Alþýðublaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 7
Sunnudagur 11. desember 1977 7 Kvenfélag Villingaholtshrepps 60 ára: Allir hreppsbúar í kaffisamsæti Kvenfélag Villinga- holtshrepps varð sextugt 27. okt. s.l. Minntust félagskonur afmælisins með þvi að bjóða öllum hreppsbú- um til kaffisamsætis i Þjórsárveri sunnudag- inn 23. okt. Þá var um leið opnuð sýning á handunnum munum úr sveitinni uppi á lofti i félagsheimilinu. Við þetta tækifæri voru gömlum og nýjum heiðursfélögum í Kven- félaginu afhent heiðurs- skjöl Kvenfélagasam- bands íslands og lesin voru brot úr fundargerð- um félagsins fram á þennan dag, en þær hafa allar varðveizt. Þá ávarpaði formaður félagsins gestina og rakti sögu félagsins og störf. Einnig tóku til máls nokkrir úr hópi gesta og fluttu kveðjur viðsvegar að. Margir urðu til að gefa félaginu blóm og gjafir í tilefni afmælisins. Um kvöldið hélt Kvenfélagið skemmtun i Þjórsárveri, þar sem slegið var á léttari strengi, fluttar gamanvisurog leikþættiriléttum dúr. Guðnln Tómasdóttir óperu- söngkona söng nokkur lög við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar og varmjög vel tekið. í lok- in var slegið upp balli og dansað við harmonikuundirleik framá rauðanótt. Kvenfélag Villingaholtshrepps var stofnað fyrsta vetrardag árið 1917 og mættu 16 konur til stofn- fundarins. Fyrsti formaður félagsins var kosin Guðrún Einarsdóttir Urriðafossi, en með henni sátu i fyrstu stjóminni þær Stefania Stefánsdóttir Hróars- holti og Guðbjörg Jónsdóttir Þingdal. Núverandi formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps er Halla Aðalsteinsdóttir Kols- holti, og sagði hún i ávarpi sinu i afmælishófinu að enda þótt hlut- verk félagsins hafi mikið breyzt siðan það var stofnað, væri sLzt minni þörf nú að konur störfuðu saman''! samtökum, en var i ár- daga Kvenfélagsing. En i upphafsgrein fyrstu laga félagsins segir svo: „Tilgangur félagsins er að hjálpa bágstöddum sjúklingum og veita hjálp fátækum sængur- konum.” Og vist er um það, að gegnum tiðina hafa ótaldar starfsstundir félagsins farið i að veita þessum göfuga málstað lið, enda þótt nú hafiþlutverk félags- ins breyit með tilkomu fullkom- ins almannatryggingakerfis á Islandi. En starfið hefur jafnan fundið sér nýjan farveg, þar sem full not hafa verið fyrir þann dugnað og mannúðarEinda, sem félaginu hefur fylgt frá upphafi. Má þar til nefna störf i þágu sjúkrahúsmála i héraðinu allt frá stofnun sjúkrahúss á Selfossi og þann skerf sem félagið lagði ásamt fleirum til stofnunar Hús- mæðraskóla Suðurlands. Kvenfélagið hefur séð um veit- ingar i félagsheimilinu Þjórsár- veri, allt frá þvi það var opnað 1959. Þá hefur félagið gefið Villingaholtskirkju messuskrúða og fermingarkirtla og hefur umsjón með þeim, auk þess sem það hefur liðsinnt með f járfram- lögum til endurbyggingar kirkj- unnar. Þá eru ótalin fræðslunámskeið húsmæðra, barnaskemmtanir og( skemmtiferðir sem félagið hefur gengist fyrir, en af þessari upptalingu má ljóst vera að hlut- verk félagsins er nú miklu við tækara en i upphafi. Enda segir núna i megingrein félagslaganna: ,Tilgangur félagsins er að stuðla að menningar- og mannúðarmálum hreppsbúa”. Eða eins og segir i grein um félagið, sem Oddný Kristjáns- dóttir i Ferjunesi ritaði, en hún er ein af fyrrverandi formönnum i félaginu: „Og það (félagið) hefur alltaf eftir sinni getu reynt að milda mannlifið og alltaf.mætt skilningi i sinni sveit.” Frá 60 ára afmæliskaffisamsæti KvenfélagsViIlingaholtshrepps i Þjórsárveri. jsendum gegn póstkröfu Guðmundur Þorsteinsson gullsmiður ^Bankastræti 12, Heykjavik. j Jólakort með mynd Jóns Engilberts Frú Tove Engilberts, ekkja Jóns Engilberts list- málara, hef ur gef ið út nýtt jólakort, hið sjötta í röð- inni. Kortið er eftir mynd af verki Jóns Engilberts er hann nefndi ,,Madonna". Litbrá annaðist prentun. Kortin verða se-ld á heimili listamannsins að Flókagötu 17 alla daga (simi 18369). TRULOF- HRINGAR Fljót afgreiðsla ~. I sisg er mikið í 12 flokkur 9 á 2.000.000,- 9 — 500.000- 9 — 200.000,- 1.134 — 100.000- 5.274 — 50.000,- 27.837 — 10.000,- 18.000.000.- 4.500.000.- 1.800.000,- 113.400.000,- 263.700.000.- 278.370.000,- 34.272 18 — 50.000 — 679.770.000,- 900.000,- 34.290 680.670.000.— Það verður dregið um stærstu vinninga happdrættisársins þriðjudaginn 13. desember, samtals kr. 680.670.000 Missið ekki af endurnýjun því nú er mikið í húfi! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Tvö Þúsund milljónir í boói CHRYSLER o CHRYSLER Vlymouth SIMCAI | DacJge Bl UUIA Höfum opnað hílasölu í stóru og glæsilegu húsnæði að Suðuiiandsbraut 10 (gamla sjálfsþjónustan). Sími 83330 - 83454, Seljum notaða og nýja bíla. Óskum eftir bílum á söluskrá. Hafið samband við sölumenn og skoðið húsakynnin sem eru í sérflokki. SUÐURLANDSBRAUT 10. SÍMAR; 83330 - 83454

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.