Alþýðublaðið - 03.01.1978, Síða 12

Alþýðublaðið - 03.01.1978, Síða 12
alþýöu- blaðið ' tJtgefandi Alþýöufiokkurinn Eitstjórn Alþýöublaösins er aö Síöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aöv Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsimi 14900. ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1978 * Gufusprengingin í Álverinu: Óvíst hvernig vatn komst í mótið „Viö höfum ekki getaö greint orsakir þess aö vatn komst i mót- iö, hvorki núna, né þcgar sam- skonar gufusprenging átti sér staö áriö 1969. Þarna geta veriö nokkrir samspilandi þættir, bæöi mannleg mistök, svo og einhver biiun i útbúnaöi, en þaö er erfitt um vik meö endaniegan úrskurö, sagöi Birgir Thomsen, hjá is- lenzka Álfélaginu, i viötali viö Alþýöubiaöiö I gær, en aöfaranótt siðastliðins iaugardags brenndust tveir starfsmenn álversins I Straumsvik, þegar sprenging varð i keri sem þeir unni viö steypu i. „Sem betur fer urðu ekki alvar- leg meiðsl á mönnum, sagði Birg- ir ennfremur i gær, en tveir af fjórum hlutu annars stigs bruna. Annar þeirra fór af slysadeild hingað suðureftir til að ná i bilinn Slys nokkru færri þar 1977 en var 1976 sinn og hinn var ekki heldur al- varlega brenndur. Tveir mann- anna héldu áfram vinnu að rannsókn á slysadeild lokinni. Sprenging sú er á sér stað er gufusprenging. Vatn komst inn i mót, undir heitt álið, þar sem það lokast inni. Ég býst við að mótið verði tekið sundur i dag eða á morgun, en erfitt verður að greina orsakir. Skemmdir við sprenginguna urðu nánast engar. Við skiptum mótinu út, en annað þurfti ekki. Varðandi orsakir slyssins má geta þess, að þegar hefur verið kannað að hluta hvort um mann- leg mistök hafi verið að ræða, en komið hefur i ljós að þau atriði sem könnuð hafa verið voru eins og þau eiga að vera. Annars er það ánægjulegt að slysum hefur fækkað mjög hjá okkur. A árinu 1976 urðu hér fjörutiu og átta slys, sem höfðu i för með sér þriggja daga fjarveru frá vinnu eða meir. A siðasta ári, það er 1977, sýnist mér slysin hafa verið rétt um þrjátiu talsins. Þegar öll óhöpp eru talin með, verður talan fyrir siðasta ár lik- lega rétt um fimmtlu, en var rúmlega sextiu fyrir árið 1976. Þetta þykir okkur ánægjuleg þróun.” Úthlutun úr Rithöfundasjódi ríkisútvarpsins: „Hvatning til fram- halds ... ” segir dr. Jónas Kristjánsson tJthlutun hefur fariö fram úr Rithöfunda- sjóði rikisútvarpsins og hlutu þrir höfundar þau aö þessu sinni, þau Gréta Sigfúsdóttir, Helgi Sæmundsson og Sigurður Róbertsson. Dr. Jónas Kristjáns- son, forstöðumaður Stofnunar Arna Magnússonar, afhenti verðlaunin við hátið- lega athöfn, þar sem m.a. forseti tslands, dr. Kristján Eldjárn, var viðstaddur. Til skipta komu að þessu sinni 900 þúsund krónur sem skiptust jafnt milli verðlaunahafa. Blaðið átti stutt spjall við dr. Jónas Kristjánsson i tilefni af verðlaunaveitingunni og spurð- ist fyrst fyrir um það grunnmat á verkum höfunda, sem væru einkum leiðarljós nefndarinnar um úthlutun. Dr. Jónasi fórust orð á þessa leið: „Það hefur verið venja nefndarinnar, að veita þessi verðlaun ekki þeim, sem kunn- astir eru i hópi skálda og rithöf- unda hérlendra. Til þess ber vit- anlega margt. Það er þá fyrst, að ætla