Alþýðublaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 12
 alþýöu- blaöið Ótgefandi Alþýöuflokkurinn FIMMTU DAG UR Ritstj.órn Alþýðublaðsins er að Sföumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er aö' Hverfisgötu 10, slmi 14906 — Askriftarsimi 14900. . j 2 JANLJAR 1978 Tjónagreiðslur trygginga- félaga 1976 námu 1/6 hluta fjárlaga! I væntanlegri skýrslu frá Tryggingaeftirliti ríkisins/ mun koma fram aö tjónagreiðslur ís- lenzkra tryggingafélaga á árinu 1976 hafa numið 10 milljörðum króna, sem er 1/6 hluti fjárlaga þess árs/ en niðurstöðutölur þess voru sextíu milljarð- ar, 342 milljónir/ þrjú hundruð og niutiu þúsund. Sigmundur Stefánsson hjá Tryggingaeftirlitinu sagöi aö aöaldrög skýrslu þessarar væru ekki ljós fyrr en i fyrsta lagi i október á næsta ári hverju sinni og enn munu f jölmiölar þvi ekki hafa birt þessar tölur fyrr en nú. Þessir tiu milljaröar skiptast þannig aö til sjótrygginga runnu 2.2 milljaröar, ábyrgöartrygg- ingar bifreiöa námu 1 milljaröi, erlendar endurtryggingar, sem eru erlend tjón, sem islenzk tryggingafélög taka þátt i, 2.7 milljaröar og innlendar endur- tryggingareru 2 milljaröar, þ.e. tjónaþátttaka islenzkra trygg- ingafélaga á milli. Minni liöir eru eignatrygging- ar, 800 milljónir, og svo slysa- og sjúkratryggingar, farm- tryggingar og fleira. Afkoma tryggingafélaganna á árinu 1976 mim annars hafa ver- iö góö og ekkert félaganna sýndi halla, og er þaö breyting til betri vegar frá árunum á undan, en 1974 og 1975 var taprekstur á ýmsum tryggingafélögum. Sjálfrar skýrslu Trygginga- eftirlitsins mun aö vænta aö ein- um til tveimur mánuöum liön- um. AM friörð samkeppni í íslenzkum gMeriðnaðiJ Hættir CUDO-fgler vegna rekstrarerfið- Ólafur Davídsson, oddamaður yfirnefndar: 7 kr. eru grunnverd Verðið hækkar og lækkar eftir fitumagni leika? Þaö sem viö höfum I huga, þeg- ar viö ákveöum verö á loönu, eru markaösaöstæöur, áætlun um vinnslukostnaö og útgeröarkostn- aö, sagöi Ólafur Daviösson hjá Þjóöhagsstofnun, i samtali viö Aiþýöublaöiö I gær, en ólafur var oddamaöur yfirnefndar þeirrar, sem I fyrradag ákvaö Iágmarks- verö á loönu. Þetta loönuverö hefur veriö vægast sagt umdeilt, og hafa meöal annars loönuveiöiskip siglt i land til aö mótmæla þvi, eins og fram hefur komiö i frétt- um. — Annars eru þessar 7 krónur grunnverö og fer hækkandi og lækkandi eftir þvi hve loönan er feit eöa mögur og hve þurrefnis- rik hún er. bessar 7 krónur eru miöaöar viö aö loönan sé meö 8% fitu, en fyrir hverja fituprósentu umfram þessi 8% bætast 62 aurar. Þannig fást 10,10 krónur fyrir loönukilóiö, sé fiskurinn 13% feitur. Sú loöna sem veiözt hefur þaö sem af er árinu, hefur veriö á bilinu 12-13% feit, en þurrefnisinnihaldiö á bil- inu 15,1-15,7%. Þegar Ólafur var aö þvi spurö- ur, hver væri skýringin á þeim mikla mun sem er á veröi loönu i Færeyjum og á Islandi, kvaö hann mörg atribi geta haft áhrif þar á. Mest munaöi sennilega um útflutningsgjöld, sem lögö eru á islenzkar sjávarafuröir. Þetta gjald næmi aö likindum um 1.30 kr., sem bætist viö hráefnisverö- iö. Útflutningsgjaldiö rennur meöal annars til þess aö greiöa niöur fæöiskostnaö áhafna og tryggingariögjöld fiskiskipa. Ólafur lét Alþýöublaöinu i té eftirfarandi dæmi um verö á