Alþýðublaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 3
^Sunnudagur 11. desember 1977 sunnudegi Reykjavikurbréf Morgunblaös- ins. Siöasta Reykjavlkurbréf Morgunblaðsins er óvenju skyn- samlega skrifaö og um leiö einkar refslega. Þar er fjallað um prófkjör, kosti þess og galla. Með löngum aðfararorðum um ágæti Geirs Hallgrimssonar, forsætisráðherra, er siðan rauði þráður bréfsins, að kjósendur þurfi að gæta sin á fjölmiðla- strákum og ameriskum kosn- ingaaðferðum, þar sem pen- ingarnir ráði kjöri manna. Það sem er alvarlegast við þetta Reykjavikurbréf Morgun- blaðsins er óbein staðhæfing um að ýmsir þátttakendur i próf- kjöri Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins hafi haft yfir óeðlilega miklu fjármagni að ráða. Þetta hefur m.a. orðið til þess, að Albert Guðmundsson, alþingismaður, hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á fjár- málum i sambandi við þátttöku hans i prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavik. Höfundur Reykjavikurbréfs- ins mun vonandi veita athygli- birtingu reikninga tveggja frambjóðenda Alþýöuflokksins i prófkjörum hans, þeirra Vil- mundar Gylfasonar og Ama Gunnarssonar. Þar kemur meðalannars fram, að beinn út- lagður kostnaður Vilmundar er rösklega 110 þúsund krónur. Beinn útlagður kostnaður Arna er 107 þúsund krónur, þegar ekki er talinn með simakostn- aður og flugferðir, sem ekki voru farnar i prófkjörsslagnum sjálfum. Arni áætlar, að heildarkostnaður vegna þátt- töku hans i prófkjörinu sé um 300 þúsund krónur, og telur hann þá með áætlaðan útlagðan kostnað stuðningsmanna, m.a. vegna simakostnaðar, leigu á húsnæði og fleira. Beinn útlagður kostnaður þessara tveggja frambjóðenda myndi ekki nægja fyrir hálfs mánaðar ferð til sólarlanda, ef gjaldeyriskaup væru talin með. Vera má, að aðrir frambjóðendur hafi eytt meiru, og vissulega væri eðlilegt að þeir gerðu grein fyrir reikning- um sinum, tekjum og gjöldum. En að bera mönnum á brýn óeðlilega fjármálastarfsemi vegna prófkjöranna er býsna al- varlegur hlutur. Að bera saman frambjóðem’.ur i prófkjörum hér álandiogi Bandarikjunum er fjarri allri skynsemi. I Bandarlkjunum þurfa' menn að vera stórauðugir til þess að komast áfram i stjórnmálum, eða hafa að baki sér fyrirtæki eða hagsmunahópa, sem hafa yfir miklu fjármagni að ráða. En þessar peningahug- leiðingar i Morgunblaðinu eru aðeins til að leggja áherzlu á það aðalatriði, sem byr undir i hugleiðingum höfundar. Hans niðurstöðu má lesa á milli linanna, og hún er sú, aö hinir „hæfustu” komist ekki að á meðan „óhæfir” nái góðum árangri. Hann gefur i skyn, rétt eins og Sigurður Lindal, prófessor, i sjónvarpsþætti fyrir skömmu, að hinir ágætustu menn þjóðfélagsins séu ófáan- legir til að taka þátt i skolla- leiknum prófkjöri. Svarið við þessari kenningu ereinfalt. Þeir menn, sem ekki eru tilbúnir að ber jast fyrir þeim málstað, sem þeir trúa á, hvar sem er og hvenærsem er, eiga ekki erindi i stjórnmál. Það er þó engan veginn þetta, sem skiptir höfuðmáli. Það, sem máli skiptir i oröum höf- undar Reykjavikurbréfsins, er gremjan yfir þvi, að sú hin gamla og algilda aðferð við að korria mönnum inn á þing, hefur beðið skipbrot. Aðferð hinna raunverulegu atvinnupólitikusa hefur orðið fyrir alvarlegum hnekki. Sú aðferð hefur verið fólgin i þvi, að njóta uppeldis I flokknum frá blautu barns- beini, taka embættispróf frá Háskóla Islands, helzt lögfræði- próf, og sigla siðan fyrir ljúfum byr inn á löggjafarsamkomu Magnús Bjarnfreösson starfaði lengi hjá sjónvarpinu. Hann er bæjarfulltrúi Framsókn- arflokksins i Kópavogi og af honum fer gottorð. Hvaða blað- ur er þetta i höfundi Reykja- vikurbréfsins? Erhann að gefa i skyn, að það eigi að svipta menn sjálfsögðustu mannréttindum bara af þvi að þeir skrifa i blöð, tala i útvarp eða láta sjá sig i sjónvarpi? Nei,- ölb röksemda- færsla hans er út f hött Auövit- að eiga fjölmiðlamenn sama rétt á þvi að bjóöa