Alþýðublaðið - 09.11.1977, Blaðsíða 8
8
Prófkjör Alþýduflokksins
til Alþingiskosninga í
Reykjavfk 12. og
13. nóvember 1977
A) Kjörstaöir eru sem hér segir:
1. Drafnarfeil 2-4 (Dansskóli Heiðars
Ástvaldssonar) uppi, fyrir Breiðholtshverfi
1,2 og 3, sem takmarkast af Vatnsveituvegi að
norðanverðu og Reykjanesbraut og Kópavogi
að vestanverðu.
2. Fáksheimilið fyrir Árbæjarhverf i, Fossvog,
Smáíbúðahverf i og Bústaðahverf i að
Grensásvegi að vestan og að Miklubraut að
norðan.
3. Síðumúli 37, 1. hæð, fyrirallt svæðið norðan
Miklubraut að Snorrabraut, ásamt Hlíða-,
Háaleitis- og Hvassaleitishverfi.
4. Iðnó, uppi, gengið inn frá Vonarstræti, fyrir
allt svæðið vestan Snorrabrautar að Seltjarn-
arneskaupstað.
B) Kjörstaðir verða opnir sem hér segir:
Laugardaginn 12. nóvember frá klukkan 13-19.
Sunnudaginn 13. nóvember klukkan 10-19.
C) Til þess að atkvæði sé gilt verður kjósandi
að greiða atkvæði um öll sæti á prófkjörslist-
anum, þ.e. einn mann i 1., 2. og 3. sætið.
Eftirfarandi framboð hafa borizt yfirkjör-
stjórn:
1. Um skipan 1. sætis:
Benedikt Gröndal, Miklubraut 32.
Eggert G. Þorsteinsson, Sólheimum 26.
Sigurður E. Guðmundsson, Kóngsbakka 2.
Vilmundur Gylfason, Haðarstíg 2.
2. Um skipan 2. sætis.
Bragi Jósepsson, Skipasundi 72.
Eggert G. Þorsteinsson, Sólheimum 26.
Sigurður E. Guðmundsson, Kóngsbakka 2.
Vilmundur Gylfason, Haðarstíg 2.
3. Um skipan 3. sætis:
Bragi Jósepsson, Skipasundi 72.
Jóhanna Sigurðardóttir, Dalseli 34.
Sigurður E. Guðmundsson, Kóngsbakka 2.
D) öllum, sem orðnir eru 18 ára og eldri 13.
nóvember 1977, og ekki eru flokksbundnir í
öðrum stjórnmálaf lokkum og eiga lögheimili í
Reykjavík, er heimil þátttaka í prófkjörinu.
E) Engin utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer
fram.
F) Kjósandi merkir með krossi við nafn þess
frambjóðanda, sem hann velur í hvert sæti.
Eigi má á sama kjörseðli kjósa sama mann
nema i eitt sæti. Eigi má kjósa aðra en þá, sem
í frambði eru.
G) Niðurstöður prófkjörs eru því aðeins.
bindandi um skipan sæta á f ramboðslista, að
frambjóðandi hafi hlotið minnst 1/5 hluta
þeirra atkvæða, sem framboðslisti Alþýðu-
flokksins í kjördæminu hlaut í síðustu kosn-
ingum, eða hafi aðeins eitt framboð borizt.
H) Rétt kjörinn telst sá í 1. sæti, sem hefur
flest atkvæði í 1. sæti og löglega eru greidd.
Atkvæði frambjóðanda, sem jafnframt hefur
verið í f ramboði í 1. sæti, en ekki náð kjöri þar,
skulu bætast við þau atkvæði, sem hann hef ur
hlotið í 2. sæti, og er sá réttkjörinn, sem þannig
samanlagt hefur hlotið flest atkvæði í annað
sæti. Með sama hætti skuli talin atkvæði, sem
frambjóðandi hefur hlotið í 3. sæti á próf-
kjörslistanum, þannig, að atkvæði, sem við-
komandi frambjóðandi kann að hafa hlotið í
f yrsta og/eða annað sæti á próf kjörslistanum,
skulu bætast við þau atkvæði, sem hann hef ur
hlotið í þriðja sæti, og sá teljast réttkjörinn,
sem samanlagt hefur hlotið flest atkvæði.
I) Kjósendur skulu eindregið hvattir til að
kjósa sem f lestir fyrri kjördaginn, 12. nóvem-
ber, svo ekki skapist óþarfa örðugleikar eða
biðraðir síðari kjördaginn. — Kjörstöðum
verður lokað strax eftir auglýstan tíma báða
dagana samkvæmt B-lið hér að framan.
Athugið vandlega sýnishorn af kjörseðli.
Reykjavík 31. október 1977.
Yfirkjörstjórn.