Framhald á bls. 10 Horfur eru á að CUDO- gler hf., sem um áratuga- skeið hafa verið einir þekktustu framleiðendur tvöfalds rúðuglers hér- lendis/ hætti starfsemi sinni innan tíðar vegna harðrar samkeppni í þess- ari iðngrein. Alþýöublaöiö átti viötal viö Arinbjörn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins i gærkvöldi, vegna þessa máls, og vottaöi Arinbjörn aö lokun fyrir- tækisins til lengri eöa skemmri tima væri yfirvofandi, en sam- keppni meöal framleiöenda væri nú mjög hörö og heföi veriö. Enn er þetta mál þó á athugunarstigi og sagöi Arinbjörn aö þótt af lok- un yröi væri ósennilegt aö vélar og annar búnaöur -yröi seldur aö svo stöddu, heldur timinn látinn leiba I ljós hvort horfur bötnuöu. Samdráttur I Islenzkum bygg- ingaribnaöi veldur hér aö sjálf- sögöu líka miklu um og þaö hve lítiö hefur veriö um lóöaúthlutan- ir af hálfu borgarinnar. Ekki treysti Arinbjörn sér til aö segja hvernig ástandiö væri hjá helztu keppinautum fyrirtækisins, en fannst ósennilegt aö öröugleika heföi ekki einnig oröiö vart hjá þeim. Helstu glerframleiöendur eru hér „hinir þrlr stóru”, sem Arinbjörn nefndi svo, þ.e. Glerborg, Ispan og Cudogler, en þessi fyrirtæki hafa öll álíka framleiöslugetu. Samverk má ætla aö hafi 30-40% af afkastagetu þessara fyrrnefndu og enn má nefna Ispan á Akureyri, sem er sér íyrirtæki, án tengsla viö sam- nefnt fyrirtæki I Reykjavik. Arinbjörn taldi aö innflutt gler heföi ekki nein áhrif á þennan iðn- að, vegna þess hve dýrt þaö væri, um það bil 50% dýrara, og aö reynsla heföi sýnt aö þaö væri á engan hátt betra en þaö innlenda. CUDO-gler og aörar innlendar glerverksmiöjur hafa allar áþekka samsetningartækni viö gerö sinna glerrúöa, en mismun- ur er aöallega fólginn i efnamis- mun á kitti og listum. Starfsfólk CUDO-glers, sem er um þaö bil tuttugu ára gamalt fyrirtæki, er nú um 15 manns aö skrifstofufólki meötöldu, en nú er dauöur timi I þessari grein. Er starfsfólk verulega fleira, þegar annir eru viö byggingar, sem gef- ur aö skilja. AM Fóstrur kjósa um nýtt starfsheiti: ...hvað á ég að heita? — fóstra, leikkennari, leikskóla kennari, eða forskólakennari Borið hefur á nokkurri óánægju meðal fóstra vegna starfsheitis þeirra, sem þær telja að lýsi ekki nægilega vel starfi þeirra. Á aðalfundi Fóstrufélags- ins/ sem haldinn var 10. nóvember sl. var borin fram tillaga um að starfs- heitinu yrði breytt. Stungið var upp á nafninu FORSKÓLAKENNARI. þeim voru kynntir málavextir og beöib um fleiri tillögur. Tvær tillögur bárust til viöbót- ar. Stungiö var upp á nöfnunum LEIKKENNARI og LEIKSKÓLAKENNARI. Siöan var boöaö til framhalds- aöalfundar þar sem ákveöið var aö kjósa um starfsheiti dagana 27. og 28. janúar. Þaö sem um er aö velja eru uppástungurnar þrjár og svo hið gamla nafn FÓSTRA. Um þetta uröu.miklar umræöur _ og nefnd kosin til aö fjalla um Þau leika sér glöö og áhyggjulaus þessl bttrn og hafa vbt ekki miklar áhyggjur af þvl hvaft fullorftna máliö. Nefndin sendi siöan bréf til fólkiö á leikskólanum kallar sig. ABmyndGEK. allra fóstra á landinu, þar sem Alþingi veröur siöan aö leggja blessun sina yfir þaö nafn sem veröur ofan á I kosningunum til aö þaö teljist löglegt. —KIE

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.