Alþýðublaðið - 04.01.1978, Page 7

Alþýðublaðið - 04.01.1978, Page 7
Miðvikudagur 4. janúar 1978 7 STEFNUMI Rikisst jórn Geirs Hallgrimssonar virðist sizt til þess fallin að eyða misræmi og ójöfnuði. Skömmu fyrir áramót gengu i gildi reglur sem gera fólki mögulegt að ávaxta fé sitt I is- lenzkum krónum, dönskum krónum, dollurum, mörkum og pundum. Sá hængur er hér á að ekki verður sagt að öllum sé gert jafn auðvelt að velja um gjaldmiðil til þess að ávaxta fé sitt. Allur þorri landsmanna býr við þau kjör að fá þvi aðeins gjaldeyri að honum skuli varið til þess að standa straum að kostnaði vegna utan- landsferðar. öðru máli gegnir um ráðamenn og eigendur islenzkra fyrirtækja sem stunda erlend viðskipti, virðast möguleikar þeirra til öflunar tekna i formi gjaldeyris margs konar! Áður giltu þær reglur að menn voru skyldaðir til þess að skila slikum tekjum heim og breyta þeim i islenzkar krónur. Af EINHVERJUM ÁSTÆÐUM tregðuðust þó menn við að hlita reglunum, kusu að gerast lögbrjótar og ávaxta pund sitt erlendis. íslenzk stjórnvöld lokuðu augunum fyrir þessari staðreynd, þangað til erlend yfirvöld tóku að staðfesta með opinberum hætti að ekki væri lengur um að villast að margir beztu synir íslands væru lögbrjótar. Sú reglan, að islenzk yfirstétt geri aldrei rangt hefur ekki enn verið vefengd og því þótti ekki ástæða til að bregða út af vananum og brugðið til þess ráðs að heimila sparnað hérlendis I erlendri mynt, auka ennfrekar á misrétti og ójöfnuð en verið hefur. Til skýringar skal tekið dæmi og ráð fyrir þvi gert að reglumar hefðu gilt frá 1974 i upphafi árs. Tveir menn, sem lögðu I banka jafnvirði 323,32 islenzkra króna 3. jan. 1974, annar i is- lenzkum krónum, hinn 1 danska krónu,l dollar, 1 mark og 1 pund sterling fengju mismikið i dag er þeir tækju höfuðstól og vexti út. Sá er ávaxtaði fé sitt i islenzkum krónum fengi 510 krónur, hinn með gjaldeyrinn fengi rúmar 900 krónur. íslenzku krónumar gáfu að meðaltali 12% vexti, erlendi miðillinn mældur i íslenzk- um krónum 22,8% i vexti á ári að meðaltali. Hins vegar er á þá staðreynd að lita að mælt i erlendum gjaldmiðli eru vextirnir að meðaltali um 4%. Astæðan fyrir mismuninum er stjórn efnahagsmála hérlendis#i þessum málum sem öðrum ber allt að sama bmnni að tryggja ójöfnuð og misræmi. Hefði maður haldið að verðbólgan dyggði til að færa sumum umfram aðra, sú er þó ekki raunin, nú bætist enn eitt nýtt form við i kerfi óskapnaðar islenzks efna- hagslifs. Vel má vera að lög sem þau að meina mönnum að eiga erlendan gjaldmiðil fái ekki staðizt, það að svo sé réttlætir þó á engan hátt siðustu aðgerðir stjómvalda. Aðgerðir sem eingöngumiða að þvi að fela sjúkdómseinkenni en ekki að þvi að ráða bót á meinsemdinni megna ekki að réttlæta þá afskræmingu heil- brigðs efnahagslifs sem af aðgerðinni hlýst. Enn einu sinni hefur núverandi stjórn sýnt getuleysi sitt. 1 skjóli vanþekkingar láta islenzkir fjölmiðlar sem ekkert sé nema þá helztgott eitt um aðgerðina að segja. Eða hvað veldur? Bjarni S. Magnússon Þrítugasta og fyrsta þing Sambands ungra jafnaðar- manna var haldið i Vikingasal Hótels Loftleiða helgina 10.-11. desember siðastliðinn. Fer hér á eftir stutt frásögn af störfum þingsins. Laugardagur 10. desember Fráfarandi formaður SUJ, Sæmundur Pétursson, setti þingið um kl. 14.45. Embættis- menn þingsins voru kosnir: Þingforseti Sigurður Blöndal, Reykjavik: 1. varaforseti Gunn- ólfur Arnason, Keflavik: og 2. varaforseti Þorbjörn Pálsson, Vestmannaeyjum. Ritarar þingsins voru kjörnir þeir Sæmundur Pétursson og Kjart- an OttóssonReykjavik. Þá voru athuguð kjörbréf þingfulltriia 47 að tölu og samþykkt. Þau skiptust þannig á milli ein- stakra félaga að FUJ i Reykjavik átti 16 fulltrúa. Þá átti FUJ i Kópavogi 3 fulltrúa, félagið i Garðabæ 1, Vest- mannaeyjingar áttu 5 fulltrúa og Siglfirðingar sendu 1. Fleiri kjörbréf voru samþykkt seinna á þinginu. Þannig bætt- ust við, auk nokkurra vara- fulltrúa, þrir fulltrúar FUJ á Akureyri og einn frá Akranesi. Atti þvi sæti á þinginu 51 fulltrúi 9 aðildarfélaga. Til samanbur ðarmá geta þess, að á næst- siðasta þing, sem haldið var á Akureyri, komu 19 fulltrúar og á þingið þar áður, á Akranesi, mættu 28. Sæmundur Pétursson frá- farandi formaður flutti skýrslu stjórnar. Skýrslur undirnefnda framkvæmdastjórnar fluttu þeir Gunnlaugur Stefánsson, fyrir utanrikismálanefnd, og Guðmundur Bjamason, af háifu stjórnmálanefndar. Ekki var flutt skýrsla verkalýðsmála- nefndar, þar sem sú nefnd haföi ekki starfað. Umræður um skýrslur o.fl. Þá hófust umræður um þessar skýrslur. Voru þær harðar á köflum og all-persónulegar. Einnræðumaður lýsti því svo að tvö andstæð öfl flyttu framboðs- ræður sitt á hvað, þvi vitað var aðþeir Bjarni P. Magnússon og Jónas M. Guðmundsson gáfu báðir kost á sér til formanns sambandsins. Klukkan 16 var þessum umræðum hætt og gefið kaffihlé. Eftir kaffihlé voru álit fasta- nefnda SUJ á dagskrá. Bjarni P. Magnússon mælti fyrir áliti stjórnmálanefndar. Þeir Gunnlaugur Stefánsson, Jónas Guðmundsson og Guðmundur Bjarnason fyrir áliti utanrikis- málanefndar, en ekkert álit barst frá óvirkri verkalýðs- málanefndinni. Þá hófustalmennar umræður. Þessir mæltu þar fyrir til- lögum: Bjarni P. Magnússon, fyrir tillögu um rekstur utan- rikismálanefndar SUJ, tillögu um drög að starfsáætlun SUJ 1978, tillögu um vinnumál og um afvopnunarmál. Steingrímur Steingrimsson mælti fyrir til- lögu um félagsmálaskóla alþýðu og um félagslegar ibúða- byggingar, Tryggvi Jónsson fyrir tillögu um námslán og annarri um atvinnubann á v- þýzka róttæklinga, Agúst Einarsson flutti tillögu um Chile og Gunnlaugur Stefánsson til- lögur um störf Alþingis og störf þingmanna Alþýðuflokksins. Um fimm-leytið var gerthlé á þessum umræöum, meðan Benedikt Gröndal flutti ávarp. Hann flutti þinginu kveðju flokksins og ræddi stööu hans nú, fjárhag hans og Alþýðu- blaðsins, nýju stefnuskrána, aukið fræöslustarf og próf- kjörin. Alþýðuflokkurinn hefði aldrei haft jafn gott tækifæri til að verða stór, eins og einmitt nú. Nefndir starfa Aö loknum þessum almennu umræðum hófst starf i nefndum þingsins. Guðmundur Bjarna- son var umsjónarmaöur stjórn- málanefndar, Gunnlaugur Stefánsson fyrir utanrikismála- nefnd, Gunnólfur Arnason fyrir verkalýösmálanefnd og Sæmundur Pétursson fyrir starfsnefnd. Þessar nefndir störfuðu þá um kvöldið og morguninn eftir. Sunnudagur 11. desember Um morguninn var haldið áfram nefndarstörfum eins og fyrr segir. Um kl. hálfþrjú hófust almenn þingstörf á ný með álitum nefndanna og umræðum um þau. Fyrst mælti Guðmundur Bjarnason fyrir áliti stjórn- málanefndar og Sæmundur Pálsson fyriráliti starfsnefndar og nokkru siðar mælti Gunnólf- ur Amason fyrir áliti verkalýðs- málanefndar. Miklar umræður spunnust út af áliti stjórnmála- og verka- lýösnefndar. Tillögurnar frá fyrri degi þingsins voru allar endurfluttar sem viðaukatillög- ur og margar aðrar bættust við. Gunnlaugur Stefánsson bar fram 4 tillögur um þjóönýtingu, þær voru felldar utan ein, um þjóönýtingu heildverzlunar. Guðmundur Arni Stefánsson átti 3 tillögur. Sú fyrsta var, að samin skyldi stefnuskrá fyrir SUJ. Onnur var sú að kratar skyldu beita sér gegn Sjálf- stæöismönnum i forystu ASI. Urðu nokkrar deilur um þessa tillögu, heini m.a. andmælt á þeim forsendum að berjast yrði • innan verkalýðsfélaganna sjálfra og ólýöræðislegt væri að útiloka ákveðin hóp á ASÍ-þingi. Þriðja tillaga Guðmundar vakti einnig deilur. Hún var þess efnis, að kratar mættu