Alþýðublaðið - 24.11.1977, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 24.11.1977, Blaðsíða 12
 alþýóu- blaóíó \ Útgefandi Alþýðuflokkurinn FIMAATUDAGUR Ritstjórn Alþýðublaösins er aö Síöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö V iiÁ'l/m nrnTm-r Hverfisgötu 10, slmi 14906 — Áskriftarsimi 14900. 24. NOvEAABER /977 y „Greinilegur ávinningur að útflutningi þekkingar'* — segir Andrés Sveinbjörnsson, hjá Virki, en fyrirtækid vinnur ad tækniverkefnum í Kenya „I fyrsta lagi er þaö gífurleg reynsla, sem við fáum við vinnslu þess- ara verkefna i öðru lagi er fjárhagslegur ávinn- ingur að þessu/ því við fá- um vel greitt fyrir/ en þó er hagurinn ef til vill mestur fólginn i þvi ef okkur tekst að komast þessa leiðina inn á mark- að í þessum efnum/ þannig að í framtiðinni verði hægt að gera tækni- kunnáttu að útflutningi hér, sagði Andrés Svan- björnsson/ hjá verkfræði- þjónustunni Virkir/ í við- tali viö Alþýðublaðið í gær. „Viö hftfum tekiö aö okkur tvi.ætt verkefni þarna i Kenya, sagöi Andrés ennfremur, og er annar þáttur þess gerö undir- búningsskýrslu vegna fyrirhug- aörar byggingar 2X15 Mega- watta jarövarmavirkjunar þar. Þessu verkefni, sem viö vinnum i samvinnu með brezka fyrir- tækinu Merz & McLellan, er nú þvi nær lokið, þannig að útboö á þvi ætti aö geta fariö fram innan árs. Viö vonumst auövitaö til þess aö geta verið meö i verkum áfram þar, en þó svo verði ekki, hefur samstarfiö við Merz & McLellan nú þegar fært okkur dýrmæta þekkingu og reynslu. Hinn þáttur verkefnis okkar i Kenya er svo framkvæmt áætl- unar um tæringarranúsóknir. Nú þegar hefur veriö hannaö- ur borholubúnaöur vegna þess verkefnis og fóru nú nýlega tveir menn frá okkur til Kenya vegna þess. Tilgangur áætlunarinnar er aö rannsaka þau tæringaráhrif sem gufan hefur á málma þá, er til greina kemur aö nota i þá hluta túrbinanna i gufuvirkjun- inni, sem gufan leikur um. Túrbinuframleiöendum var veitt tækifæri til aö senda túr- binuhluta og vera meö i rann- sóknum þessum og hafa aö minnsta kosti átta aðilar sýnt jákvæðan áhuga. Raunar er þegar búið að tengja hluti frá einum sex viö og veröa þeir svo rannsakaöir eftir þrjá mánuöi sumir, aörir eftir sex, en lengst veröa hlutirnir ofurseldir hugsanlegum tæringaráhrifum i eitt ár. Sennilega veröa Kenyamenn reiðubúnir aö bjóöa út túr- binurnar i virkjunina áður en rannsóknartimanum lýkur. Eins og ég sagöi fyrr, getur þetta verkefni haft mikla þýö- ingu fyrir okkur og þá ekki aö- eins Virki sem slikan. Nágrannalönd okkar hafa á sinum snærum tugi, eða hundr- uö sérfræöinga, sem starfa erlendis á þennan veg og meöal annars er vinna slfkra sérfræð- inga liður i aðstoð þeirra viö þróunarlöndin. bótt þetta veröi ef til vill erfiöur róöur stundum, þá hlýtur þetta að vera einn þátturinn i þeirri viöleitni aö auka fjölbreytni útflutnings okkar og atvinnuvega. Auk alls annars má svo benda á að undanfarna áratugi hafa margir islenzkir sérfræöingar sezt aö erlendis, þar sem þeir starfa fyrir erlenda aðila. Ef okkur tekst að breikka sjónar- sviðið og fá til vinnslu stærri og athyglisverðari verk, þá verður ef til vill hægt að fá þessa Islendinga til starfa fyrir islenzka aðila. Þaö er betra aö flytja þekkingu út fyrir fé, en að fá ekkert fyrir”. —HV „Fyrirgreiðslupólitík” þingmanna: „Sumir angurgapar telja hana óæskilega” — segir Páll Pétursson — Kosningareglur þurfa að vera einfaldar en þar með er ekki sagt að verið sé að gera lítið úr dóm- greind kjósenda. Reynslan sýnir bara nauðsyn þessa. Til dæmis sá ég ekki betur en 8-10% af