Alþýðublaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 11. desember 1977J œ1 Otgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1300 krónur á mánuöi og 70 krónur i lausasölu. Hér var tvímælalaust um að ræða merkilega lagasetningu og raunar haldbeztu ráðstöf unina, sem gerð hefur verið til þess að vinna gegn verð- bólgu og gengislækkunum til frambúðar. Því hag- stjórnartæki, sem í verð- jöínunarsjóðshugmynd- inni felst, hefði á undan- förnum áratug átt að beita í miklum mun ríkari mæli en gert hefur verið. En í því sambandi skiptir rétt beiting tækisins að sjálfsögðu meginmáli. Ef tekjuaukning vegna verð- hækkunar erlendis er ekki látin renna í sjóðinn, verður að sjálfsögðu ekk- ert fé til ráðstöfunar, þegar verðlækkun skellur á. Sé greitt úr sjóðnum, þegar verðlag er yfir meðallagi, ef yfir nokk- urn tíma er litið, hefur sjóðurinn öfug áhrif við það, sem vera á verkefni hans. I' opinberum umræðum um efnahagsmál hefur ekki verið vakin athygli á því sem skyldi, að undan- farið hef ur verðjöfnunar- kerfinu ekki verið beitt samkvæmt upphaflegum tilgangi sinum, heldur hefur verið greitt úr sjóðnum við aðstæður, sem haf a verið þannig, að fremur hefði átt að greiða íhann. Þetta hefur verið réttlætt með því, að sjávarútvegurinn gæti ekki staðizt kostnaðar- auka verðbólgunnar að öðrum kosti. En þá er gengið fram hjá hinu, að jafnframt er verðbólg- unni ekki aðeins haldið við, heldur hún beinlínis mögnuð. Dagblaðið Vísir hefur oft vakið athygli á þessum atriðum í for- ystugreinum, en þeim viðvörunarorðum hefur ekki verið sinnt af hálfu stjórnvalda. En eigi í al- vöru að takast á við verð- bólguna, hlýtur eitt helzta hagstjórnartækið í því sambandi einmitt að vera tekjujöf nunarkerf i í sjvarútveginum. _ GÞG t Verdbólgan og verð jöfnunarsjóður Ekki er til nein ein eða einföld skýring á jafn- f lóknu efnahagsfyrirbæri og verðbólga er. Orsakir verðbólgu geta verið aðr- ar á einum tíma en öðr- um, og þær geta verið ólíkar í einstökum lönd- um og við mismunandi aðstæður. Um það getur þó varla verið ágreining- ur, að sé efnahagslíf lands mjög háð einni at- vinnugrein og séu tekjur hennar háðar miklum sveiflum, t.d. vegna þess, að framleiðslumagn sé breytilegt, mikið sé flutt út af afurðum hennar og verðbreytingar á þeim tíðar og miklar, þá sé hættara við verðbólgu I slíku efnahagskerf i en ella. En þessar aðstæður eru einmitt eitt meginein- kenni efnahagslífs fs- lendinga. Sjávarútvegur er beinlínis undirstaða at- vinnulifs þjóðarinnar, afli breytilegur, megin- hluti sjávarafurðanna er fluttur út og verð- breytingará þeim miklar og tiðar. Þegar mikil tekjuaukn- ing verður í sjávarútvegí, vill raunin verða sú, að það hefur í för með sér tekjuaukningu i öðrum atvinnugreinum, með þeirri afleiðingu, að heiIdartekjur, taldar í peningum, verða meiri en raunveruleg aukning þjóðarframleiðslunnar. Þá hækkar verðlag. Það er einmitt slík verðhækk- un, sem nefnd er verð- bólga. Ef tekjur i sjávar- útvegi lækka, sýnir reynsla, að erfitt er að v^____ lækka f ramleiðslukostn- aðtil samræmis. Tekjur í öðrum atvinnugreinum hafa ekki lækkað, og sjávarútvegurinn verður að geta greitt hliðstætt kaúp og greitt er í þeim. Ef tekjulækkunin í sjávarútveginum reynist varanleg, hefur það fyrr eða síðar leitt til einhvers konar styrkjakerfis eða gengislækkunar. Varla getur leikið vafi á því, að þegar tekjur í sjávarútvegi hafa aukizt mikið á undanförnum áratugum, þá hefur það kynt undir verðbólgu, þótt fleira hafi getað komiðtil, með sama hætti og tekjulækkun i sjávar- útvegi hefur verið orsök útf lutningsbótakerfa og gengislækkana. Ef reyna á að komast hjá verð- bólgu annars vegar og gengislækkunum eða uppbótakerf um hins veg- ar, virðist því augljóst, að ráðstafanir til þess að jafna tekjur í sjávarút- vegi milli ára eða tíma- bila séu skynsamleg stefna. Þetta voru menn farnir að gera sér Ijóst fyrir tæpum áratug. Við- reisnarst jórnin beitti sér árið 1969 fyrir laga- setningu um verðjöfn- unarsjóð sjávarútvegs- ins, sem einmitt átti að hafa það markmið, að jafna tekjusveif lur i þessari atvinnugrein. Þegar útf lutningsverð hækkaði umfram visst mark, skyldi greitt í sjóð- inn. Þegar verð lækkaði, skyldi hins vegar greitt úr honum. Næstum allt sem við gerum í umferðinni er háð þvi sem við sjáum. Ljósin sem við notum, þótt þau séu það besta sem völ er á, eru þúsund sinnum daufari en dags- Ijósið. Þess vegna er miklu vandasamara að átta sig á umferðarskil- yrðum í mvrkri. Möguleikarnir á þvi aö Næstum allt sem við gerum árekstri verði forðað veröa æ minni eftir þvi sem birtuskil- yrðin verða verri. Sá ökumaður sem vill aka með sem mestu öryggi og hefur áhuga á að tileinka sér þá sér- stöku ökutækni sem talin er gefa mest öryggi i nútima umferð, ætti sem allra fyrst að taka hana upp. Það er staðreynd að þaö er ekki hægt að aka eins að nóttu sem að degi. hafi stöðvunarvegalengdina innan þess svæðis sem ljósið lýsir upp fyrir framan hann. Rannsóknir hafa leitt i ljós að þvi hraðar sem ekið er, þvi styttra sér maður frá sér. A 30 km hraða er venjulega hægt að koma auga á ýmsa hluti á ak- brautinni u.þ.b. 25 metra fram- undan. En hvað þá ef ekið er á 60-70 km hraða eða ennþá hraðar? Verði eitthvað óvænt á leið okkar komum við auga á það helmingi seinna en ef við vissum af þvi fyrirfram. T.d. slæm hola sem maður hefur farið framhjá dag eftir dag og man eftir, kemur manni ekki eins á óvart og hola i vegi sem maður ekur sjaldan. UMFERÐARRAÐ Látum sjónlengdina ákveða hraöann. Þrátt fyrir það að manns- augað sé mikilvægasta skynfæri okkar og láti okkur i té mest af þeirri vitneskju sem við höfum um umhverfi okkar, er hæfni þess sem áður mjög tak- mörkuð. Það er þvi góð regla að aka ekki hraöar en svo að ökumaður Látum siónlengdina ákveða hraðann

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.