Miðvikudagur 9. nóvember 1977bi
rssr
FtokhsstarfM
Slmi
flokks-
skrifstof-
unnar
i Reykjavik
er 2-92-44
FUJ i Hafnarfirði
Opið hús kl. 20 á þriðjudagskvöldum i Al-
þýðuhúsinu i Hafnarfirði. Ungt áhugafólk
hvatt til að mæta.
Félagsvist Alþýðuflokksfélags Reykjavik-
verður næst komandi laugardag á venju-
legum tima klukkan 14, en nú i Ingólfs-
kaffi, gengið inn frá Ingólfsstræti. Takið
eftir, að ekki verður spilað i Iðnó eins og
venjulega.
Góð verðlaun.
Mætið vel og stundvislega.
Kópavogsbúar!
Alþýðuf lokksfélögin í Kópavogi halda f und að
Hamraborg 1 4. hæð, miðvikudaginn 9.
nóvember 1977, kl. 8.30.
Fundarefni: Dagskrá næsta bæjarstjórnar-
fundar rædd. önnur mál. Allir velkomnir!
, Stjórnin.
Sýnishorn af kjörseðli við prófkjör Alþýðuf lokksins til Alþingis- kosninga í Reykjavík 12. og 13. nóvember 1977 ATHUGEÐ: 1. Kjósa skal einn frambjóðenda i hvert sæti. 2. óheimilt er að kjósa sama frambjóðanda i fleiri en eitt sæti. 3. Óheimilt er að kjósa aðra en þá sem i framboði eru.
1. sæti 2. sæti 3. sæti
□ Benedikt Gröndal
□ Bragi Jósepsson □ Bragi Jósepsson
□ Eggert G. Þorsteinsson □ Eggert G. Þorsteinsson
□ Jóhanna Sigurðardóttir
□ Sigurður E. Guðmundsson □ Sigurður E. Guðmundsson □ Sigurður E. Guðmundsson
□ Vilmundur Gylfason □ Vilmundur Gylfason
Yfirkjörstjórn
Neyöarsímar
Slökkvilið
Slökkvilið og sjúkrabílar
i Reykjavlk — simi 11100
i Kópavogi— Simi 11100
i Hafnarfiröi— Slökkviliðiö simi
51100 — Sjúkrabill simi 51100
Lögreglan
Lögreglan i Rvik — simi 11166
Lögreglan' í Kópavogi — simi
41200
Lögreglan l Hafnarfiröi — sími
51166
Hitaveitubilanir simi 25520 (utan
vinnutima simi 27311)
Vatnsveitubilanir simi 85477
Simabilanir simi 05
Rafmagn. 1 Reykjavik og Kópa-
vogi i sima 18230. 1 Hafnarfiröi i
sima 51336.
Tekiö viö tilkynningum um
bilanir á veitukerfum borgar-
innar og i öörum tilfellum sem
borgarbúar telja sig þuFfa aö fá
aðstoð borgarstofnana.
Heilsugæsla
Slysavaröstofan: simi 81200
Sjúkrabifreiö: Reykjavik og
Kópavogur, simi 11100, Hafnar-
fjörður simi 51100.
Reykjavik — Kópavogur
Dagvakt: Kl. 08.00-17.00. Mánudr
föstud. ef ekki næst i heimilis-
lækni, simi 11510.
Læknar
Tannlæknavakt i Heilsuverndar-
stöðinni.
ilysadeild Borgarspitalans. Simi
81200. Siminn er opinn allan
sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
varsla, simi 21230.
Kvöld- og næturvakt: kl. 17.00-
08.00 mánudag-fimmtud. Simi
21230. A laugardögum og helgi-
dögum eru læknastofur lokaðar
en læknir er til viðtals á göngu-
deild Landspitalans, simi 21230.
Upplýsingar um lækna- og lyf ja- v
búðaþjónustu eru gefnar i sim-
svara 18888.
Hafnarfjörður
Upplýsingar um afgreiðslu i apó-
tekinu er i sima 51600.
Hafnarfjöröur — Garöahreppur
Nætur- og helgidagagæsla:
Upplýsingar á Slökkvistöðinni
simi 51100.
Kópavogs Apótekopiðöll kvöld til
kl. 7, nema laugardaga kl. 9-12 og
sunnudaga lokað.
i Hafnarfiröi — Slökkvilið simi
51100 — Sjúkrabill simi 51100
51166, slökkviliðið simi 51100.
Sjúkrabifreið simi 51100.
Auglýsing frá land-
búnaðarráðuneytinu
Að tillögu fisksjúkdómanefndar er hér
með, samkvæmt heimild i 79. gr. laga nr.
76/1970, bannaður allur innflutningur á
dauðum vatnafiski.
Reykjavik, 3. nóvember 1977
Landbúnaðarráðuneytið