Alþýðublaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 12. janúar 1978 1 1 »1JT X1 TT» J Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjdri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös- son. Aðsetur ritstjdrnar er i Siöumúla 11, slmi 81866. Kvöldsími fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftaverð 1500krónur á mánuði og SOkrónur ilausasölu. Valkostir ríkisstjórnarinnar Stjórnarandstaðan hef- ur nú í langan tíma kraf- ist þess af ríkisstjórninni, að hún legði fram raun- hæfar tillögur um hvern- ig barist skuli gegn verð- bólgunni. Enn hefur ekki bólað á neinum marktæk- um hugmyndum, heldur smáskammtalækningum beitt. Senn kemur að því, að verðbólgunefndin svo- kallaða gangi endanlega frá tillögum sínum eða athugunum til ríkis- stjórnarinnar. Má ætla, að þar verði um nokkra valkosti að ræða, sem ríkisstjórnin getur unnið úr. Vafalaust velur stjórnin þá leið, að brjóta kjarasamninga og koma í veg fyrir að umsamdar launahækkanir nái fram að ganga. Ríkisstjórninni er Ijóst, að „vinsældir" hennar hafa farið mjög dvínandi, og að öllu óbreyttu tapar hún talsverðu atkvæða- magni í næstu kosning- um. Hún á því ekki um marga kosti að velja, þegar kemur að því að kljást við verðbólguna. ( stjórnarherbúðunum er því sú skoðun ríkjandi, að vænlegasta leiðin sé að leggja fljótlega fram til- lögur um aðgerðir í efna- hagsmálum og að láta kjósa um þær. Það er í sjálf u sér virð- ingarvert, ef ríkisstjórnin leggur ráðstafanir, sem geta komið harkalega við alla landsmenn, undir dóm kjósenda. Og ef grannt er skoðað á hún ekki margaaðra kosti. Ef hún ætlar með efnahags- ráðstöfunum sinum að brjóta gerða samninga við launþega 1. marz næst komandi, er betra að þjóðin segi álit sitt, en að stofna til harkalegra vinnudeilna. En þá verða kosningar að vera fljót- lega og ekki síðar en í apríl. Fyrirhugaðar efna- hagsráðstaf anir ríkis- stjórnarinnar gera einnig þá kröfu til stjórnarand- stöðunnar, að hún komi sínum tillögum og hug- myndum á framfæri við þjóðina. Þá verður ekki eingöngu kosið um tillög- ur eða ráðstafanir núver- andi ríkisstjórnar, heldur einnig hugmyndir stjórnarandstöðunnar. Þegar að þessum þætti stjórnmálanna kemur, er ábyrgð stjórnarandstöð- unnar í raun engu minni en stjórnarinnar. Það er staðreynd, sem ekki verður umf lúin, að það er auðveldur leikur að gagn- rýna. Vandinn verður meiri, þegar standa þarf við gagnrýnina með til- lögum um úrbætur. Alþýðublaðið hefur margoft haldið því fram, að efnahagsvandinn væri slíkur, að sameiginlegt átak allra stjórnmála- flokkanna væri þjóðar- nauðsyn. Allir íslending- ar gera sér Ijóst, að hver sem úrræðin verða, muni þau snerta illilega hvert heimili í landinu. Engin þjóðfélagsbreyting bjargar á augabragði, eins og sumir virðast halda. Hins vegar ber forystu- mönnum launþegasam- taka og verkalýðsflokka að halda áfram barátt- unni fyrir meiri áhrifum launþega á stjórn lands- mála, og baráttunni fyrir því, að þær byrðar, er fyrirsjáanlega verða lagðar á þjóðina, komi réttlátlega niður. I þeim efnum leyfist enginn undansláttur og á þeim vettvangi getur baráttan orðið hörð á næstu mán- uðum og árum. — AG. ÚR VMSUM ÁTTUM Já, Rvernig má þad vera „Vísisdraugurinn” I dagblaöinu Timanum i gær er lesendum veitt ómetanleg vit- neskja um það hvernig kynlifi Kinverja er háttaö. Upplýsing- arnar, sem haföar eru eftir hin- um 55 ára gamla franska kyn- lifssérf ræöingi Georges Valensin, benda til þess aö allt svoleiöis hopp og hi sé alveg i lágmarki þar austurfrá. Valensin hefur skrifaö bók um þetta efni og heitir hún „Kynlif i kommúnistarikinu Kina” (bók- arheitiö er þýöing