Alþýðublaðið - 12.01.1978, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 12.01.1978, Qupperneq 2
Fimmtudagur 12. janúar 1978 Krafla: Landsigid hægir enn og skjálftum fækkar —„Hér i Mývatnssveit er ekki mikiö að frétta", sagði Páll Einarsson jarð- fræðingur, þegar Alþýðu- blaðið ræddi við hann i gær. skjálftum hefur að visu fækkað, en enn eru stórir skjálftar innan um. Fyrir um það bil 5 minút- um síðan urðum við t.d. varir við einn, sem var eitthvað yfir 4 stig". — Sagöi Páll enn fremur, aö land- sigiö á Kröflusvæöinu heföi enn hægt, þótt talsverös sigs gætti enn sem komiö væri. Samkvæmt hallamælingum næöi þaö 75 cm þar sem mest væri. „Þaö er ekki gott aö segja hvert framhaldiö veröur. En viö eigum von á aö hér taki aö kyrrast, þvi um leiö og landsigiö hægir, taka skjálftarnir aö minnka”, sagöi Páll Einarsson. Sérsamningur Starfs mannaf. ríkisstofn- ana til kjaranefndar I nýútkomnum félagstíð- indum SFR segir, að nú sé Ijóst að kjaranefnd muni fá til meðferðar sérkjara- samning starfsmannafé- lagsins, þar sem samkomu- lag hefur ekki tekist við ríkisva Idið. í lögunum um kjarasamninga BSRB er gert ráö fyrir þvi, aö einstök bandalagsfélög og viö- semjendur þeirra hafi 45 daga frá þvi aö aöalkjarasamningur er geröur, til þess aö ná samkomu- lagi um sérkjarasamninga. Náist slikt samkomulag hins vegar ekki á þeim tima, skal visa ágrein- ingsefnum til kjaranefndar, sem hefur 45 daga frest til aö f jalla um máliö og leggja fram endanlegan úrskurö. Ekki er hægt aö segja, aö raunverulegar samningaviö- ræöur hafi farið fram á milli full- trúa SFR og fjármálaráöuneytis- ins um nýjan sérkjarasamning. Þaö kemur til af þvi, aö fulltrúar rikisvaldsins hafa á engan hátt verið reiöubúnir til aö ræöa um efnisatriði nýs samnings viö full- trúa SFR. Og þaö þrátt fyrir þá staðreynd, að kröfur SFR um breytingar á sérkjarasamningi voru mjög hóflegar. Þegar þetta er ritaö hefur ekki endanlega verið gengiö frá kröfu- gerö SFR fyrir kjaranefnd, en fé- lagið hefur frest til 9. janúar aö leggja hana fram. Þó má telja vist, aö hún dragi mjög dám af upphaflegri kröfugerð félagsins. I bréfinu segir aö slæmt sé til þess aö vita, aö fulltrúar rikis- valdsins skuli ekki vera til viö- ræöu um hinar minnstu lagfær- ingar á sérkjarasamningum fé- jagsins. Rikisvaldiö er i reynd aö óviröa þaö atriöi i samningsrétt- arlögunum, sem gerir ráö fyrir raunverulegum samningaviöræö- um milli aöiia um sérkjarasamn- ing, þegar fulltrúar þess ganga þannig út frá þvi sem visu I upp- hafi, aö máliö eigi aö fara i heild sinni til kjaranefndar til úrskurö- ar. Af hálfu félagsins er hins vegar ekki um annaö aö ræöa en aö búa máliö sem best fyrir kjaranefnd og reyna þar aö fá fram meö skynsamlegum rökum sem mest- ar leiöréttingar fyrir sem flesta félaga i SFR. Fræösluerindi um auðhringa Dagana 13. og 17. janúar n.k. ætla herstöðvaand- stæðingar i Kópavogi að standa fyrir fræðsluerind- um um eðli heimsvalda- stefnunnar og fjölþjóða hringa. Samheiti erind- anna er: „NATO OG FJÖLÞJÓÐA AUÐHRINGIR: TVÆR GREINAR AF SAMA STOFNI". Framsöguerindi heldur Elías Davíðsson, kerfis- fræðingur, sem hefur um árabil starfað hjá einum af stærstu auðhringum ver- aldar og rannsakað þessi mál ýtarlega. I kjölfar hvers framsöguerindis er gert ráð fyrir frjálsum umræðum, þar sem mönn- um gefst tækifæri til að koma með athugasemdir og varpa fram spurning- um. Fræösluerindin veröa haldin aö Auglýsinga- síminn er 14906 V.—iii -......■/ Þinghóli (Hamraborg 11, á efstu þeim, sem langar til að fræöast hæö) i Kópavogi og hefjast ki. um þessi mál og skiptast á 20.30. Fundirnir eru opnir öllum skoðunum. Tilboð óskast i að útvega, smiða og seíja upp loftræstikerfi fyrir göngudeildarálmu Borgarspitaians Fossvogi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3. R. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 2. febrúar n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvtgi 3 — Sími 25800 Ferðist erlendis á eigin bifreið Félag islenzkra bifreiðaeigenda hyggst skipuleggja 3—4 fjögra vikna ferðir til Rotterdam i sumar, bifreiðar verða flutt- ar með m/s Bifröst til Rotterdam en far- þegar fara þangað flugleiðis. Brottför verður um miðjan júni, júli og ágúst. Þeir sem áhuga hafa á ferðum þessum hafi samband við skrifstofu F.l.B. sem veitir nánari upplýsingar. Félag islenzkra bifreiðaeigenda Skúlagötu 51. Simi 29999. Getraunaspá Alþýöublaösins: Ekki afturfarar að vænta þrátt fyrir langt jólafrí Getraunaspáin hefur nú göngu sina á nýjan leik eftir langt jólahlé. Sér- fræðingur vor í getraun- um hefur þó haldið sér vel við í jólaleyfinu þannig að ekki er að vænta afturfarar úr þeirri áttinni. i siðustu leikviku kom fram einn seðill með 11 réttum. Sá getspaki varð þar með hálfri milljón króna ríkari. 