má, að þeir kunnustu hafi fengiö nokkra umbun eftir öðrumleiðumfyrirverk sln. Þvi hefur nefndin kosið að fara nokkuð neðar i stigann, enda mætti lita svo á, aö hér væri um að ræða hvatningu til fram- halds.” „En þið farið þó ekki mjög Framhald á bls. 10 Sem kunnugt er kom fram fyrir nokkru þingsályktunartillaga tveggja þingmanna, þeirra Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Péturs Sigurðssonar um fækk- un starfsmanna ríkis- bankanna og Fram- kvæmdastofnunar, og I tilefni af þvi réðst Alþýðublaðið i að gera könnun á hve f jölmenn stétt islenzkra banka- manna væri um þessar mundir. Það kom fram við þessa at- hugun að ekki liggur á lausu að fá nákvæmar tölur um fjölda starfsfólksins, og eru þær sem fáanlegareru margar nokkurra mánaöa. Þeim sem fyrir svör- um urðu bar þó saman um að ekki mundi miklu skeika frá réttri núverandi tölu, og er hér víðast miðað við þann fjölda, sem fæst við regluleg banka- störf, en ekki talið það fólk, sem annast ræstingu, húsvörzlu o.s.frv. Samkvæmt heimildum blaðs- ins eru starfsmenn Seðlabanka 121, enstöðugildi eru 114. 13 vinna hálfan daginn og á það við um fleiri tölur hér, að talið er fólk, sem ekki vinnur fullan starfsdag, svo sem hjá mörgum minni sparisjóðum. Hjá Lands- bankastarfa nú 686’og vinna þar af I Reykjavik einni 478. Hjá Búnaöarbankanum starfa 251 á öllu landinu, i aðalbanka og 17 útibúum i Reykjavík og úti á landi, auk 5 afgreiðslustaða. Hjá tJtvegsbankanum var starfsmannafjöldi 1. okt. sl. 255 og eru þá ekki meðtaldir starfs- menn Fiskveiðasjóös. Sam- vinnubanki er með 115 starfs- menn, Iðnaöarbanki 90 og Verzlunarbankinn 75, en hjá Sparisjóðum starfa 167. Hjá Alþýðubankanum starfa 25. Samanlagður fjöldi starfs- manna þessara banka er þannig 1785, með áðurnefndum fyrir- vara. Nýrri og nákvæmari talna um fjölda starfsmanna mun að vænta hjá bönkunum á næst- unni, að sögn starfsmanna- stjóra þeirra, sem veittu blað- inu meginhluta þessara upplýs- ina. AM Eið- stafur starfs- manna Lands- banka Að undanförnu hefur það orðið enn Ijósara# sem allir vissu þó fyrir, að störf bankamanna geta verið þannig vaxin, að mikilsvert er að i þau veljist menn, sem sterkir eru á hinu siðferðilega svelli, því ekkert kerfi virðist svo pottþétt, að ekki megi fara kring um það þegar nákunnugrr beita reynslu sinni og þekkingu til. I þvi skyni að minna hvern nýjan starfsmann á það traust, sem honum er auðsýnt, hefur Landsbanki isiands fyrir venju að láta hann undirrita eftirfarandi: Ég undirritaður starfsmaður Landsbanka tslands, lofa hér með að rækja hvert það starf sem mér kann að verða falið með ástundun og samvizkusemi og að viðlögðum drengskap minum að gera engum utan bankans kunnugt um málefni hans né um viðskipti manna, félaga, fyrirtækja eða stofnana við hann. Ennfremur lofa ég að sýna starfsfólki minu og viðskiptamönnum bankans lipurð og háttvisi i framkomu og skuldbind mig til að fara i einu og öllu eftir þeim reglum, sem mér verða settar varöandi starf mitt. Sem að ofan er greint, er þessi eiðstafur ejngöngu saminn fyrir Landsbanka Islands, en aðrir bankar munu einnig láta sitt fólk undirrita svipað loforð.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.