Alþýðublaðið - 09.11.1977, Page 1

Alþýðublaðið - 09.11.1977, Page 1
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 237 TBL. — 1977 — 58. ÁRG. Ritstjórn Alþýðublaðsins er f Síðumúla 11 — Sfmi (91)81866 Fjárlagarædan flutt f gær: Utflutnings- uppbætur hækka um 64,4% Matthías Mathiesen fjármálaráöherra flutti fjárlagaræðu sína á Al- þingi í gær. Sagði ráð- herrann í ræðu sinni að mikill bati hefði orðið í efnahagslífi þjóðarinnar á siðasta ári og fyrri hluta þessa árs. þjóðar- framleiðsla hefði aukizt, viðskiptakjör farið batn- andi og verulega hefði dregið úr verðbólgu, auk þess sem viðskiptahalli áranna 1974—'75 hefði að mestu horfið. Nú væru horfur hins vegar allt aðrar og verri, sagði ráðherr- ann og kenndi um launasamn- ingum sem farið hefðu yfir þau mörk sem efnahagsbatinn hefði gefið tilefni til. Einnig virtust verðhækkanir á útflutningsvör- um nú vera búnar að ná sinu há- marki og verulegur vandi steðj- aði að undirstöðuatvinnugrein- um þjóðarinnar. Ráðherra sagði að vexti einkaneyzlu yrði að stilla mjög i hóf á árinu 1978, en gerði þó ráð fyrir að hún yxi um 5—6% á móti 8% aukningu á þessu ári. Hvað einstaka þætti fjárlaga- frumvarpsins snertir skal þess getið, að ráðherra gerði ráð fyr- ir að niðurgreiðslur innarilands væru áætlaðar 6.531 milljónir króna, sem er 28% hækkun frá fjárlögum þessa árs. Hins vegar er hækkun útflutningsuppbóta áætluð 64.6% frá þvi sem er i ár, i 2.963 milljónir króna. Almannatryggingar hækka Framhald á bls. 10 Vöruskipti óhag stæd um 9 millj arða á 9 mán. Vöruskiptajöfnuður islendinga fyrstu niu mánuði þessa árs var ó- hagstæður um liðlega 9 milljarða króna. Á sama timabili i fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 5.2 mill- jarða króna. 1 siðasta mánuði, september, var vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæðurum 2.7 milljarða króna, en i sama mánuði í fyrra var hann hagstæður um tæplega 900 mill- jónir. Það sem af er þessu ári hafa tslendingar flutt út vörur fyrir74.2 milljarða króna, en flutt inn fyrir 83.3 milljarða. Hluti áls og álmelmis af út- flutningi landsmanna nemur 11.4 milljörðum króna, en til tslenzka álfélagsins hefur verið flutt inn fyrir 5.3 milljarða. Innflutningur vegna Kröfluvirkjunar nemur 416 milljónum og vegna Landsvirkj- unar (að mestu vegna Sigöldu- virkjunar) 559 milljónum króna. Suðurlands- sfldin sem þegar hefur verið sölfuð: Andvirðið nemur 2,6 - 2,8 millj- örðum kr. Áætlað er að útflutn- ingsverðmæti þeirrar Suðurlandssildar sem þegar hefur verið söltuð nemi 2,tr-2.8 milljörð- um króna, en þess má geta að umbúðakostnað- ur vegna þessa útflutn- ings, það er að segja innkaupsverð tunnanna, er um 10% af útflutn- ingsverðmætinu, eða á milli 260—280 millj. króna. Laust fyrir siðustu helgi nam heildar síldarsöltun Suð- urlandssildar á vertiðinni 104.955 tunnum. Mest hafði þá verið saltað á Hornafirði eða 32.282 tunnur, en næst komu Grindavfk með 14.757 tunnur og Vestmannaeyjar með 14.189 tunnur. Ofangreindar þrjár söltunarstöðvar skera sig úr hvað magn varðar, en næst þeim kemur borlákshöfn með 7007 tunnur,alls hefur sild verið söltuð á 17 stöðvum á svæðinu milli Seyðisfjarðar og Stykkishólms. Sildin er söltuð á mismun- andi hátt i samræmi