Alþýðublaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 3. janúar 1978 6 Björgunarbátarnir falla úr 20 metra hæð, til að bjarga skip- brotsmönnum Þetta er ekki nærri eins slæmt, eins og í rússíbönunum í Tívolí í Kaupmannahöfn, segir K. W. Rhode frá Skipaeftirliti danska rfkisins Hver maöur um borö hefur sinn eigin stól, sem er sér- staklega útbúinn og komiö þannig fyrir, aö bakiö tekur á sig höggiö þegar báturinn er sjósettur. Er þetta gert til aö sem minnstur þungi hvfli á baki þeirra sem eru um borö, þegar báturinn fellur i sjóinn. Stólana er hægt aö leggja saman, og fá þannig rúmgóöa vistarveru. Er þetta taliö æskilegt, þar sem tilraunir hafa sýnt, aö flestir, jafnvel þrautreyndir sjómennn, geta oröiö mjög sjóveikir eftir að hafa dvaliö stuttan tima um borö I bátnum. Þaö er einkennandi fyrir þessa nýju báta, að þeir þola allt að 20 metra fali frá skipshliö. Þegar þeir voru prófaöir, viö eins raunverulegar aðstæöur og mögulegt reyndist, voru þeir látnir stingast I hafiö af skut norska vöruflutningaskipsins Tarcoola, og var þaö um 20 metra fall. Þeir sem tóku þátt i prófun- inni, sögöust varla hafa fundiö fyrir þvi, þegar björgunar- báturinn snerti hafflötinn. Höggið var sama og ekkert, og báturinn lenti svo til hjólðlaust. Tilraunin leiddi lika i ljós, aö báturinn var i skinandi lagi eftir „flugferðina” og sigldi prýöi- lega fyrir eigin vélarafli. Er þaö Björgunarbáturinn steypist úr 20 metra hæð. Þeir sem voru um borð tóku varla eftir þvi þegar hann skall f sjóinn. mál manna, aö meö tilkomu þessa nyja tækis, sé hægt aö bæta mjög allan öryggisútbúnað um borö i skipumi Miklar rannsóknir og tilraunir Hugmyndina að bátnum svo og alla vinnu viö framleiösluna eiga Norðmenn. Aöur en hönnun er hafin, eru rannsökuö 30 sjó- slys, ásamt gögnum sem fengist hafa með þvi aö senda spurningalista til allra skipa- eftirlitsstofnana á Noröur- löndunum. Likaniö i fullri stærö hefur verið fallprófaö 18 sinnum auk tilrauna varðandi stööugleika, hraöa og sjóhæfni. Fallhæðin hefur verið frá 14 og upp i 20 metrar. Þá hefur báturinn veriö hlaöinn meö farmi, sem svarar til 17 og 37 manna áhafnar. Allar þesssar tilraunir hafa gefiö já- kvæöan árangur, og þvi aukna möguleika til aö bjarga manns- lifum, ef skip ferst. Reyna að draga upp mann- eskjulega mynd af Hitler Kvikmyndin „Hitler frægöarferili”, sem hlaut verö- laun i Danmörku, er byggö á sögulegum staöreyndum og unnin af sagnfræöingnum Joachim C. Fest og kvikmyndastjóranum Christian Herrendoerfer. Til- gangur þeirra var engan veginn sá, aö hreinþvo Hitler, heldur nota tæknilega möguleika til aö draga upp blæbrigðarikari mynd af Leiötoganum. Kvikmyndin hefur vakiö mikla athygli i Sambandslýöveldinu, einkum vegna þess, aö þetta er fyrsta myndin sem framleidd er I vestur-Þýskalandi, sem ekki sýn- ir Hitler á hinn heföbundna og yfirboröskennda hátt þ.e. sem sambland af geöveikum smá- borgara nútima Djenghis Khan og trúö þýzku alrikisstefnunnar. Joachim Fest, sem hefur skráö æviágrip Hitlers, sagöi þegar kvikmyndin var sýnd i fyrsta sinn á alþjóölegri kvikmyndahátiö i vestur-Berlin, að markmiöið væri aö nokkru leyti, aö skýra fyrir yngra fólkinu, hvaö þaö heföi ver- Nú á að draga fram mannlegu hliðarnar á ein- ræðisherranum Hitier, og það meir að segja í vestur-þýzkri mynd iö sem fékk eldri kynslóöina til, aö dá leiötogann svo mjög. Meö þvi aö auka skilning yngri kynslóðarinnar á þessari múg- hylli, vonast þeir Fest og Herrendoerfer til aö efla mót- stööu fólksins, ef svipaöar kring- umstæöur skyldu skapast siöar meir. Þeir hafa þó ekki lokað augun- um fyrir áróöursgildi slfkrar framleiöslu, og þess vegna bygg- ist myndin ekki aöeins upp á röö atburöa úr lifi Leiötogans, þvi inn i er skotiö skýringum um nakinn sannleikann. Þeir félagar lögöu mikla vinnu i kvikmyndina og tók þaö t.d. Herrendoerfer mörg ár, aö afla heimilda i kvikmyndasöfnum i Evrópu. Aö auki hafa margir einstak- lingar lagt fram myndir sem hafa verið teknar viö ýmis tækifæri og þannig fékk Herrendoerfer til aö mynda tækifæri til aö taka eftir gamalli mynd, sem sýnir Evu Braun, ástkonu Hitlers. Þetta mun ekki vera I fyrsta sinn, sem þeir Fest og Herrendo- erfer vinna aö efni um Hitler, þvi 1969 gerðu þeir heimildamynd fyrir sjónvarpiö. Þar var leiötog- anum lýst sem lýöskrumara, sem notaöi sér kreppuástand og ráö- villta þjóö til aö komast til valda. Þessi mynd vakti enga sérstaka athygli og fólk sýndi litil viö- brögö. Þaö var ekki fyrr en 1973, þegar Fest gaf út ævisögu Hitlers, aö áhugi fyrir kvikmyndagerö vaknaöi. Þaö er eftirtektarvert, aö I „Hltler-fræögarferill” er m.a. reynt aökomast til botns f þvl hvers vegna Leiðtoginn náöi svo miklum almennum vinsældum sem raun varð á. „Hitler — frægöarferill” sem er jafnframt þvl sem ekki er minnst fyrst og fremst fólginn I þvl að á skilyröi og takmörk fyrir ein- gera Hitler persónugerving fyrir ræöi Hitlers, ásamt fólskulegu mikilleik og fall þriöja ríkisinsr valdatafli bak viö tjöldin. Auglýsingasími blaðsins er 14906 ^..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.