sig fram til hvaða starfa sem er, eins og all- iraðrir. Verkþeirra munu siðan sanna eða afsanna getu þeirra til starfans. Kjósendur munu væntanlega meta þessa menn ogvega, og þeirmunu vafalaust þær skoðanir Alþýðublaðsins, að i engum islénzkum stjórn- málaflokki sé flokksræðið eins algjörtog i Alþýðubandalaginu. Þetta sanna meðal annars viðbrögð Þjóðviljans við próf- kjörum Alþýðuflokksins. Þjóð- viljamenn reyna með dylgjum og útúrsnúningum að gera litið úr prófkjörunum, en til þessara skrifa er eingöngu stofnað til að beina athygli flokksmanna frá gömlum og nýjum kröfum for- ystumanna Alþýðubandalags- ins, að þeir einir fái að ráða hverjirverða fulltrúar flokksins á þingi og i öðrum trúnaðarstöö- um. —Forkönnun hét fyrirbæri á Suðurnesjum, sem Alþýðu- bandalagsmenn þar efndu til. Hún gæti minnt á málamynda Ilaðið.s Rey kj avíkurbréf *»♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦Laugardagur 3. desember Kostir prófkjörs Fyrir hálfum mánuði stóð yfir umfangsmesta prófkjör, sem efnt er til.hér á landi til þess að taka ákvörðun um skipan framboðs- lista til alþingiskosninga — próf- kjör sjálfstæðismanna i Reykja- og Jóhann Hafstein, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, næstflest atkvæði. I aUgum sjálfstæðismanna skiptu þessi úrsliL engu máli eða þau_ atkvæði, sem á milli bar, enda öllum ijóst, að þeir tveir menn, sem þar komu við sögu nutu' menn hafa unnið geysilegt starf j samtökum launþega. PétuJ Sigurðsson er upprunninn í.sjó mannastétt. Hann hefur helga allt sitt líf starfi, fyrst á sjónun og siðan i þágu sjómanna, í féj^ samtökum þeirrai að hag málum þeirra á Alþ þjóðarinnar. Menn af þessu tagi hafa verið meirihiuti hinna svo- kölluöu „fulltrúa þjóðarinnar” á þingi. Sumir þeirra hafa aldrei dyfið hendi i kalt vatn né migið i saltan sjó. En nú erkominnþverbrestur i þessa gömlu hefð, og þá er grip- ið til þess ráðs að flokka menn i gegna og miöur gegna. Stjórn- mál eiga nefnilega að vera sér- greinútvalinshóps, að mati höf- undar Reykjavikurbréf sins. Honum finnst til dæmis afskap- lega vont, að menn, sem unnið hafa við fjölmiðla, skuli leyfa sér að hafa afskipti af stjórn- málum. Þeir hafi haft betri og meiri tækifæri en aörir til að kynná sig meðal þjóðarinnar. Það er hins vegar ekkert á þaö minnst, að fjölmiðlamenn, eins og aðrir, fá misjafna kynningu. Það erheldurekkiá það minnst, að fáir menn komast i eins náin kynni viö fólkið i landinu. Jafn- vel á þvi sviði geta þeir slegið þingmönnum við, einkum þeim, sem aðeins sjást i kjördæmum sinum fyrir kosningar. Það má lika minna höfund Reykjavikurbréfsins á það, að áður hafa fjölmiðlamenn verið i framboöi. Má í þvi sambandi minna á Markúsöm Antonsson, sem lengistarfaðihjá sjónvarp- inu. Undirritaður hefur ekki heyrt annaö en að hann stæði sig með prýði sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Elin Pálmadóttir hefur starfað hjá Morgunblaðinu um langt árabil. Hún er borgarfulltrúi og hefur gegnt þvi starfi með sóma. finna meiri ábyrgð á sér hvila en margir aðrir, sem lagt hafa út i' stjórnmálin. Þar ræður vilji fólksins litlu. 1 vikunni sagði Karvel Pálmason nokkrar setningar á Alþingi, sem ekki hefur verið veitt nægileg athygli. Hann tók til máls við umræður um breyt- ingar á lögum um kosningar til Alþingis. Karvel talaði sérstak- lega vegna ummæla Lúðviks Jósefssonar, formanns Alþýðu- bandalagsins, sem áður hafði sagt, að hann vissi ekki i hvaða flokki Karvel hefði verið. Þessi ummæli Lúðviks fund- ust Karvel furðuleg, þar sem hann, Karvel, hefði verið i Alþýðubandalaginu. Og svo komu setningarnar, sem flestir þyrftu að veita athygli. Karvel sagði, að í Alþýðubandalaginu hefði hann kynnzt því vel á hvern hátt forystumenn flokks- ins réðu þvi, sem þeir vildu ráða um framboð. Vilji kjósendanna fengi þar litlu að ráða. Karvel kvaðst vita þess nokkur dæmi hvernig ýmsum brögðum hefði veriðbeittsvo viljiforystunnar I Alþýðubandalaginu