9 raðir voru með 10 rétta og fékk hver þeirra 23.800 kr. Arsenal — Wolves. Við vindum okkur í leikina. © The Football Loague Lelkir 14. Janúar 1978 Arsenal - Wolves....... Blrmlngham - Leeds ... Bristol City - Leicesier Coventry - Chelsea ... Derby, - Nott’m Forest . Everton - Aston Villa .. Ipswich - Man. Utd. ... Man. City - West Ham . Newcastle - Q.P.R. - Norwich ..... W.B.A. - Liverpool ... Hull - Crystal Palace .. Liö Arsenal er mjög sterkt núna enda taliö aigurstranglegast f bikarnum og i fjórða sæti i deildarkeppninni. Liöiö er nánast óvinnandi vigi á heimavelli og viö spáum öruggum heimasigri. Birmingham — Leeds Leeds hefur fikrað sig smám saman upp listann eftir slaka byrjun. Liðið er sterkt og við spáum útisigri i þessum leik en jafntefli til vara. (Fyrsti tvöfaldi leikurinn) Bristoi City — Leicester Þó svo lið Bristol City sé ekkert sérstakt ætti heimasigur að vera nokkuð öruggur. Leicester situr nú eitt og yfirgefiö á botn- inum, þremur sigum á eftir næsta liði sem hefur leikið einum leik færra. Það er ekki heil brú i leik liðsins enda hefur aðeins einn sigur unnizt. Það bætast varla stig i safn Leicester á laugar- daginn. Coventry — Chelsea Það verður að setja stórt spurningamerki viö þennan leik. Við sáum þann kost vænstan að spá jafntefli en staðreyndin er sú að leikur þessi getur fariö hvernig sem er. Bæði eru liðin „óstabil” og illa séð af opinberum getraunasérfræðingum. Jafntefli. Derby — Nottingham Forest Þetta verður leikur vikunnar. Verði Derby liðið i stuöi mun það áreiðanlega gera leikmönnum Forest lifið leitt á laugardaginn. Forest er nú með fimm stiga forystu i 1. deildinni og leikur hvern leikinn öörum betur. Við spáum útisigri. Everton — Aston Villa Villa hefur ekki gengið sem skyldi að undanförnu. Þess er skemmst að minnast að liðið tapaði illilega um siðustu helgi fyrir Everton. Sá leikur var liður i bikarkeppninni og er næsta vist að Villa-liðið tekur sig verulega saman i andlitinu fyrir þennan leik og nær jafntefli. Til vara spáum við heimasigri. (Annar tvöfaldi leikurinn. Ipswich — Manchester United Ipswich-liðið hefur átt góða leiki á heimavelli sinum en enn ekki tekizt að sigra á útivelli. Bæði liðin eru mun lélegri en við var búizt fyrir þetta keppnistimabil. Við spáum jafntefli en heimasigri til vara. (Þriðji tvöfaldi leikurinn). Manchester City — West Ham Enn er West Ham i dúndrandi fallhættu og sú hætta mun auk- ast eftir þessa umferð. Liðið tapar fyrir City, sem aftur er tekið að færast upp listann eftir djúpann öldudal. Newcastle — Middlesbro Spáin er jafntefli. Sérfræðingur vor lét þau orð fylgja spánni að þetta hafi verið þrautalendingin. 1 23 leikjum hefur Newcastle aðeins gert tvö jafnteflLliðið beinlinis hatar jafntefli. En þessi leikur sem sennilega verður leiðinlegasti leikur vikunnar að þessu sinni býður ekki upp á tilkomumeiri spá. QPR — Norwich Norwich hefur aðeins einu sinni sigrað á útivelli i vetur. Ef sú staðreynd lægi ekki fyrir hefðum við samvizkulausir spáð úti- sigri. En til að gera alla ánægða spáum við jafntefli til vara. (Fjórði og siðasti tvöfaldi leikurinn). WBA — Liverpool Nú er erfitt að spá. Bæöi berjast liðin á toppinum. WBA hefur verið i lægð undanfarnar vikur og þvi er Liverpool að öllum likindum sterkara liðið. En heimavöllur hefur mikið að segja sérstaklega fyrir WBA. Þess vegna spáum við jafntefli. Hull — Crystal Palace Hull er i bullandi fallbaráttu og leikur ekki sem bezt. Palace verður ekki skotaskuld úrþvi að sigra og það með góðum mun. —ATA Tilboð óskast i efni i loftræstikerfi fyrir göngudeildarálmu Borgarspitalans. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, R Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 7. febrúar n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvcgi 3 — Sími 25800

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.