Alþýðublaðið - 12.01.1978, Page 1

Alþýðublaðið - 12.01.1978, Page 1
Senda þrjá menn til viðræðna við forsætisráðherra — skipin fara ekki á veiðar fyrr en sendimenn hafa lagt fram greinargerd um ferð sína 500 lodnu- sjómenn á Akureyri: ,,A fundinum voru valdir þrir menn, sem ætlað er að ganga á fund forsætisráðherra i Reykja- vik. Eiga þeir að ræöa viö hann hvort hugsanlega fáist leiðrétt- ing á verðákvörðun Yfirnefndar verðlagsráðs sjávarútvegsins”, sagði Baldvin Þorsteinss., skip- stjóri á Súlunni frá Akureyri, er blaðið ræddi við hann eftir 4 tima fund loðnusjómanna. sem haldinn var i Nýja-Biói á Akur- eyri i gær. „Þangaö til þessir menn hafa lokið ferð sinni, og haldið fund með þeim sjómönn- um sem hér eru staddir, hreyfir ekkert skip sig úr höfn”, sagði Baldvin. Þeir sem valdir voru til farar- innar eru: Magni Kristjánsson, skipstjóri á Berki frá Neskaup- stað, Björgvin Gunnarsson, skipstjóri á Grindvikingi frá Grindavik og Björn Þorfinns- son, skipstjóri á Flfli frá Hafnarfirði. Baldvin sagöi að á fundinum i dag hefðu veriö á sjötta hundraö manns og mikill einhugur rikt meðal þeirra. Auk þeirra voru viðstaddir fulltrúar sjómanna i verðlagsnefnd og foringjar stéttasamtaka þeirra. Þá var þar staddur Kristján Ragnars- son, framkvæmdastjóri Lands- sambands tslenskra útvegs- manna. Oddamanni i Yfirnefnd verðlagsráðs mun hafa verið boðið til fundarins, en hann, ein- hverra hluta vegna, ekki séð sér fært að mæta. Baldvin kvað sjómenn ekki allskostar ánægöa meö hvernig staðið væri aö verö- ákvörðunum i Yfirnefnd. Þann- ig háttar til, að þar eiga sæti fulltrúar frá kaupendum og seljendum, tveir frá hvorum, svo og oddamaður. Það er þvl i raun og veru I höndum odda- manns að ákveða endanlegt verð. Þykir sjómönnum sem hann fari þarna með óeðlilega mikið vald, og vilja að aö þessu verði staðið á einhvern annan hátt. Þá telja sjómenn þaö hafa dregist óeðlilega lengi að ganga frá verðákvörðun, en sem kunn- ugter átti þvi lögum samkvæmt að vera lokið fyrir áramót. ÖU gögn sem lutu að verðákvörðun voru tilbúin nokkru fyrir ára- mót og muni verðákvöröunin hafa dregist lengur en nauðsyn- legt var. iRramhald á bls. 10 35 loðnubátar á Akureyri í gær Logn og blfða og ÍO stiga frost nyrðra „Þeir byrjuðu að tínast inn um f jögur leytið i nótt og ég held að sá síðasti hafi komið nú um hádegið," sagði Björn Baldvinsson, hafnarvörður á Akureyri, þegar blaðið hafði sam- band við hann í gær. Björn taldi að nú lægju 34-5 bát- ar á Akureyri og hefðu allir kom- ist aö bryggju. Væri þetta hinn friðasti floti og lægju viöast þrlr eða fjórir bátar hver utan á öör- um. Sunnangola var á Akureyri I gær og hið bezta veður, þótt frost væri um 10 stig. Björn haföi átt annrikt við að koma bátunum fyrir við bryggjurnar og haföi því ekki enn gefist tlmi til að kanna hvort mikil breyting heföi orðið á bæjarbrag, þegar svo margir að- komumenn væru i bænum, en lýsti fullum skilningi sinum á af- stöðu sjómanna og þessari aðgerð þeirra, sem eðlilegum viðbrögð- um við hina lága veröi. „Hvernig eiga menn að sætta sig við sjö krónur, þegar Færeyingum eru greiddar 15?” spurði Björn. Tjónagreidslur trygginga- féiaga 1976 námu 1/6 Kluta fjárlaga — sjá baksfðu Eins og sjá má á myndinni lágu skipin hvort utan á öðru við Torfunefið. Svipaða sjdn bar fyrir augn við aðrar bryggjur á Akureyri.en alls munu um 40 loðnuskip vera þar meðan deilan nm loðnuverðsákvörð- unina er ekki leyst. Ljósm. Stefania S. Gott útlit í freðfiskmarkadsmálum: Verð aldrei hærra og eng- ir söluerfiðleikar — segir Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri SH „Almennt veröur ekki annað sagt en aö útlitið er gott hjá okkur. Markaðs- verð hefur aldrei verið hærra á frystum fiski en nú er og þótt breytingar hafi oft orðið með snögg- um hætti þar á, bendir ekk- ert til þess í dag að þær geti orðið. Söluerfiðleikar eru nákvæmlega engir fyrir hendi. Sölur okkar hafa farið stöðugt vaxandi und- anfarin ár, enda hefur framleiðslan aukist a11 nokkuð. Til dæmis he-fur markaður í Englandi verið mjög góður undanfarið og þar hefur orðið veruleg aukning á sölum okkar síð- asta ár, aukning sem við gerum ráð fyrir að haldi áfram, sagði Eyjólfur Is- feld Eyjólfsson, forstjóri Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna, í viðtali við Alþýðublaðið í gær. „Vafalitið skapast markaös- aukningin I Bretlandi að hluta til af þvi aö þeir hafa orðiö aö hætta veiðum á Islandsmiöum, vegna útfærslu okkar i tvö hundruð mll- ur,” sagöi Eyjólfur ennfremur, ,,en annað atriöi hefur einnig verkað jákvætt fyrir okkur, þaö er hvernig þrengst hefur að verk- smiöjutogurunum, sem lögðu mikið upp I Bretlandi. Mörgum þeirra hefur hreinlega verið lagt, öðrum breytt til þess aö vinna við oliuborpallana, og þaö hefur skapað jákvæðar aðstæöur fyrir okkur og aðra þá, sem selja fryst- an fisk til Bretlands. Um önnur markaösmál en þau er snerta þessar helstu fiskteg- undir og fiskafurðir okkar er yfir- leitt svipað aö segja, en meö und- antekningum þó, þar sem er salt- fiskur, ef til vill má telja skreið og fleira til lika. I Viö gerum ráð fyrir þvi að við- skiptin við Sovétrlkin verði svip- uð og siöasta ár, þótt samningar liggi ekki fyrir og raunar sé ekki einu sinni byrjaö aö ræða um þá i dag. Þau viðskipti fara þó mikið eftir þvi hvernig veiðum veröur stjórnaö hérna á árinu og hvert togaraflotinn beinir sér.”

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.