næði fram að ganga. Karvel veit áreiðanlega hvað hann er að tala um. Orð hans renna ennstyrkari stoðum undir Föstudagur 9. desember 1977 skoðanakönnun i æðsta ráði Sovétrikjanna, ef eitthvað slikt væri þar til. Sú staðreynd stendur eftir óhögguð, að Alþýðubandalagið hefur ekki og vill ekki beita lýðræðislegum aðferðum við kjör fulltrúa sinna. Miðstýring- in er algjör og áhrifa þessarar afturhaldssemi er farið að gæta i óánægju meðal flokksmanna. Hvert á fólkið að snúa sér? Asgeir Danielsson, kennari, skrifaði eftirtektarverða grein I Dagblaðið fyrir skömmu, þar sem hann spurði: „A verkafólk einhvern pólitiskan valkost?” Þar fjallar hann meðal annars um verkalýðsflokkana tvo, Alþýðuflokkinn og Alþýðu- bandalagið, og segir að það sé dæmigert fyrir pólitiska um- ræðu hér á landi, aö nú sendi verkalýösflokkarnir hvor öðr- um tóninn og krefjist þess aö fá skýr svör um afstööu hins til hinna ýmsu mála. Þá talar hann um landsfund Alþýðubanda- lagsins á dögunum, og leyfir Alþýðublaðið sér að birta hér niðurlag greinar Ásgeirs: „1 setningarræðu sinni á þess- um landsfundi segir Ragnar Arnalds að Alþýðubandalagið hafi það einkenni að það sé „raunsær flokkur”. Þetta raunsæi felst samkvæmt Ragnari í þvi að Alþýðubandal. sé reiðubúiö til samstarfs við aðra flokka ef eitthvað sé á þvi að græða. Hætt er viö að ein- hverjum þætti þetta takmörkuð skilgreining á pólitisku raunsæi, en látum það vera I bili. 1 stjórn- málaályktun landsfundarins er sagt að haföar séu i frammi „grófar hótanir um alvarlega skerðingu gildandi kjarasamn- inga”. Þetta er raunsætt mat á ástandinu. En hvernig á að bregðast á raunsæjan hátt við þessum hótunum? 1 stað þess að svara þeirri spurningu leggur stjórnmálaályktunin upp lin- urnar varðandi efnahagsmálin og mest af umræðunum á lands- fundinum var um þau mál. Það eru vissulega margar ástæður til þess að efast um raunsæi þeirrar efnahagsstefnu sem Alþýðubandalagið býður upp á. Það sem þó er alvarlegast er að hvort heldur væri, þá er það óraunsætt að leggja höfuð- áherslu á stefnu i efnahagsmál- um, sem Alþýðubandalagið ætl- ar að framkvæma, þegar það kemst í rikisstjórnarstöðu. Það er i fyrsta lagi óliklegt að Al- þýðubandal. komist i rikis- stjórnarstöðu og i öðru lagi þá hefur hvorki Alþýðubandalagið né verkalýðshreyfingin á Is- landi þann styrk sem er nauð- synlegur til þess að Verkefnin i dag eru að byggja upp verkalýðshreyfinguna, til þess að hindra að afleiðingunum af þvi skipulagsleysi og þeirri sóun sem einkennir þetta efna- hagskerfi verði velt yfir á herð- arverkafólks einn ganginn enn. Til þess verður að byggja upp frá grunni. Það verður að efla félagslegt starf innan verka- lýðsfélaganna. Það er einmitt innan faglegra samtaka launa- fólks sem hægt er að finna það afl, sem eitt getur staðið gegn þeim kjaraskerðingarárásum sem eru yfirvofandi. Verkfall BSRB sýndi að Isl. launafólk getur byggt upp virka hreyfingu til baráttu fyrir hags- munum sinum. Samskonar hreyfing hefur verið innan Alþýðusambandsins á undan- förnum árum. Það er með þvi að glæða og efla þessa hreyfingu sem við getum á raunsæjan hátt brugðist við þeim verkefnum sem islensk verkalýðshreyfing stendur frammi fyrir i dag. Ef við litum raunsætt á málin þá er það augljóst, að verkefni verkalýðsflokks i dag er að berjast gegn itökum Sjálf- stæðisflokksins innan samtaka launafólks og búa verkalýös- hreyfinguna undir hörkuleg átök við atvinnurekendur og samsteypustjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins. 1 dag felst pólitiskt raunsæi i þvi að mynda samstarf milli verkalýðsaflanna innan Alþýðu- bandalagsins, Alþýðuflokksins og Fylkingarinnar, en heyja óvægna baráttu gegn atvinnu- rekendum og fulltrúum þeirra og fyrir stéttarlegu sjáífstæði verkalýðshreyfingari,nnar. Þannig og aöeins þannig, veröur hægt að skapa raunverulegan pólitiskan valkost fyrir verka- fólk.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.