Alþýðublaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 12
alþýðu- blaðið Ctgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn Alþýðublaðsnins er að Siðumúla H, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Hverfisgötu 10, simi 14906 — Áskriftarsimi 14900. FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1978 Skýrsla Umferðarráðs um umferðarslys á Islandi Gamalt fólk æ oftar fórnarlömb slysa Flest slys verda í september Fyrir síðuslu helgi birti Alþýðublaðið drætti úr skýrzlu um umferðarslys og ýmis óhöpp úr Reykja- vik, en nú hefur Umferð- arráð sent frá sér skýrzlu um umferðarslys á öllu landinu árið 1977. Kemur það fram að slysum á börnum og unglingum hef- ur heldur fækkað frá und- anförnum árum, en aldrað fólk verður tiltölulega mjög oft fórnarlömb um- ferðarslysa. Birtir blaðið hér töflu ráðsins um um- ferðarslys 1977 með sam- anburði við árin 1976 og 1975. Þá kemur fram i fylgiblaði með skýrslunni að börn á aidrinum 0-6 ára hafa 31 slasast i umferðar- slysum á árinu, 7-14 ára 61, 15-16 ára 57, 17-20 ára 118, 21-24 ára 64, 25-64 ára 197, 65 ára og eldri 45. Sú tegund ökutækja, sem hlut átti að flestum slysum, var að vonum fólksbillinn, sem kom við sögu 426 sinnum, en næstar koma jeppabifreiðar i 54 tilvikum og létt bifhjól áttu hlut að 36 slysum. Aðrar tegundir ökutækja koma mun sjaldnar við sögu. Karlar áttu hlut að 521 slysi, en konur 107 og þótt það virðist vera kvenþjóð- inni til vegsauka, hve miklu sjaldnar þær eiga hér hlut að máli, verður að lita á að enn sem komið er, munu karlarnir vera verulega stærri hluti ökumanna. Hvað aldri ökumanna viðvikur, er athyglisvert að allmargir hafa syndgað upp á náðina hvað öku- réttindin varðar, þvi 25 slysa- valdar eru 14 ára og yngri og 15-16 ára 34. A aldrinum 25-60 ára hafa 279 ökumenn átt hlut að slysum, en 61 árs og eldri aðeins 33. — AM. Ekkert flogid inn- anlands í gær Veruleg röskun á millilandaflugi Mjög miklar truflanir hafa orðið á innanlands- og rnillilandaf lugi undan- farna tvo sólarhringa vegna veðurs. Að sögn Sveins Sæ- mundssonar blaðafulltrúa hjá Flugleiðum var ekkert f logið innanlands i gærdag, og útlitið um fimmleytið í gær var heldur slæmt, þar sem hvasst var i lofti og flugskilyrði léleg. Var þó haldið áfram að athuga með flug fram eftir degi í gær, ef ske kynni að veður- haminn lægði. Þá hefur eins og fyrr sagði komið til talsverðrar röskunar á millilandaflugi vegna óhagstæðs veðurs i Evrópu. Þannig varð flugvél, sem var á leið frá Banda- rikjunum til Luxemborgar að lenda i Frankfurt. Varð að flytja farþegana landleiðis á milli staða. önnur vél sem var á Ieið frá Luxemborg til Cicago komst ekki i loftið fyrr en i gærmorgun, og hafði þá tafizt verulega og vél sem var á heimleið frá Kaup- mannahöfn i fyrradag, varð að snúa við og lenda i Glasgow. Sagði Sveinn Sæmundsson, að*. vonir stæðu til að lag yrði komið á allar timaáætlanir með kvöldinu, nema ein ferð frá New York félli niður vegna tafa sem urðu i fyrradag. — Norðurlandaflugið ætti að vera komið i fastar skorður i fyrramálið, sagði hann, og Amerikuflugið væntanlega annað kvöld ef friður fæst fyrir veðrinu. Dráttarvextir í Keflavík: Fundur með þeim, sem hlut eiga að máli Nokkurar óánægju hefur gætt í Keflavik að undan- förnu vegna innheimtu dráttarvaxta á útsvör hjá mönnum sem töldu sig hafa staðið fullkomlega í skilum með sin opinberu gjöld. Svo sem greint var frá í blaðinu í gær bar einkum á þessu meðal manna sem vinna á Kefla- víkurf lugvelli. Bæjarstjórn fól inn- heimtustjóra Keflavíkur- bæjar Sigurði Júl. Sigurðs- syni að komast fyrir sann- leikann í máli þessu. Blaðið hafði i gær samband við Sigurð og innti hann eftir gangi mála. Hann tjáði okkur að á morgunn, föstudag, verði haldinn fundur með þeim aðilum sem hlut eiga að þessu máli, það er fulltrúa frá launadeild hersins og millilið þeim sem sér um að koma gjöld- unum áleiðis til sveitarfélaganna. Milliliður þessi er starfsmaður á vegum Varnarmáladeildar. Vonazt er til að fulltrúi frá fslenzkum aðalverktökum komi einnig á fundinn. „Vonandi skýrist endanlega á fundi þessum hvernig i málinu liggur”, sagði Sigurður. „Þetta fer allt dálitlar krókaleiðir. Fyrst sendum við rukkun til þessa milliliðar, hann kemur þeim sið- an áfram til atvinnurekendanna. Þeir senda honum siðan greiðsl- urnar og hann sér um að koma þeim aftur til okkar”. ES Loónan fyrir norðan land Heildaraflinn á vertídinni ordinn 25.000 tonn Þegar AB haföi sam- band við Loðnunefnd í gær höfðu 27 bátar tilkynnt um afla frá því á hádegi dag- inn áður. Á þessum rúma sólarhirng höfðu þeir fengið um 10.300 lestif heildaraflinn á vertíðinni var þá nál. 25000 tonn. Aflahæstur var Vikingur frá Akranesi, með um 1200 tonn. Flestir voru bát- arnir með nál. 500 tonn. Veiðisvæðið er nú i nánd við Kolbeinsey. Þar var lélegt veiði- veður i gærmorgun og slæm spá. Bátarnir landa nú helzt á norðurlandshöfnunum, Siglufirði, Krossanesi við Eyjafjörð og Raufarhöfn, einnig á Bolungar- vik. ES F j Öld i dauöaslysa óg látinna: 1977 létust 37 manns í 33 slysum. 