og auk þess að vera bæði lögráður og fjár sins ráðandi. Frumvarpið gerir ráð fyrir þvi, að sérstök kjörnefnd stjórni kosningu á fulltrúum starfs- manna i stjórn hlutafélags. Eru fulltrúar i hana tilnefndir af stjórn viðkomandi hlutafélags svo og verkalýðsfélögum þeim, sem skipað hafa trúnaðarmenn á vinnustað, sem félagið starf- rækir. Að öðru leyti gerir frum- varpið ráð fyrir þvi, að félags- málaráðherra setji i reglugerð nákvæm fyrirmæli um valdsvið kjörnefndar og hvernig kosn- ingum skuli hagað. Réttur en ekki skylda. 1 greinargerð með frumvarp- inu er lögð áhersla á, að ef það verði að lögum færi það starfs- fólki hlutafélaga rétt til að kjósa úr sinum hópi menn til setu i stjórnum þeirra, en geri það ekki að skyldu. Það er svo skv. frumvarpinu mál starfsmann- anna sjálfra og stéttarfélaga þeirra, hvort sá réttur verður notaður, eða ekki. Frumkvæðið að þvi geta ýmist starfsmenn- irnir sjálfir haft ef meira en helmingur þeirra sendir stjórn hlutafélagsins skriflega ósk um, að kosning á fulltrúum starfs- manna i stjórn félagsins verði látin fara fram, eða þá við- komandi verkalýðsfélög. Þá er einnig unnt að fella slikar kosn- ingar niður þótt þær hafi áður farið fram, ef starfsmenn félagsins og stéttarfélög þeirra koma sér saman um það. Fari svo hverfa fulitrúar starfs- manna að sjálfsögðu úr stjórn- inni. Stórt og mikiö mál. Eins og að framan segir eru ákveðin takmörk sett fyrir þvi til hvaða hlutafélaga umrædd ákvæði myndu ná, yrðu þau að lögum. í öllum nálægum lönd- um, þar sem áþekk ákvæði hafa verið i lögum um lengri eða skemmri hrið, eru skil gerð á milli fyrirtækja eftir stærð þeirra. 1 Noregi t.d. taka sam- bærileg lagaákvæði og lögð eru til i frumvarpi þingmanna Alþýðuflokksins ekki til hluta- félaga, sem hafa minna en 50 manns i þjónustu sinni og gagn- vart hlutafélögum, sem hafa 200 manna starfslið eða meira, eru enn önnur lagafyrirmæli — þ.e.a.s. við slik fyrirtæki eru starfandi sérstök all-fjölmenn ráð mynduð að 1/3 af fulltrúum starfsmanna og að 2/3 af full- trúum eigenda. Ráð þessi fjalla um öll mikilvægustu málefni fyrirtækisins, s.s. eins og fjár- mál þess og fjárfestingarmál, og kjósa siðan stjórnir hluta- féiaganna, sem nánast eru eins og framkvæmdanefndir ráð- anna. 1 frumvarpi þingmanna Alþýðuflokksins er sá kostur valinn að miða við nokkuð lægri stærðarmörk, en gilda i Noregi — þ.e.a.s. við 40 starfsmenn i stað 50 — og auk þess ekki gerð tillaga um sambærileg ákvæði og ákvæðin um fyrirtækjaráðin i norsku hlutafélagalöggjöfinni, enda eru vart eða ekki finnanleg slik stórfyrirtæki á íslandi. En ef frumvarp Alþýðuflokks- manna um framangreindar breytingar á hlutafélagalögun- um verður samþykkt á Alþingi hefur það stóra skref stigið i átt til atvinnulýðræðis á Islandi, aö starfsfólk allra stórra og meðal- stórra hlutafélaga öðlast rétt til þess að kjósa fulltrúa úr sinum hópi i stjórnir félaganna er sitja þar með öllum sömu réttindum og stjórnarmenn kjörnir af hlut- höfum. Samstarfsnefndir starfs- manna og stjórnenda. Annar meginþáttur