Alþýðublaðið - 09.11.1977, Blaðsíða 5
blaXiö^Miðvikudagur 9. nóvember 1977
5
Erindi Þorsteins Ö. Stephensens um daginn og veginn:
Það er keyrt áfram
án allrar fyrirhyggju
A mánudag fyrir viku
siðan flutti Þorsteinn
Ö. Stephensen, leikari,
erindi í þættinum „Um
daginn og veginn" i út-
varpinu. Alþýðublað-
inu þykir ástæða til að
birta erindi Þorsteins í
heild, en vegna rúm-
leysis verðum við því
miður að skipta því í
tvo hluta.
SÍÐARI
HLUTI
En ekkert af þessu getur
haggað þeirri sannfæringu
minni, að með hinum nýju að-
gerðum i landi Arnarhóls, sé
freklega gengið á þann stað,
sem hefur eignast sérstakt at-
hvarf i hugum borgarbúa og er
ekki aðeins vegsemdar verður
vegna stöðu sinnar i umhverf-
inu, heldur einnig fyrir minn-
ingargildi sitt, jafnvel langt um-
fram allar sagnfræðilegar
heimildir,
Fyrir þær sakir er
það einnig óhagganleg sannfær-
ing min, að hér sé i uppsiglingu
ömurlegt slys, óskiljanlegt og
óþolandi. En þegar slys ber að
höndum, eða þegar menn sjá
fyrir slys, þurfa menn yfirleitt
engin heilabrot eða vangaveltur
til að komast að þeirri niður-
stöðu, sem ein er mannsæm-
andi. Þvert á móti bregðast
menn sjálfkrafa við, og leggja
allt i sölurnar til að koma i veg
fyrir meira slys og bjarga þvi,
sem bjargað verður.
Þorsteinn ö. Stephensen.
Þetta var úr ávarpi Tómasar.
— Mótmælaundirskriftir hófust
á fundinum, og var þeim haldið
áfram i nokkrar vikur. Söfnuð-
ust, að mig minnir þvinær 8
þúsund nöfn. Þau voru svo
bundin inn i þrjár rexinmöppur,
og seinna afhent borgarstjóra,
með bréfi (sem seinna verður
e.t.v. tækifæri til að birta i ann-
að sinn.)
Mjög ánægjulegt var sam-
starf þessara 12 menningarfél-
aga sem að mótmælunum stóðu.
Þessir aðilar hefðu þó orðið mun
fleiri ef atvikin hefði ekki borið
upp á sumardaga og margir
fjarverandi. Einkum þótti okk-
ur að þvi mikill skaði að sá aðil-
inn sem mest áhrif hefði getað
haft i þessu máli, og enginn þor-
að að ganga i berhögg við, Nátt-
úruverndarráð, var á við og
dreif um landið. Mér tókst að ná
simasambanði við formann
þess, Eystein Jónsson, þar sem
hann sat á þýðingamiklum
flokksfundi austur á Hallorms-
staö, og gat þvi ekki lagt okkur
lið i það sinn. Ég ræddi þetta
seinna við Eystein, og tjáði
hann mér þá að þeir i ráðinu
teldu vernd ýmissa merkra
staða viðsvegar um land eink-
um heyra undir sig, en siður
staði eða mannvirki i bæjum.
Ég spurði hann þá hvort hann
teldi ekki að Arnarhóllinn ætti
að hafa sérstöðu. Þvi svaraði
hann afdráttarlaust játandi.
Það er nú von okkar, min og
þeirra fyrri samherja minna,
sem mér hefur unnist timi til að
hafa samband við, að Náttúru-
verndarráð skerist nú i málið,
gangi fram og segi skýrt og
skorinort hvern hug það ber til
þeirra framkvæmda sem þarna
eru fyrirhugaðar á og við
Arnarhól og á gamla Battariinu,
hvort þeir vilja ekki forða þjóð
sinni, eins og ástatt er fyrir
henni, frá þvi að þarna verði
hrúgað upp ókynstrum af járn-
bentri steinsteypu með malbiki
umhverfis, og þar með deydd
siðustu stráin i grænu bylting-
unni borgarstjórans, sem sner-
ist upp i andhverfu sina.
[s KOÐl 1 N Kristín Guðmundsdóttir skrifar:
ara um vik að setja sig i sam-
band við flokksmenn um land
allt og treysta viö þá flokks-
böndin.
