Alþýðublaðið - 12.01.1978, Síða 3
Fimmtudagur 12. janúar 1978
3
[ Leiðarar brottrækir úr hljóðvarpi?
Ekkert um það
— segir
framkvæmdastjóri þess
Ritstjóri Dagblaðsins
heldur þvi fram í rit-
stjórnargrein í blaði sínu í
gær, að í undirbúningi sé
tillaga í útvarpsráði, um
að hætt verði lestri á út-
drætti úr forystugreinum
dagblaðanna í hljóðvarp-
inu. Þetta mál hafi verið
rætt á bak við tjöldin frá
því fyrir áramót, en full-
trúar framsóknarmanna
og sjálfstæðismanna muni
bera fram beina tillögu
bráðlega og hún samþykkt
þegar i stað.
Jónas Kristjánsson ritstjóri
gefur sér — og lesendum — þær
forsendur fyrir þessari „væntan-
legu” tillögu, aö stjórnmála-
mennirnir i öllum flokkum séu
orönir svo skelfingu lostnir vegna
hinna skorinoröu, bráösnjöllu og
málefnalegu leiöara Dagblaösins,
aö þeir vilji umfram allt loka fyr-
ir þennan flutning. Jafnvel þótt
þaö kosti þau auösæju leiöindi, aö
hrútleiöinlegir leiöarar „rikis-
styrktu” blaöanna, eins og rit-
stjórinn oröar þaö gjarnan, veröi
ekki lesnir framar.
Alþýöublaöiö haföi i gær sam-
band viö Guömund Jónsson fram-
kvæmdastjóra hljóövarpsins, og
spuröi hann, hvort fyrirhugaö
væri aö hætta lestri forystu-
greina.
Guömundur kvaö svo ekki vera.
Þvi væri vissulega ekki aö leyna,
aö ríkisútvarpiö væri I hálfgerö-
um vandræöum vegna þessa lest-
urs, sérstaklega þar sem svo
viröist sem útvarpsstjóri sé
ábyrgur fyrir þvi, sem þar er les-
iö, samkvæmt túlkun lögfræö-
inga. Þvi geti veriö hætta á þvi aö
hann veröi lögsóttur fyrir hvers
konar sviviröingar og persónu-
legt niö, sem i leiöurum blaöa
kann aö birtast.
Auk þess sagöi Guömundur, aö
alltaf væru töluverö brögö aö þvi,
aö menn kreföust þess, aö at-
hugasemdir sem þeir vildu gera
viö leiöara, væru lesnar upp á
sama tima og lesturinn á leiöur-
unum fer fram. Slikt ylli vand-
ræöum, þar sem þaö gæfi auga
leiö, aö útilokaö væri aö taka slikt
i mál.
Vegna alls þessa sagöi Guö-
mundur aö mikiö heföi veriö rætt
Vilja hætta leiöaralestri
Margir íslendingar hafa tamið
sér að hlusta á útdrátt leiðara
dagblaðanna í morgunútvarpinu.
Þeim finnst, að þeir fái þar á
skjótan og einfaldan hátt yfirlit
yfir helztu skoðanir, sem efstar
eru á baugi hverju sinni.
í leiðaraútdrættinum fá menn að hevra allar
JPÆíi^Koááair.
Dagblaðinu.
Á næstu vikum má búast við tillögu í út-
varpsráði, sennilega borinni fram af fulltrúum
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, um, að
lestri útdráttar úr leiðurum verði'hætt. Jafn-
framt má búast við, að þessi tillagá verði sam-
þykkt. Hún hefur verið til umræðu að tjalda-
baki frá því fyrir áramót.
Dagblaðinu er að sjálfsögðu rhikill heiður að
þeim dómi stjórnmálamanna, að blaðið s'é sam-
tryggingu þeirra svo hættulegt, að þyngra vegi
á metunum en stjórnmálaskrif flokksblaðanna
fimm. Dagblaðið fær seint aðra eins viður-
kenningu fyrir unnin störf í þágu þjóðfélags-
um þennan dagskrárliö. Ekkí um hægt aö komast hjá þeim vai d-
aö fella hann niöur, tók hann ræöum sem lestrinum hafa fylgt.
fram, heldur á hvern hátt væri —ttm
Geymslurými hefur
aukizt um 1400 tn.
Nefnd sem unnið hefur
að úttekt á fiskimjölsverk-
smiðjum hér á landi og til-
lögum um úrbætur i því
efni/ skilaði bráðabirgða-
áliti um mánaðamótin
febrúar-marzsl. vor, en þá
voru, að sögn formanns
nefndarinnar, eftir þrjú
meginatriði, sem stefnt er
að, að Ijúka innan
skamms.
Björn Dagbjartsson, formaöur
nefndarinnar, sagöi Alþýöublaö-
inu i gær, aö þau atriöi sem eftir
voru sl. vor, heföu veriö:
1. tlttekt á hráefnisvinnslu i
landi, svo sem tækjakosti og
sliku.
2. Hugsanlegir hráefnisflutn-
ingar af miöum meö flutninga-
skipum.
3. Láta vinna tölvugögn Loönu-
nefndar, svo séö veröi, á hvern
hátt sé unnt aö skipuleggja bezt
flutninga skipa meö eigin afla,
þannig aö flutningsstyrkur nýtist
sem bezt.
Þegar Björn var aö því spurö-
ur, hvort rétt væri, sem fram hef-
ur komiö i fréttum, aö vinnslu-
geta verksmiðjanna i landi hefði
aukizt um 2000 tonn, kvaö hann
nei viö. Raunhæft væri aö tala um
1400 til 1800 tonn 1 þvi tilviki. Hins
vegar væri eitthvaö meira af end-
urbótum á döfinni.
Björn sagöi I þessu sambandi,
aö stækkanir húsnæöis borguöu
sig illa vegna hins stutta vinnslu-
tima, en betur heföi komiö út,
þegar verksmiöjurnar endurnýj-
uöu eöa juku viö tækjakost sinn,
eöa „réttu úr hlykkjum i rekstrin-
um og vikkuðu flöskuhálsa”, eins
og hann komst að orði.
Þá hefur geymslurými veriö
nokkuö endurbætt og aukiö.
Byggt hefur verið yfir þrær sem
áöur voru opnar, en slikar lokanir
auka verulega nýtingu aflans.
Auk þess hefur geymslurými ver-
iö aukiö um 20.000 tonn.
Björn kvaöst ekki hafa I hönd-
unum áætlaöan kostnaö þeirra
endurbóta á fiskimjölsverksmiöj-
um, sem hingaö til hafa veriö
framkvæmdar, en sagði að þær
væru mjög dýrar. —hm
Svo sem kunnugt er af
fréttum felldi fjárveit-
ingarnefnd Alþingis niður
10% áhættuþóknun, sem
Landhelgisgæzlumenn
hafa fengið á laun sín síð-
an þorskastríðin geisuðu.
Landhelgisgæzlumenn
hafa talið niðurfellingu
áhættuþóknunarinnar
samningsbrot. Alþýðu-
blaðið ræddi við Höskuld
Skarphéðinsson hjá Gæzl-
unni um þessi mál.
— Kröfugerö Landhelgisgæzl-
unnar um sérkröfur voru lagðar
fram strax i maí i fyrravor. Ein
sérkrafan var sú, aö þessi
áhættuþóknun yröi lögbundin.
Samningarnir drógust á langinn
eins og allir vita. Þegar samning-
ar voru aö takast, benti
samninganefnd Farmanna- og
fiskimannasambandsins, sem
samdi fyrir okkar hönd, okkur á,
að betra væri aö sleppa þessu
ákvæöi úr kröfunum. Ekkert
benti til aö samninganefndirnar
litu þannig á aö þörf væri fyrir
þetta ákvæöi, þvi aö þetta væri
heföbundin greiðsla.
— Þaö var þremur eöa fjórum
dögum eftir aö samningar voru
undirritaöir, aö ákveöiö var aö
taka áhættuþóknunina af okkur.