Timans.) Þaö sem menn hafa helst fundið aö bókinni er, aö höfund- ur notaði einungis þrjár vikur til aö kynna sér þaö fyrirbæri sem hann ritar um. Hann segir þetta þó hafa veriö kappnógan tima fyrir sig — sérfræðinginn. í viötali sem Timinn vitnar i segir Valensin orörétt: „Þessar 900 milljónir manna sem enginn veit i raun og veru neitt um voru mér ráögáta. Mér tókst aö staö- festa þann grun minn, aö kynlif kinverja er nánast ekkert.” Já, mikil ráðgáta hlýtur þessi 900 milijón manna þjóö aö vera manninum, ef hann er svona viss um að ibúarnir geri lltið sem ekkert til aö fjölga sér. Úr dimmasta skoti ritstjórnar Visis talar drungaleg rödd. Þar situr einhvers konar mibill blaðsins og gegn um hann eiga greiöa leið helraddir afturhalds og fávizku. Svarthöfði heitir fyrirbærið og ekki nafngreint frekar, þvi vart mun honum sjálfrátt. Þaö er fátt I þessu þjóöfélagi sem „grámann” þessi veit ekki einhver deili á. Fáu leggur hann gott orö til, en hvæsir óvægi- lega, og oft i þá átt sem sizt skyldi. Svo rammt kveöur aö þessu, aö manna á mebal er hann oftar nefndur „kolmunni”, eöa þá „Svartkjaftur” uppá færeysku. 1 gær ieggur „Svarthöfði” deigum spjótum sinum aö is- lenzkum jaröfræöingum, og þá sérstaklega þeim sem hafa sér þaö til lifsframfæris aö skoöa eldfjöll og Ihuga rök þeirra. 1 pistli sinum veröur honum sérstaklega tiörætt um Land- rekskenninguna svonefndu. Heldur hann þvi fram aö is- lenzkum jaröfræöingum muni fæstum vera kunnugt um þessa kenningu, sem fram kom snemma á 20. öldinni. Ekki veröur annaö séö en meö þessum skrifum vilji hann varpa á jaröfræðinga sökinni af staösetningu Kröfluvirkjunar, og þá náttúrulega um leiö hvernig komiö er fyrir þvi minnismerki pólitisks asna- skapar. 1 leiöinni bendir hann svo á aö margar af stórvirkjunum Is- lendinga eru á eldvirknissvæö- um, — og svona til vonar og vara er jaröfræðingunum kennt um þaö lika. Þaö er nefnilega aldrei aö vita hvaö getur komiö uppá. Ef fer aö gjósa á þeim slóðum er ágætt að vera fyrir- fram búinn aö benda á syndar- ann. Vonandi taka ekki margir mark á fávislegum skrifum Svarthöfða. Islenzkir jaröfræö- ingar, og þá ef til vill sérstak- lega þeir sem skoöa eldfjöll, standa starfsbræörum sinum úti i heimi, fyllilega jafnfætis, — ef ekki framar, hvaö kunnáttu snertir. Og ekki er aö efa að þeim var kunnugt um Land- rekskenninguna áöur en nafn hennar bar fyrir sjónir Svart- höföa. Svarthöföi skemmtir liklega mörgum meö „kjaftinum á sér”. En svei mér þá, stundum hvarflar þaö að mér aö þeim Visismönnum væri sæmst aö huga að „kunnáttumanni” til að kveöa þann draug niöur. ES ihlLGEIMSAM (KELDIIHVERFI Li»í»ren»‘nga Var6ar miki» um kjarftfræftl enda standa “m Tt ,ts‘elni>‘ virkustu jarft- fctmgu hnattarins. þeirri sem \d hefur veri» vift Atlants- VgAengurl,ver‘ií!egnum » frá aubvestri til norft- t' Þet,a nábýli okkar vift ■K og jarfthrœringar, sem aft búa á sprungu- ■Hjr m.a. orftift til þess Tjiá hafa staftift aft þvi “kuPP rannsáknar- %fni. jáknir hér, eins ÍPkonar bera > beinst aft "igossögu fjérfrek maauvirki á * Jandsins mftaaam. Aftar á ~áu m-ftu þ«ir mjftg skriftargUftiíl i«ÍUa>sum. aa erauftáéft aft i um, aö „vlsin hafa verift mei og fábrotin. Þe mundir aft fá eldfyllu undir sem talin er v; faekkar og laA hvarflar aldre hrcringarnar ■ hverfi eru di gliftnun jarftsl lantshafssprunj lega á hreyfinf a» þrengjast sai ét og þft mest Auftvitaft fylgir | landsig, eftir ■prungan hagar Jarftfræftingar e hugmyndina um gOs. halda þeir I aft hræringarnar neftanjarftargos, “PP á yfirborftift. ekkl von á iiftrr- ^ert vera kenr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.