„Hátt settir flokksmenn”
hafa þó ekki virt þessa viöleitni
formannsins meir en svo, aö
þeir hafa reynt að bregða fyrir
hann fæti og gefið kost á sér II.
sæti á móti honum, þó að þeir
hafi fyrirfram mátt teljast or-
uggir um II. eða III. sæti.
Þar kemur enn einu sinni i
ljós sá skortur á einingu, fórn-
fýsi og samstarfsvilja sem ein-
kennt hefur Alþýöuflokkinn oft á
tiðum. En það er hinn almenni
alþýðuflokksmaöur sem
ákvörðunarvaldiö hefur og von-
andi er hann á hærra menning-
arstigi en „metorðaklifrararn-
ir”.
Aö lokum vil ég minna á, aö
kosningaósigur riöur engum
sönnum stjórnmálamanni aö
fullu, ef hann hefur starfaö eftir
samvizku sinni og betri vitund.
Af klofnings- og upphlaups-
mönnum hefur Alþýöuflokkur-
inn þegar fengið miklu meira en
nóg. Þess vegna er þaö Alþýöu-
flokknum og jafnaöarstefnunni
hrein og bein lifsnauösyn aö
forkólfarnir brjóti odd af oflæti
sinu og snúi við af einstefnu-
akstursgötu persónulegrar
valdafiknar og sérgæöingshátt-
ar. Þáttur þeirra sem hlúa aö og
kynda undir slikum hvötum
forystumannanna er einnig
alvarlegur - og taki þeir til sln
sem eiga.
Undanfarnar vikur hefur ver-
iö unniö af miklum krafti og
dugnaöi aö prófkjöri fyrir Borg-
arstjórnar- og Alþingis-
kosningar á næsta ári. Þarf ekki
annaö en aö lita á stjórnmála-
skrif og skoðanaskipti einstakra
flokksmanna á síöum Alþýöu-
bla;ösins og fleiri dagblaöa i
landinu. Að vissu marki er þó
ekki annað en gott eitt aö segja
um slik skrif, ef þau einkennast
af áhuga, óeigingirni og virð-
ingu fyrir öörum sem kannski
eru ekki alveg á sama máli.
En ekki þarf maöur lengi að
lesa né heyra á tal manna til
þess aö sannfærast um aö hinar
„fögru dyggðir” sitja þar ekki
ávallt i fyrirrúmi. Þvi miöur
hefur það settmjög mikinn svip
á islenzka pólitik hin siöari ár -
og er Alþýöuflokkurinn þar siö-
ur en svo undanskilinn, að menn
hafa látið persónulega metnað-
argirnd með öllu þvi sem henni
fylgir, þegar hún er rekin af
ófyrirleitni og ákafa, ráöa ferö-
inni I stað hugsjónamennsku og
fórnarlundar á altari almenn-
ings heilla og velferðar flokks
sins.
Upp af þessu illa sæöi hefur
svo aö sjálfsögðu sprottið
iligirni, rigur og rótarskapur
sem bægt hefur heilbrigöu og
heiöarlegu fólki frá þvi að
blanda sér inn i umræðumar
eða taka yfirleittþátt i pólitlsku
starfi. Viö skulum hiklaust horf-
ast I augu við þá staöreynd aö
stjórnmálamenn og virkir fél-
agar stjórnmálaflokka hafa
stórum settofan hjá almenningi
og tapaö viröingu sinni meö
þjóöinni.
Sökin erhjá stjórnmálamönn-
unum sjálfum og þeim sem
fjallað hafa um stjórnmál 1 ræöu
og riti á siöum Dagblaösins eða
annarra blaöa, ausið andstæð-
inga sina og jafnvel samherja
auri ogeðju iþviskyni að koma
sjálfum sér eða áhangendum
sinum i æöstu sæti og valda-
stóla. í hita eiginhagsmuna-
moldviörisins hafa þeir
gjörs amlega gleymt þeim
mannasiöum, sem viö skulum
gera ráö fyrir að þeim hafi veriö
kenndir af foreldrum sinum -
þar á meðal ágætu og óeigin-
gjörnu alþýöuflokksfólki af
gamla skólanum, sem mat
hugsjónina meira en veraldleg-
an frama og eftirsókn eftir vindi
og virðingarstööum.