i tillögum Alþýðuflokksmanna um fyrstu framkvæmdir i átt til atvinnu- lýðræðis á Islandi er fólginn i frumvarpi þeirra um sam- starfsnefndir starfsmanna og stjórnenda fyrirtækja og stofn- ana- Akvæði þess frumvarps taka til fyrirtækja og stofnana, sem starfrækt eru af einstákl- ingum, sameignarfélí^gum, sveitarfélögum eða rikinu; M.a. vegna þess, að slik fyrirtæki og stofnanir — að fáum rikisfyrir- tækjum og stofnunum undan- teknum — starfa ekki sam- kvæmt sérstakri fyrirtækjalög- gjöf eins og t.d. á við um hluta- félög og um samvinnufélög, þá verður ekki að svo stödduvið komið sams konar úrlausn gagnvart starfsmönnum slikra fyrirtækja og stofnana og felast i frumvarpi Alþýðu- flokksins um breytingar á hlutafélagalögunum gagn- vart starfsmönnum hluta- félaga. Sem bráðá(birgðaúr- ræði og skammtimamarkmið leggja þingmenn Alþýðuflokks- ins þvi til i ofangreindu frum- varpi um samstarfsnefndir, sem yrði að sérstökum lögum ef samþykkt verður, að við allar stofnanir og fyrirtæki sem ein- staklingar, sameignarfélög, riki og sveitarfélög reka, verði kom- ið á fót samstarfsnefndum starfsmanna og stjórnenda. Aðbúð— vinnutilhögun — öryggismál 1 frumvarpinu er lagt til, að slikar nefndir verði skipaðar 4 mönnum — 2 fulltrúum eigenda eða stjórnenda og 2 fulltrúum starfsmanna, sem kjörnir yrðu skv. fyrirmælum reglugerðar, er ráðherra setti. Verksvið samstarfsnefndar yrði vinnu- staðurinn, samskipti starfs- manna og stjórnenda að öðru leyti en launamál varðar. Þannig bæri stjórnendum ávallt að leita umsagnar nefndarinnar um öll mál er vinnustaðinn varða, s.s. eins og um breyting- ar á húsnæði, búnaði, starfs- háttum, vinnuskipulagi o.þ.h. Þá ber nefndinni einnig að eigin frumkvæði að hlýða á starfsfólk og gera tillögur til stjórnenda um úrbætur i öryggis- og að- búnaðarmálum á vinnustað og er fulltrúum starfsmanna i nefndinni jafnframt lögð sú skylda á herðar að gera viðhlýt- andi opinberum eftirlitsaðilum, t.d. eins og Oryggiseftirliti rikisins, viðvart ef tillögum nefndarinnar eða óskum starfs- manna um lagfæringar verður ekki sinnt. Eins og að framan segir ná ákvæði þessa frumvarps til allra þeirra fyrirtækja og stofn- ana, sem reknar eru af einstakl- ingum, sameignarfélögum, ríki eða sveitarfélögum og hafa i þjónustu sinni 40 starfsmenn eða fleiri. Tvær undantekningar eru þó gerðar frá ákvæðum þess. Aburðarverksmiðjan og sementsverksmiðjan. Rikisverksmiðjur með sérstöðu. Þessar rikisverksmiöjur tvær — Aburðarverksmiðja rikisins og sementsverksmiðjan — hafa nokkra sérstöðu meðal rikis- fyrirtækja, sem nánar er lýst i greinargerð með frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Áburðarverksmiðjuna og öðru frv. um sementsverksmiðjuna, en það eru þó tvö frumvörp, sem þingmenn Alþýðuflokksins i neðri deild hafa flutt og ótalin eru. M.a. starfa þær samkvæmt sérstökum lögum og lúta sér- stökum til þess kjörnum stjórn- um. Þá er starfsemi þeirra jöfn og traust og litlar breytingar á starfsliði milli ára. M.a. af þessum orsökum og vegna annarar sérstöðu