atkvæðum í prófkjöri Alþýðuf lokksins f Reykjavík hafi verið ógild — þrátt fyrir að prentaður kjörseöíII hafi verið skýr og greinilegur. Þessi orð mælti Páll Pétursson (F) við umræð- ur um kosninga- og kjör- dæmamál á þingi í gær. Þá vék hann lítillega að mál- flutningi sem heyrðist víða/ bæði innan þings og utan, þess ef nir að Reykja- vík og Reykjanes bæru skarðan hlutfrá borði hvað snerti þingmannaf jölda þessara kjördæma miðað við landsbyggðarkjördæm- in. Sagði hann að samtals væru þingmenn af fram- boðslistum þessara kjör- dæma 24 talsins, en alls væri 41 þingmaður búsett- ur í Reykjavík og á Reykjanesi og væru þeir því á þeim slóðum stærstan hluta ársins. Hlutur þess- ara svæða á þingi væri því mun meiri en margur vildi vera láta. Að lokum vék þingmað- urinn stuttlega að tali ,,sumra angurgapa um fyrirgreiðslupólitík" þing- manna. — Ég fullyrði að við landsbyggðarþingmenn höfum mun meira að gera hér en t.d. 'pingmenn Reykjavíkur. Ég tel ekki eftir mér að reka erindi fyrir kjósendur, bæði em- bættismenn og aðra, ef ég get og vísa á bug öllu kjaftæði um að fyrir- greiðslupólitík sé eitthvað óæskilegt fyrirbrigði. Það gefur auga leið að t.d. bæjarstjórinn á Siglufirði þarf mun meiri tíma og fyrirhöfn til að reka erindi í Sjtórnarráðinu en Birgir ísleifur borgarstjóri í Reykjavík. Það sem tekur borgarstjórann ef til vill nokkra klukkutíma, tæki bæjarstjórann á Siglufirði kannski viku. Það er því eðlilegt að til okkar sé leit- að um aðstoð i slikum til- vikum. Ég hef rekið erindi fyrir bæði stuðningsmenn og andstæðinga og tel ekk- ert við þetta að athuga". „Per nii ekki béaftur vagninn aft koma? Hún er orftin tuttugu minútur gengin”. Þaö er óskemmtilegt aö hirast úti I bitandi kuldanum, sérstak- lega þegar vagninum seinkar. Þaö mátti þessi góöa kona þola og myndatöku aö auki. (AB-mynd: —GEK) Vöruskiptahallinn sá sami og í fyrra — þó lægra hlutfall af þjóðar tekjum sem þakka má bættum viðskiptakjörum Samkvæmt áætlunum Hallinn verður því Þjóðhagsstofnunar verð- mjög svipaður og í fyrra, ur vöruskiptahallinn við en nokkuð lægra flutfall útlönd á þessu ári óhag- af þjóðartekjunum, eða stæður um sem svarar 5 1,4% 1977 móti 1,8% 1976. milljörðum króna. Gert Árangur þennan má eingöngu er ráð fyrir að innflutn- þakka bættumviöskiptakjörum ingur nemi 110 milljörð- um en útflutningur 105 milljörðum. um sem svarar 9-10% enda inn- flutningur talinn aukast um 10% aö verögildi miöaö viö 10% aukningu útflutnings. —ES Blaðaprent gegn Dagbladinu: Dagblaðið greiði 1.5 milljónir króna Magnús Thoroddsen, borgardómari hefur kveð- ið upp dóm í máli því sem prentsmiðjan Blaðaprent höfðaði á hendur Dagblað- inu. Mál þetta f jallaði um álag á prentunarkostnaði i smiðjunni. Dómur fél! þannig að Dagblaðinu var gert að greiða Blaðaprenti rúml. 1.5 milljónir króna. Krafa Blaöaprents er þannig til komin, aö á sinum tima deildu Visir og Dagblaöiö um þaö hvort blaöanna ætti rétt á prentun i prentsmiöjunni á þeim kjörum sem blööum þeim, sem aöilar eru aö smiöjunni, eru ætluö. A meöan deila þessi stóö yfir voru bæöi blööin prentuö i smiöjunni. Geröardómur kvaö upp þann úr- skurö að Visir ætti rétt til kjara stofnblaöa prentsmiðjunnar. Borgardómur hefur gert Dag- blaöinu aö greiða 70% álag á prentunarkostnað frá 1. desem- ber 1975, upphæö sem nemur krónum 1.544.220. A upphæö þessa skulu leggjast 13% ársvext- ir frá 1. febrúar 1976 aö telja til greiösludags. Auk heldur á Dag- blaöiö aö greiöa 78.000 krónur I málskostnað. —ES

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.