Alþýðublaðið - 04.01.1978, Side 12

Alþýðublaðið - 04.01.1978, Side 12
alþýðu- blaóió ' (Jtgefandi Alþýöuflokkurinn Ritstjórn Aiþýðublaðsins er að Sfðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Hverfisgötu 10, sími 14906 — Askriftarsimi 14900. MIÐVIKUDAGUR 4 JANÚAR 1978 " Útgáfufélag Alþýðublaðsins og Reykjaprents: Sjö mánaða samstarfs- samningur undirritaður Útgáfufélags Alþýöu- blaðsins hf. og Reykja- prent hf. hafa gert meö sér viðbótarsamning við samstarf ssamning frá 24. desember 1975. Samningaviðræður hafa staðið yfir frá því fyrir nýár. Vegna óvissu um ýmsa þætti í rekstri dag- blaða á þessu ári, og erfiðleika, sem við blasa, er samningurinn ekki gerður nema til 7 mán- aða. Samningurinn. Samningurinn fer hér á eftir orðréttur: „I framhaldi af samstarfs- samningi dags. 24. desember 1975 gera undirritaðir aðilar, Útgáfufélag Alþýðublaðsins hf. og Reykjaprent hf. með sér svo- felldan viðbóta|rsamning um rekstur Alþýðublaðsins. 1. gr. Gildistimi samstarfs- samnings aðilanna framlengist til og með 31. júli 1978. 2. gr. Fyrir 1. marz n.k. skal gert sérstakt samkomulag um aukna útgáfu Alþýðublaðsins i sambandi við væntanlegar kosningar til sveitarstjórna og alþingis, stærð blaðsins, upplag og kostnað. 3. gr. Vegna reksturs Alþýðu- blaðsins á samningstimabilinu greiðir Útgáfufélag Alþýðu- blaðsins hf. til Reykjaprents hf. rekstrartap blaðsins samkvæmt samþykktri rekstraráætlun fyrir timabiiið 1/1 — 31/7 1978. 4. gr. 1 öðrum efnum en að framan eru talin gildir áfram samstarfssamningur aðilanna dags. 24. desember 1975. 5. gr. Risi mál út af samningi þessum má reka það fyrir bæjarþingi Reykjavikur, án þess að leggja það fyrst fyrir sáttanefnd. Samningur þessi er gerður i tveimur samhljóða eintökum og heldur hvor samningsaðili sinu eintaki. Samningi þessum til staðfestu rita fyrirsvarsmenn aðilanna nöfn sin hér undir.” Undirskriftir. Mikill sparnaður I tilefni samningsins snéri Alþýðublaðið sér til Benedikts Gröndal, formanns Alþýðu- flokksins, og spurði hann álits á samkomulaginu. Hann sagði, að tvimælalaust hefði orðið mikill sparnaður i rekstri i þvi sam- starfi, sem þessir aðilar hefðu átt með sér s.l. tvö ár. Nær öll islenzku dagblöðin ættu nú við fjárhagsörðugleika að striða, og aukið samstarf af þessu tagi væri nauðsynlegt, ef dagblöðin ættu að geta starfað. Reksturskostnaður dagblaða, eins og annarra fyrirtækja, hefði aukizt gifurlega i seinni tið. Fyrirsjáanlegur væri veru- legur halli i rekstri Alþýðu- blaðsins á næsta ári. Honum yrði mætt með fjáröflun meðal flokksmanna, eins og ávallt áð- ur, en auk þess myndi A-press- en, samtök blaða jafnaðar- manna á Norðurlöndum, sem er i eigu jafnaðarmannaflokkanna og verkalýðssambandanna, veita Alþýðublaðinu nokkra að- stoð. Hvernig hún yrði væri ekki vitað á þessari stundu. Oft er margt um manninn f Bláfjöllum, þegar snjór er nægur, en nú verða menn að láta ntegja að finna sér „góðan skafl.” Skíóastaðurinn í Bláfjöllum opnaður HAMSKIPTI FRÉTTA FRÁ SOVÉT Fréttir frá Sovétrikjunum, sem Novosty-fréttastofan á islandi gefur út, breytir talsvert um svip nú um áramótin. llingað til hefur það komið út i timaritsformi einu sinni I mánuði, en framvegis munu