Okkur finnast þessar aöfarir
heldur lúalegar, enda eru Gæzlu-
menn mjög óánægöir og hafa haft
á oröi aö segja upp. Viö veröum
aö stappa niöur fæti og gera eitt-
hvaö i málinu, og þaö strax.
— Við höfum skrifaö formönn-
um allra þingflokkanna og fjár-
veitinganefnd, þar sem viö höf-
um skýrt okkar málstað. Viö höf-
um fariö fram á aö samningar
okkar veröi endurskoöaöir, en
farmannafélagiö taldi vist ein-
hver tormerki á þvi. Þurftu aö
koma til leyfi allra aðildarfélag-
anna. Nú eru þau leyfi komin, siö-
ast frá Skipstjórafélaginu, þannig
aö nú ættu engin ljón aö vera á
veginum.
— Viö höfum einnig fariö fram
á þaö, aö farmannasambandiö
semji sérstaklega fyrir Gæzlu-
menn. Þaö eru ýmiss hlunn-
indit semmargir farmenn njóta,
sem viö njótum ekki. T.d. fá
margir hluta launa greiddan i
gjaldeyri. Þeir, sem sigla til út-
landa geta keypt tollfrjálsan
varning, svo aö eitthvaö sé nefnt.
Þetta eru hreint ekki svo litil
hlunnindi og þýöir, aö viö erum
ekki undir sama hattinum og aör-
ir.
— Þegar rætt var um þetta mál
á Alþingi á dögunum fjölmennt-
um viö Landhelgisgæzlumenn á
þingpallana. Ólafur Jóhannesson
sagöi þá meöal annars, aö viö
værum ekkert of sælir af launun-
um okkar og hann vildi gjarnan
hækka viö okkur kaupiö. Samt
greiddi hann þvi atkvæöi aö fella
áhættuþóknunina niöur.
— A fundi, sem viö héldum,
Landhelgisgæzlumenn og fram-
kvæmdastjóri farmannasam-
bandsins, útskýröum viö fyrir
Framhald á bls. 10
Atvinnuleysi um
D
Helmingi meira
enmánuði ádur
Um síðastliðin ára-
mót voru 817 á atvinnu-
leysisskrá á landinu.
Er það nokkuð mikil
aukning frá næstu
mánaðamótum á und-
an, en þá voru 461 á
skrá yfir atvinnulausa.
Atvinnuleysisdagar i
desember voru lika
umtalsvert fleiri en i
nóvember eða 11203 á
móti 7207.
Flestir voru atvinnulausir I
kauptúnum meö færri en 100
íbúa, eöa samtals 447 á móti 219
mánuöi áöur. 1 kaupstööum var
361 atvinnulaus, á móti 210
mánuöi áöur, en I kauptúnum
meö yfir 1000 Ibúa voru 9 á at-
vinnuleysisskrá á móti 32 mán-
uði áöur.
Af þeim 817 sem voru á skrá
voru 374 karlar, en 443 konur.
294 verkamenn og sjómenn voru
atvinnulausir og 432 verkakonur
og iönverkakonur. 1 þessum
starfshópum var atvinnuleysiö
langmest.
ES
Auglýsingasími
blaðsins er
14906
A þessari mynd sjást meölimir fjárveitinganefndar alþingis á skemmtireisu ásamt mökum sinum.
Þaö eru starfsmenn Landhelgisgæzlunnar sem hér eru aö ferja nefndarmenn miili staða. t vetur
lagði fjárveitinganefnd til að áhættuþóknun Landhelgisgæziumanna yrði iögð niður. Þeim hefur lik-
lega ekki þótt ástæða til annars, — eru ekki allir meö björgunarvesti?
Landhelgisgæzlumenn telja niðurfellingu
áhættuþóknunar samningsbrot:
„Þið hafið bara lát-
ið plata ykkurM
— sagöi Ölafur Jóhannesson á fundi með
starfsmönnum Gæzlunnar