ekki vera frimúrarar. Guömundur Bjarnason mælti með samstarfi við unga Alþýðu- bandalagsmenn um málefni ungs verkafólks. Bjarni P. Magnússon mælti fyrir tillögu um störf aldraðra og öryrkja og verndaða vinnustaði, Kjartan Ottósson fyrir tillögu um land- búnaðarmál. Nú var gert hlé á umræðum, meðan reikningar sambandsins voru afgreiddir. Endurskoðend- ur Gylfi Om Guðmundsson og Marias Sveinsson undirrituðu þá með fyrirvara v. utanrikis- málanefndar, en fráfarandi for- maður hennar Gunnlaugur Stefánsson gerði munnlega grein fyrir fjárreiðum hennar. Voru r e i k n i n g a r n i r samþykktir með þorra atkvæða gegn atkvæði Gisla Más Helga- sonar. Þá var gefið kaffihlé kl. rúmlega hálf-fimm. Eftir hléð voru tekin til af- greiðslu álit nefndanna þriggja, starfs-, stjórnm.- og verka- lýðsm. nefndar, ásamt breyt- ingum og viðaukatillögum. Starfsáætlun var samþykkt samhljóöa , svo og viöauki um stefnuskrárnefnd, sem viðauki um samstarf við unga Alþýðu- bandalagsmenn með .18 atkv. gegn 7. Stjórnmálaályktunin var einnig samþykkt samhljóða og þessir viðaukar: um Félags- málaskóla alþýðu, námslán (með 12 á móti 8), frimúrara- regluna (12gegn 7), störf aldr- aðra og öryrkja, þjóðnýtingu heildverzlunar, um tengsl alþingis við athafnalifog fólkiö 1 landinu (9 gegn 7), gegn auka- störfum þingmanna flokksins og með auknu starfi þeirra i flokknum og loks tillaga um 1 a n d b ú n a ð a r m á 1 (meö mótatkvæði Gisla Más). Alit verkalýðsmálanefndar var samþykkt samhljóða, sömuleiö- istillaga Bjarna P. Magnússon- ar um vinnumál. Tillagan gegn sjálfstæðismönnum i ASI var samþykkt með 1 mótatkvæði. Utanrikismálanefnd Þá var lagt fram álit utan- rikismálanefndar. Hún lagöi til, að samþykktyrði tillaga fráfar- andi utanrikismálanefndar SUJ um S-Afriku, Urugay, Argenti'nu, Sahara, Kýpur og Norðurlandaráð: gegn Æsku- lýðssambandi EBE: um störf IUSY, alþjóðasambands ung- krata: gegn aronskunni, veru tsiands i NATO og hernum og um samstarf við norræna ung- krata i FNSU. Að auki var lagt til að samin yrði skýrsla um málefni þróunarlandanna og reglugerð um þátttöku ungkrata i erlendum ráðstefnum og fjármál utanrikismálanefndar. Þá lagði nefndin fram ýtarlega tillögu um atvinnubann — Berufsverbot — á v-þýzka róttæklinga, þar sem þvi er mótmælt, og nýja tillögu um af- vopnunarmál. Endurflutt var tillaga frá fyrradegi um stuön- ing við stofnun ungkratahreyf- ingar á Grænlandi og i Færeyj- um. Gunnlaugur Stefánsson mælti fyrir áliti nefndarinnar. Bjarni P. Magnússon dró af- vopnunartillögu sina frá fyrra degi til baka. Guðni Kærbo lagði til að hald- in yröi ráðstefna hér um jafn- aöarstefnu i febrúar eða marz og boðið einhverjum þekktum fulltrúa hennar. Guðmundur Arni Stefánsson flutti tillögur gegn fjölþjóðaauð- hringjum, skertu lýðræði i USA og þá þriöju um friöarviðleitni Sadats. Agúst Einarsson endurflutti tillögu um Chile. Þá var gengið til atkvæða og allar tillögurnar samþykktar mótatkvæðalaust. Kosning Eftir að tillögurnar höfðu hlotið samþykki var gengið til kosninga i stjórn og nefndir. Formaður var kjörinn Bjarni P. Magnússon og hlaut hann 16 atkvæöi. Varaformaður var kosinn Gunnólfur Árnason, Keflavik, meö 23 atkv. Snorri Guðmundsson, Reykjavik laut 17 atkv. einn seðill var auöur. Ritari var kjörinn Marias Sveinsson og gjaldkeri Óskar Karlsson, Hafnarfiröi. Ritstjóri málgagna var kosinn Kjartan Ottósson, en meðstjórnendur Gisli Ólafsson, Hafnarfirði, og Rebekka Ingvarsdóttir, Reykjavik. Formaður utanrikisnefndar var kjörinn Guðmundur Bjarnason, meðstjórnendur þau Guðni Kjærbo, Sjöfn Jóhannes- dóttir, og Gylfi órn Guðmunds- son. Formaður Verkalýðsmáia- nefndar var kjörinn Steingrim- ur Steingrimsson, en með- Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.