Fréttirnar koma út á hálfs- mánaðar fresti i dagblaðsformi. Þá hefur umbrot blaðsins og prentun verið færð i Blaðaprent, en síðufjöldinn veröur 16 i hvert sinn. Blaðamenn AB geröu stiu Þjóð- viljans i Blaðaprenti heimsókn i gær, en þar var friður flokkur þjóna prentlistarinnar að hefja umbrot á fyrstu siðum blaðsins. Þar varð einnig fyrir Maria Þor- steinsdóttir, sem er titluð ábyrgð- armaður Frétta frá Sovétrikjun- um. Skýrði hún svo frá að þessi breyting á málgagninu væri væntanlega skref fram á við, enda rúmaðist þar nú meira og ferskara efni en áður. Væri þessi breyting i samræmi við hliðstæð blöð Novosty á Norðurlöndum. — Og hvernig fjármagnið þið svo þetta? spurði blaðamaður. — Blaðið verður selt i áskrift eins og verið hefur, auk þess sem lausasala verður reynd. — Auglýsingar? — Nei. — Þannig að borgaðar áskriftir hafa staðið undir útgáfunni? — Já, það er reynt. Annars vilja rukkanir með giróseðlum skila sér illa. Menn henda þessum seðlum eins og gengur. — ARH. Skíðalyftunum verður ekki við komið ennþá Bláfjallanefnd hefur blaðinu borizt frétt frá ekki setið auðum höndum i nefndinni um ýmsar um- sumar og hefur Alþýðu- bætur, sem gerðar hafa Vélainnflutningur Sambandsins f hálfa öld Vagnhjól og valtamót — meðal innflutnings 1927-’32 í nýútkomnum Sam- bandsfréttum er þess getið að á árinu 1977 er liðin hálf öld frá því að Sambandið hóf að flytja inn búvélar. Allan þann tíma hefur Sambandið flutt inn handa islenzkum bændum vélar og tæki frá fyrirtækinu International Harvester, en það er eins og kunnugt er eitt hið öf lugasta í sinni grein í heiminum. Þessa var minnzt sérstaklega i hófi.sem International Harvester hélt fyrir umboðsmenn sina viðs vegar um heiminn i tengslum við Smithfield landbúnaðarsýning- una i Lundúnum i siðasta mánuði. Þar afhenti Mr. Larry Abbott, framkvæmdastjóri fyrirtækisins i Bretlandi, skrautritað perga- mentskjal, sem það hafði látið út- búa sérstaklega sem viöur- kenningarvottort til Sambandsins fyrir hálfrar aldar gott samstarf. Af hálfu Sambandsins veitti Jón Þór Jóhannsson frkvstj. skjalinu viðtöku. Framhald á bls. 10 verið þarna upp frá: I sumar hefur verið unnið að lagfæringu vegar og gerð nýrra bilastæða. Þá hefur verið bætt við einni skiðalyftu fyrir almenning og lýsing á brekkum endurbætt. A næstunni eru væntanleg tæki, sem tengja má við snjótroðar- ann og auðvelda lagningu göngubrauta og sléttun svig- brauta. I vetur verður opið i Bláfjöll- um sem hér segir: Mánudaga Þriðjudaga Miðvikudaga Fimmtudaga Föstudaga Laugardaga Sunnudaga kl. 13.00—19.00 kl. 13.00—22.00 kl. 13.00—22.00 kl. 13.00—22.00 kl. 13.00—19.00 kl. 10.00—18.00 kl. 10.00—18.00 Eins og sakir standa er ekki nægilegur snjór til þess að reka lyfturnar, en göngufæri er ágætt og skaflar á stöku stað, sem nota má til svigæfinga. Skiðastaðurinn hefur verið opnaður og starfsmenn á staön- um alla daga frá kl. 13.00. Upplýsingar um færð og lyft- ur eru gefnar i sima 85568. F.h Bláfjallanefndar, Stefán Kristjánsson. Abyrgðarmaður Frétta frá Sovétrfkjunum, Marfa Þorsteinsdóttir, fylgdist náið meö vinnslu fyrsta töiublaðsins I Blaðaprenti I gær. (AB- mynd: GEK) RIKJUNUM

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.