við óskir kaupenda i hinum ýmsu markaðslöndum, en auk þess er hún flokkuð i þrjá stærðar- flokka við söltun. Samkvæmt tilkynningum söltunarstöðva til Sildarútvegsnefndar hafa um 67% þeirrar sildar sem söltuð hefur verið til þessa farið i 1. stærðarflokk, 24% i 2. stærðarflokk og 9% i 3. stærð- arflokk. Þær 104.955 tunnur sem salt- aðar höfðu verið þann 5. nóv- ember siðast liðinn skiptust þannig milli hringnótar og rekneta, 57.420 tunnur voru veiddar i hringnót en 47.532 tunnur i Reknet. gek Það ieynir sér ekki, Vetur konungur hefur náð völdum rétt einu sinni enn, likast til með byltingu. Sú er raunar orðin meir en sextug. Þessar ungu stúlkur voru að leika sér á skautum á Tjörninni I gær, þegar við fórum fram hjá, enda svelliðorðið vel helt. (AB-mynd HV) Síldveiðar í reknet stöðvaðar Sjávarútvegsráðu- neytið hefur ákveðið að stöðva allar síldveiðar i reknet frá og með næst komandi föstudegi 11. nóvember. Sildveiðar i reknet hófust samkvæmt leyfi sjávarút- vegsráðuneytisins þann 20. ágúst og átti leyfið að standa til 20. nóvember svo fremi sem ekki hefði þá þegar verið búið aö. fylla 10. þúsund lesta kvót- ann sem settur var i upphafi sildveiðanna. Svo sem fram kemur á öðr- um stað i blaðinu i dag, hafði verið saltað i 104.952 tunnur þann 5. nóvember siðast lið- inn, þar af höföu 47.532 tunnur fengist i reknet. —GEK V Sambandsstjórn IVIálm- og skipasmiðasambandsins: Þátttaka í sameiginlegum samningum sé endurskoðuð T,Launajöfnunarstefna ASÍ hefur ekki dregid úr launamisrétti” „Sambandsstjórn Málm- irbúa beina kjarasamningagerð skipasmiði um launakjör málm- Islands gerði á sambandsstjórnar- oq skÍDasmíðasambands Málm- ogiskipasmiðasambands Is- iðnaðarmanna og skipasmiða”. fundi.sem haldinn varum siðustu icl . /l|llr •• lands og sambandsfélaganna við Þannig endar ályktun sem helgi á Akureyri. í ályktuninni isianas Teiur pvi ao niour- atvinnurekendur i málmiðnaði og Málm- og skipasmiðasamband Framhald á bls. 10 stoður þriggia siðustu kjarasamninga og reynsl- an af samningagerðinni leiði óhjákvæmilega til endurskoðunar á þátttöku málmiðnaðarmanna og skipasmiða í sameiginlegri samningagerð verkalýðs- félaganna. Af þessum ástæðum beinir- sambandsstjórnarfundur Málm- og skipasmiðasambands íslands þvi til sambandsfélaganna og fé- lagsstjórna að efla enn frekar samstarf og samstöðu innan Málm- og skipasmiðasambands Islands og gera ráð fyrir og und- Samtökin minnka enn: Steinunn hætt störfum fyrir flokkinn Dauðastríð Samtaka frjálslyndra og vinstri manna heldur enn áfram. Hver liðsmaðurinn á fæt- ur öðrum hefur yfirgefið flokkinn og ýmist haslað sér völl annars staðar í í nefndum pólitikinni eða stendur ut- an flokka um sinn. Siðustu fréttirnar af erfiðleik- um flokksins eru þær aö Stein- unn Finnbogadóttir sem verið hefur ein styrkasta stoð Sam- takanna um langt skeið og ef til vill sá aðilinn innan þeirra sem hvað virtastur hefur verið, hef- ur nú skrifað flokksforystunni bréf þar sem hún lýsir þvi yfir að framvegis muni hún ekki taka þátt i störfum fyrir flokk- inn. Þetta gildir um þær nefndir sem hún hefur verið kosin i af hálfu flokksin og önnur störf sem hún hefur innt af hendi. —hm

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.