Sök þeirra manna sem standa
I fararbroddi og temja sér slik-
an málflutning er stór. 1 stjórn-
málaflokki eins og Alþýöu-
flokknum, sem fyrst og fremst
byggir tilveru sina og stefnumiö
á drengskap, fórnfýsi og sam-
kennd allra manna hlýtur slikt
innra niöurrifsstarf aö verka
lamandi, rifa niöur innviöu
flokksins og fá andstæöingum
hans vopn i hendur, auk þess
sem hinir óbreyttu flokksmenn 1
og aörir fylgismenn jafnaðar-
stefnunnar vita naumast sitt
rjúkandi ráð I moldviöri stór-
viöranna og persónuniösins. ‘
Islenzku alþýöuflokksfólki
væri sæmra aö treysta einingu
sina en drepa henni á dreif, ein-
beita orku sinni og áhuga að þvi
aö stækka flokk sinn i stað þess
aö minnka hann, opna hann i
staö þess aö loka honum og
leggja eitthvaö jákvætt tÚ hvers
menningar- og framfaramáls I
staö þess niöurrifsstarfs er
menn leggja svo mjög stund á
um þessar mundir.
Þá vil ég minna alþýöuflokks-
fólk iReykjavik áþá staöreynd,
að formaður flokksins gefur nú
kost á sér 11. sæti listans i fyrir-
huguðum Alþingiskosningum að
velathuguðu máli.Með þessu er
formaðurinn aö bjóðast til þess
að láta flokkinn njóta starfs-
krafta sinna enn betur en áöur,
þar sem höfuðstöövar hans eru
hér i Reykjavik og þvi auðveld-
SKOÐUN
Sæmundur G. Lárusson skrifar:
Alþýðuverka-
mannaflokkur
Margir munu þeir vera, sem
hugsa til þess aö efla Alþýöu-
flokkinn viö næstu kosningar,
sem mætti gjarnan heita þvi
nafni, sem yfirskrift greinar
þessarar ber. En til þess að
samstaöa megi veröa, og vöxtur
flokksins megi veröa, þurfa þeir
ungu og snjöllu menn aö stilia
skap sitt, og ekki skammast,
þótt sumir segi aö það skerpi
kærleikann, þá held ég, aö þeir
mættu hafa betur meö sér sam-
ræöur, — og þar meö vinna
flokknum mörgum sinnum
meira gagn, heldur en láta
skaphita verða til þess aö
sundra þvi afli sem þeir ráöa
yfir sameinaöir. Vil ég, sem,
þessar linur rita, engan af þeim
missa.
Ég varö aö yfirgefa siöast
liöiö ár þann flokk sem ég hafði
stutt, og nú hef ég fullan hug á
þvi, að þau öfl sem ég tel að ættu
aö geta sameinast, yröu mjög
sterk. A ég þar viö að samtökin
geti sameinast Alþýöu-
flokknum, allir þeir sem næstir
flokknum hafa staöiö. Sú sam-
staöa yrði sem ein heild og ná
stórum kjósendafjölda, ef aö
yröi.
Mig langar i þessu sambandi
aö nefna nokkur nöfn, og fara
þau hér á eftir. Benedikt
Gröndal, Vilmundur Gylfason,
Sighvatur Björgvinsson, Karvel
Pálmason, Magnús Torfi Olafs-
son, og sjálfsagtmiklu fleirieru
þeir menn sem gætu myndaö
þaö sterka heild, aö úr yrði
sterkasta pólitiska afliö eftir
næstu kosningar. Einn af
þessum mönnum, Magniis Torfi
Ólafsson, hefur setiö i ráöherra-
stóli, og munu þaö margir
mæla, aö hann ætti að endur-
heimta sitt sæti. Magnús hefur
unniö sér gott fylgi fyrir rök-
fasta og eftirtektarverða fram-
göngu á alþingi. Og eins munu
hinir, sem ég nefndi áöan sist
bregöast þvi trausti, sem kjós-
endur þeirra mundu leggja
þeim á heröar.
Eftir aö hafa lesiö grein Jóns
H. Guömundssonar, skólastjóra
i Kópavogi, sem birtist I Dag-
blaðinu, fyllist maöur undrun
yfir þvi aö slikt og þvilikt geti
hent flokksbundinn mann, eins
og Björgvin Guömundsson. Þvi
aö það má' hann vita, aö
Vilmundur Gylfason mun ekki
einasta sópa til sln allmiklu
Framhald á bls. 10