þessara tveggja rikisverksmiðja leggja þingmenn Alþýðuflokksins til, að starfsmenn þeirra fái rétt til þess að kjósa tvo fulltrúa sina i hvora stjórn til viðbótar við þá stjórnarmenn, sem Alþingi kýs. Samkvæmt frumvörpunum eiga fulltrúar starfsmanna i stjórn þessara verksmiðja að sitja þar með öllum sömu réttindum og hinir þingkjörnu stjórnarmenn. Mikii umskipti til aukins lýðræðis. Ef meginefni þessara tillagna þingmanna Alþýðuflokksins yrðu að lögum myndu mikil um- skipti verða til aukins lýðræðis á sviði atvinnumála á Islandi. Milli 15 og 20 þúsund launþegar i öllum starfsgreinum myndu þá i fyrsta sinn öðlast rétt til áhrifa. um málefni fyrirtækjanna, sem þeir starfa hjá. Starfsm- þjóð- kunnra stórfyrirtækja eins og Eimskips og Flugleiða svo dæmi séu nefnd öðluðust rétt til- þess að kjósa úr sinum hópi fólk til setu i stjórnum þeirra með sömu réttindum og þeir stjórnarmenn, sem kjörnir eru af hluthöfum. Sama máli gegndi t.d. um ISAL og hina væntan- legu málmbræðslu á Grundar- tanga, en það fyrirtæki er raun- ar stofnað i samstarfi við norskt stórfyrirtæki, sem um áraraöir hefur lotið stjórn, sem i eru full- trúar starfsmanna. Og starfs- menn verslunarfyrirtækja i einkaeigu, s.s. einsog Hag- kaups, útgerðarfyrirtækja, fisk- verkunarstöðva, iðnaðarfyrir- tækja og hvers kyns annarra fyrirtækja i einstaklings- eða sameignarfélagseigu myndu mynda samstarfsnefndir með eigendum eða stjórnendum. Sama máli gegndi um starfs- menn opinberra stofnana og fyrirtækja, s.s. eins og Sildar- verksmiðja rikisins, Pósts og sima, Rafmagnsveitna rikisins, Rikisútvarpsins o.fl., o.fl. Áratugum á eftir. 1 mörgum nálægum rikjum hafa þessi tiðindi fyrir löngu orðið. En hér á íslandi er mál- um þannig háttað, að þrátt fyrir margvislegar lýðræðislegar framfarir, sem orðið hafa á- sviði stjórnmála og félagsmála, þá rikir einna helst lénsskipulag miðalda á sviði efnahags- og at- vinnumála. Þar er sá nánast al- gerlega réttlaus, sem „aðeins” hefur orku hugar og handa fram að bjóða. Hnefaréttur fjár- magnsins rikir þar að mestu leyti einn. Þessu ástandi vilja þingmenn Alþýðuflokksins breyta. Eins og segir i greinargerð meö tillög- um þeirra er sú þjóð ekki frjáls, þar sem frelsi takmarkast við aðeins ákveðna þætti mann- legra samskipta og það sam- félag með sama hætti ekki held- ur lýðræðislegt þar sem lýð- ræðisleg viðhorf og vinnubrögð eru aðeins viðhöfð á ákveðnum og afmörkuðum sviðum sam- félagsins. Sé þjóðfélagsþegni treystandi til þess að fara með atkvæðisrétt um örlög sjálfrar þjóðarinnar og þar á meðal allra, sem þjóðfélagið mynda, hvers vegna skyldu menn þá vantreysta honum til þess að fara með atkvæðisrétt i miklu veigaminna máli — málefnum atvinnufyrirtækisins, sem hann starfar hjá? Með frumvörpum þingmanna Alþýðuflokksins um fyrstu skrefin i átt til atvinnulýðræðis er verið að fá launþegum i land- inu slikan atkvæðisrétt. Tillögur þingmanna Alþýðuflokksins um atvinnulýðræði: Atkvæðisréttur ffyrir átján þúsund íslendinga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.