1976 létust 19 manns í 18 slysum. 1975 létust 33 manns í 30 slysum. Fjöld i slasaðra: 1977 slÖsuöust 536 í 400 slysum. 1976 slösuðust 547 x 421 slysi. .1 97 5 slösuöust 647 í 477 slysum eða 11 1 fleir i en 1977. Skráð eignat j ó n án meiösla voru: 1977 5909 eða 179 færri en 1976. 19 7 6 6088 1.0 2 5 6424 eða 515 fleiri en 1977. Slys a börnum og unglingum eru færri nú en un danfarin ár: 0-6 ára 7 - 14 ára 15 - 16 ára 1977 31 61 47 1976 47 83 65. 1975 45 78 84 Fles t slysanna áttu sér stað í septemb er: , ' , Septe mber 1977 52 slys, 72 slasaöir og látn ir. Meöaltal á mán. 1977 voru 33 slys. Septe mber 1976 56 slys, 65 slasaöir og látn ir. Meðaltal á mán. 1976 voru 36 slys . Okt öb er 1975: 69 slys, 94 slasaöir og látn ir. Meðaltal á mán. 1975 voru 42 slys . Alvar legum sly sum hefur fjölgað: Af 40 0 slysum m/meiðslum 1977 voru 290 raeiri háttar. Af 42 1 slysi m /meiöslum 1976 voru 262 meiri háttar. A f 47 7 slysum m/meiöslum 1975 voru 262 meiri háttar. Sly su m með mei ðslum hefur fjölgað í dreifbýli og á þéttbýlisstöðu m úti á landi sem eru í vexti, en fækkað í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfiröi og Keflaví kurflugvelli. Þót t slysum á gangandi vegfarendum haf i ekki fjölgað 'að mun er áberandi að eldra fólk veröur fyrir bílum. Af þe im Í.2 sem létust á árinu þégar þe ir urðu fyrir bxl, var h elmingur beirra eöa 6 manns, 68 c ra og e ldri . Prófkjör Sjálfstæðismanna vegna borgarstjórnarkosninga: Hjá þeim verður kosningaaldurinn færður niður í 16 ár — kosið veröur 4., 5. og 6. marz Alþýðublaðið hafði i gær samband við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóra fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisflokksins, og innti hann eftir tiðind- um af væntanlegu próf- kjöri flokksins vegna borg- arstjórnarkosninga. Vilhjálmur sagði að ákveðið væri að kosningin færi fram dag- ana % iog 6.marz nk. og væri bú- izt við mikilli þátttöku. Fram- bjóðendur áleit hann mundu verða álika marga og i fyrri próf- kjörum, en þá hafa þeir verið 40- 50 talsins. Þá sagði Vilhjálmur að það ný- mæli yrði nú tekið upp i kosning- unum'hér i Reykjavik, að flokks- bundnir sjálfstæðismenn allt frá 16 ára aldri, mættu taka þátt i prófkjörinu og verður það að telj- ast nokkuð nýmæli, þvi fyrr var miðað við 18 ára aldur. Er þvi gert ráð fyrir að flokksbundið fólk 16 til 20 ára hafi þennan rétt og allir stuðningsmenn flokksins, óflokksbundnir sem flokksbundn- iryfir þeim aldri. Þessi lækkun á aldri var fyrst tekin upp i Vestur- landskjördæmi, að sögn Vil- hjálms, þá i Reykjaneskjördæmi og loks nú i Reykjavik. Vilhjálmur kvað flokksstarfið nú mundu miðast við þetta próf- kjör og svo kosningarnar til Al- þingis, sem haldnar verða i mai til júni. — AM. Erlent vinnuafl í fiskvinnu: 34 komu til lands- ins s.l. laugardag 1 blaðinu i gær var greint frá þvi, að á dögunum hafi komið hópur útlendra verkamanna til vinnu i fiski á Seyöisfirði, en einn- ig væri fyrirhugað að 8—10 manns komi til Breiðdalsvikur innan tiö- ar i sama tilgangi. AB leitaði upplýsinga hjá útlendingaeftirlitinu i gær um fjölda þessa fólks og kom i ljós, að s.l. laugardag kom til landsins 34 manna hópur Ný-Sjálendinga, Ástraliumanna og Breta, sem dreifðust á Fáskrúðsf jörð, Seyðisfjörð og Flateyri. Ráðningartimi þeirra i fiskvinn- unni er yfirleitt til loka vetrar- vertiðar og greiða atvinnurek- endur fargjald fyrir hópinn til og frá Englandi. Skilyröi fyrir veittu atvinnuleyfi er að viðkomandi verkalýðsfélög leggi blessun sina yfir þessar ráðningar og sam- kvæmt upplýsingum formanna verkalýðsfélaganna á Seyðisfirði og Breiðdalsvik, er þessi innflutn- ingur erlends vinnuafls gerður i þvi skyni að bæta úr brýnum skorti á innlendu vinnuafli, þegar vetrarvertið stendur yfir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.